Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 8
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Snjall og snöggur Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Glæsilegur Nokia 701 á frábæru verði og 20% afsláttur af Nokia NFC heyrnartólum Staðgreitt 69.990 kr. * Tilboð fylgir aðeins þessu símtæki. 5.833 kr. á mán í 12 mán. Nokia 701 Þægilegur og hraður snjallsími með nýja Symbian Belle stýri- kerfinu, 1GHz örgjörva og 8 GB innbyggðu minni. Nokia NFC heyrnartól á aðeins 7.990 kr. * * FRÉTTASKÝRING Hvað myndi lögfesting evrópsku handtökuskipunarinnar hafa í för með sér fyrir Ísland? Íslenskir ríkisborgarar verða ekki framseldir til annarra ríkja í Evr- ópu þrátt fyrir fyrirhugaða lög- festingu evrópsku handtökuskip- unarinnar. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum við Evrópu- sambandið um innleiðinguna árið 2006. Evrópska handtöku skipunin hefur verið til umræðu vegna máls þriggja Pólverja sem rændu verslun Franks Michelsen úrsmiðs í október. Þeir flúðu úr landi en voru skömmu síðar handteknir í Póllandi og í kjölfarið sleppt. Ísland hefur um árabil verið aðili að samningi Evrópuráðs- ins um framsal sakamanna eins og aðrar Evrópuþjóðir. Sá samn- ingur kveður á um framsal saka- manna milli þjóða að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, svo sem að hámarksrefsing fyrir afbrotið sé yfir tilteknum mörkum og að brot- ið sé refsivert í báðum löndum. Að sögn Valgerðar Maríu Sigurðar- dóttur, lögfræðings í innanríkis- ráðuneytinu, hefur sá samningur gefist mjög vel, þótt hann sé sein- virkari en hin nýja evrópska hand- tökuskipun. Stjórnarskráin ver Pólverja Það sem gerir mál Pólverjanna þriggja hins vegar sérstaklega flókið er að í stjórnarskrá þeirra er kveðið á um að pólska ríkisborg- ara megi ekki framselja til ann- ars lands. Væru Íslendingar aðil- ar að handtökuskipuninni myndu Pólverjar hins vegar vera skuld- bundnir til að senda mennina til Íslands, svo rétta mætti yfir þeim hér, með því skilyrði að þeir yrðu sendir til baka til heimalands síns til að afplána refsinguna. Þar sem við erum aðilar að samningi Evrópuráðsins gætum við engu að síður farið fram á framsal mannanna frá Póllandi, en þeirri beiðni yrði nær örugg- lega hafnað, enda bann lagt við því í stjórnarskrá. Sé slíkri beiðni hins vegar synjað á grundvelli þess eins að um sé að ræða eigin ríkisborgara þá ber ríkinu að taka málið yfir og rétta yfir mönnun- um. Slíkt ferli getur tekið nokk- urn tíma. Íslendingar settu skilyrði Ísland er að nokkru leyti í sömu sporum og Pólland hvað þetta varðar. Í annarri grein íslenskra laga um framsal sakamanna frá 1984 segir einfaldlega: „Ekki má framselja íslenska ríkis- borgara.“ Þegar Ísland gekk ásamt Noregi til við- ræðna um aðild að m Undanþága ver þegna Íslands fyrir framsali Frumvarp um lögfestingu evrópsku handtökuskipunarinnar verður lagt fram á vorþingi. Ísland fékk undanþágu í samningaviðræðum og þyrfti því ekki að framselja eigin ríkisborgara. Pólverjar hafa slíkt ákvæði í stjórnarskrá sinni. Evrópska handtökuskipunin hefur verið í gildi frá ársbyrjun 2004. Mark- mið hennar var ekki síst að koma í veg fyrir að hin opnu landmæri innan Evrópusambandsins gætu verið notuð til að flýja réttvísina. Handtökuskipunin gildir um alla þá sem hlotið hafa minnst fjögurra mánaða fangelsisdóm eða framið glæp sem varðar minnst eins árs fangelsi. Hún leggur þær skyldur á herðar ríkinu þar sem viðkomandi er handtekinn að afhenda hann til heimalandsins eins fljótt og auðið er sé eftir því óskað. Ef viðkomandi mótmælir taka dómsmálayfirvöld ákvörðun innan 60 daga, en sé því ekki mótmælt skal senda hann heim innan tíu daga frá handtöku. Þessi breyting frá fyrra fyrirkomulagi, sem byggðist á samningi Evrópu- ráðsins, hefur haft það í för með sé að sakamenn eru nú að jafnaði afhentir til heimalandsins eftir 13 til 43 daga, samanborið við gamla framsalsferlið sem tók að meðaltali um níu mánuði. Framkvæmd handtökuskipunarinnar hefur hins vegar líka sætt gagnrýni. Í apríl síðastliðnum birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um hvernig til hefði tekist, þar sem sagði að of oft væri handtökuskipuninni beitt í litlum málum og hvatt var til hófstilltari notkunar hennar. Tekið var fram að hún hefði haft margt gott í för með sér. Tugir grunaðra fíkniefnasmyglara, morðingja og barnaníðinga hefðu fengist fluttir frá Spáni til Bretlands, árið 2005 hefði handtökuskipunin hjálpað til við að ná einum sprengjumannanna í London sem hafði flúið til Ítalíu, þýskum raðmorðingja á flótta á Spáni og ræningjagengi sem ítölsk stjórnvöld voru á eftir. Hins vegar þyrftu lögregla og dómstólar að finna til ábyrgðar sinnar og gæta þess að samþykkja ekki afhendingu fyrir litlar sakir. Hraðvirkt hjálpartæki en sætir gagnrýni RÆNINGJARNIR ÞRÍR Grzegorz Marcin Nowak, Pawel Artur Tyminski og Pawel Jerzy Podburaczynski eru taldir hafa rænt Michelsen á Laugavegi. Gefin var út alþjóðleg handtökuskipun á hendur þeim, þeir handteknir í Póllandi og síðan sleppt. evrópsku handtökuskipuninni settu íslenskt stjórnvöld það skil- yrði strax í upphafi að ekki yrði hvikað frá þessu ákvæði. Á það var fallist, þrátt fyrir að engin önnur þjóð sem ekki er með sér- stakt stjórnarskrárákvæði um framsalsbann hafi fengið undan- þágu af þessu tagi. Gengið var frá samningunum árið 2006 og þingsályktunartillaga um fullgildingu tilskipunarinnar samþykkt skömmu síðar. Vægara í frumvarpinu Síðan þá hefur verið unnið að frumvarpi um breytingar á lögum um framsal sakamanna, þar sem handtökuskipunin yrði lögfest, fyrst í dómsmálaráðuneytinu og síðan í innanríkisráðuneytinu. Þau drög eru nú tilbúin og er stefnt að því að leggja frumvarpið fram á Alþingi eftir áramót. Þrátt fyrir að samið hafi verið um heimild Íslands til að taka með öllu fyrir framsal íslenskra ríkisborgara til annars lands, þá er gert ráð fyrir því í frumvarps- drögunum að Íslendingur fari eins að og Pólverjar og afhendi íslenska ríkis borgara tímabundið til að sæta réttarhöldum erlendis. Endanleg útgáfa frumvarps- ins er þó háð því hvaða meðferð málið fær í þinginu. Þingmenn gætu því ákveðið að Íslend- ingar myndu aldrei afhenda íslenska ríkisborgara annarri þjóð, jafnvel þótt frumvarps- drög innanríkisráðherra geri ráð fyrir öðru. stigur@frettabladid.is NOREGUR Ríkisstjórn Noregs vill að aðstæður á nektardansstöðum í landinu verði rannsakaðar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýrri aðgerðaráætlun í jafnréttis- málum sem kynnt var í gær. „Margir telja að á nektardans- stöðum sé stundað vændi og þar viðgangist ofbeldi og þvinganir,“ segir Kirsti Bergstø hjá ráðuneyti barna og jafnréttismála í samtali við norska blaðið Klasse kampen. Hún segir þetta ekki endilega fyrsta skrefið í átt að banni, en þetta sé fyrsta skrefið til að þekkja aðstæðurnar. Eftir það verði hægt að sjá til hvers kyns aðgerða verð- ur gripið til. „Það að selja konur eins og hluti er ekki í samræmi við jafnréttissamfélag. Við getum ekki fallist á að það gerist í Noregi undir rauðgrænni ríkisstjórn.“ Leiðtogi kvennahreyfingar Sósí- alíska vinstriflokksins, Marthe Hammer, segist í samtali við Klassekampen vona að þetta verði til þess að bann við nektardans- stöðum verði innleitt í landinu. Hún vill að ríkisstjórnin líti til Íslands vegna þessa og noti bann við nektardansi hér á landi sem fyrirmynd. - þeb Norðmenn kynntu aðgerðaráætlun í jafnréttismálum og skoða nektardansstaði: Skoða bann að fyrirmynd Íslands ÓSLÓ Ríkisstjórnin í Noregi gaf út aðgerðaáætlun í jafnréttismálum í gær og eitt meginatriðanna þar er að aðstæður á nektardansstöðum verði skoðaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.