Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 19
www.bokafelagid.is icesave samningarnir aldarinnar? afleikur Sigurður Már Jónsson Mörg hundruð milljarðar króna voru í húfi! Veruleikinn er lygilegri en nokkur skáldskapur! Icesave-samningarnir: Afleikur aldarinnar? er afrakstur langrar og rækilegrar heimildavinnu þrautreynds blaðamanns, þar sem rætt var við á fimmta tug manna sem komu náið að málinu á ýmsum stigum, en einnig er stuðst við áður óbirt trúnaðargögn og leyniskjöl. Kemur í verslanir í dag! FÖSTUDAGUR 11. nóvember 2011 Úrskurðir mannanafnanefnd-ar vekja jafnan athygli og kátínu almennings. Algengustu viðbrögð manna eru annaðhvort „Hvað er fólkið í þessari nefnd eiginlega að spá?“ eða „Hver gerir barni sínu þetta?“ Fyrri spurningin byggir á vanþekk- ingu, sú síðari er réttlæting ein- eltis. En fyrst nokkur orð til varnar mannanafnanefnd. Stundum má heyra örla á þeirri tilfinn- ingu fólks að nefndin rambi á úrskurði sína með því að setja umsóknir í svartan hatt og draga. Það er fjarri lagi. Nefnd- in fylgir lögum og hefðum (og raunar líka reglum um það hvað telst vera hefð), þegar hún kveð- ur upp úrskurði sína. Nefndin ályktar ekki um hvort henni finnist nafnið „asnalegt“ ólíkt því sem sumir virðast halda að hlutverk hennar sé, eða eigi að vera. Sé rýnt í úrskurði nefndar- innar má fljótt sjá að þeir eru almennt fyrirsjáanlegir. Ef nafnið er ritað á íslenskan máta og hægt er að neyða eignar- falli á það með einhverju móti þá er það samþykkt. Ef ekki þá er nafninu hafnað nema ef nógu margir skrifa það „vitlaust“ nú þegar. Þannig myndi kvenmanns- nafnið „Fegurð“ verða sam- þykkt, því dóttir Fegurðar gæti án vandkvæða heitið Fegurðar- dóttir. Nöfn eins og Coco eða Wojciech myndu hins vegar ólík- lega verða samþykkt, því þau eru ekki skrifuð í samræmi við íslenska málhefð. Nafn eins og Carla er ekki skrifað í samræmi við íslenskar reglur, en þar sem nógu margir heita því hvort sem er er undantekningin orðin hluti af reglunni og nafnið er löglegt. Orrustan um kommurnar En þótt nefndin sé almennt samkvæm sjálfri sér og fari að lögum þá er ekki þar með sagt að hennar sé þörf. Það ætti ekki að þurfa aðra mannanafnanefnd en foreldra barns. Foreldrum er treyst fyrir flestum þátt- um í uppeldi barna, það ætti að treysta þeim fyrir þessu einnig. Ótti manna um að fólk sé í stórum stíl að fara gefa börn- um einhver „ruglnöfn“ virðist ekki á rökum reistur. Séu erindi sem borist hafa til mannanafna- nefndar seinustu ár skoðuð finnast seint nöfn sem sett eru fram af illum ásetningi. Oftast eru þetta einhverjar orrustur um kommustafi, fólk vill skrifa Manuela en ekki Manúela eða Annalísa í einu orði. Og hvern myndi það skaða? Auðvitað ekki nokkurn mann. Leyfum fólki nú bara að ráða þessu. Hinir fordómafullu hinir En sumir eru hræddir við að allt fari úr böndunum. Á kaffistofum spyrja menn spurninga á borð við: „Hver vill gera börnunum sínum þetta? Verður krakkanum ekki strítt?“ Dæmin sem menn taka eru raunar stundum ekki einu sinni rétt heldur endurtaka menn brandara um fyndin tví- nöfn sem þeir hafa heyrt ein- hvers staðar. En það kviknar sem sagt þessi þörf til að bjarga öðrum frá því að fara fram úr sjálfum sér. Hún er rökstudd með þekktasta móðursýkis- frasa allra tíma: „En hvað með börnin?“ Börnin eru auðvitað ekki vandamálið. Vandamálið er einmitt að í hvert skipti sem við ræsum umræður á borð við „Spáðu í því að heita Kaka, manni er örugglega strítt enda- laust!“ erum við að gefa skot- leyfi á allt fólk sem heitir því nafni. Börn sem hlýða á þannig samtöl læra að sumt fólk heitir „asnalegum“ nöfnum og að það sé í lagi að gera svolítið grín að því. Og þau endurtaka grínið næst þegar þau hitta einhvern sem heitir Kaka. Þetta minnir dálítið á umræðu um ættleiðingar samkyn- hneigðra: Temmilega fordóma- fullt fólk vildi ekki leyfa börnum að alast upp hjá samkynhneigð- um foreldrum, til að verja börn- in fyrir aðkasti virkilega for- dómafulls fólks. Að lokum Íslensk nafnalög eru ekki lengur ein þau ströngustu í heimi. Til- tölulega mikið frjálsræði er leyft en stærsti hluti þeirra erinda sem hafnað er af manna- nafnanefnd snýr að óhefðbund- inni stafsetningu nafna. Það mætti stíga enn lengra, gera eins og Danir sem samþykkja nöfn sem eru viðurkennd í öðrum ríkjum. En það væri líka hægt að leyfa fólki bara að ráða þessu. Þótt ótrúlegt megi virð- ast þá eru til milljóna manna ríki þar sem börn fæðast og eru skírð án þess að opinberar nefndir þurfi að leggja blessun sína yfir nöfn þeirra. Hlegið að nöfnum fólks Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Það ætti ekki að þurfa aðra manna- nafnanefnd en foreldra barns. Foreldrum er treyst fyrir flestum þáttum í uppeldi barna, það ætti að treysta þeim fyrir þessu einnig. AF NETINU Kostaðar háskólastöður Að sjálfsögðu er það óþolandi tilhugsun að akademískar stofnanir hér á landi skuli hugsanlega miðla öðru en aka- demískum niður stöðum vegna beinna tengsla viðkom- andi stöðuhafa við sérhagsmuni. Það eina sem þó getur skorið þar úr um eru rannsóknir á því efni sem miðlað hefur verið af þeim sem gegna eða hafa gegnt þessum stöðum. Hreinlegast er samt að útrýma þessu fyrirkomulagi með því að tryggja nægar fjárveitingar til háskólastigsins en þangað til það verður gert væri til mikils að vinna að stöðva þetta. Þar ber Háskóli Íslands að sjálfsögðu höfuðábyrgð en ekki síður menntamálaráðherra landsins. http://blog.eyjan.is/thorsaari/ Þór Saari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.