Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.11.2011, Blaðsíða 29
AUSTURSTRÆTI 8–10 SÍMI 534 0005 AFSLÁTTUR AF SKÓM VERÐ ÁÐUR 12.800 NÚ 6.400 OPIÐ ALLA DAGA ÚTS ALA 50% Kápur og úlpur áður kr. 24.990 nú 16.740 Kjólar og skokkar áður kr. 16.990 nú 11.380 11.11.11= 33% afsl. aðeins i dag FÖSTUDAGUR 11. nóvember 2011 Anna Rósa segist hrifnust af því að hafa eldamennskuna einfalda og að vinna úr góðu hráefni skipt- ir hana mestu máli. Þá hefur verið mikil vakning meðal fólks að nota íslenskar jurtir í mat. Anna Rósa hefur nýverið gefið út bók sem ber heitið Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir, þar sem hún fjallar um sögu jurtanna og tekur þá fram hvort jurtin hafi verið notuð í mat, ef ekki hérlendis, þá hjá hverjum, eins og frumbyggj- um Bandaríkjanna. Það þekktist til að mynda vel áður fyrr hérlendis að steikja fíflarætur upp úr smjöri og hvannarrætur voru borðaðar með harðfiski. Þá eru einfaldar upp- skriftir gefnar í bókinni og aðferð- ir kenndar við vinnslu úr jurtum. „Það kom svo upp sú hugmynd að halda námskeið þar sem bæði verður almennt fjallað um grasa- lækningar og íslenskar lækninga- jurtir og áhrifamátt þeirra sem auðvelt er fyrir leikmenn að finna og tína, má þar nefna aðalbláber, krækiber, fjallagrös, vallhumal, ætihvönn, maríustakk, blóðberg, birki og fleiri. Á námskeiðinu verð- ur þá einnig farið yfir aðferðir við vinnslu úr jurtum og dæmi gefin um einfaldar uppskriftir.“ Nám- skeiðið verður haldið 23. nóvember klukkan 20 í Heilsuborg en skrán- ing er á mottaka@heilsuborg.is. Um leið geta þátttakendur fengið bók- ina á tilboðsverði. „Þetta námskeið gefur fólki góðan grunn í að vera óhrætt við að prófa að nota jurtirn- ar, sem sumar er hægt að kaupa í búðum um þessar mundir og aðrar hægt að tína þegar vorar. juliam@frettabladid.is Framhald af forsíðu Heilmikið húllumhæ verður í Waldorfskólanum og -leikskól- anum í Lækjarbotnum á morgun en þá halda krakkarnir jólabasar. Undir búningur hefur staðið frá því í haust og verður meðal annars á boðstólum handverk, eldbakaðar pitsur og jurtakrem sem krakk- arnir hafa búið til. „Við tínum jurtir allt árið sem krakkarnir búa til græðandi krem úr, baðsölt og varasalva. Það verð- ur fjölbreytt handverk á boðstól- um og keramik eftir elstu krakk- ana, brúðuleikhús, tónlistaratriði og töfrabrögð,“ segir Sólveig Þor- bergsdóttir kennari. Allir krakk- arnir troða upp með skemmti- atriði, pitsur verða bakaðar í eldofni og hægt verður að hamra heitt járn í eldsmiðju í garðin- um. „Við setjum líka upp kaffihús í mong- ólsku ul lartjaldi og dvergar verða á ferð,“ segir Sólveig. Foreldrar taka þátt í basarnum og troða jafnvel upp. Sólveig segir mikilvægt að foreldrar hafi góða innsýn í skólastarfið og taki þátt. En er krökkun- um ekki sárt um hlutina sem þau hafa búið til? „Jú, jú, og stundum vilja þau fá að kaupa hlutina sína sjálf. Það felst hins vegar ákveðinn lærdómur í því að búa eithvað til og gefa það frá sér en einblína ekki bara á sjálfan sig,“ segir Sólveig. Jólabasarinn byrjar klukkan 12 og stendur til 17. Allir eru velkomnir. heida@frettabladid.is Pitsur, krem og kaffihús Krakkarnir í Waldorfleikskólanum Yl og Waldorfskólanum í Lækjarbotnum halda sinn árlega jólabasar á morgun. Á boðstólum verður fjölbreytt handverk eftir krakkana, eldbakaðra pitsur og kaffi. Sólveig Þorbergsdóttir kennari ásamt nemendum í Waldorfskóla við undirbúning jólabasarsins á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Handverk er stór hluti af starfi skólans og vinna krakk- arnir í ýmsan efnivið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.