Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 62
20. október 2011 FIMMTUDAGUR54LÖGIN VIÐ VINNUNA „Það var mjög ánægjulegt að kynn- ast honum. Þetta er helvíti fínn gaur,“ segir leikarinn Guðjón Þor- steinn Pálmarsson. Hann var leiðsögumaður banda- ríska tónlistarmannsins Johns Grant þegar hann var staddur hér á landi vegna tónleika sinna á Airwaves-hátíðinni á laugardag- inn. Guðjón Þorsteinn og vinur hans hittu Grant fyrir tilviljun í verslun- inni Dressmann á Laugaveginum og tókust þá með þeim kynni. „Ég kynntist tónlistinni hans fyrir ein- hverju síðan og hún náði mér strax. Ég tók bara í spaðann á honum og við tókum tal saman. Við settumst þrír niður í kaffibolla og blöðruð- um í einhverja tvo tíma um heima og geima,“ segir Guðjón, sem leik- ur um þessar mundir í sjónvarps- þáttunum Heimsendi. „Hann hefur átt svo magnaða ævi og ekki fengið neinn afslátt af lífinu. Það var ofboðslega gaman að tala við hann. Hann leyfir sér að hrífast af því sem er í kringum hann. Það er ákveðinn eiginleiki sem við mörg hver þorum ekki að hafa, viljum bara vera kúl.“ Grant gaf á síðasta ári út sína fyrstu sólóplötu, Queen of Den- mark, sem margir gagnrýnendur töldu eina þá bestu á árinu. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Grant hafa beðið í tuttugu ár eftir því að koma til Íslands og ætlaði hann að dvelja hér í fimm daga. Miðað við fögur orð hans í garð Íslands á tónleik- unum, alla vinina sem hann eign- aðist hér og þann fjölda mynda sem hann hefur birt á Facebook-síðu- sinni frá ferðalaginu er greinilegt að Grant hefur ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Hann var algjörlega í skýjunum. Við keyrðum alla leið í Vík. Það var ekkert sérstakt veðrið og við sáum ekki nema helminginn af landinu sem við keyrðum fram hjá en það breytti ekki neinu. Hann var alveg frá sér numinn,“ segir Guðjón. „Svo hefur hann mikinn áhuga á tungumálinu og var alltaf að spyrja um einhverja frasa og út í málfræði. Orð eins og Eyjafjalla- jökull, hann var ekki lengi að ná því.“ Guðjón og Grant gengu um svörtu ströndina í Vík, skoðuðu Seljalandsfoss og fóru í byggða- safnið í Skógum. Í Reykjavík kíktu þeir í Kolaportið og skoðuðu þar mannlífið. Eftir tónleikana í Hörp- unni fóru þeir síðan ásamt tveimur öðrum upp á Hellisheiði að einni af borholunum sem þar eru. „Þarna sáum við kraftinn í sinni mögnuð- ustu mynd gjósa upp úr jörðinni.“ Grant fór einnig á Biophilia-tón- leika Bjarkar í Hörpunni og á tón- leika Sinéad O´Connor í Fríkirkj- unni. Að sögn Guðjóns hefur Grant mikinn áhuga á að koma aftur til Íslands og hver veit nema þeir félagar endurnýi þá kynni sín. freyr@frettabladid.is GUÐJÓN ÞORSTEINN PÁLMARSSON: LEIÐSÖGUMAÐUR JOHNS GRANT Vináttan hófst í Dressmann VINIR Guðjón Þorsteinn Pálmarsson. til vinstri, ásamt tónlistarmanninum John Grant við Seljalandsfoss. „Útgáfan hefur gríðarlegan áhuga á hljómsveitinni og telur að hún eigi eftir að ná langt,“ segir Heather Kolker, umboðs- maður hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Of Monsters and Men hefur gert samning við útgáfu risann Universal Music Group um útgáfu á fyrstu plötu sveitar- innar, My Head Is an Animal, erlendis. Útgáfufyrirtækið Record Records gaf plötuna út á Íslandi og hefur hún selst í meira en 2.000 eintökum frá því hún kom út í september. Sýndu fleiri útgáfur hljóm- sveitinni áhuga? „Já. Við vorum mjög heppin að hafa marga góða möguleika. Við tókum okkur góðan tíma í að finna þá réttu.“ Samningurinn, sem var undir- ritaður á dögunum, er ávöxtur vinnu sem hófst í sumar. Kol- ker segir að hún og meðlimir Of Monsters and Men séu gríðar- lega ánægðir með að rétta útgáf- an sé fundin, en bætir við að nán- ari upplýsingar hafi hún ekki á reiðum höndum. Næstu tveir mánuðir fara í að skipuleggja útgáfuna og á meðal þess sem verður ákveðið er hvar og hve- nær platan kemur út. - afb Gat valið úr útgáfufyrirtækjum „Hún fann mig í gegnum bloggið mitt,“ segir ljós- myndarinn Saga Sigurðardóttir. Saga myndaði nýlega japönsku poppstjörnuna Miliyah Kato fyrir ljósmyndabók sem fjallar um söng- konuna. Saga var einnig listrænn stjórnandi bókarinn- ar, sem kemur út á næstu dögum þegar Kato byrjar að fylgja eftir nýrri safnplötu með tónleikaferð í heima- landi sínu. Kato er afar vinsæl í Japan og náði toppi Billboard-listans þar fyrir tveimur árum með laginu Love Forever. „Ég átti fyrst að fara til Tókýó að gera þetta, en svo komu þau til London svo við gætum gert þetta þar,“ segir Saga, en hún hefur búið í London undanfarin misseri og starfað sem tískuljósmyndari. Kato er mikill aðdáandi Sögu og óskaði eftir kröftum hennar eftir að hafa skoðað bloggsíðu hennar. „Það sem mér fannst svo merkilegt við þetta er að popp- stjörnur eru yfirleitt með svo mikið af fólki til að ákveða allt fyrir sig. Hún fær hins vegar frelsi til að taka þátt í að móta ímyndina sína.“ Saga hefur í nógu að snúast í London. Mikið hefur verið fjallað um ljósmyndirnar hennar í fjöl- miðlum ytra og vakti auglýsinga- herferðin sem hún gerði fyrir Top Shop talsverða athygli. Hún er stödd á Íslandi í dag, en hún og Hildur Yeoman fatahönnuður opna sýningu á sam- starfsverkefni sínu í Hafnarborg 29. október. Þá kemur hún fram í lokaþætti Ísþjóðar Ragnhildar Steinunnar á RÚV í kvöld. - afb Myndaði japanska poppstjörnu AÐDÁANDI SÖGU Japanska poppstjarnan Miliyah Kato er mikill aðdáandi Sögu Sig og fékk hana til að mynda og stýra ljósmyndabók um sig. SEMJA VIÐ UNIVERSAL Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur samið við útgáfu- risann Universal um útgáfu á fyrstu plötu hljómsveitarinnar erlendis. „Það er karlakór Frímúrara- reglunnar. Þeir gáfu út disk fyrir einhverjum fimmtán árum sem ég hlusta ennþá mikið á.“ Ólafur Jóhannesson, leikstjóri Borgríkis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.