Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 10
20. október 2011 FIMMTUDAGUR10 Þú velur það íbúðalán sem hentar þér landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Skilmála og nánari upplýsingar má fi nna á vefsíðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta útibúi Landsbankans. 3,90%6,40% Viðskiptavinir eiga að hafa val. Við bjóðum nú óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum og lækkum breytilega vexti á verðtryggðum íbúðalánum verulega. Verðtryggð íbúðalán Breytilegir vextir Ný óverðtryggð íbúðalán Fastir vextir ÞINGVELLIR Mikil áhersla er á upp- byggingu veitinga- og veisluaðstöðu í mörgum þeirra 102 tillagna sem bárust í hugmyndasamkeppni um þróun þjóðgarðsins á Þingvöllum. Sumir telja mikilvægara að fækka mannvirkjum í friðlandinu. „Óskað var eftir hugmyndum almennings um hvernig taka megi á móti þeim þúsundum Íslendinga og erlendra gesta sem á ári hverju vilja upplifa sérstöðu Þingvalla, án þess að ganga á tækifæri komandi kyn- slóða til að njóta staðarins,“ segir í skilgreiningu Þingvallanefndar á hugmyndaleitinni. Sýning á til- lögunum hófst á þriðjudag í Ráð- húsinu í Reykjavík. Meðal þeirra sem eiga til lögur eru Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Hjörleifur Guttorms son, fyrrverandi iðnaðar- ráðherra. Steingrímur leggur til að ekki verði byggt á Valhallar reitnum að nýju heldur verði aðstaða til að slá upp samkomutjöldum sem taka megi niður að notkun lokinni hverju sinni. Hjörleifur gagnrýnir Þing- vallanefnd harðlega fyrir að hafa ekki hafist handa við að fjarlægja sumarbústaði úr þjóðgarðslandinu heldur þvert á móti fest þá í sessi með nýjum lóðarleigusamningum til tíu ára. Eiríkur Bridde stingur upp á nýstárlegum sýningarskála á Valhallarreitnum sem yrði hálf- niðurgrafinn eins og „álfhóll“ og að þangað væri hægt að komast með kláfi ofan af Hakinu. Hjör- leifur Stefánsson arkitekt og Ómar Ragnars son sjónvarpsmaður eru einnig meðal þeirra sem eiga til- lögur. Margir nefna bætta göngustíga. Að minnsta kosti tveir vilja að boðn- ar verði útsýnissiglingar um Þing- vallavatn á glerbytnu og jafnvel loftpúðaskipi. Þá eru nefndar kajak- leiga og hestaferðir. Í einni tillögu er sett fram sú hugmynd að risa- vaxin stytta verði reist í líki land- vættar og að samhliða verði reistar landvættastyttur í öðrum lands- hlutum. Einn leggur til að veitinga- sala verði í gamla Þingvallabænum og forsætisráðherra verði fundinn annar bústaður á friðsælli stað. Dómnefnd undir forystu Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dóms- málaráðherra, fór yfir tillögurn- ar. Á föstudag kemur í ljós hvort einhverjar þeirra hljóta 200 þús- und krónur í viðurkenningarskyni. Dómnefndinni er heimilt að veita fimm slíkar viðurkenningar. gar@frettabladid.is Framtíðarsýn á Þingvelli í hugmyndaleit Sumir vilja fækka mannvirkjum í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Aðrir telja veitingastað nauðsyn. Nefndir eru sýningarskálar, siglingar og kláfur yfir Almannagjá í tillögum um framtíð friðlandsins. ÁLFHÓLL Á VALHALLARREIT Sýningu á innsendum tillögum í hugmyndaleit Þingvallanefnda stendur fram á sunnudag en á laugardag er almenn- ingi boðið að taka þátt í umræðu um framtíð þjóðgarðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KNARRARSKÁLI Eftirmynd víkingaskips á hvolfi myndar þak þessa skála sem valinn er staður við Öxará. VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur farið fram á að fimm jarðir í eigu Lífs- vals ehf. verði settar á nauðungar- uppboð. Þetta gerir bankinn vegna vanskila á skuld upp á rúmar 562 milljónir króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu. Jarðirnar sem um ræðir eru Flatey, jörð annars vegar og lóð hins vegar, Haukafell og Kyljuholt í sveitarfélaginu Hornafirði auk jarðarinnar Barkarstaða í Húna- þingi vestra. Félagið Lífsval var stofnað árið 2002 og var stórtækt í jarða- kaupum á árunum fyrir hrun. Er félagið eigandi að 45 jörðum víðs vegar um landið og á til að mynda um 1 prósent af mjólkur- kvóta landsins. Á Flatey á Mýrum í A-Skaftafellssýslu hefur Lífsval rekið stórt kúabú og rekur auk þess tvö sauðfjárbú. Sýslumaðurinn á Höfn tekur kröfu Landsbankans fyrir í nóvem- ber en Lífsval hefur möguleika á að fá beiðnina afturkallaða. Lífsval hefur ekki skilað árs- reikningi frá árinu 2009 en þá skuldaði fyrirtækið 3,26 millj- arða króna, þar af 2,4 milljarða til Landsbankans. Landsbankinn er raunar sjálf- ur stærsti eigandi Lífsvals með 36 prósenta eignarhlut sem dóttur- félagið Hömlur fer með. Hefur eignarhlutinn vaxið úr 19 prósent- um í lok árs 2008 þar sem bankinn hefur tekið yfir hlutafé félaga sem farið hafa í þrot. Meðal annarra sem voru hlut- hafar í félaginu í lok árs 2008 voru Ingvar Jónadab Karlsson með 16,86 prósenta hlut, Ólafur Ívan Wernersson með 15,63 prósent og Guðmundur A. Birgisson, kenndur við Núp í Ölfusi, með 10,45 prósent. Guðmundur komst hjá gjaldþroti með samkomulagi við Lands- bankann í upphafi árs. - mþl Eignarhluti Landsbankans í Lífsvali hefur aukist úr 19 prósentum í 36 frá árslokum 2008: Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals LANDSBANKINN Bankinn er stærsti eigandi og stærsti lánardrottinn Lífsvals. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REYKJAVÍK Íbúum Reykjavíkur- borgar gefst kostur á að hafa bein áhrif á borgarmálin í gegnum vef- inn Betri Reykjavík sem hleypt var af stokkunum í gær á slóðinni betrireykjavik.is. Borgarbúar geta skráð sig á vef- inn og sett þar fram hugmyndir, skoðað hugmyndir annarra, rök- stutt mál eða breytt vægi hug- mynda með því að styðja þær eða lýsa sig andsnúna þeim. Þær fimm hugmyndir sem með þessum hætti hljóta mest vægi í hverjum mánuði verða teknar til meðferðar hjá viðkomandi fag- ráði og þar að auki fer fram sér- stök umræða í ráðinu um efstu hugmyndina. Gert er ráð fyrir að vefurinn verði þróaður áfram í þá átt að hann geti orðið vettvangur raf- rænna kannana eða samráðs af ýmsu tagi. Þá er einnig raunhæfur möguleiki á rafrænum kosningum í gegnum vefinn. - sh Íbúar geta haft áhrif í gegnum vefinn Betri Reykjavík: Fimm hugmyndir íbúa skoðaðar á mánuði RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Fagráð borgar- innar munu taka nokkrar hugmyndir til meðferðar í hverjum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HOPPAÐ Í SVEFNPOKA Einn mót- mælendanna fyrir utan Pálskirkjuna í London heldur á sér hita snemma morguns. NORDICPHOTOS/AFP Ökuþór laug um nafn Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan mann fyrir að aka bifreið án öku- réttinda. Þegar lögregla stöðvaði aksturinn og hafði afskipti af mann- inum gaf hann ranglega upp nafn og kennitölu annars manns, sem var sent sektarboð fyrir aksturinn. DÓMSMÁL DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir vörslu ljósmynda og hreyfi- mynda sem sýna börn á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Á heimili sínu í Grindavík reyndist maðurinn vera með 174 ljósmyndir og 166 hreyfimyndir á fartölvu, borðtölvu og flakkara. Lögregla lagði hald á gögnin á tölvuverkstæði í Kópavogi og á heimili mannsins í fyrra. - jss Lögregla lagði hald á myndir: Játaði vörslur á barnaníðsefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.