Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 42
20. október 2011 FIMMTUDAGUR34 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Gamlinginn sem skreið út... kilja - Jonas Jonasson Fallið Þráinn Bertelsson Húshjálpin - kilja Kathryn Stockett Hjarta mannsins Jón Kalman Stefánsson Ekki líta undan - Saga Guðrúnar Ebbu - Elín Hirst METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 12.10.11 - 18.10.11 Þræðir valdsins Jóhann Hauksson Órólegi maðurinn - kilja Henning Mankell Holl ráð Hugos Hugo Þórisson Hávamál Þórarinn Eldjárn Radley-fjölskyldan - kilja Matt Haig 34 menning@frettabladid.is Leikhús ★★★★ Gálma Tryggvi Gunnarsson Leikarar: Bjartur Guðmundsson, Guðrún Bjarna- dóttir, Tryggvi Gunnarsson og Hilmir Jensson. Tónlist: Örn Eldjárn, Tryggvi Gunnarsson auk Buddy Holly, Verdi og fleiri frægra sem hljómuðu úr gömlu útvarpstæki. Regnið buldi á veggjum gamallar verksmiðju og alls kyns grindur skulfu og skröltu utar í porti meðan hlýjan inni í leikhúsinu Norðurpólnum tók vel á móti gestum á föstudagskvöldið. Gálma eða sómi þjóðar var þar á fjölunum. Fjalirnar eru svört gólf og í dökkum sölum er hægt að leika á þremur stöðum. Í líklega stærsta leiksalnum var búið að strengja gaddavír meðfram ferhyrndu leikrými sem afmarkaði sveitabæinn, heimilið, ölkrána og hið afskekkta. Mikið er það nú gaman þegar ungt fólk telur sig hafa eitthvað að finna í þjóðararfinum, í sögubrotum þjóðsagnanna og þeirri stemningu sem það heldur að ríkt hafi á Íslandi á árum áður. Það er alls ekki nauð- synlegt að setja allt á kórrétta hillu í tíma og rúmi heldur nýta sér blæbrigðin til þess að skapa sína eigin dansa. Í sýningunni Gálmu í Norðurpólnum var það svo sannarlega eigin dans sem varð til innan gaddvírsgirðingar í hrörlegu koti eða á öldurhúsi löngu liðins tíma. Dans varð að glímu og glíma að dansi. Gálma þýðir misfella eða hnökur og það var einmitt svolítil misfella í samskiptum bóndadurgs og niðursetnings, dóttur hans og vinar, sem var aðalinntak verksins. Þrír ungir menn koma við sögu, tveir vinir og einn ókunnur, en samt svo vel vitandi um allt sem gerst hefur og hugsanlega það sem einnig mun gerast. Einnig er ung bóndadóttir, kærasta annars en besta uppeldissystir hins. Bjartur Guðmundsson var svo sannarlega bjartur þar sem hann sté dans og mund- aði ljáinn sem breyttist í fána og lék og spjallaði við besta vin sinn. Vinurinn sem var á leið til æðra skólanáms var leikinn af Tryggva Gunnarssyni sem jafnframt er höfundur verksins. Stúlkuna fallegu, góðu og ákveðnu leikur Guðrún Bjarnadóttir, og tekst henni að sýna vel bæði hörku og ótæmandi sársauka lítillar stúlku sem hafði verið misboðið í æsku. Aðkomumaðurinn er furðuleg vera, hvort heldur hann er hræddur við kjarnorkuna eða bara dyntótt- ur og furðulegur eða kannski spámaður? Alla vega verður það hlutverk hans að færa okkur inn í söguna og segja meira en þau hin hefðu viljað gefa upp, fyrir utan að hann vefur inn í frásögn sína þjóðsagnabrot- um eins og sögunni um nábrókina og þess vegna er hann svona vel fjáður. Það er brókin sjálf sem alltaf fyllir punginn. Hilmir Jensson leikur þennan sér- vitring sem á pörtum er óþægilegur en svo um leið svo hrikalega opinskár og tjáir sig svo undurvel með öllum líkamanum að bara það var ævintýr. Gálma þýðir sem sé hnökrar og hnökrarnir hér voru í sam- tölum og samskiptum þó að alltaf væri verið að tala saman. Sýningin er svo skemmtilega samsett því samtalið fer ekki allan tímann fram millum persón- anna heldur eru það ljóstýrur og tónar sem skipta sér af og rata inn í samtölin. Glíma vinanna var heillandi, hún var ekki bara sveitt skiptispor heldur fjör og glettni í fjaðurmögn- uðum hreyfingum. Bæði tónlistin og lýsingin voru í sínum eigin hlutverkum og átti höfundur nokkur laganna. Örn Eldjárn samdi lagið Vinur við texta Tryggva Gunnarssonar sem þeir gefa nú líklega út þegar þeir tæma brækurnar. Meira en óhætt að mæla með kvöldstund í Norðurpólnum. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Athyglisverð og vel gerð sýning. Engin misfella á þessari Gálmu HILDIGUNNUR SVERRISDÓTTIR ARKITEKT mun velta fyrir sér stöðu hönnunar og hönnuða, erindi hönnunar og innri verkfæra til að koma erindum sínum á framfæri á sameiginlegum fyrirlestri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Listaháskólans í kvöld klukkan 20. Samspil lista og trúar Sýning með verkum Georgs Guðna myndlistarmanns verð- ur opnuð í forkirkju Hallgríms- kirkju í dag klukkan 17. Sýningin er sú fjórða í sýn- ingarröð Listvinafélags Hall- grímskirkju, Kristin minni. Markmiðið með sýningar- röðinni er að kanna og greina flókið samband myndlistar og kristinnar trúar í samtíma okkar og gera tilraun til að mynda nýja, frjóa og fordóma- lausa samræðu milli faganna. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-17 og stendur til 7. janúar 2012. - hhs Þjóðfræði fjallar ekki bara um skinnskó og torfbæi, eins og níu heimildarþættir, sem verða frumsýndir í Bíó Paradís í dag undir nafn- inu Þjóðfræði í mynd, sýna glögglega. Bollaspádómar, jólahald, menn- ingartengd ferðaþjónusta og húsmæðraskólar eru á meðal umfjöllunarefna þáttaraðarinn- ar Þjóðfræði í mynd, sem verð- ur frumsýnd í Bíó Paradís í dag klukkan 15. Um er að ræða níu þætti sem allir sækja umfjöllunar- efni sitt í BA- og MA-ritgerðir sem skrifaðar hafa verið í þjóðfræði á undanförnum árum. „Hugmyndin á bak við þetta verkefni var að færa þá þekkingu sem verður til í Háskólanum út í samfélagið. Það er svo margt fólk sem eyðir blóði, svita og tárum í að skrifa ritgerðir sem enginn les, heldur safna þær bara ryki á bókasafninu,“ segir Björk Þor- steinsdóttir Hólm, nemi í þjóð- fræði við Háskóla Íslands og einn aðstandenda verkefnisins. Auk hennar standa Ólafur Ingibergs- son, meistaranemi í þjóðfræði, og Áslaug Einarsdóttir, meistaranemi í mannfræði, að þáttagerðinni. Björk segir það ekki síður til- gang þáttanna að sýna hversu víða skírskotun þjóðfræðin hefur. „Þjóðfræðin er stórt og fjölbreytt fag og okkur langaði að sýna þá breidd. Það loðir alltaf við þjóð- fræðina að hún snúist um skinnskó og torfbæi. En hún er svo miklu meira en það. Hún tekur á samtím- anum með fortíðina að leiðarljósi. Þjóðfræðingar geta rannsakað Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum rétt eins og torfbæina úr fortíðinni.“ Þættirnir eru 10 til 15 mínútur að lengd. Hver þeirra er byggður upp á viðtali við höfunda ritgerð- anna, auk þess sem rætt er við fræðimenn sem tengjast efninu. „Við vonumst til þess að þættirn- ir þyki bæði skemmtilegir og fróð- legir og kveiki jafnvel nógu mikinn áhuga til þess að fólk geri sér ferð á bókasafnið og lesi ritgerðirnar.“ Sýningin hefst klukkan 15 í dag og verða þættirnir sýndir í einum rykk. Strax í kvöld ætti svo að verða hægt að nálgast þættina frítt á slóðinni www.vimeo.com undir leitarorðunum „Þjóðfræði í mynd“. holmfridur@frettabladid.is Tekið á samtímanum í bíó FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á KAFI Í ÞJÓÐ- FRÆÐI Undanfarin tvö sumur hafa þjóðfræðinemarnir Ólafur Ingibergsson og Björk Þorsteins- dóttir unnið við að gera stutta heimildarþætti upp úr fjölbreyttum BA- verkefnum í þjóð- fræði. Afraksturinn, níu heimildarþætti, má sjá í Bíó Paradís í dag klukkan 15.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.