Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 44
20. október 2011 FIMMTUDAGUR36 www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg af öllu NOW D-vítamíni 15% afsláttur Rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá alltof lítið D-vítamín. Tíminn er Skoðaðu nýja vefsíðu! www.raudikrossinn.is Já, það er rétt! Meðal sjálfboðaliðaverkefna okkar eru: gerast sjálfboðaliði gerast félagi gerast MANNVINUR styrkja starfið með fjárstuðningi gefa föt Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt hjálparstarf í þágu samfélagsins. Að vera sjálfboðaliði Rauða krossins er mjög gefandi og skemmtilegt og það er alltaf pláss fyrir gott fólk. Þú getur látið gott af þér leiða með því að: Hjálparsími Fata- söfnun Rauða krossins Athvörf Félagsvinir Frú Ragnheiður Neyðarvarnir Tombólubörn Prjónahópar Heimsóknavinir Göngum til góðs landssöfnun Rauða krossins Rauða krossins dýrmætur Stoltur styrktaraðili: Fatabúð Hjálpræðishersins Garðastræti 6, Reykjavík. Opin alla virka daga kl. 13.00 - 18.00. ... af notuðum fötum ... MIKIÐ ÚRVAL HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 20. október 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Björn Thoroddsen býður til sinnar árlegu gítar- veislu í Salnum. Meðal þeirra sem koma fram eru Robin Nolan, Bjöggi Gísla, Gummi P, Hákon Möller, Þórður Árna, Dóri Braga, Siggi Ólafs, Jón Hilmar og Hjörtur Steph. Bjössi ætlar að fá þessar gítarhetjur til að glíma við mörg af meistaraverkum gítarsögunnar og á boðstólum í Salnum verða blús, django, jazz, rokk og metall. 20.30 Hljómsveitin Grúsk verður með útgáfutónleika í Gaflaraleikhúsinu, Vík- ingastræti í Hafnarfirði. Á tónleikunum koma fram söngvararnir Bergsveinn Ari- liusson, Björgvin Ploder, Guðrún Helga Jónsdóttir, Heiða Ólafsdóttir, Hallberg Svavarsson, Margrét Guðrúnardóttir og hljóðfæraleikararnir Birkir Rafn Gíslason, Einar Oddsson, Hallberg Svavarsson, Kristján Blöndal, Pétur Hjaltested, Stefán Ingimar Þórhallsson. Miðar á tónleikana fást á www.midi.is og við innganginn. 21.00 Hljómsveitirnar Two Tickets To Japan og Murrk spila í Nýlenduvöru- verslun Hemma og Valda. Frítt inn. 21.00 Kelly Joe Phelps & Corinne West troða upp á Græna hattinum á Akur- eyri. Beggi Smári og Smári Tarfur sjá um upphitun. Miðaverð er 2.000 krónur. ➜ Opnanir 17.00 Sýning Soffíu Gísladóttur verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin samanstendur af myndum sem hún tók þegar hún bjó í Madríd á Spáni árið 2008. Sýningin er opin virka daga frá 12-19 og um helgar frá 13-17. Sýningin verður opin til 21. desember. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Sýning með verkum Georgs Guðna myndlistarmanns verður opnuð í forkirkju Hallgrímskirkju. Sýning Georgs Guðna er fjórða sýningin í sýn- ingarröð Listvinafélags Hallgrímskirkju, Kristin minni. Georg Guðni fæddist í Reykjavík árið 1961 en lést hinn 18. júní síðastliðinn. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17 og stendur til 7. janúar 2012. ➜ Fundir 12.00 Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu í hádeginu þar sem þau Sigríður Þorgeirsdóttir og Hilmar Magnússon munu fjalla um umræðu og andóf í jafnréttisbaráttu. Fundarstjóri er Þórunn Sveinbjarnar dóttir. Málstofan fer fram í Öskju, í stofu N-131, og stendur frá kl. 12-13. 13.30 Félag kennara á eftirlaunum heldur fund í bókmenntaklúbbnum í Kennarahúsinu. Steinunn Jóhannesdótt- ir kemur og kynnir bókina Heimanfylgja. 13.30 Dagskrá í Félagsmiðstöðinni Aflagranda 40 í tilefni veturnátta. Bryn- dís Jónsdóttir talar um veturnætur, eigin upplifanir og reynslu. Leikin létt lög á píanó við söng samkomugesta. Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur segir frá gömlum hefðum um veturnætur. Kaffi, spilað, sungið og fleira. ➜ Hönnun 20.00 Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt mun velta fyrir sér stöðu hönnunar og hönnuða, erindi hönnunar og innri verkfæra til að koma erindum sínum á framfæri á sameiginlegum fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskólans. Fyrir- lesturinn er í Hafnarhúsinu. Aðgangur er ókeypis. ➜ Kvikmyndir 18.00 Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir heimildarmyndina Á þaki heimsins í stofu 101 í Odda. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar má finna á konfusius.hi.is. ➜ Tónlist 21.00 Plötusnúðurinn Alfons X stýrir HúsDJúsi á Kaffibarnum. 22.00 Jónas sér um tónlistina á Vegamótum. 22.00 Gísli Galdur leikur tónlist af plötum á Prikinu. ➜ Myndlist 20.00 Jeannette Castioni ræðir við gesti um verk sitt og þátttöku í sýning- unni Í bili í Hafnarborg í Hafnarfirði. Með í för verður Ólöf Gerður Sigfús- dóttir sýningarstjóri. Aðgangur er ókeypis en nánari upplýsingar um dag- skrá má finna á hafnarborg.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. „Sökum annríkis þá fer ég alltof sjaldan í leikhús og í bíó. Er reyndar dugleg að sækja tónleika og vil nota tækifærið hér og hrósa nýyfirstaðinni Airwaves-hátíð. Fór á dögunum á Fólkið í kjallaranum sem mér fannst frábær í alla staði. Eins ætla ég að sjá Töfraflautuna í Hörpu og hlakka mikið til. Ég stefni á að fara á Klúbbinn en mér þykja óhefðbundnar sýningar spennandi og finnst hressandi þegar tónlistarmenn tvinnast inn í verk. Svo er ómissandi hjá mér og Sögu dóttur minni að fara á Litla tónsprotann, tónleikaröð Sinfóní- unnar fyrir börn.“ Gímaldin hefur gefið út plöt- una Þú ert ekki sá sem ég valdi. Hljómsveitin, með Gísla „Gím- aldin“ Magnússon í forgrunni, var stofnuð í byrjun síðasta árs. „Þetta er allt frá þessum rólegu völsum eins Cowboy Junkies kalla þetta, upp í að vera alvöru rokkkeyrsla,“ segir Gísli um plötuna sem var tekin upp „live“ undir stjórn Garðars Eiðs sonar. Með Gísla í bandinu eru Gísli Már Sigurjónsson og Þorvaldur H. Gröndal. Til að bæta þriðja Gíslanum við var ákveðið að fá blokkflautuleikarann Gísla Helgason til að spila í laginu Þjóðsaga. Gísli „Gímaldin“ hefur mikið spáð í gömul logos-fræði sem snúast um mátt orðsins. Síð- asta plata hans, Sungið undir radar, fór einmitt undir radar- inn að hans sögn. „Nöfn hafa galdrakraft í sér og þegar þú skírir plötu Sungið undir radar, eru miklar líkur á því að hún fari undir radarinn,“ segir hann í létt- um dúr. - fb Vals og rokkkeyrsla GÍMALDIN Gísli Gímaldin, til hægri, og Þorvaldur H. Gröndal úr hljómsveitinni Gímaldin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gott í leikhúsi: Eva Einarsdóttir borgarfulltrúi Fólkið í kjallaranum frábær sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.