Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 46
20. október 2011 FIMMTUDAGUR38 tonlist@frettabladid.is Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona, þreytti frumraun sína á sjónvarpsskjánum í Kexverksmiðjunni. Í vetur mun hún meðal annars stíga á stokk í uppsetningu Borgarleikhússins á Fanný og Alexander. TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Sæti Flytjandi Lag 1 Of Monsters and Men ................................... Little Talks 2 Adam Levine / Christina Aguilera Moves Like Jagger 3 Elín Ey / Pétur Ben....................................Þjóðvegurinn 4 Of Monsters And Men .................King and Lionheart 5 Mugison ...........................................................Stingum af 6 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It 7 Bubbi Morthens...........................................Slappaðu af 8 Coldplay ................................................................Paradise 9 Lay Low ................................................Brostinn strengur 10 LMFAO ..........................................Sexy And You Know It TÓNLISTINN Vikuna 13. október - 19. oktober 2011 LAGALISTINN Vikuna 13. október. - 19. oktober 2011 Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: Sæti Flytjandi Plata 1 Mugison ....................................................................Haglél 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Björk ..................................................................... Biophilia 4 Lay Low ...................................................Brostin strengur 5 Helgi Björns & reiðm. vind. ......Ég vil fara uppí sveit 6 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 7 Sóley .......................................................................We Sink 8 HAM ............................................ Svik, harmur og dauði 9 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 10 Apparat Organ Quartet ....................................Pólýfónía Þá er Iceland Airwaves hátíðinni 2011 lokið og ekki hægt að segja annað en að hún hafi tekist vel. Miðborgin fylltist af lífi og gestum út um allt sem fylltu veitingahús og bari og reyndu að ná sem flestum af þeim hundruðum tónleika sem voru í boði. Harpa var nýr tónleikastaður á Air- waves 2011 og margir voru spenntir að sjá hvernig hún kæmi út á rokkhátíð eins og Airwaves. Ég fór á fullt af tón- leikum í Hörpunni á Airwaves, bæði í Silfurbergi, þar sem tímamótatónleikar Bjarkar fóru fram, í Norðurljósum og í Kaldalóni og fannst húsið koma mjög vel út á hátíðinni. Allir þessir salir henta vel fyrir rokktónleika, ekki síður en klass- ísk. Hljómburður var góður og stemn- ingin í húsinu var almennt mjög fín. Það er engin spurning að Harpa eigi að verða fastur punktur á Airwaves í framtíðinni. Airwaves þarfnast Hörpu til þess að geta selt fleiri miða og stækkað hátíðina enn frekar og Harpa þarf á Airwaves að halda til að standa undir þeim kröfum að hún sé tónlistarhús allra landsmanna, opið öllum tegundum tónlistar. Rokk- liðið borgar framkvæmdalánin næstu 40 árin með sköttum og útsvari, ekkert síður en unnendur sígildrar tónlistar. Það hvað Harpa kom vel út á Airwaves ætti líka að vera stjórn og rekstraraðilum hússins hvatning til þess að leita leiða til að auðvelda tónlistarmönnum úr popp- og djass- geiranum að halda þar tónleika. Koma svo krakkar! Þið getið þetta! Þetta þýðir auðvitað ekki að Harpa á Airwaves komi í staðinn fyrir Nasa, Faktorý, Gaukinn eða Listasafnið. Aldrei. En hún bætir við fleiri möguleikum. Það voru langar biðraðir á Airwaves 2011 eins og stundum áður. Til dæmis var löng biðröð þegar Record Records kynnti sitt lið á Nasa á miðvikudagskvöldinu. Og röðin fyrir utan sama stað á föstudagskvöldinu var svakaleg. Næst þarf kannski að gera ráð fyrir fleiri gestum á miðvikudagskvöldinu. Og næst verður líka kannski hægt að nota Silfur berg fyrir stóra tónleika öll kvöldin? Ég er strax farinn að hlakka til. Harpa + Airwaves = sönn ást? VEL HEPPNAÐ John Grant í Norður- ljósasalnum. Harpa kom vel út á Airwaves. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > PLATA VIKUNNAR Lay Low - Brostinn strengur ★★★★ „Lay Low toppar sig á frábærri plötu.“ -tj Ed O´Brien, gítarleikari Radiohead, segir að hljómsveitin sé að leggja lokahönd á skipulagningu tónleikaferðar sinnar á næsta ári. „Við verðum á ferðinni frá lokum febrúar þangað til í nóvember og munum spila bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi,“ sagði O´Brien. Fleiri Evrópu- lönd verða einnig heimsótt. Tónleikarnir í Evrópu verða haldnir innandyra og verður lögð áhersla á síðustu plötuna, King of Limbs. „Síðast þegar við fórum í tónleika- ferð spiluðum við plötuna In Rainbows og svo vinsælustu lögin. Núna verða það aðal- lega lögin af þessari plötu og þeirri síðustu og svo sjáum við til hvaða lög passa með þeim.“ Radiohead fór síðast í tónleikaferð um Bretland árið 2009. Skipuleggja tónleika SPILA Á NÆSTA ÁRI Thom Yorke og félagar í Radiohead ætla í tónleikaferð á næsta ári. > Í SPILARANUM Song For Wendy - Meeting Point M83 - Hurry Up, We‘re Dreaming Orphic Oxtra - Diskó Tom Waits - Bad As Me Noel Gallagher - High Flying Birds SONG FOR WENDY NOEL GALLAGHER Fimmta hljóðversplata Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út um næstu helgi. Textarnir snúast um tvær manneskjur í leit að ástinni. Enska hljómsveitin Coldplay gefur eftir helgi út sína fimmtu hljóð- versplötu, Mylo Xyloto. Textarn- ir fjalla um raunirnar sem tvær manneskjur ganga í gegnum í leit að ástinni. Coldplay var stofnuð árið 1997 af bassaleikaranum Guy Berry- man, Jonny Buckland gítarleikara, trommaranum Will Champion og Chris Martin söngvara. Fyrst gáfu þeir út stuttskífurnar The Safety og Brothers and Sisters áður en þeir gerðu fimm platna útgáfu- samning við Parlophone árið 1999. Árið eftir kom platan Parachutes út við miklar vinsældir og var hún tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Lagið Yellow sló í gegn um allan heim og Trouble fylgdi í kjölfarið. Næsta útgáfa, A Rush of Blood Through the Head, leit dagsins ljós tveimur árum síðar. In My Place, Clocks og ballaðan The Sci- entist hittu í mark og platan fékk fína dóma hjá gagnrýnendum rétt eins og sú fyrsta. Coldplay fékk Grammy-verðlaunin og vinsæld- irnar urðu meiri og meiri. Næsta plata, X&Y, kom út 2005 með lögunum Speed of Sound og Fix You í forgrunninum. Þrátt fyrir að fá misjafna dóma varð hún mest selda plata þess árs með rúmar átta milljónir seldra ein- taka. Margir voru farnir að líkja tónlist Chris Martin og félaga við U2 og töldu þá einblína um of á heimsyfirráð í stað þess að ein- beita sér að því að semja góð lög. Hóað var í upptökustjórann Brian Eno, sem hefur einmitt unnið mikið með U2, fyrir næstu plötu, Viva La Vida or Death and All His Friends sem kom út 2008. Hún fékk betri viðtökur gagnrýn- enda en sú síðasta og var kjörin plata ársins af tímaritinu Q, auk þess að fá Grammy-verðlaunin. Athygli vakti þegar gítargoðið Joe Satriani höfðaði mál gegn sveitinni fyrir að nota hluta úr lagi sínu If I Could Fly í hinu vinsæla Viva La Vida. Á endanum náðu aðilarnir samkomulagi utan dómsstóla. Brian Eno var aftur við stjórn- völinn á nýju plötunni, Mylo Xyloto. Hann hvatti hljómsveitina til að hamra járnið á meðan það væri heitt að loknum upptökum á Viva la Vida og Martin og félagar tóku hann á orðinu. Fyrsta smá- skífulagið var Every Teardrop Is a Waterfall og náði það töluverð- um vinsældum í sumar, enda ansi grípandi. Einnig er á plötunni Princess of China með Rihönnu sem gestasöngkonu. Dómar um plötuna eru farnir að birtast og eru þeir yfirleitt jákvæðir. Tímaritið Mojo gefur henni fjórar stjörnur og Rolling Stone þrjár og hálfa og segir hana þá metnaðarfyllstu til þessa frá Coldplay. freyr@frettabladid.is Coldplay segir ástarsögu Coldplay hefur selt yfir fimmtíu millj- ónir hljómplatna.50 NÚMER FIMM Hljómsveitin Coldplay gefur út sína fimmtu hljóðversplötu, Mylo Xyloto, í næstu viku. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.