Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 20. október 2011 17
Meira í leiðinni
WWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 9
N1 VERSLANIR: KÓPAVOGI, HAFNARFIRÐI, AKUREYRI, AKRANESI, ÓLAFSVÍK, EGILSSTÖÐUM,
VESTMANNAEYJUM, REYKJANESBÆ, SELFOSSI, REYÐARFIRÐI, ÍSAFIRÐI, GRINDAVÍK OG HÖFN
VANDAÐAR VÖRUR Á GÓÐU VERÐI
vr. 063 BE0910936
BETA
TOPPASETT
3/8 6-22mm C16
A Beta
VERÐ ÁÐUR 37.580 KR.
26.306 KR.
vr. 063 700001798
FASTIR LYKLAR
12 stk. sett
8-19
VERÐ ÁÐUR 3.250 KR.
2.275 KR.
vr. 063 700004589
VASALJÓS
með útdregnum
segli
VERÐ ÁÐUR 2.510 KR.
1.757 KR.
vr. 063 700005202-1
SÆTISHLÍF
á framsæti
VERÐ ÁÐUR 2.110 KR.
1.477 KR.
vr. 063 700003534
FJÖLSVIÐSMÆLIR
VERÐ ÁÐUR 3.680 KR.
2.576 KR.
vr. 063 104100262A
LOFTLYKILL
1/2”
VERÐ ÁÐUR 77.100 KR.
65.535 KR.
vr. 360 0601824800
BOSCH SLÍPIROKKUR
GWS 1400
14-125
VERÐ ÁÐUR 29.900 KR.
20.930 KR.
vr. 889 H0205414
SKRALL 1/2”
VERÐ ÁÐUR 3.950 KR.
2.765 KR.
vr. 889 H03FC012M
SKRALLLYKLASETT
með lið.
8-19 mm
VERÐ ÁÐUR 26.950 KR.
18.865 KR.
vr. 063 BE1203018
BETA
SKRÚFJÁRNASETT
1203 /D8P-8
VERÐ ÁÐUR 5.305 KR.
3.714 KR.
vr. 063 700004774
SKRALL 3/8”
bæði beint og
T-handfang
VERÐ ÁÐUR 4.160 KR.
2.912 KR.
vr. 7716 1432012000
LOFTPRESSA
330/100-230v
AB 100-338 M
VERÐ ÁÐUR 98.658 KR.
78.926 KR.
vr. 1123 ZF6827
VINNULJÓS
3,6 NiMh hleðslurafhlaða.
6 klst. ending.
VERÐ ÁÐUR 4.750 KR.
3.498 KR.
Könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands
Íslands, ASÍ, á verði á dekkjaskiptingu,
umfelgun og jafnvægisstillingu fyrir
nokkrar tegundir bíla hjá 37 hjólbarða-
verkstæðum víðs vegar um landið síðast-
liðinn mánudag leiddi í ljós að KvikkFix
í Kópavogi var með lægsta verðið fyrir
smábíla og meðalstóra fólksbíla.
Hjá KvikkFix kostaði þjónustan fyrir
bíla á 14 og 15 tommu stálfelgum 4.650
kr. Dýrust var þjónustan hjá umboðs aðila
Toyota á Selfossi þar sem hún kostaði
6.990 kr. Verðmunurinn var 2.340 kr. eða
50 prósent.
Fyrir álfelgu af sömu stærð var þjón-
ustan ódýrust hjá KvikkFix, 4.650 kr. en
dýrust hjá Pústþjónustu BJB í Hafnarfirði
þar sem hún kostar 7.450 kr. Verðmunur-
inn er 2.800 krónur eða 60 prósent.
Verð á þjónustu fyrir meðalbíl á 16
tommu stál- og álfelgum var ódýrust hjá
KvikkFix í Kópavogi, 4.650 kr. en dýrust
hjá Kletti í Reykjavík, 7.980 kr. Verðmun-
urinn var 3.330 kr. eða 72 prósent.
Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling
fyrir jeppling á 16 tommu álfelgum var
ódýrust hjá Toyota á Akureyri þar sem
hún kostaði 5.900 kr. Dýrust var þjónustan
hjá Gúmmívinnslunni Reykjavík þar sem
hún kostaði 9.510 kr. Verðmunurinn var
3.610 kr. eða 61 prósent.
Fyrir bíl með stálfelgum af sömu stærð
var þjónustan ódýrust á 5.500 kr. hjá Dekk-
jalagernum Selfossi en dýrust hjá Bifreiða-
verkstæði Reykjavíkur, 8.694 kr. Verðmun-
urinn var 3.194 kr. eða 58 prósent.
Mestur verðmunur í könnuninni var á
þjónustu við dekkjaskipti á jeppa með 18
tommu álfelgum, að því er kemur fram í
fréttatilkynningu frá ASÍ. Þjónustan var
ódýrust hjá Bifreiðaverkstæði SB á Ísa-
firði þar sem hún kostaði 6.913 kr. Dýr-
ust var þjónustan hjá Gúmmívinnslunni í
Reykjavík þar sem verðið var 12.530 kr.
Verðmunurinn var 5.617 kr. eða 81 pró-
sent.
Nánari niðurstöður má sjá í töflu á vef
ASÍ, www.asi.is.
Verðkönnun Alþýðusambands Íslands á dekkjaskiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu fyrir bíla:
Á bilinu 50 til 81 prósents verðmunur er á umfelgun
ÓDÝRASTIR Strákarnir hjá KvikkFix í Kópavogi bjóða
lægsta verðið á þjónustu fyrir smábíla og meðal-
stóra fólksbíla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vöruöryggisnefnd ESB, sem Ísland er
aðili að samkvæmt ákvæðum í EES-
samningnum, hefur samþykkt að frá
og með 17. nóvember næstkomandi
verður óheimilt að selja og markaðs-
setja sígarettur sem ekki eru sjálf-
slökkvandi. Þetta eru lágmarkskröfur
sem koma fram í öryggis-
staðlinum um
vindlinga og mat
á kviknunareigin-
leikum. Þetta
kemur fram á vef
Neytendastofu.
Í staðlinum
er gerð krafa um
að bréf sem notað er í
sígarettur verði þannig samsett að
hætta á að kvikni í út frá þeim verður
óveruleg af viðkomandi sofnar út frá
logandi sígarettu eða hættir að draga
að sér reykinn.
Í ríkjum ESB deyja að meðaltali
tveir til þrír á viku vegna bruna af
völdum reykinga. Markmiðið með
þessum nýju kröfum er í flestum til-
fellum að minnka líkur á eldsvoðum
og dauðsföllum af völdum logandi
vindlinga.
■ Öryggi
Sígarettur verða að
geta slokknað af
sjálfu sér
GÓÐ HÚSRÁÐ
Raksápan búin
hárnæring í stað raksápu
Ef þú verður fyrir því óláni að
raksápan klárast er hægt að nota
hárnæringu í
staðinn. Berðu
hárnæringu
á skeggið og
rakaðu þig.
Hárnæringin
mýkir upp hárin
og raksturinn
verður leikur
einn.
Evrópusambandið, ESB, hefur ákveðið
að einungis tannlæknar megi fram-
kvæma tannlýsingar með efnum sem
innihalda milli 0,1 og 6 prósent af
virka efninu vetnisperóxíði (H2O2), að
því er kemur fram á vef Tannlæknafé-
lags Íslands.
Þar segir að ESB hafi þar með
fylgt eftir tilmælum Evrópu-vísinda-
nefndarinnar um að ítarleg klínísk
skoðun sé nauðsynleg sem og eftirlit
tannlæknis sé fyrrgreindur styrkleiki
notaður. Evrópusamtök tannlækna
(CED) segja ákvörðunina mikilvæga
fyrir öryggi sjúklinga þar sem nú sé
ákveðið hvernig og hverjir eigi að
framkvæma tannlýsingarmeðferðir
innan ESB og EES, Evrópska efna-
hagssvæðisins.
■ ESB-reglugerð
Tannlýsing undir
eftirliti tannlækna