Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 58
20. október 2011 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is FÆRRI LAXAR veiddust í Miðfjarðará í sumar en í fyrra þegar heildarveiðin varð 4.043 fiskar miðað við 2.364 í ár. 1.679 Þrettán ár eru liðinn síðan Jóhannes Sturlaugsson, líf- fræðingur hjá Laxfiskum ehf., hóf óslitnar rannsókn- ir á stórurriðanum í Þing- vallavatni. Á þeim tíma hefur fjöldi urriða sem koma til hrygningar í Öxará á hverju hausti tífaldast. Um síðustu helgi var farin hin árlega fræðsluganga Urriðadans á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöll- um og Laxfiska. Gengið var upp með Öxará að Prestakrók þar sem áin fellur úr Drekkingarhyl þar sem stórurriðar voru skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Fjöldi manns komu til að berja augum þennan tignarlega konung Þing- vallavatns sem fyrir fáum árum var orðinn fáliðaður. Það hefur breyst. Jóhannes hefur rannsakað Þing- vallaurriðann óslitið frá árinu 1999. Markmið rannsóknanna eru tvíþætt; afla gagna um útbreiðslu, atferli og umhverfi urriðans árið um kring og vakta hrygningar- stofninn, en til að ná markmið- unum eru nýttar ýmsar nálganir, eins og notkun rafeindafiskmerkja, fiskteljari og neðanvatnskvik- myndun. Jóhannes segir að í byrjun hafi ekki allir séð tilganginn með rann- sóknum á urriðanum, enda stofn- inn orðinn ansi fáliðaður. Nú hefur mikið áunnist í rannsóknum á lífs- háttum urriðans og þær upplýsing- ar eigi vel heima með þeim ítarlegu upplýsingum sem aflað hefur verið um ýmsa aðra þætti lífríkis Þing- vallavatns, samanber rannsóknir á bleikjustofnunum fjórum sem þar lifa. „Urriðinn var fáliðaður en hann var alltaf þarna. Þess mikil- vægara var að rannsaka þennan stofn“, segir Jóhannes. Jóhannes segir að viðamesti hluti rannsóknanna byggist á notkun rafeindafiskmerkja. „Bæði notum við einfaldari gerð raf- merkja sem gera kleift að aðgreina einstaklingana og flóknari merki sem gera kleift að fylgjast náið með hegðun þeirra. En slík vökt- un á ferðum urriðanna stendur í eitt til tvö ár og í sumum tilfellum lengur með því að merkja endur- heimta fiska aftur.“ Hrygningarfiskar eru meirihluti þeirra urriða sem eru merktir. Sú merking fer fram í Öxará en einn- ig eru merktir ókynþroska fiskar frá seiðum og upp í væna geld- fiska. Endurheimtur á merkjum eru að mestu leyti í Öxará, þar sem stórurriðinn kemur ítrekað til hrygningar en einnig frá stang- og netaveiddum fiski í vatninu. Alger kaflaskipti urðu í sögu Þingvallaurriðans þegar útfall vatnsins, Efra-Sog, var þvergirt og straumvatnið leitt um jarð- göng í Steingrímsstöð. Jóhannes segir að stofninn sem þar hryngdi sé horfinn en þar hrygni þó í dag urriðar sem runnir séu frá slepp- ingum seiða af Öxarárstofni í litlu mæli. Hrygning sé í litlu mæli einnig í Ölfusvatnsá og Villinga- vatnsá en Öxarárstofninn beri þó uppi hrygninguna að baki urriðan- um í Þingvallavatni. Gleðitíðindin eru að Þingvalla- urriðinn hefur styrkst umtalsvert. Árið 1999 komu til hrygningar ein- hverjir tugir fiska en í haust voru þeir um 600. Helstu skýringuna á fjölgun urriðans telur Jóhann- es meðal annars liggja í því að hrygningarstofninn stækkaði ört í kringum aldamótin þegar urrið- ar undan veglegri sleppingu á seið- um undan Öxarárfiski 1993 fóru að skila sér og urriðar frá þeirri hrygningu þeirra fiska eru nú að skila sér í Öxará. Einnig megi benda á að hlýnun undangenginna ára auki velgengni urriða hér- lendis almennt enda sé hann hér á norður mörkum útbreiðslu sinnar. Þingvallaurriðinn verður gam- all og nær oft tíu til tólf ára aldri. Jóhannes hefur jafnframt fundið fiska allt upp í sextán ára gamla. Þessir höfðingjar kalla auðvitað á stangveiðimenn sem á hverju vori egna fyrir þennan fisk. Lýs- ingar veiðimanna í viðtölum við Fréttablaðið segja söguna alla: „Þetta var eins og að togast á við jarðýtu,“ varð einum að orði. Það er því einstakt að ná stórurriða á land, enda ekki margir sem upp- lifa það. Jóhannes hefur skilning á þessu en minnir á að urriði sem er kom- inn yfir 60 sentimetra og um 2,5-3 kíló innihaldi að jafnaði meira kvikasilfur en æskilegt sé með tilliti til manneldis. Fjöldi urriða í Þingvallavatni er óræð tala en hver fiskur sem fær frelsið aftur skiptir máli. Veiðimenn verða jafn- framt að hafa vakandi auga með hvort veiddir fiskar eru merktir, því hver og einn slíkur skilar mik- ilvægum upplýsingum. Á vefsíðu Laxfiska, laxfiskar.is, má sækja sér mikinn fróðleik um Þingvallaurriðann og fleiri fiska frá rannsóknum Laxfiska. svavar@frettabladid.is Hrygnir í hundraða vís FISKABÚR Jóhannes og samstarfsmaður hans Erlendur Geirdal fönguðu nokkra urriða til að sýna gestum á Urriðadansi. Þeir voru á bilinu 12 til 16 pund en Þingvallaurriðinn verður mun stærri, sérstaklega geldfiskar sem koma seint til hrygningar. Ungviðið var sérstaklega áhugasamt um þennan merkilega fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR GÓÐKUNNINGJAR Suma urriðana hittir Jóhannes fyrir ár eftir ár. Um helgina tranaði sér fram urriði sem skellti sér með Jóhannesi á Vísindavöku í Háskólabíó í septem- ber. Sami fiskur var veiddur og merktur við hrygningu 2008, aftur við stangveiðar 2009 í Þingvallavatni og enn aftur við hrygningu 2010. Nú veiddist hann fjórða árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/SVAVAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.