Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 40
20. október 2011 FIMMTUDAGUR32 BAKÞANKAR Sigríðar Víðis Jónsdóttur Nú situr Heinz Á TOPPNUM 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman NEI! Ekki segja mér að þú sért frosin AFTUR?!!! VIRKAÐU! Ég held ekki að það sé nein hjálp í því að ýta fast á lyklaborðið. Það hjálpar aðeins, jú! Hvar er mamma? Í sturtu. Er hún með gemsann? Ætli það nokkuð, hún er jú í sturtu. Ég prófa aftur. Þú hlustar ekkert á mig, er það nokkuð? Ég trúi ekki að hún sé ekki að svara! Jú. Jú. Bara hug- mynd, sko. Þannig að þér finnst of mikið að þvo sófann upp úr klór? Læknirinn sagði að þótt hér fyndist lús væri það ekki merki um óþrifnað á heimilinu, ekki satt? Það geta allir fengið lús, óháð ástandinu á heimilinu? LÁRÉTT 2. afkvæmi, 6. tímaeining, 8. heldur brott, 9. tækifæri, 11. þessi, 12. frá- rennsli, 14. fyrirmynd, 16. skóli, 17. samræða, 18. skelfing, 20. ætíð, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. sálga, 3. frá, 4. frelsarinn, 5. augnhár, 7. rafstraumur, 10. æxlunar- korn, 13. stefna, 15. gerviefni, 16. dá, 19. núna. LAUSN LÁRÉTT: 2. lamb, 6. ár, 8. fer, 9. lag, 11. sá, 12. afrás, 14. mótíf, 16. ma, 17. tal, 18. ógn, 20. sí, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. kála, 3. af, 4. messías, 5. brá, 7. rafmagn, 10. gró, 13. átt, 15. flís, 16. mók, 19. nú. Herra Kartöfluhaus á von á mikilvægu símtali og hefur því lagt eyrað við tólið til að missa ekki af því... ATHYGLISBRESTUR er … að vera á kassa í búð en veskið varð eftir heima. Að hafa ekki græna glóru um hvert pin-númerið á kort- inu er. Eða bara vera á kassanum og reyna að borga með ökuskírteininu. ATHYGLISBRESTUR er endurtekning hversdagsins, óður til gullfiska. Mánudag- ur: Hvar eru lyklarnir mínir og vettling- arnir? Þriðjudagur: Hvar eru lyklarnir og vettlingarnir? Miðvikudagur: Obbobbb, nú vantar ekki bara lyklana heldur gleymdist gemsinn á eldhúsborðinu. Fimmtudagur: Ach so, það var þetta með þessa bannsett- ans lykla … ATHYGLISBRESTUR er ekki einungis fyrir ráðvillta karlmenn og orkumikla stráka í yfirfullum bekk. Athyglisbrestur er að gleyma að dekkið á hjólinu er sprungið, gleyma þvotti í þvottavélinni, gleyma að hlaða símann, gleyma að hringja til baka, setjast ofan á gleraugun, eyða ítrekað formúu í illa sniðna sundboli til útleigu á sundstöðum eftir að sundfötin gleymdust heima. ATHYGLISBRESTUR er að skreyta líkamann skipulega með marblettum. Rekast utan í alla hurðarkarma í augsýn, horn á borðum og skápum. Athyglisbrestur er tilraun í veiru- fræði: Að gleyma nesti í vösum og skúffum og finna fenginn þegar hann er tekinn að skríða sjálfur fram í dagsljósið. Að vera alltaf jafnbjartsýn þegar banana er stungið ofan í tösku en finna hann síðar sprunginn í frumeindir, horfa hugsandi á bananaslímið yfir öllu og hugsa: Ah, já, alveg rétt. ATHYGLISBRESTUR býður upp á alls kyns undarlegheit. Að setjast ofan á tyggjó og skutla uppáhaldsbuxunum í frysti í mötu- neyti til að ná slummunni úr – en gleyma buxunum og ranka ekki við sér fyrr en tveimur vikum síðar. Ó, var frystirinn risavaxin kjötgeymsla og er tyggjóið núna dottið úr en buxurnar ónýtar vegna viður- styggilegs óþefs af frystu kjötblóði? ATHYGLISBRESTUR er helsi en líka ham- ingja. Honum fylgir oft eiginleiki til að ná ofureinbeitingu í tengslum við ákveðna hluti. Athyglisbrestur er að segja hinu ómögulega stríð á hendur. Að hringja í flug- félag til að afpanta flug sem þegar er farið. Að horfa stolt á köku bakast inni í ofni og finna síðan helminginn af þurrefnunum enn á eldhúsbekknum. Athyglisbrestur er að sulla olíu á gólfið, stíga ofan í hana án þess að taka eftir því og spora eldhúsgólfið út. Vera lengi að þrífa. Fara óvart í sömu sokkabuxurnar daginn eftir – og spora í þetta sinn út alla íbúðina. ATHYGLISBRESTUR er … oft ansi hress- andi! Nei, ha, hvað var ég að gera?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.