Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.10.2011, Blaðsíða 26
26 20. október 2011 FIMMTUDAGUR Opið alla virka daga kl. 13-18. Sækjum húsgögnum á fimmtudögum sími 858 5908 Komið og gerið góð kaup. Styrkið gott málefni! á Eyjarslóð 7 út á Granda. Nytjamarkaður Verð frá kr.: 159.900 Elica háfar Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Platinum, Isobella, Twin, Wave og Grace háfar á tilboði* glæsileg hönnun og fágað yfirbragð Beinn og óbeinn ávinningur Sláturfélags Suður-lands (SS) af útflutningi dilkakjöts og ærkjöts hefur verið til umræðu undanfarið í framhaldi af fréttum um kjötskort og mikinn útflutning kinda- kjöts. Skorað hefur verið á forsvarsmenn félagsins að leggja fram upplýsingar um skilaverð í útflutn- ingi. Forstjóri félagsins skrifar grein í Fréttablaðið laugardaginn 15. október 2011 og leggur sem fyrr fram meðaltalstölu fengna úr útflutningstölfræði Hagstofu Íslands og neitar að gefa upp hverjar hinar raunverulegu tölur eru. Verður því að ganga út frá að árið 2010 hafi skilaverð útflutts kinda- kjöts hjá SS verið 616 krónur á kíló. Verð til bænda SS greiddi bændum fyrir innlagt kjöt samkvæmt verðskrá sem inniheldur 35 verðflokka. Verðið á innlögðu kjöti breytist viku fyrir viku í sláturtíð- inni. Það eru 245 færslur í verðskránni. Algengasta verð til bænda virðist hafa verið á bilinu 350 til 500 krónur á kíló árið 2010. Í grein í Bændablaðinu upplýsir forstjóri SS að meðalverð afurðastöðva til bænda hafi verið 393 krónur árið 2010. Slátur-, geymslu- og umsýslukostnaður Í ársreikningi SS er, þó undarlegt megi sýnast, ekki að finna sundurliðaða afkomu rekstrar eftir vinnsludeildum. Því verða ekki dregnar ályktanir um sláturkostnað á kíló af sauðfjárafurðum með því að skoða þá heimild. Tvennt má styðjast við. Í fyrsta lagi kemur fram í ársreikningnum að rekstr- arkostnaður er um 80% af kostnaðarverði seldra vara. Sé þeirri meðaltalsreglu beitt á kindakjötið ætti sláturkostnaður, frysting, geymsla, sala, vinnsla, fjárbinding og annar sameiginlegur kostn- aður að nema 314 krónum á kíló. Í öðru lagi má ráða af Fréttabréfi SS dagsettu 22. júlí 2011 að gjaldtaka fyrir heimtöku sláturafurða hafi numið 2.850 krónum á dilk fyrir árið 2010. Það jafngildir því að sláturkostnaður án kostnaðar vegna geymslu, sölu, fjárbindingar og annars sam- eiginlegs kostnaðar hafi numið ríflega 175 krónum á kíló. Að kostnaður fyrir geymslu, sölu, fjárbind- ingar og annarra sameiginlegra kostnaðarliða hafi verið um 140 krónur má þykja sennilegt. Tekjur og gjöld Útflutningsdæmið lítur þá þannig út: Kostnaður bónda við að framleiða hvert kíló af kindakjöti var um 600 krónur árið 2010 ef launakostnaður er ekki talinn með en um 900 krónur sé launakostnaður meðtalinn. Afurðastöðin greiddi bónda 350 til 500 krónur upp í þennan kostnað. Allur launakostnaður og hluti aðfangakostnaðar samtals um 400 til 550 krónur á kíló féll á skattgreiðendur gegnum bein- greiðslur. Kjötið sem afurðastöðin keypti á 393 krónur að meðaltali fór ýmist á innanlandsmarkað eða til útflutnings. Útflutt kjöt skilaði afurðastöðinni 616 krónum á kíló en kostnaður afurðastöðvarinnar var annars vegar þær 393 krónur sem bóndinn fékk og hins vegar slátur og umsýslukostnaður upp á 314 krónur á kíló. Beint reikningslegt tap afurða- stöðvar á hvert útflutt kíló kindakjöts árið 2010 nam því 94 krónum. Tapi snúið í hagnað á kostnað neytenda Hvers vegna flytja afurðastöðvar kjöt út þó að þær tapi 100 krónum á hvert kíló? Ástæðan er ein- föld. Með því að takmarka framboð á kjötmarkaði innanlands hækkar verð sem pína má út úr inn- lendum neytendum. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neytenda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til útflutnings með 100 króna tapi á hvert útflutt kíló. Takist afurðastöðvunum að hækka verð til innlendra neyt- enda um 50 krónur á kíló kindakjöts er fyllilega réttlætanlegt frá þeirra sjónarhóli séð að selja kindakjöt til út- flutnings með 100 króna tapi á hvert útflutt kíló. Einelti bæði í skólum og á öðrum vettvangi hefur verið mikið til umræðu síðustu árin á Íslandi en einkanlega þó síðustu vikurnar í kjölfar óhugnanlegra afleiðinga þess. Einelti er eitt birtingarform andlegs ofbeldis en slíkt ofbeldi getur haft skelf- ingar afleiðingar. Gerandi einelt- is er stundum einn en oftar eru fleiri að verki. Hvort sem um er að ræða and- legt ofbeldi, líkamlegt eða kyn- ferðislegt, eru áhrifin á þoland- ann að jafnaði hörmuleg. Margir búa við líkamleg örkuml en fleiri bera þó ör á sálu sinni með til- heyrandi vanlíðan alla ævi eftir ofbeldisverk. Flestir eru sammála um að ofbeldisverkum fari fjölgandi hér á landi og að þau verði hrotta- fengnari og alvarlegri með ári hverju. Aukinni fíkniefnaneyslu er kennt um og er sú skýring vafa- lítið rétt, að nokkru leyti allavega. Í sjónvarpsfréttum nýverið kom fram að nær öll ofbeldisbrot á Akureyri tengdust fíkniefna- neyslu, með einum eða öðrum hætti. Og fréttir vel á minnst: Ekki opnar maður svo fyrir sjón- varp eða útvarp eða kíkir í blað, að það blasi ekki við manni ófögn- uður ofbeldisins í öllum mynd- um: manndráp, líkamsmeiðingar, nauðganir. Sjónvarpsþættir og bíómyndir yfirfullar af ofbeldis- verkum. Hvað læra börnin okkar af þessu? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Til að bæta gráu ofan á svart eru svo flestir tölvuleikir, sem börn nútímans eru upptekin af, hlaðnir árásum, vígum, illmenn- um og drápum. Börnin virðast þannig, utan skólans að minnsta kosti, alast upp með ofbeldi sem hluta af sínu daglega lífi. Ofbeldi fæðir af sér ofbeldi. Sálfræðing- ar eru sammála um að sá sem má þola ofbeldi í bernsku, er líklegri til þess að beita sjálfur ofbeldi á fullorðinsárum. Getur verið að barn sem horfir á ofbeldi í sjón- varpi eða tölvu meira og minna alla daga verði ofbeldisfyllra á fullorðinsárum en ella hefði verið? Ekki ólíklegt. Allavega má álykta, að það að sjá með berum augum og upplifa ofbeldi sé vís leið til þess að ýta undir þessa hræðilegu hegðun mannskepn- unnar. Er ekki mál að við stöldrum nú við og aðhöfumst eitthvað? Alltof lítið er fjallað um ofbeldið og afleið- ingar þess. Og nánast ekkert gert til þess að stemma stigu við þessum hræðilega gjörningi. Er ofbeldi kannski tabú á Íslandi? Eru of margir viðriðn- ir málið? Er verið að nefna snöru í hengds manns húsi? Hver svo sem ástæðan er ætti okkur öllum sem þetta land búa að vera ljóst, að staðreyndir blasa við: Það er ekki á það hættandi að fara í miðborg Reykjavíkur eftir að skyggja tekur, allra síst að næt- urlagi um helgar, hér á landi hafa hreiðrað um sig flokkar manna sem stunda ofbeldisverk. Hópur einstaklinga sem nefndir hafa verið handrukkarar hefur lífs- viðurværi sitt af því að beita ein- staklinga ofbeldi vegna fíkniefna- skulda. Þetta er okkur öllum kunn- ugt um, við hneykslumst en við- brögð okkar eru máttlaus ef ein- hver eru. Sumir segja: Ja, þetta er nú orðinn hluti af okkar daglega veruleika! Það er bara ekki rétt! Ekki okkar veruleika heldur veru- leika fárra einstaklinga sem telja að ofbeldi sé hluti af eðlilegum mannlegum samskiptum. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt. Það er ekki leyfilegt. Ofbeldi á ekki að líða. Við Íslendingar erum þjóð, samfélag manna, sem byggir á gagnkvæmri virðingu og trausti hver til annars. Ofbeldi á þar ekki heima. Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkam- legu ofbeldi né held- ur kynferðislegu. Mætum samt ekki ofbeldi með ofbeldi. Grimmd og voðaverk fæða af sér hið sama. Af hverju látum við ekki einn dag ársins heita „Dagur án ofbeldis“, sýnum samstöðu í verki? Gæti þá ekki næsti dagur orðið ofbeldis- laus líka? Gætum við ekki látið friðarljós- ið í Viðey lýsa þenn- an dag? Ég hygg að það væri ekki fjarri hugsjónum Len- nons. Hvernig væri að prestar prédik- uðu um ofbeldið og afleiðingar þess? Að sjónvarpsstöðvar skoðuðu það efni sem þær flytja og reyndu að draga úr sýningum ofbeldisefnis? Er ekki líka tími til kominn að við foreldrar tökum höndum saman og kennum börnum okkar sem munu erfa landið að maður beitir ekki ofbeldi í samskipt- um við aðra? Að við ölum börn- in okkar ekki upp í ofbeldisfullu umhverfi. Það þarf hugarfars- breytingu, við ein getum snúið við þessari óheillaþróun. Segjum við okkur sjálf og hvort annað og börnin okkar: Ofbeldi er ekki og verður ekki liðið! Foreldrar: Ofbeldi verður ekki liðið! Samfélagsmál Guðjón Baldursson læknir Blóðrauðir reikningar SS? Landbúnaður Þórólfur Matthíasson hagfræðingur Það hefur enginn rétt á því að ráðast á samborgara sinn, hvorki innan heimilis né utan, hvorki með andlegu né líkamlegu of- beldi né heldur kynferðislegu. AF NETINU Bjarni almáttugur Orkuveita Reykjavíkur hyggst áfram framleiða jarðskjálfta í Hveragerði. Tekur ekki mark á þekktasta jarðfræðingi landsins, Haraldi Sigurðssyni. Hún segir LITLA hættu á, að jarðskjálftar fari yfir fjögur stig, þótt þeir hafi ítrekað farið í fjögur stig. Hversu litla hættu, 1% eða 10%? Hún tekur ekki heldur mark á Haraldi vegna efna- samsetningar vökvans, sem dælt er niður í jörðina. Þar eru arsenik, kadmíum og blý, allt hin hugljúfustu efni. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, segir LITLA hættu á, að eitrið berist í vatnslindir Reykjavíkur. Hversu litla hættu? Er 1% hætta í lagi eða 10%? jonas.is Jónas Kristjánsson Ósmekklegt Það er einkennilega ósmekklegt að sá sem kom svo nærri einkavinavæð- ingunni skuli nú eiga að stýra þeirri Bankasýslu sem nú á að hreinsa upp sóðaskapinn eftir hina einkavinavæddu banka. Þótt Páll Magnússon sé vafalaust góður drengur, þá verða hann og málsvarar hans að sætta sig við það viðhorf fólks. Og mér finnst í rauninni óskiljanlegt að hann skuli ekki fatta það – og draga sig í hlé. blog.eyjan.is/illugi Illugi Jökulsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.