Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 52
20. október 2011 FIMMTUDAGUR44 MEÐ NÁTTÚRULEGUM JURTASTOFNFRUMUM ENDURHEIMTIR YFIRHÚÐIN GÆÐI UNGRAR HÚÐAR*. MIKILVÆG UPPGÖTVUN Á SVIÐI JURTASTOFNFRUMNA PRODIGY POWERCELL YNGINGARKRAFTUR ÖFLUG VIRKNI JURTASTOFNFRUMNA DREGUR ÚR HRUKKUM – STYRKIR HÚÐINA – EYKUR LJÓMA. HÚÐIN VIRÐIST ENDURNÝJUÐ: STYRKARI OG SJÁANLEGA UNGLEGRI. YFIRHÚÐ *in-vitro próf Þroskuð húð eftir meðferð vöru ÁN JURTA- STOFNFRUMNA Þroskuð húð eftir meðferð vöru MEÐ JURTA- STOFNFRUMUM www.helenarubinstein-powercell.com Kaupaukinn þinn* þegar þú kaupir 2 HR vörur: ~ HR dagkrem 15 ml. ~ HR næturkrem 5 ml. ~ HR augnkrem 2 ml. ~ Prodigy Replasty peel maski 10 ml. ~ Lash Queen Feline Blacks maskari ferðastærð. ~ HR farði 15 ml túpa. ~ All Mascaras augnfarðahreinsir 50 ml. Tilboðsverð á kynningunni: Prodigy Powercell dropar 30% afsláttur | Prodigy Replasty Peel krem 30 % afsláttur Verðmæti kaupaukans allt að 16.700 krónur Vertu velkomin. NÝTT KORTATÍMABIL HELENA RUBINSTEIN KYNNING Í DEBENHAMS 20. - 26. OKTÓBER *G ild ir á k yn ni ng un ni m eð an b ir gð ir e nd as t. G ild ir e kk i m eð d eo do ra nt , b lý ön tu m e ða ö ðr um ti lb oð um . Rokkpían Courtney Love, söng- kona hljómsveitarinnar Hole, var á dögunum heiðruð af heimspeki- deild Trinity-háskólans í Dublin. Love fékk sérstaka orðu og flutti ræðu við hátíðlega athöfn í skól- anum. Þá gaf hún sér tíma til að spjalla við nemendur skólans. Love samdi nýlega við útgáfu- fyrirtækið William Morrow um að skrifa ævisögu sína. Í bókinni hyggst hún leggja spilin á borðið í sambandi við hjónaband þeirra Kurts Cobain, sem lést árið 1994. Þá hyggst hún fara yfir tónlistar- ferilinn, sambönd sín við frægt fólk og dóttur sína, Frances Bean. Bókin er væntanleg seinna á þessu ári. Írar heiðra Courtney Love HEIÐRUÐ Heimspekideild Trinity-háskól- ans í Dublin heiðraði nýlega Courtney Love. Leikarinn Johnny Depp er byrj- aður að drekka á ný eftir að hafa látið flöskuna vera í 13 ár. Á dög- unum sást til Depp detta út um dyrnar á bar í Hollywood og var leikarinn, að sögn sjónarvotta, mjög ölvaður en myndband af þessu gengur nú um netið. Depp hefur ekki drukkið áfengi né neytt eiturlyfja síðan hann byrj- aði með kærustu sinni Vanessu Paradis fyrir 13 árum. Atvikið þykir renna stoðum undir þær sögusagnir að sam- band Depps og Paradis standi á völtum fótum. Depp byrjað- ur að drekka STENDUR Á VÖLTUM FÓTUM Johnny Depp drakk sig fullan á bar í Hollywood á dögunum en hann gæti verið að drekkja sorgum sínum eftir meint sam- bandsslit þeirra Vanessu Paradis. NORDICPHOTOS/GETTY Tölvuleikur ★★★★ FIFA 12 EA Sports Þegar leikjasería hefur komið út á hverju ári í nærri tuttugu ár hlýtur að fara að koma að því að hún renni sitt skeið á enda. Fyrsti FIFA-leikurinn kom út árið 1994 og síðan þá hafa EA Sports-menn varið óteljandi klukkustundum í að bæta leikinn á hverju ári, allt í því skyni að halda lífi í gamal- menninu. Þetta árið hefur mesta púðrið Fótboltaaðdáendur samvaxnir við sófann STÓRLEIKUR FIFA 12 er frábær þó að gagnrýnandi vilji fara að sjá róttækari breytingar á leiknum sem fyrst. verið sett í nýja animation-vél sem gerir alla pústra á milli leikmanna enn raunverulegri. Nú breytast allir leikmenn í Cristiano Ronaldo sem fljúga um loftið við minnstu snertingu og rúlla sér síðan í grasinu eins og nýveiddur lax. Þó svo að þetta kerfi bæti engu sérstöku við sjálfa spilun leiksins kryddar það aðeins stemninguna og gerir það ennþá meira fullnægjandi þegar maður straujar Fernando Torres á miðjunni. Annað sem hefur verið eytt púðri í er varnarkerfi leiksins sem á að vera gjörbreytt. Nú eiga menn að geta varist með mun taktískari hætti sem ætti að skila sér í fleiri sigrum og færri klaufamörkum. Hinn óumflýjanlegi sannleikur varðandi FIFA 12 er sá að þetta er góður leikur sem ætti að þókn- ast öllum fótboltasjúkum tölvu- leikjaaðdáendum. Hann býður upp á raunverulega spilun sem getur sogað menn að sér og hald- ið þeim föstum dögum saman, samvaxnir við sófann fyrir fram- an sjónvarpið. Það sem undir- ritaður skilur ekki er af hverju er þetta ennþá svona skemmti- legt? Burtséð frá öllum þessum árlegu skylduviðbótum hefur FIFA-serían voðalega lítið breyst síðustu tvö til þrjú ár. Það eina sem menn fá er ný liðsskipun og nýjustu búningar liðanna. Þessu hefði verið hægt að koma áleið- is með smávægilegri uppfærslu, ekki nýjum leik. Svo að maður taki þetta saman. Já, FIFA 12 er frábær leikur. Og já, það er orðið rosalega þreytt að finnast sem maður sé alltaf að hjakka í sama farinu. Kannski koma róttækar breytingar á næsta ári. Viggó Ingimar Jónasson Niðurstaða: Stórskemmtilegur fótboltaleikur en eftir tæp 20 ár fer maður að verða leiður á árlegum smá uppfærslum í gervi nýs tölvu- leiks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.