Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 2
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR2 „Ingimundur, þú ert sem sagt ekki kominn af léttasta skeiði?“ „Alls ekki, ég er léttur á fæti og léttur í lund.“ Ingimundur Ingimundarson leikur hand- bolta með Fram og íslenska landsliðinu. Í viðtali í Fréttablaðinu í gær sagði hann að Guðmundur Þ. Guðmundsson lands- liðsþjálfari hefði verið að tuða yfir því að hann væri orðinn of léttur eftir stífar æfingar síðustu mánuði. BJÖRGUN Sýslumaðurinn á Eski- firði féllst í gær á beiðni Loðnu- vinnslunnar á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagsins Hornafjarðar um að flutningaskipið Alma, og farmur inn um borð, yrði kyrr- sett í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Fyrir- tækið og sveitarfélagið fara fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna verði lögð fram til að kyrrsetningunni verði aflétt. „Við fórum fram á kyrrsetn- ingu vegna þess að það lagðist skip utan á Ölmu í gærkvöldi til að umskipa farminum. Þetta var nauðsynlegt til að tryggja kostn- að og björgunarlaun,“ segir Gísli Jónatansson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðs- firði, um ástæður þess að farið var fram á kyrrsetningu flutn- ingaskipsins. Aðspurður segir Gísli að farið hafi verið fram á 625 milljóna króna tryggingu. Hér vísar Gísli til þess að Green Lofoten, systurskip Ölmu, kom til Fáskrúðsfjarðar til að mögu- legt væri að umskipa farmi til útflutnings. Slíkt er ekki leyfilegt á meðan kyrrsetningin er í gildi. Umboðsaðili fyrir flutninga- skipið hér á landi er flutninga- fyrirtækið Nesskip og þarf að leggja fram trygginguna til að aflétta kyrrsetningunni. Garð- ar Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Nesskipa, segir að í sínum huga hafi aðgerðin verið með öllu óþörf. „Ég lít svo á að þeir séu að baktryggja sig í málinu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær, áður en kyrrsetningarbeiðnin hafði verið samþykkt af sýslu- manninum á Eskifirði, sagði Garðar að ekkert væri vitað um hvenær yrði af umskipun á farmi Ölmu. Slíkt lægi ekki fyrir fyrr en búið væri að ganga frá málum vegna kostnaðar og hugsanlegra björgunarlauna vegna aðgerðar- innar. Loðnuvinnslan er eigandi Hof- fells SU 80, sem tók Ölmu í tog og dró flutningaskipið til hafnar um helgina. Alma missti stýrið við innsiglinguna við Höfn í Horna- firði þegar Björn Lóðs, dráttar- bátur í eigu Hornfirðinga, var að aðstoða skipið út fyrir ós í Horna- firði á laugardag. Spurður hvort upphæð trygg- ingarinnar gæfi hugmynd um hversu há björgunarlaun fyrir- tækið og sveitarfélagið hygðust fara fram á, segir Gísli að slíkt sé samningsmál og reiknað út með hliðsjón af verðmæti skips og farms. Hann segir hins vegar að í sínum huga sé skýrt að um björg- un var að ræða. Alma er um hundrað metra langt flutningaskip í eigu félags frá Úkraínu og um borð eru tæplega þrjú þúsund tonn af frosnu sjávarfangi frá íslensk- um og færeyskum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Garðar segir óljóst hvort við- gerð á Ölmu verði gerð hér á landi eða hvort skipið verði dregið til viðgerðar í öðru landi. svavar@frettabladid.is Alma kyrrsett í höfn og tryggingar krafist Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og sveitarfélagið Hornafjörður krefjast 625 milljóna króna til að tryggja greiðslu á kostnaði og björgunarlaunum vegna flutningaskipsins Ölmu. Óþarft, segir umboðsaðili skipsins hér á landi. FLUTNINGASKIPIÐ ALMA Í TOGI Myndin er tekin frá Hoffelli SU 80, sem dró skipið í land. Það var mál allra sem komu að aðgerðinni að hætta hefði verið töluverð, eins og alltaf við þessar aðstæður. MYND/GUNNAR HLYNUR ÓSKARSSON DÓMSMÁL Rúmlega fertugur karl- maður hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota dreng gróflega frá því að hann var tíu ára og til fjórtán ára aldurs. Þá hafði hann í fórum sínum tæplega 1.800 ljósmyndir sem sýndu barna- níð og fjölda hreyfimynda. Maðurinn hefur áður verið dæmdur í árs fangelsi fyrir að mis- nota tvo drengi, tvisvar hlotið dóm fyrir að hafa klámfengið myndefni af börnum í sinni vörslu og í þriðja skiptið þurft að greiða sekt fyrir sams konar athæfi. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa í tugi skipta fróað drengnum og haft við hann munn- mök. Gegn neitun sinni var hann sýknaður af því að hafa haft enda- þarmsmök við drenginn í fjögur eða fimm skipti. Drengurinn var tengdur sam- Margdæmdur og óforbetranlegur barnaníðingur dæmdur fyrir brot gegn dreng: Sex og hálft ár fyrir gróft barnaníð Skólaganga drengsins hefur verið í molum vegna brotanna, að því er segir í greiningum sálfræðinga. Minningar um ofbeldið sæki stöðugt á hann, hann upplifi martraðir á nánast hverri nóttu og eigi erfitt með að vera einn. Hann hafi verið haldinn miklum kvíða og þunglyndiseinkennum og verið tilfinn- ingalega dofinn. Þetta megi rekja til áfalls sem valdið hafi óttaviðbrögðum, hjálparleysi og hryllingi. „Því megi segja að ákærði hafi með brotum sínum rænt brotaþola fjórum árum af æsku sinni í bókstaflegri merkingu.“ Rændi drenginn fjórum árum af æskunni býlismanni hins dæmda, og því reglulega inni á heimili hans. Hinn dæmdi gekkst við brotunum að hluta en sagði þau gjarnan hafa verið að frumkvæði drengsins, sem hefði virst njóta þeirra. Segir í dómnum að sakaferill mannsins sé varðaður brotum sem beri þess skýran vott að hann sé haldinn alvarlegri og fastmótaðri barnahneigð. Frásögn hans af því að drengurinn hafi notið brotanna veki óhug. „Verður ekki fram hjá því litið að ungum drengjum stafar mikil hætta af ákærða eins og dæmin sanna.“ Ákærði eigi sér engar máls- bætur og ítrekaðar refsingar hafi verið árangurslausar. „Hann hefur hafist handa við fyrri iðju eins og ráða má af því að hann rýfur tví- vegis reynslulausn sem hann hefur fengið og heldur áfram á sömu braut og lætur sér ekki segjast.“ - sh Matthías Á. Mathiesen, fyrr- verandi ráðherra og alþingis- maður, lést í fyrradag, áttræður að aldri. Matthías lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1957 og var kjör- inn á þing 1959 fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Hann var þingmaður Reyknesinga til 1991. Matthías var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1958 til 1967. Hann rak málflutnings- skrifstofu í Hafnarfirði 1967 til 1974 og síðan frá 1991. Eftirlifandi eiginkona Matthíasar er Sigrún Þ. Mathiesen. Þau eignuðust þrjú börn: Árna Matthías, Halldóru og Þorgils Óttar. Matthías Á. Mathiesen látinn FJARSKIPTI „Aðalatriðið í málinu er að það er enginn möguleiki fyrir starfsmenn Símans að hlera. Það er bara ekki hægt,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, spurður um viðbrögð fyrirtækisins við kvörtun þess efnis að tiltekinn starfsmaður þess hafi hlerað síma fyrrverandi maka síns í heimildarleysi. Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú með höndum rannsókn á slíku máli og hvort við- brögð Símans hafi verið fullnægjandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Sævar Freyr segir erfitt að ræða þetta ein- staka mál. Þó segir hann aðspurður að í ljósi þess að ekki sé til hlerunarbúnaður hjá Sím- anum og því ógerlegt fyrir starfsfólk að hlera símtöl hafi málið ekki verið kært til lögreglu né viðkomandi starfsmaður látinn hætta. „Hlerunarbúnaðurinn er hjá lögreglu og þegar hleranir fara fram þarf aðstoð starfs- manna Símans til að tengja lögreglu við núm- erið sem þarf að hlera. Það er það eina sem starfsmenn geta gert hér,“ segir Sævar. „Ég tek undir það sem Ásgeir Karlsson, yfir- maður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sögðu í Fréttablaðinu í gær að auka þarf eftir- lit með hlerunum og tengiliðum lögreglu innan fjarskiptafyrirtækjanna. Slíkt myndi auðvelda fyrirtækjunum aðkomu að þessum viðkvæmu málum, sem mikilvægt er að unnin séu af öryggi af þeim starfsmönnum sem sinna þessu verkefni.“ - jss SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON Tekur undir orð þeirra sem vilja auka eftirlit með hlerunum og tengiliðum lögreglu innan símfyrirtækjanna. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, segir hlerunarbúnað ekki til hjá fyrirtækinu: Starfsmenn eiga ekki möguleiki á að hlera Hermann Fannar Valgarðsson er látinn, 31 árs að aldri. Hann fannst látinn í Hafnarfirði á þriðjudagskvöld og hafði orðið bráðkvaddur er hann var úti að hlaupa. Hermann var annar eigenda Nýlenduvöru- verzlunar Hemma og Valda á Laugavegi, kaffihússins Tíu dropa, ferðaþjónustufyrirtæk- isins Reykjavík Backpackers og tölvuþjónustufyrirtækisins Macland. Þá starfaði Hermann fyrir vefþjónustufyrirtækið Skapalón. Hann hafði einnig verið útvarpsmaður á X-inu 977 með hléum frá árinu 1998. Hermann lætur eftir sig eigin konu og fjögurra ára son. Hermann Fannar látinn LÖGREGLUMÁL Magn fíkniefnanna sem lögregla lagði hald á í Straumsvík 10. október var 9,9 kíló af amfetamíni og 8.100 e- töflur. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar, sem í gær staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavík- ur um að annar hinna grunuðu í smyglmálinu skyldi sæta gæslu- varðhaldi til 6. desember. Maður- inn hefur játað aðild að málinu en ber því við að hann hafa talið að efnin væru sterar en ekki eitur- lyf. Allt að tólf ára fangelsi liggur við því broti sem maðurinn er grunaður um. Gæsluvarðhald yfir öðrum manni, sem talinn er hafa skipu- lagt innflutning efnanna, rennur út í dag en óskað verður eftir framlengingu á varðhaldi hans sömuleiðis. - gar Smyglmálið í Straumsvík: Amfetamínið vegur 9,9 kíló LÖGREGLUMÁL Leit að 25 ára sænskum manni stóð fram á nótt í gær á Sólheimajökli. Svíinn hringdi eftir aðstoð seint í fyrrakvöld og var þá villt- ur, kaldur og óttasleginn. Kvaðst hann hafa gengið í sex til átta tíma upp frá Skógum. Var því leitað að manninum á svæðinu við Fimmvörðuháls alla nóttina þar til síðdegis í gær að bíla- leigubíll hans fannst við sporð Sólheimajökuls. Þar eru erfiðar sprungur í jöklinum og voru aðeins reyndustu leitarmenn sendir þangað í gærkvöld. Maðurinn var ekki fundinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld og ekki hafði náðst samband við hann aftur í síma. Hann hefur búið í Bretlandi frá árinu 1988. Hann kom til Íslands á mánudag og átti bókað flug aftur út í dag. - gar Leit við erfiðar aðstæður: Óttast um Svía á Sólheimajökli Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.