Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 24
24 11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 ÚTSÖLUMARKAÐUR N1 Í HOLTAGÖRÐUM – EFRI HÆÐ OPIÐ VIRKA DAGA KL. 11-18 OG Á LAUGARDÖGUM FRÁ 12-18 ÚTSÖLUMARKAÐUR N1 Í HOLTAGÖRÐUM FRÁBÆRAR VÖRUR ÓTRÚLEGUR AFSLÁTTUR! Holtagarðar Sæbraut S æbrau t Skútuvogur Barkarvogur H o ltaveg ur Á útsölumarkaðinum eru gæðavörur á góðu verði: ferðavörur, fatnaður, radíóvörur, leikföng, bílamottur, mótorhjólavörur, slökkvitæki, ofl. Frábært tækifæri til að gera kjarakaup á þekktum vörumerkjum eins og Movera,Draper, Förch, Skil, Fristads omfl. MIKIÐ ÚRVAL! FYRSTUR KEMUR FYRSTUR FÆR! ALLT AÐ AFSLÁTT UR70% Sandra B. Jónsdóttir ráðgjafi hefur nú með stuttu millibili birt tvær greinar í Fréttablaðinu þar sem hún gerir erfðabreyttar líf- verur að umfjöllunarefni sínu. Svar mitt við fyrri grein Söndru birtist í Fréttablaðinu 20. október sl. en þar gerði ég alvarlegar athugasemdir við rangtúlkanir hennar á vísinda- legum niður stöðum. Í seinni grein sinni sem birtist hinn 25. október sl. vísar Sandra í nokkurn fjölda vísindagreina máli sínu til stuðn- ings og mætti í fyrstu halda að greinin væri vísir að upplýstri umræðu um málefnið. Svo er því miður ekki og sé ég mig því áfram knúinn til að leiðrétta nokkur atriði í máli Söndru. Sandra vísar m.a. í niður stöður Vázquez-Padrón o.fl. (1-3) og telur þær gefa vísbendingar um „að neysla erfðabreyttra matvæla sem innihalda Bt-eitur kunni að valda ofnæmis viðbrögðum og við- kvæmni gagnvart öðrum matvæl- um“. Niðurstöðurnar sem um ræðir eru í sjálfu sér áhugaverðar en hér eins og svo oft gengur Sandra of langt í ályktunum sínum. Vázquez- Padrón o.fl. könnuðu hvort pró- teinið Cry1Ac gæti valdið ónæmis- viðbrögðum í músum og þó svo að músin sé um margt skyld mannin- um þá er ekki sjálfgefið að niður- stöðurnar megi yfirfæra á mann- inn eins og Sandra kýs að gera. Hér er jafnframt mikilvægt að gera greinarmun á ónæmissvari og ofnæmi, en Vázquez-Padrón o.fl. minnast hvergi á ofnæmi í greinum sínum. Þá er einnig rétt að benda á að yfir eitt hundrað tegundir mat- væla geta valdið ofnæmi í mönn- um og eru þau viðbrögð í flestum tilfellum vegna próteina, en engin dæmi eru þekkt um ofnæmi gegn Cry-próteinum í mönnum þrátt fyrir áratugalanga notkun þeirra í landbúnaði. Sandra vísar líka í rannsóknir sem sýna eiga fram á „áhrif á þróaðri spendýr“, þ.m.t. rannsókn Trabalza-Mainucci o.fl. (4) á sauðfé sem hún segir að hafi „[leitt] í ljós truflun á starfsemi meltingar- kerfis í kindum sem fóðraðar voru á Bt-maís í þrjár kynslóðir og á starfsemi lifrar og briss í lömbum þeirra“. Þessi niðurstaða Söndru er úr lausu lofti gripin. Í grein Tra- balza-Mainucci o.fl. er tekið fram að erfðabreytta fóðrið hafði engin áhrif á heilbrigði dýranna og ekki sáust nein áhrif á aðra þætti sem skoðaðir voru. Það eina sem reynd- ist ólíkt milli hópa var að for- athugun á frumum úr lifur og brisi leiddi í ljós mun, en sá munur virt- ist ekki hafa nein mælanleg áhrif á heilbrigði dýranna. Í tilvísun sinni í rannsóknir Duggan o.fl. (5) gerir Sandra þau klaufalegu mistök að slá saman tveimur óskyldum tilraunum þann- ig að úr verða niðurstöður sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Hér verður til í meðförum Söndru erfðabreytt örvera úr meltingar- vegi sem þolin er fyrir sýkla lyfjum og kallar Sandra bakteríu þessa „superbug“. Í reynd eru niðurstöð- urnar óralangt frá þessu. Annars vegar var um að ræða athugun á niðurbroti DNA í meltingarvegi þar sem notast var við maís erfða- breyttan með Bt-geni og hins vegar rannsókn á því hvort nota mætti plasmíð (sem er lítil hringlaga DNA sameind) sem velkst hafði um í munnholi kindar til að ummynda bakteríur. Það er rétt athugað hjá Söndru að Duggan o.fl. fundu DNA úr maís í vömb en þeir taka jafn- framt fram að uppruni þess sé að öllum líkindum úr ómeltum plöntu- leifum og að óvarið DNA sé ólíklegt til að lifa lengi í vömbinni. Að lokum er rétt að minnast á umfjöllun Söndru um rannsóknir Aris og Leblanc (6) og það sem hún telur að séu vísbendingar um „flata genatilfærslu“. Hér verður Söndru enn á ný fótaskortur þar sem hún virðist ekki gera greinarmun á DNA og próteini, en þeir Aris og Leblanc mældu Cry1Ab próteinið en ekki DNA í blóðsýnum og minn- ast hvergi í grein sinni einu orði á „flata genatilfærslu“. Hvernig Sandra tengir þetta tvennt saman er mér óskiljanlegt. Þrátt fyrir að Sandra vísi í rit- rýndar vísindagreinar máli sínu til stuðnings og leitist þannig við að ljá umfjöllun sinni yfirbragð upp- lýstrar umræðu þá er niðurstaðan sú að umfjöllunin líður mjög fyrir takmarkaða þekkingu Söndru á við- fangsefninu. Það hvernig Sandra slær saman ótengdum tilraunum í grein Duggan o.fl. (5) og það að hún gerir ekki greinarmun á DNA og próteinum er umhugsunarvert og hlýtur að vekja upp spurningar um skilning Söndru á því efni sem hún fjallar um. Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. (1) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Brazilian Journal of Medical and Biological Research, 33[2], pp.147- 155. (2) Vázquez-Padrón o.fl. 2000. Biochemical and Biophysical Research Communications, 271[1], pp.54-58. (3) Vázquez-Padrón o.fl. 1999. Life Sciences, 64[21], pp.1897- 1912. (4) Trabalza-Marinucci o.fl. 2008. Livestock Science, 113, pp.178-190. (5) Duggan o.fl. 2003. The British Journal of Nutri- tion, 89[2], pp.159-166. (6) Aris og Leblanc. 2011. Reproductive Tox- icology, 31[4], pp.528-533. Upplýst umræða um erfðabreyttar lífverur? Erfðabreytt matvæli Jón Hallsteinn Hallsson dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands Að lokum get ég því ekki annað en hvatt Söndru til að kynna sér betur efni þeirra greina sem hún fjallar um á opinberum vettvangi og lesendur jafnframt til að lesa greinar Söndru um þessi málefni eftirleiðis með gagnrýnum huga. Virkjanir útrýma göngufiski – þrátt fyrir mótvægisaðgerðir Fimmtudaginn 3. nóvember sl. boðuðu verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands, Stofnun Sæmundar fróða og Verndarsjóður villtra laxastofna til kynningar og umræðufundar um fiski- gengd í Þjórsá, áhrif virkjana á göngufiska í vatnakerfi Col- umbia- og Snake-ánna í Norð- vestur-Bandaríkjunum og þær mótvægisaðgerðir sem í ráði er að grípa til vegna virkjana- framkvæmda Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár svo koma megi í veg fyrir hrun fiski- stofna þar. Aðalfyrirlesturinn var um reynslu Bandaríkjamanna af sams konar aðgerðum og Landsvirkjun hyggst grípa til. Hann var fluttur af dr. Margaret J. Filardo, forstöðu- manni Fiskvegamiðstöðvar- innar (Fish Passage Center) í Oregon. Aðrir frummælend- ur voru Magnús Jóhannsson fiskifræðingur hjá Veiðimála- stofnun og Helgi Jóhannesson verkfræðingur hjá Lands- virkjun. Í máli dr. Filardo kom fram að laxastofnar í umræddu vatnakerfi hafa hrunið frá því að þar var byrjað að virkja. Stofnarnir eru nú komnir niður í um 10% af því sem þeir voru og genafjölbreyti- leiki hefur glatast endanlega. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að meira en 10 milljörðum Bandaríkjadala (ríflega þús- und milljörðum íslenskra króna) hafi verið veitt til mót- vægis- og björgunaraðgerða af margvíslegum toga. Einu aðgerðirnar sem hafa skilað sýnilegum bata fiski- stofna hafa verið að fjarlæga stíflur. Þar sem það hefur verið gert hefur strax orðið viðsnúningur til hins betra fyrir fiskana og þá atvinnu- og menningarstarfsemi sem þeim tengist. Að sjálfsögðu eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi vegna raforkuframleiðslunnar og því er enn leitað allra leiða til að betrumbæta göngu- möguleika fiskanna. Hingað til hafa allar slíkar tilraunir í mesta lagi náð að hægja á hruninu. Nú síðast eru vonir bundnar við tveggja ára gamla tækni til að fleyta seiðum framhjá virkjunum. Engin reynsla er þó komin á hvort hún muni reynast betur en allar hinar fyrri. Landsvirkjun til hróss má segja að það er einmitt þessi nýjasta tækni sem verk- fræðingar hennar ætla að nota í Þjórsá. Vegna reynsluleysis er þó alltof snemmt að segja til um hvort hin nýja tækni muni duga. Segja má að það sé of áhættusöm frumkvöðlastarf- semi að leggja það á Lands- virkjun að vera leiðandi á heimsvísu við að prófa tækni sem enginn veit hvort virkar – en vona bara það besta. Eins og kom fram í máli dr. Filardo hefur samstarfsfólk hennar vonað það besta ára- tugum saman í viðleitni sinni til að bjarga þeim fiskum sem bjargað verður. Sú von hefur því miður skilað litlu. Árangur inn af því starfi og hinni ríflega þúsund milljarða fjárfestingu ætti að verða okkur hvati til að stíga varlega til jarðar þegar kemur að því að taka ákvarðanir sem munu valda óafturkræfum spjöllum á lífríki Þjórsár – ef nokkuð er að marka reynslu annarra þjóða af virkjunum á göngu- slóð fiska. Orkumál Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.