Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 8
20. október 2011 FIMMTUDAGUR8
SAMFÉLAGSMÁL Á Íslandi starfa
rúmlega þrjú þúsund sjálfboða-
liðar með Rauða krossinum, eða
einn af hverjum 300 Íslending-
um. Þessi tölfræði er eftirtektar-
verð því samkvæmt útreikn-
ingum Alþjóða Rauða krossins
starfar einn af hverjum 30 þús-
und sem sjálfboðaliði Rauða
krossins eða Rauða hálfmánans
á heimsvísu.
Nú er yfirstandandi Rauða-
krossvikan, þar sem félagið
vill vekja athygli á framlagi
sjálfboðaliða Rauða kross-
ins til samfélagsins. Tilefni
Rauðakross vikunnar er Evrópu-
ár sjálfboða liðans undir yfir-
skriftinni Tíminn er dýrmætur.
Rauðakrossdeildir um allt land
kynna verkefni sín þessa viku.
Um tíu þúsund manns nota
reglulega þjónustu Rauða kross
Íslands, en félagið áætlar að
um helmingi fleiri njóti góðs
af starfinu óbeint. Ársframlag
sjálfboðaliða er talið um 302
þúsund klukkustundir, sem sam-
svarar 145 ársverkum. Sé það
framreiknað samkvæmt meðal-
launum í landinu þyrfti að greiða
700 milljónir króna í laun fyrir
þau verk sem unnin eru í sjálf-
boðastarfi á vegum félagsins.
- shá
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Kvennaleikfimi
Nýtt námskeið hefst 31. október
Kennsla er á mán,
mið, og föst. kl. 16.30
Þjálfari er
Þóra Sif Sigurðardóttir,
íþróttafræðingur
Verð fyrir 4 vikur er 13.900 kr.
eða 9.900 í áskrift
Gamla góða leikfimin fyrir allar konur sem vilja
auka styrk og vellíðan. Styrktaræfingar, lítil
hopp og æfingar fyrir maga, rass og læri:
Skráðu þig núna í síma
5601010 eða á
heilsuborg@heilsuborg.is
Íslensk framleiðsla Fæst í apótekum um land allt
STERKAR KALK TÖFLUR INNIHALDA D-VÍTAMÍN
EKKERT GELATÍN
LÖGREGLUMÁL Úraránið í verslun
Michelsen úrsmiða þykir stórt á
alþjóðlegan mælikvarða Rolex.
Listi yfir þau úr sem var rænt á
mánudag hefur verið afhentur
fyrirtækinu og lögreglu, að sögn
Franks Michelsen úrsmiðs. Hann
gefur ekki upp hversu mörgum
úrum var stolið.
Frank hefur lofað milljón krón-
um í verðlaun fyrir upplýsingar
sem geta orðið til þess að ránið
verði upplýst. Hann segist hafa
fengið fjölda ábendinga en bend-
ir fólki á að hafa samband við lög-
regluna ef það hefur upplýsingar
um málið.
Lögregla hefur ekki fundið nein-
ar vísbendingar um að skoti hafi
verið hleypt af þegar þrír menn
ruddust inn í verslun Michelsen
úrsmiða á ellefta tímanum á mánu-
dagsmorgun, samkvæmt upplýsing-
um Fréttablaðsins.
Lögregla hefur undir höndum
myndir af ræningjunum þar sem
þeir voru að athafna sig í verslun-
inni, en þekkir þá ekki. Í gær var
því ekki vitað hverjir voru þarna
að verki, hverrar þjóðar þeir eru,
né hvort þeir hafa komist af landi
brott eftir ránið. Þá hefur ekki
fundist tangur né tetur af þýfinu.
Ránið virðist hafa verið þaul-
skipulagt. Í bílnum sem mennirnir
flúðu á af ránsstað og skildu eftir
við Smáragötu voru tvær leikfanga-
byssur sem þeir notuðu til að ógna
fólki í versluninni. Engin fingraför
hafa fundist á byssunum, enda voru
þeir með hanska, grímur og hett-
ur þegar þeir ruddust inn og þrifu
með sér úrin úr tveimur sýningar-
skápum þar. Myndbandsupptaka
úr versluninni sýnir að mennirnir
voru örsnöggir að athafna sig og
héldu starfsfólkinu í skefjum með
leikfangabyssunum, brutu skápana
og sópuðu út úr þeim.
Lögreglan hefur lýst eftir
manni í rauðri úlpu sem upptaka
úr öryggis myndavél sýndi að var
að sniglast fyrir utan verslunina
morguninn sem ránið var fram-
ið. Upplýsingar sem almenningur
hefur veitt hafa ekki leitt til þess
að kennsl hafi verið borin á hann.
Af fjórum bílum sem stolið var
á höfuðborgarsvæðinu helgina
áður en ránið var framið eru þrír
komnir í leitirnar. Talið er að einn
bílanna hafi ræningjarnir notað
til að komast á ránsstað og til að
flýja burt eftir verknaðinn. Sá
bíll fannst við Smáragötu og þar
hverfur slóð ræningjanna. Stolinn
bíll sem skilinn var eftir í gangi
við Vegamótastíg er jafnvel talinn
tengjast málinu, en þó er það ekki
fullvíst. jss@frettabladid.is
thorunn@frettabladid.is
Rolex telur ránið
stórt á alþjóðavísu
Enn er leitað að þremur mönnum sem réðust inn í úraverslun við Laugaveg á
mánudagsmorgun. Slóð þeirra hverfur við Smáragötu. Ábendingar hafa ekki
borið árangur. Ránið þykir stórt á alþjóðlegan mælikvarða Rolex.
VERSLUNIN Frank Michelsen í versluninni skömmu eftir að ráðist var þar inn. Engin
fingraför hafa fundist og mennirnir þekkjast ekki í öryggismyndavélum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1 Hvað kallast hreyfingin sem
ætlar að fletta ofan af vændis-
kaupendum?
2 Hvað heitir ísraelski hermaður-
inn sem slapp úr haldi Hamas-
samtakanna í fyrradag?
3 Með hvaða sænska knattspyrnu-
liði leikur landsliðskonan Sara
Björk Gunnarsdóttir?
SVÖR:
1. Stóra systir. 2. Gilad SHalit. 3. Malmö.
Vakin er athygli á starfi þrjú þúsund sjálfboðaliða Rauða kross Íslands:
Framlagið metið á 700 milljónir
Verkefni Fjöldi
Neyðarvarnir/skyndihjálp: 750
Heimsóknavinir: 500
Fataverkefni: 450
Ungmennaverkefni: 260
Starf með innflytjendum: 255
Hjálparsíminn 1717: 100
Heilsuvernd fyrir fíkla: 56
Málefni hælisleitenda: 36
Rauðakrosshúsin: 35
Stjórnar- og deildarstörf: 415
Fjöldi sjálfboðaliða
MANNRÉTTINDI Bandaríkjamenn,
Rússar og ýmsar Evrópuþjóðir
hafa á undanförnum árum selt
mikið af vopnum til Mið-Austur-
landa og Norður-Afríku þrátt fyrir
að miklar líkur væru á að þau yrðu
notuð til að fremja alvarleg mann-
réttindabrot.
Þetta segir í nýrri skýrslu mann-
réttindasamtakanna Amnesty
Inter national, þar sem greint er frá
vopnasölu til Barein, Egyptalands,
Líbíu, Sýrlands og Jemen frá árinu
2005. Í skýrslunni eru Austurríki,
Belgía, Búlgaría, Tékkland, Þýska-
land, Indland, Ítalía, Spánn, Sviss,
Rússland, Tyrkland, Úkraína,
Bretland og Bandaríkin sögð hafa
selt þangað vopn og annan búnað.
Niðurstaða skýrslunnar er að
raunhæft eftirlit með vopnasölu
skorti og þörf sé á alþjóðlegum
vopnaviðskiptasáttmála sem hafi
það að markmiði að tryggja virð-
ingu fyrir mannréttindum.
„Stjórnvöld sem í dag segjast
standa í samstöðu með fólki í Mið-
Austurlöndum og Norður-Afríku
eru mörg þau sömu og hafa nýlega
afhent vopn, byssukúlur og ýmis
tól og tæki sem voru og eru notuð
til að drepa, særa og handtaka
friðsama mótmælendur í löndum
á borð við Túnis, Egyptaland, Sýr-
land og Jemen,“ segir í tilkynn-
ingu frá samtökunum. - sh
Amnesty segir vopn frá Vesturlöndum notuð til að brjóta á mannréttindum:
Brestir í eftirliti með vopnasölu
VESTRÆN VOPN Mannréttindasamtök segja alþjóðlegan vopnaviðskiptasáttmála
skorta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
NEYTENDUR Mest seldu vörurnar í
Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli
eru áfengi og sælgæti.
Vefsíðan Túristi.is hefur nú
fengið lista yfir tíu vinsælustu
vörurnar. Þrjár útgáfur af M&M
sælgætinu ná á topp tíu listann
og er það eina sælgætið sem nær
slíkum vinsældum. Víking bjór
er vinsælastur, þá M&M Peanut
butter, Egils Gull, Brennivín
miniature, M&M Chocolate,
M&M Peanut, Reyka Vodka,
Brennivín, Iceland Spring og í
tíunda sæti er Tuborg Grøn. - sv
Bjórinn vinsæll í Fríhöfninni:
Mest selt af bjór
og súkkulaði
VEISTU SVARIÐ?