Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 11. nóvember 2011 25 Heimir Eyvindarson skrifaði grein fyrir skömmu sem bar yfirskriftina Til þingmanna Sam- fylkingarinnar. Í greininni veltir Heimir fyrir sér réttlæti í leiðrétt- ingu skulda heimila og fyrirtækja. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara grein hans með því að fara yfir stöðu mála. Glíman við skuldavandann er eitt mikilvægasta en um leið flókn- asta úrlausnarefnið sem hrunið leiddi af sér. Enda snýst það ekki einungis um skuldastöðu fólks heldur einnig um sanngirni og réttlæti. Afleiðingar hrunsins eru mjög óréttlátar en það er ómögu- legt að koma í veg fyrir að almenn- ingur finni fyrir þeim í formi minnkandi kaupmáttar, hækkandi skatta, skertri almannaþjónustu og hækkandi lána. Engin ríkisstjórn í Vestur-Evrópu hefur þó gripið til jafn víðtækra aðgerða til hjálp- ar skuldugum heimilum og ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Vandinn sem við glímum við varð að stórum hluta til í stór- kostlegri þenslu á lána- og íbúða- markaði upp úr aldamótum fram að hruni. Árið 2003 voru lán fyrst veitt til húsnæðiskaupa í erlendri mynt, árið 2004 voru veitt 90% lán og síðan 100% lán. Greiður aðgangur var að lánsfé og hús- næðisverð hækkaði hratt. Við- vörunarbjöllur hringdu víða og hætta skapaðist á því að fólk lenti í skuldafjötrum. Bankarnir héldu samt áfram að lána. Verð á húsnæði hækkaði um 60% milli áranna 2000-2007 og heimilin urðu mörg of skuldsett miðað við ráðstöfunartekjur. Lánveitendur og stjórnvöld sköpuðu aðstæður fyrir þessa miklu skuldsetningu en gerðu ekki ráðstafanir um úrræði ef illa færi. Ábyrgð þeirra er mikil þó lántak- endur geti ekki talist ábyrgðar- lausir með öllu. Þau úrræði sem ríkið hefur gripið til í þeim tilgangi að leysa vandann hér og nú takmarkast af fjárhagslegri getu ríkisins og lánastofnana, s.s. Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóða, en einnig af landslögum og einkaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Aðgerðir ríkisins hafa miðað að því að knýja bankana sjálfa til aðstoðar við heimilin. Bankarn- ir hafa hag af því að gera heim- ilin greiðsluhæf, en það hefði hins vegar reynst ríkinu gríðar- lega kostnaðarsamt að taka til sín allt verkefnið og „ríkisvæða“ skyldur bankanna og velta þeim yfir á almenning í landinu í gegn- um aukinn niðurskurð eða skatta- hækkanir. Við mat á þeim víðtæku aðgerðum sem hefur verið gripið til er rétt að hafa í huga að þegar núverandi stjórnvöld tóku við vorið 2009 voru réttindi skuldara svo til engin. Í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána voru erlend lán færð yfir í íslenskar krónur. Boðið var upp á greiðslujöfnun, yfirveðsett hús- næðislán færð niður í 110% af verðmæti eignar með almennri aðgerð og gjaldþrotalögum breytt skuldurum í hag. Þá voru ýmsar réttarbætur gerðar er lúta að framkvæmd og eftirmálum nauð- ungarsölu. Vaxtabætur voru hækkaðar verulega auk þess sem komið var á sérstakri vaxta- niðurgreiðslu. Þriðjungur allra greiddra vaxta af húsnæðislán- um er nú endurgreiddur af ríkinu. Stofnun embættis umboðs- manns skuldara var afar mikil- væg en embættið sinnir margvís- legum verkefnum sem öll miða að því að aðstoða einstaklinga í skuldavanda. Stærsta verkefni embættisins er greiðsluaðlögun einstaklinga sem miðar að því að aðlaga greiðslubyrði að greiðslu- getu. Þessa dagana eru fjármála- fyrirtækin að vinna úr þúsundum mála og þeim sem fá úrlausn fjölgar jafnt og þétt. Æskilegast væri að afskrifa meira af skuldum heimila sem hafa, a.m.k. tímabundið, tapað eigin fé í íbúðum sínum með hækkun höfuðstóls og lækkun fasteignaverðs. Gert er þó ráð fyrir að um og eftir áramót hafi um 200 milljarðar króna verið afskrifaðir hjá heimilum frá hruni. Afskriftir eiga sér stað hjá þeim heimilum sem ekki geta staðið undir greiðslubyrðinni og þurfa aðlögun skulda að greiðslu- getu en einnig hjá öllum þeim öðrum sem skulda meira en 110% í heimili sínu. Það er ekki nema eðlilegt að fólki finnist óréttlátt að afskrif- aðar séu stórar upphæðir af fyrir- tækjum í eigu þeirra sem fóru offari en ekkert afskrifað hjá þeim sem fóru varlega og geta enn staðið í skilum. Undir það tek ég heils hugar. Staðreyndin er hins vegar sú að umrædd fyrirtæki fóru á hausinn eða voru ógreiðslu- fær og afskriftir flestar á kostn- að erlendra kröfuhafa en ekki á kostnað ríkissjóðs. Eigendurnir voru ekki í persónulegri ábyrgð, enda ábyrgð eigenda fyrirtækja almennt takmörkuð með lögum eftir félagaformi. Eftirlitsnefnd fylgist með því að bankarnir geri ekki upp á milli manna eða fyrir- tækja við skuldaaðlögun. Fátt var meira freistandi fyrir síðustu kosningar en að lofa almennri niðurfærslu á skuldum. Það hefði verið óábyrgt þar sem ekki hefði verið hægt að standa við það loforð að greiða hundruð milljarða úr ríkissjóði sem þegar var rekinn með miklum halla. Þess í stað var farin sú leið að mæta vandanum á einstaklings- bundnum grunni og huga sérstak- lega að þeim sem verst eru stadd- ir. Ríkissjóður hefur því miður ekki burði til að standa undir skuldaafskriftum sem hvert einasta heimili teldi fullnægj- andi. Það þýðir samt ekki að alls ekkert sé hægt að gera. Bæta þarf strax augljósa galla þeirra úrræða sem gripið hefur verið til og huga fyrst að einstæðum foreldrum, barnafjölskyldum og þeim heim- ilum sem ekki get nýtt sér 110% leiðina vegna íbúðalána tryggðum með lánsveði. Ég þakka Heimi hvatninguna og fullyrði að við munum vinna hörð- um höndum að því að færa úrlausn skuldavandans í réttlætisátt með því að bæta og efla úr ræðin sem nú eru til staðar og bæta við nýjum eftir efnum og reynslu af þeim eldri. Lúxustilboð til Akureyrar flugfelag.is Hvort sem þú vilt dúndrandi helgarskemmtun eða þægilega tilbreytingu, útivist eða hvíld, þá stendur þér til boða að taka flugið norður til Akureyrar og gista á nýju, glæsilegu hóteli, Icelandair Hótel Akureyri. Bókaðu flugið tímanlega á flugfelag.is Bókaðu núna hjá hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570 3075 eða á netfanginu hopadeild@flugfelag.is ICELANDAIR HÓTEL AKUREYRI Á besta stað í miðbænum Hugguleg og vel búin herbergi Glæsilegur veitingastaður og bar Upphituð skíðageymsla með sérinngangi fyrir vetrargesti Fallegur vetrargarður með stórri verönd þar sem er notalegt að setjast niður og slaka á Aðeins 2 mín. gangur í Sundlaug Akureyrar – flug og gisting á nýju hóteli VERÐ FRÁ 25.400 kr. Flug og gisting í eina nótt með morgunverði á Icelandair Hótel Akureyri. Tilboðið gildir frá 1. okt. til 31. des. 2011 Svar til Heimis Eyvindarsonar Fjármál Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.