Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 10
20. október 2011 FIMMTUDAGUR10
Þú velur það
íbúðalán sem
hentar þér
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Skilmála og nánari upplýsingar má fi nna á vefsíðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta
útibúi Landsbankans.
3,90%6,40%
Viðskiptavinir eiga að hafa val. Við bjóðum
nú óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum
og lækkum breytilega vexti á verðtryggðum
íbúðalánum verulega.
Verðtryggð íbúðalán
Breytilegir vextir
Ný óverðtryggð íbúðalán
Fastir vextir
ÞINGVELLIR Mikil áhersla er á upp-
byggingu veitinga- og veisluaðstöðu
í mörgum þeirra 102 tillagna sem
bárust í hugmyndasamkeppni um
þróun þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Sumir telja mikilvægara að fækka
mannvirkjum í friðlandinu.
„Óskað var eftir hugmyndum
almennings um hvernig taka megi á
móti þeim þúsundum Íslendinga og
erlendra gesta sem á ári hverju vilja
upplifa sérstöðu Þingvalla, án þess
að ganga á tækifæri komandi kyn-
slóða til að njóta staðarins,“ segir
í skilgreiningu Þingvallanefndar
á hugmyndaleitinni. Sýning á til-
lögunum hófst á þriðjudag í Ráð-
húsinu í Reykjavík.
Meðal þeirra sem eiga til lögur
eru Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra og Hjörleifur
Guttorms son, fyrrverandi iðnaðar-
ráðherra. Steingrímur leggur til að
ekki verði byggt á Valhallar reitnum
að nýju heldur verði aðstaða til að
slá upp samkomutjöldum sem taka
megi niður að notkun lokinni hverju
sinni. Hjörleifur gagnrýnir Þing-
vallanefnd harðlega fyrir að hafa
ekki hafist handa við að fjarlægja
sumarbústaði úr þjóðgarðslandinu
heldur þvert á móti fest þá í sessi
með nýjum lóðarleigusamningum
til tíu ára.
Eiríkur Bridde stingur upp
á nýstárlegum sýningarskála á
Valhallarreitnum sem yrði hálf-
niðurgrafinn eins og „álfhóll“ og
að þangað væri hægt að komast
með kláfi ofan af Hakinu. Hjör-
leifur Stefánsson arkitekt og Ómar
Ragnars son sjónvarpsmaður eru
einnig meðal þeirra sem eiga til-
lögur.
Margir nefna bætta göngustíga.
Að minnsta kosti tveir vilja að boðn-
ar verði útsýnissiglingar um Þing-
vallavatn á glerbytnu og jafnvel
loftpúðaskipi. Þá eru nefndar kajak-
leiga og hestaferðir. Í einni tillögu
er sett fram sú hugmynd að risa-
vaxin stytta verði reist í líki land-
vættar og að samhliða verði reistar
landvættastyttur í öðrum lands-
hlutum. Einn leggur til að veitinga-
sala verði í gamla Þingvallabænum
og forsætisráðherra verði fundinn
annar bústaður á friðsælli stað.
Dómnefnd undir forystu Rögnu
Árnadóttur, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, fór yfir tillögurn-
ar. Á föstudag kemur í ljós hvort
einhverjar þeirra hljóta 200 þús-
und krónur í viðurkenningarskyni.
Dómnefndinni er heimilt að veita
fimm slíkar viðurkenningar.
gar@frettabladid.is
Framtíðarsýn
á Þingvelli í
hugmyndaleit
Sumir vilja fækka mannvirkjum í þjóðgarðinum
á Þingvöllum. Aðrir telja veitingastað nauðsyn.
Nefndir eru sýningarskálar, siglingar og kláfur yfir
Almannagjá í tillögum um framtíð friðlandsins.
ÁLFHÓLL Á VALHALLARREIT Sýningu á
innsendum tillögum í hugmyndaleit
Þingvallanefnda stendur fram á
sunnudag en á laugardag er almenn-
ingi boðið að taka þátt í umræðu um
framtíð þjóðgarðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KNARRARSKÁLI Eftirmynd víkingaskips á hvolfi myndar þak þessa skála sem valinn
er staður við Öxará.
VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur farið
fram á að fimm jarðir í eigu Lífs-
vals ehf. verði settar á nauðungar-
uppboð. Þetta gerir bankinn vegna
vanskila á skuld upp á rúmar 562
milljónir króna. Þetta kemur fram
í Lögbirtingarblaðinu.
Jarðirnar sem um ræðir eru
Flatey, jörð annars vegar og lóð
hins vegar, Haukafell og Kyljuholt
í sveitarfélaginu Hornafirði auk
jarðarinnar Barkarstaða í Húna-
þingi vestra.
Félagið Lífsval var stofnað
árið 2002 og var stórtækt í jarða-
kaupum á árunum fyrir hrun.
Er félagið eigandi að 45 jörðum
víðs vegar um landið og á til að
mynda um 1 prósent af mjólkur-
kvóta landsins. Á Flatey á Mýrum
í A-Skaftafellssýslu hefur Lífsval
rekið stórt kúabú og rekur auk þess
tvö sauðfjárbú.
Sýslumaðurinn á Höfn tekur
kröfu Landsbankans fyrir í nóvem-
ber en Lífsval hefur möguleika á
að fá beiðnina afturkallaða.
Lífsval hefur ekki skilað árs-
reikningi frá árinu 2009 en þá
skuldaði fyrirtækið 3,26 millj-
arða króna, þar af 2,4 milljarða til
Landsbankans.
Landsbankinn er raunar sjálf-
ur stærsti eigandi Lífsvals með 36
prósenta eignarhlut sem dóttur-
félagið Hömlur fer með. Hefur
eignarhlutinn vaxið úr 19 prósent-
um í lok árs 2008 þar sem bankinn
hefur tekið yfir hlutafé félaga sem
farið hafa í þrot.
Meðal annarra sem voru hlut-
hafar í félaginu í lok árs 2008 voru
Ingvar Jónadab Karlsson með
16,86 prósenta hlut, Ólafur Ívan
Wernersson með 15,63 prósent og
Guðmundur A. Birgisson, kenndur
við Núp í Ölfusi, með 10,45 prósent.
Guðmundur komst hjá gjaldþroti
með samkomulagi við Lands-
bankann í upphafi árs. - mþl
Eignarhluti Landsbankans í Lífsvali hefur aukist úr 19 prósentum í 36 frá árslokum 2008:
Nauðungarsala á fimm jörðum Lífsvals
LANDSBANKINN Bankinn er stærsti
eigandi og stærsti lánardrottinn Lífsvals.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
REYKJAVÍK Íbúum Reykjavíkur-
borgar gefst kostur á að hafa bein
áhrif á borgarmálin í gegnum vef-
inn Betri Reykjavík sem hleypt
var af stokkunum í gær á slóðinni
betrireykjavik.is.
Borgarbúar geta skráð sig á vef-
inn og sett þar fram hugmyndir,
skoðað hugmyndir annarra, rök-
stutt mál eða breytt vægi hug-
mynda með því að styðja þær eða
lýsa sig andsnúna þeim.
Þær fimm hugmyndir sem með
þessum hætti hljóta mest vægi í
hverjum mánuði verða teknar til
meðferðar hjá viðkomandi fag-
ráði og þar að auki fer fram sér-
stök umræða í ráðinu um efstu
hugmyndina.
Gert er ráð fyrir að vefurinn
verði þróaður áfram í þá átt að
hann geti orðið vettvangur raf-
rænna kannana eða samráðs af
ýmsu tagi. Þá er einnig raunhæfur
möguleiki á rafrænum kosningum
í gegnum vefinn. - sh
Íbúar geta haft áhrif í gegnum vefinn Betri Reykjavík:
Fimm hugmyndir íbúa
skoðaðar á mánuði
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR Fagráð borgar-
innar munu taka nokkrar hugmyndir til
meðferðar í hverjum mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HOPPAÐ Í SVEFNPOKA Einn mót-
mælendanna fyrir utan Pálskirkjuna
í London heldur á sér hita snemma
morguns. NORDICPHOTOS/AFP
Ökuþór laug um nafn
Ríkissaksóknari hefur ákært tvítugan
mann fyrir að aka bifreið án öku-
réttinda. Þegar lögregla stöðvaði
aksturinn og hafði afskipti af mann-
inum gaf hann ranglega upp nafn
og kennitölu annars manns, sem var
sent sektarboð fyrir aksturinn.
DÓMSMÁL
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært karlmann á fertugsaldri
fyrir vörslu ljósmynda og hreyfi-
mynda sem sýna börn á kyn-
ferðislegan og klámfenginn hátt.
Maðurinn játaði sök fyrir dómi.
Á heimili sínu í Grindavík
reyndist maðurinn vera með 174
ljósmyndir og 166 hreyfimyndir
á fartölvu, borðtölvu og flakkara.
Lögregla lagði hald á gögnin á
tölvuverkstæði í Kópavogi og á
heimili mannsins í fyrra. - jss
Lögregla lagði hald á myndir:
Játaði vörslur á
barnaníðsefni