Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 24
24 20. október 2011 FIMMTUDAGUR www.tk.is ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 FIMMTUDAG TIL MÁNUDAGS 20% AFSLÁTTUR AF vertu vinur á Facebook Í TÉKK-KRISTAL ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM SWAROVSKI SKARTGRIPUM ÖLLUM GLÖSUM IITTALA VÖRUM ÍTÖLSKUM HITAFÖTUM MÁLVERKUM og fleiru og fleiru Fallegar NÝTT KORTATÍMABIL Þegar fjórtán þúsund Hafn-firðingar mótmæltu í byrjun árs 2009 þeim áformum þáver- andi heilbrigðisráðherra, Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, að skerða sjúkraþjónustu á St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði bjóst enginn við, að það yrði síðar hlutskipti ráð- herra í velferðarstjórn, Guðbjarts Hannes sonar, að taka ákvörðun um lokun St. Jósefsspítalans og það gegn hans eigin fyrri fyrir- heitum um áframhald þeirrar starfsemi spítalans, sem nú hefur verið tekin ákvörðun um að hætta. En í yfirlýsingu ráðherrans, sem hann sendi frá sér 31. janúar sl. og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 12. október sl. felst viðurkenning hans á því, að legudeild almennra lyflækninga verði áfram í hús- næði St. Jósefsspítalans. Forveri ráðherrans, Ögmundur Jónasson, hafði einmitt lagt áherslu á slíka nýtingu spítalans. Það er óþolandi, að ráðherra svíki fyrri fyrirheit sín í máli því, sem hér um ræðir og óverjandi að leggja niður alla starfsemi á virtri sjúkrastofnun, sem í 85 ár hefur af viðurkenndum myndarbrag þjónað Hafnfirðingum og ótal fleirum. Ólögmæt ráðstöfun Samkvæmt þinglýstu afsali á Hafnarfjarðarbær 15% eignar- hluta í St. Jósefsspítalanum. Sá hluti var keyptur á þeim forsend- um St. Jósefssystra við sölu spít- alans, að áfram yrði sjúkrahúss- rekstur í húsnæði spítalans. Það vildi bærinn tryggja með kaupum sínum á eignarhlutanum. Þar sem húsnæði spítalans er í sameign bæjarins og ríkissjóðs bar við- komandi ráðherra að mínum dómi skylda til að hafa samráð við bæj- aryfirvöld um það áform sitt að breyta nýtingu húsnæðisins með því að leggja þar niður alla sjúkra- þjónustu. Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar 12. október sl., að hann hefði fyrst í fréttum útvarps kvöldið áður heyrt um ákvörðun ráðherrans að loka ætti St. Jósefs- spítalanum. Framkoman gagnvart Hafnarfjarðarbæ í þessu máli er óafsakanleg og ráðstöfunin að ljúka allri starfsemi spítalans án samþykkis eða samráðs við bæinn sem meðeiganda er að mínu mati ólögmæt. Óvirðing sýnd St. Jósefssystrum Þegar St. Jósefssystur seldu spítal- ann árið 1987 eftir 60 ára rekstur, sem mótaðist af hagsýni og fórn- fýsi, fór salan fram á þeim for- sendum systranna, að „spítalinn yrði áfram rekinn með svipuðu sniði og verið hafði“ eins fram kemur í skráðum heimildum. Var mér sem ráðgjafa systranna við söluna og í stjórn spítalans um árabil vel kunnugt um þá áherslu systranna, að spítalinn gegndi áfram sama hlutverki og verið hafði allt frá stofnun hans árið 1926. Þegar gengið var frá sölu spítal- ans féllst þáverandi heilbrigðis- ráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, og Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra á þá eindregnu ósk bæjar yfirvalda í Hafnarfirði, að starfsemi spítalans skyldi haldið áfram á sem flestum sviðum. Að ætla sér nú að leggja niður alla starfsemi St. Jósefsspítalans yrði því á sinn hátt svik við St. Jósefs- systur og óvirðing við minningu þeirra. Engan veginn er ljóst, að ráð- herra getið sparað ríkissjóði pen- inga með því að leggja niður núver- andi starfssemi á St. Jósefsspítala og flytja á aðra staði. Þá er ekkert tillit tekið til annarra verðmæta, sem við það glatast og aldrei verða metin til fjár. Hér er átt við mikil- vægi nærþjónustu og það örugga athvarf, sem St. Jósefs spítali hefur verið okkur Hafnfirðingum og mörgum fleiri og ekki síst þann einstaka anda, sem ætíð hefur ríkt á spítalanum og rekja má beint til Jósefssystranna og þeirra fórn- fúsa og kærleiksríka líknarstarfs. En orð fer af því, hversu frábær og persónuleg öll hjúkrunarþjónusta hefur ætíð verið á St. Jósefsspítala. Áskorun til þingmanna Hér með er skorað á þingmenn að hindra, að atlagan að St. Jósefs- spítala takist og með því standa vörð um þá mikilvægu hags- muni sjúklinga að fá áfram notið ómetan legrar aðhlynningar á þeim spítala, sem er eitt besta og elsta sjúkrahús landsins, sameiginlegt hjarta og stolt okkar Hafnfirðinga. Atlagan að St. Jósefsspítala Heilbrigðismál Árni Gunnlaugsson lögmaður Samkvæmt þinglýstu afsali á Hafnar- fjarðarbær 15% eignarhluta í St. Jósefs- spíalanum. Sá hluti var keyptur á þeim forsendum St. Jósefssystra við sölu spítalans, að áfram yrði sjúkrahússrekstur í húsnæði spítalans. Máttur samvitundar Við hjónin fórum að velta fyrir okkur grein í Frétta- blaðinu þann 14. október sl. eftir Pawel Bartoszek, þar sem því er haldið fram að kirkjan sé ekki leiðarljós í siðferðisefnum. Nú yrði það hrokafullt af okkur að halda því fram að hún sé það á sama hátt og það getur falið í sér sama hroka að halda því fram að hún sé það ekki. Það virkar víst aldrei vel þegar við alhæfum um sérstök mál og stofnanir í sam- félaginu. Við veittum því athygli í umræddri grein að spurt var hvort Þjóðkirkjan eða önnur trúfélög væru marktæk þegar kemur að því að vísa veginn í siðferðisefnum, trúleysingjanum fyndist það ekki, en hver yrði þó að gera það upp við sig. Það virð- ist vera þannig í allri í umræðu- hefð í dag að það skortir samtal og samstarf þvert á allar línur og gildir einu hvort um er að ræða pólitíska umræðu eða trúarlega. Hvers vegna finnst okkur ekki mark takandi á hvert öðru? Kirkjan hefur lagt ýmislegt gott á siðferðislegar vogarskálar í gegnum tíðina, það hafa trúleys- ingjar líka gert, stjórnmálamenn, pistlahöfundar og ótalmargir aðrir. Er staðan orðin þannig í dag að við erum svo upptekin af baráttunni um eigin málstað að við erum hætt að geta átt samtal og samvinnu um það sem leiðir til heilla? Þegar kemur að almanna- heill, þurfum við að tala saman. Þegar við iðkum gott samskipta- siðferði, eigum við samtal og spyrjum áður en við staðhæfum, skiptumst svo á skoðunum. Þá göngum við ekki út frá því sem vísu að allir séu á sömu skoðun, en lítum á hvert samtal sem tækifæri til að læra nýja hluti, vinnum þannig á því sem aðgreinir okkur og finnum það sem tengir okkur saman. Fjölbreytileiki í skoðunum á að vera tækifæri en ekki hindrun. Þó erum við ekki að taka upp hanskann fyrir skoðanir sem meiða manneskjuna eða koma í veg fyrir að hún lifi lífi í fullri gnægð. Slíkar skoðanir eru ekki í anda kirkjunnar né nokkurs annars. Þó ber okkur að varast þá hættu sem gætir í ákveðinni miðstýringu þegar kemur að skoðana frelsi. Það takmarkar frelsið til að ákveða hvað er okkur og börnunum okkar fyrir bestu og styður við þá þróun að gera einstaklinga og stofnanir tortryggilegar í samfélaginu í dag. Það getur ekki verið væn- legt að reyna að miðstýra því hvað er rétt og rangt í siðferðis- legum, trúarlegum og pólitískum málum. Það gerir ekkert annað en að auka á flokkadrætti og draga skýrari línur á milli ein- staklinga og hópa í samfélaginu. Á þann hátt eykst aðgreining frekar en dregur úr henni, en sá úrdráttur ætti að vera markmið í allri umræðu. Það er ekki nóg að einstaklingar séu tortryggðir heldur er jafnvel grafið undan trúverðugleika heillar stéttar eins og sjá má í athugasemdum netmiðla, t.d. að mönnum flökri við það eitt að heyra prest nefnd- an á nafn vegna þess að til eru kirkjunnar þjónar, sem brjóta af sér. Við vitum að í öllum stéttum samfélagsins er fólk sem brýtur af sér siðferðislega, þótt það starfi undir boðskap, sem leið- beinir í allt aðra átt. Ófáir hafa heyrt um vegpresta, sem benda á leiðina en fara hana ekki sjálfir. Slíkt verður vissulega tortryggilegt, en það á við um okkur öll og kirkjan er ekki einvörðungu prestar. Við vinnum að góðu siðferði saman, kirkjan vill verða samferða í þeim málum, höfuð hennar Jesús Kristur ákvað ekki fyrir neinn hvað hann vildi verða, hann nefnilega spurði, hann spurði þann veika fyrst hvort hann vildi verða heill og síðan fylgdi hann honum eftir. Það gefur auga leið að Jesús sjálfur studdi ekki við ofbeldi né nokkuð annað það sem grefur undan trausti hér á jörð. Það er einmitt þess vegna sem sumir vilja trúa því, sem hann segir og það er hlutverk kirkjunnar þjóna sem og annarra að koma því til leiðar. Eitt er þó verra en allt annað og það er þegar þjónar kirkj- unnar vinna myrkraverk í skjóli þess boðskapar, sem kirkjan vill rækta og vitna um. Það er öllum ljóst. Við viljum ekki slíka þjóna, en það er aðeins eitt sem hægt er að gera til þess að burtreka svo- leiðis ósóma og það er að upplýsa og vinna saman að því að gera veruleikann opnari og standa ekki í vegi fyrir því með því að alhæfa á neikvæðan hátt um vett- vang er vill í eðli sínu vel. Mesti lærdómur okkar og stærsta tæki- færi okkar í dag er að reyna að mætast á miðri leið og eyða sam- félagsmeinum. Það krefst þess að við reynum að skilja fjölbreyttan bakgrunn okkar. Það hefur sjaldan verið talað eins mikið um siðbót samfélags- ins okkar eins og eftir hið verald- lega hrun, sem var ekki síður andlegt. Erum við á réttri leið í þeirri umræðu eða sökkvum við dýpra og dýpra á hverjum degi niður í skotgrafahernað og mannskemmandi umræðu? Gleymum því ekki að kynslóð- ir framtíðarinnar fylgjast náið með umfjöllun fullorðinna á net- inu og læra það sem fyrir þeim er haft. Ábyrgðin er okkar sem og valið. Það er einlæg skoðun okkar hjóna að við eigum að velja það sem styrkir okkur og eflir í samtali, í skoðunum og í lífinu almennt. Reynslan til þessa sýnir að niðurdrepandi samtal litað tortryggni hefur fleytt okkur heldur stutt. Hvernig væri að láta á nýja umræðuhefð reyna og öllu jákvæðari? Trúmál Bolli Pétur Bollason sóknarprestur í Laufási Sunna Dóra Möller guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi í Akureyrarkirkju Erum við á réttri leið í þeirri um- ræðu eða sökkvum við dýpra og dýpra á hverj- um degi niður í skot- grafahernað og mann- skemmandi umræðu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.