Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 6
20. október 2011 FIMMTUDAGUR6 FRÉTTASKÝRING Hvernig standa mál varðandi orku í Þingeyjarsýslum? Þrjú fyrirtæki hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkj- un um nýtingu orkunnar í Þing- eyjarsýslum, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Útboð er í gangi varðandi hönnun á mann- virkjum varð- andi virkjanir við Bjarnarflag og Þeistareyki, sem samanlagt munu gefa 180 megavött. A lc oa t i l - kynnti á mánu- dag að fyrir- t æk ið vær i fallið frá hugmyndum um bygg- ingu álvers við Bakka á Húsavík. Margir hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir þá þróun mála og sagt þau hafa staðið í vegi fyrir uppbygg- ingu álversins. Fyrirtækin sem þegar hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun eru, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, PCC og Thorsil, sem bæði starfa á sviði kísilmálms, og Charbon Re- cycling International, sem sér- hæfir sig í metanólframleiðslu. Auk þessara fyrirtækja hefur finnska fyrirtækið Kemira sýnt áhuga á framkvæmdum á svæð- inu. Þá hefur nafn kínverska álframleiðandans Bosai einnig verið nefnt, en minna er vitað um hvernig þau mál standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra undirritaði í júní vilja- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og fjögurra sveitarfélaga á Norð- austurlandi. Þar var lögð áhersla á mikilvægi þess að jarðvarmi í Þingeyjarsýslum yrði notaður til umfangsmikillar atvinnuupp- byggingar og eflingar byggðar á svæðinu. Með viljayfirlýsingunni var stefnt að því að skapa þær aðstæður að allri nauðsynlegri forvinnu verði lokið þegar gengið verður til samninga við einn stór- an orkukaupanda eða fleiri minni orkukaupendur um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjar- sýslum. Ásamt iðnaðarráðherra skrifuðu undir viljayfirlýsinguna fulltrúar Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveit- ar, Tjörneshrepps og Norðurþings. Sveitarstjóri síðastnefnda sveit- arfélagsins, Bergur Elías Ágústs- son, lýsti yfir vonbrigðum með nið- urstöðu Alcoa, en sagði hana í takt við þær nýju áherslur sem ítrekað hefðu komið fram hjá stjórnvöldum og Landsvirkjun. Bergur hefur sagt að enn sé stefnt að því að skapa 600 til 800 störf í héraðinu. Í samtali við Fréttablað- ið í ágúst sagði hann það hafa verið markmiðið frá 1998. „Ef við gerum það með álveri þá er það flott, ef það er eitthvað annað þá er það fínt,“ sagði hann þá og bætti við að í raun væri allt klárt, aðeins þyrfti að ganga frá samningum við orku- kaupendur. Nú þegar Alcoa er fallið frá áformum sínum má búast við að aukinn þungi færist í viðræður við hin fyrirtækin. kolbeinn@frettabladid.is Viljayfirlýsingar um orkuna fyrir norðan Þrjár viljayfirlýsingar hafa verið undirritaðar um orku í Þingeyjarsýslum. Metanólframleiðsla og kísilmálmur í undirbúningi. Útboð vegna mannvirkja tveggja virkjana er í gangi. Fimm fyrirtæki eru nefnd til sögunnar. BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON HÚSAVÍK Alcoa er hætt við álver á Bakka en þrjú fyrirtæki hafa undirritað viljayfirlýsingu við Landsvirkjun um nýtingu orku í Þingeyjarsýslum. MYND/KK EFNAHAGSMÁL Sjálfstæðismenn leggja til að fólk geti skilað inn lyklunum að húsnæði sínu ef almenn skuldaúrræði duga því ekki. Þannig geti fólk afsalað sér fasteigninni til lánardrottins og losnað undan skuldbindingum í staðinn. Þetta er meðal þess sem er að finna í efnahagstillögum Sjálf- stæðisflokksins sem lagðar hafa verið fram á Alþingi. Í tillögunum er lögð áhersla á að auka ráðstöfun- artekjur heimilanna, ljúka endur- skipulagningu skulda þeirra og draga úr áhrifum verðtryggingar. Þingmenn flokksins leggja til að viðskiptavinum Íbúðalána- sjóðs verði boðið að skipta úr verð- tryggðum lánum í óverðtryggð með föstum vöxtum til fimm ára og að kannað verði með hvaða hætti megi koma til móts við þá sem fengið hafa lánsveð en ekki notið góðs af 110 prósenta leiðinni. Þá vilja þeir meðal ann- ars afnema stimpilgjöld, tryggja að afskrifaðar skuld- ir verði ekki skattlagðar sem tekjur, endurskoða álagn- ingu á nauðsynjavörur, lækka skatta, ráðast í stórátak í fjárfestingum og draga enn frekar úr umsvifum hins opinbera. Flokksmenn munu standa fyrir fundum um allt land næstu vikur til að kynna átakið. Formaðurinn, Bjarni Benediktsson, heldur fyrsta slíka fundinn í Valhöll klukkan tólf í dag. - sh Þingmenn Sjálfstæðisflokks leggja fram viðamiklar tillögur í efnahagsmálum: Sjálfstæðismenn styðja lyklaleiðina RÍÐUR Á VAÐIÐ Flokksformaður- inn Bjarni Benediktsson kynnir tillögurnar og svarar fyrirspurnum í Valhöll í dag. Ert þú ánægð(ur) með ákvörðun Alcoa um að hætta við álver á Bakka? Já 42,8% Nei 57,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að efla samfélagsþjónustu í stað fangelsisrefsingar? Segðu skoðun þína á visir.is SJÁVARÚTVEGUR Starfsfólk upp- sjávarfrystihúss HB Granda á Vopnafirði frysti yfir tuttugu þúsund tonn af síld og makríl á vertíðinni sem lauk um síðustu helgi. Um vinnslumet er að ræða enda er þetta tæplega 27 prósenta aukning frá vertíðinni í fyrra, enda þótt afli skipa félagsins í tegundunum hafi dregist saman um tæplega fimmtán prósent milli ára. Þetta kemur fram í samantekt uppsjávarsviðs HB Granda sem sagt er frá á heimasíðu félagsins. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar, deildarstjóra hjá Granda, voru nú fryst um 11.500 tonn af makríl og um 8.900 tonn af síld. Mikil aukning varð í vinnslu á makríl milli ára því í fyrra voru fryst 4.800 tonn af makríl á Vopnafirði. Vinnsla á norsk- íslenskri síld dróst hins vegar saman um 2.400 tonn en síldar- kvótinn var mun minni í ár en í fyrra. Aflasamdráttur skipa HB Granda á síldveiðunum í ár nam um 7.500 tonnum. Heildaraflinn á nýliðinni vertíð nam um 37.200 tonnum af síld og makríl en aflamagnið í fyrra var tæplega 43.700 tonn. - shá Yfir 20 þúsund tonn af makríl og síld unnin í uppsjávarfrystihúsi HB Granda: Vinnslumet sett á Vopnafirði LANDAÐ Á VOPNAFIRÐI Skip HB Granda lönduðu tugum þúsunda tonna af upp- sjávarfiski á Vopnafirði á vertíðinni. MYND/JÓN SIGURÐARSON DANMÖRK Dönsk stjórnvöld áforma að hækka sakhæfisaldur aftur úr 14 árum upp í 15 ár. Stjórn Venstre og Íhaldsflokks- ins færði aldurinn niður fyrir um einu ári. Talsmaður Venstre segir við danska ríkisútvarpið að ekki sé gert ráð fyrir fangelsis dómum yfir 14 ára börnum, heldur séu önnur úrræði til staðar þegar dómur hafi verið kveðinn upp. Stjórnin svarar því hins vegar til að hingað til hafi lækkun sak- hæfisaldurs ekki skilað neinum árangri. - þj Réttarkerfið í Danmörku: Vilja sakhæfi aftur upp í 15 ár FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.