Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 56
20. október 2011 FIMMTUDAGUR48 sport@frettabladid.is GUÐMUNDUR STEINARSSON er með fimm tilboð í höndunum og veltir nú vöngum yfir framtíðinni. Guð- mundur staðfesti að vera með tilboð frá þrem úrvalsdeildarliðum. Hann staðfesti að þau væru frá Keflavík og Val en vildi ekki gefa upp þriðja liðið, sem er Breiðablik samkvæmt heimildum. Hann er einnig með tilboð frá 1. deildarliði og svo vill 2. deildarliðið Reynir Sandgerði fá hann sem spilandi þjálfara. Guðmundur býst við að spila áfram í efstu deild. Meistaradeild Evrópu E-RIÐILL Bayer Leverkusen - Valencia 2-1 0-1 Jonas (24.), 1-1 Andreas Schürrle (52.), 2-1 Sydney Sam (56.). Chelsea - Genk 5-0 1-0 Raul Meireles (8.), 2-0 Fernando Torres (11.), 3-0 Fernando Torres (27.), 4-0 Branislav Ivanovic (42.), 5-0 Salomon Kalou (72.). STAÐAN Chelsea 3 2 1 0 8-1 7 Leverkusen 3 2 0 1 4-3 6 Valencia 3 0 2 1 2-3 2 Genk 3 0 1 2 0-7 1 F-RIÐILL Marseille - Arsenal 0-1 0-1 Aaron Ramsey (92.) Olympiakos - Dortmund 3-1 STAÐAN Arsenal 3 2 1 0 4-2 7 Marseille 3 2 0 1 4-1 6 Olympiakos 3 1 0 2 4-4 3 Dortmund 3 0 1 2 2-7 1 G-RIÐILL Shakhtar Donetsk - Zenit St. Pétursborg 2-2 Porto - APOEL Nicosia 1-1 Staðan: APOEL 5 stig, Zenit 4, Porto 4, Shak- htar Donetsk 2. H-RIÐILL AC Milan - BATE Borisov 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic (35.), 2-0 Kevin-Prince Boateng (70.). Barcelona - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Andrés Iniesta (10.), 2-0 David Villa (82.). STAÐAN Barcelona 3 2 1 0 9-2 7 AC Milan 3 2 1 0 6-2 7 BATE 3 0 1 2 1-8 1 Viktoria Plzen 3 0 1 2 1-5 1 Iceland Express-d. kvenna Fjölnir - Valur 78-88 (43-52) Stigahæstar hjá Fjölni: Brittney Jones 33, Katina Mandylaris 26/21 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 10. Stigahæstar hjá Val: María Ben Erlingsdóttir 21, Kristrún Sigurjónsdóttir 20, Melissa Leichlitner 18. Njarðvík - KR 87-97 (42-50) Stigahæstar hjá Njarðvík: Lele Hardy 27, Petrúnella Skúladóttir 22, Shanae Baker 13. Stigahæstar hjá KR: Reyana Colson 29, Bryndís Guðmundsdóttir 21, Margrét Kara Sturludóttir 21. Keflavík - Hamar 105-65 (57-35) Stigahæstar hjá Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 32, Jaleesa Butler 16, Birna Valgarðsdóttir 16. Stigahæstar hjá Hamri: Samantha Murphy 26, Hannah Tuomi 17, Álfhildur Þorsteinsdóttir 16. Þýska úrvalsdeildin Gummersbach - Füchse Berlin 30-30 Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir FB. Kiel - Melsungen 28-23 Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel. Danska úrvalsdeildin Bjerringbro/Silkeborg - AG 22-26 Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir AG og Arnór Atlason þrjú. Guðmundur Árni Ólafsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro/Silkeborg. Sænska úrvalsdeildin Jämtland - 08 Stockholm 96-82 Brynjar Þór Björnsson skoraði tólf stig, tók níu fráköst og gaf fjórar stoðsendingar fyrir Jämtland. Helgi Már Magnússon skoraði tólf stig, tók tíu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal þremur boltnum fyrir 08 Stockholm. Evrópudeild kvenna Good Angels Kosice - Rivas Ecopolis 81-63 Helena Sverrisdóttir lék í fjórtán mínútur en skoraði ekki fyrir Good Angels. Hún gaf eina stoðsendingu og tók eitt frákast í leiknum. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært ung- lingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tæki- færið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jóns- son, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í stað- inn fá þeir stór tækifæri,“ segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálf- ar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsins Enginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þenn- an hóp að Óli yrði einn af lykil- mönnum þessa liðs,“ segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra „Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn,” segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlanda- meistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma,“ segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljóna- gryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönn- um og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur „Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur,“ segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leik- mannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um,“ segir Einar. ooj@frettabladid.is Húnarnir sjóðandi heitir Njarðvíkingarnir Elvar Már Friðriksson og Ólafur Helgi Jónsson hafa slegið í gegn í tveimur fyrstu umferðum Iceland Express-deildar karla og hafa nýtt saman 61 prósent af 23 þriggja stiga skotum sínum í tveimur góðum sigrum. KVEIKJA Í KÖRFUNNI Elvar Már Friðriksson og Ólafur Helgi Jónsson í sigrinum á Haukum. FÓTBOLTI Fernando Torres sýndi í gær að hann er á réttri leið upp úr lægðinni sinni er hann skoraði tvö mörk í 5-0 stórsigri Chelsea á belgíska liðinu Genk í Meistaradeild Evrópu í gær. Á sama tíma vann Arsenal dramatískan sigur á Marseille á útivelli þar sem Aaron Ramsey kom inn á sem varamaður og skoraði sigur- markið í uppbótartíma. Barcelona og AC Milan eru saman í H-riðli og unnu bæði andstæðinga sína með þægilegum 2-0 sigri. Börsungar sýndu fádæma yfirburði gegn hinu tékkneska Viktoria Plzen, sem náði ekki einu skoti að marki Evr- ópumeistaranna í gær. En augu flestra beindust að ensku liðunum í gær, rétt eins og í fyrrakvöld, og er þetta í fyrsta sinn á tímabilinu sem öll fjögur liðin frá Englandi vinna sína leiki í sömu vikunni. Sigur Chelsea gegn Genk var örugg- ur, þrátt fyrir að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi gert sex breytingar á byrjunarliðinu frá sigurleiknum gegn Everton um helgina. Fernando Torres hefur ekki getað spilað með Chelsea í deildinni að undanförnu vegna leikbanns en hann nýtti tækifærið í gær og skoraði tvö mörk – sín fyrstu í Meistara deildinni með Chelsea. „Það var augljóst hversu hungraður hann er í að skora mörk. Það var bara óheppni að hann náði ekki að skora þriðja markið,“ sagði Petr Cech, markvörður Chelsea, eftir leikinn. Leikur Arsenal og Marseille í Frakk- landi var ekki mikið fyrir augað. Arse- nal fékk þó hættulegri færi en lengi vel leit út fyrir steindautt markalaust jafntefli. Arsene Wenger, stjóri Arse- nal, ákvað að geyma Ramsey á bekknum en skipti honum svo inn á tólf mínútum fyrir leikslok. Ramsey þakkaði fyrir sig með því að skora sigurmarkið. „Aðalmálið er að við unnum og höfum við nú unnið tvo leiki í röð. Vonandi getum við haldið áfram á þessari braut.“ - esá Chelsea, Arsenal, Barcelona og AC Milan unnu öll leiki sína í Meistaradeildinni: Torres með tvö í stórsigri Chelsea GÖMLU LIVERPOOL-MENNIRNIR Fernando Torres og Raul Meireles skoruðu fyrstu þrjú mörk Chelsea í gær og fóru á kostum í leiknum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.