Fréttablaðið - 11.11.2011, Síða 36
KYNNING − AUGLÝSINGJólakort FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 20112
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
s. 512 5462 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Prentlausnir þjónusta ein-staklinga og fyrirtæki, stór og smá með stafræna prent-
un og frágang á prentgripum. Að
sögn Þórs Þorsteinssonar, annars
eigenda Prentlausna, nýtur forrit á
vefsíðu fyrirtækisins mikilla vin-
sælda um þessar mundir en það
gerir notendum kleift að búa til
eigin jólakort, dagatöl og mynda-
albúm með tiltölulega lítilli fyrir-
höfn.
„Forritið er amerískt og kallast
Digilaps. Fyrir utan að vera svo
notendavænt að afi gamli og amma
geta nýtt sér það leikandi létt, er
búið að þýða forritið á íslensku og
hægt að hlaða því beint á tölvu not-
enda sem veldur því að vinnslan er
hröð, miklu hraðari en þegar fólki
gefst kostur að nota svona forrit á
netinu,“ bendir Þór á.
þegar búið að er sækja forritið
á heimasíðu Prentlausna á slóð-
ina prentlausnir.is segir Þór þrjá
fyrrnefnda valkosti bjóðast. „Sá
fyrsti er að gera jólakort og hægt
að skreyta það með eins mörgum
myndum og mann langar til, bæði
inn í og á bakinu,“ segir hann og
getur þess að valið standi milli
tveggja stærða, A5 og A6. „Kortið er
svo hægt að fá með broti ef maður
vill og umslag fylgir alltaf með.“
Annar valmöguleiki er að setja
saman dagatal í forritinu. „Þar er
líka hægt að hafa frjálsar hend-
ur með fjölda mynda og jafnvel
setja eina mynd í bakgrunn,“ segir
hann. „Svo gefst sá kostur að setja
inn á einum stað í forritinu nöfn
einstaklinga, afmælisdaga og
myndir af viðkomandi og þá birt-
ist allt saman sjálfkrafa inni í daga-
talinu.“
Loks nefnir Þór albúmin til sög-
unnar. „Sem geta verið eins mynd-
skreytt og fólk vill, án eða með
texta sem það fyllir sjálft inn og
farið upp í allt að 200 blaðsíður í
fjórum stærðum: A4 langsniði, A4
standandi, 28 x 28 eða 21 x 21 senti-
metra,“ segir hann og getur þess að
rétt eins og í fyrrnefndum tilvikum
þurfi að vista endanlega útkomu og
senda rafrænt til Prentlausna sem
annist allan frágang þegar greitt
hefur verið með greiðslukorti.
„Eftir það gengur allt mjög hratt
fyrir sig, sérstaklega þegar um
minni upplög er að ræða og svo
gefum við fólki kost á að sækja
pakkann eða fá hann sendan til
sín.“
Persónulegar gjafir
Prentlausnir sérhæfa sig í stafrænni prentun og frágangi á prentgripum. Fyrirtækið
hefur yfir að ráða forriti sem auðveldar fólki að búa til falleg jólakort, dagatöl og albúm.
Örn Valdimarsson og Þór Þorsteinsson eigendur Prentlausna sem bjóða sniðugar lausnir
í úrvinnslu jólakorta, dagatala og albúma. MYND/VALLI
Ljósmyndabækur og daga-töl með persónulegum ljós-myndum eru jólagjafir sem
kæta hjörtu allra sem hljóta.
Minningar úr sumarleyfinu, frá
fermingardeginum eða öðrum
einstökum viðburðum innan fjöl-
skyldunnar eru oft dýrmætasta
jólagjöfin og sú sem hittir beint
í mark,“ segir Egill Ingi Jónsson,
eigandi Myndvals, sem eftir 20 ár
í Mjóddinni hefur flutt sig um set
yfir á Smáratorg, nánar tiltekið í
verslunarrými A4.
„Nú fyrir jólin bjóðum við í
fyrsta sinn upp á myndabók með
óþrjótandi möguleikum á útliti og
útfærslum. Bókina er leikur einn
að gera eftir að sótt er lítið forrit
á heimasíðuna okkar. Í forritinu
getur fólk dundað sér við að setja
inn myndir að óskum í bókina,
texta og minningar, og leikið sér
að útliti hennar eftir smekk hvers
og eins. Þegar bókin er tilbúin er
hún ýmist send til okkar í gegnum
netið, sett á disk eða minnislykil og
við tökum við verkinu með fram-
köllun á ljósmyndapappír sem við
svo setjum saman í fallega og eigu-
lega bók,“ útskýrir Egill, en á úr-
vals ljósmyndapappír verður bókin
áferðarfallegri og varanlegri, rétt
eins og dæmigert myndaalbúm.
Í forritinu sem sótt er á heima-
síðu Myndvals opnast líka tækifæri
til að útbúa dagatal með myndum
að eigin vali fyrir hvern mánuð
ársins.
„Dagatalið er unnið á sama
hátt og myndabókin og hægt að
leika sér með afmælisdaga, raða
inn frídögum og fleiru skemmti-
legu sem gleður þann sem nýtur
þess á ári komanda,“ segir Egill
sem eftir útprentun setur daga-
tölin ýmist á fót til að hafa á borði
eða í stærri útgáfu til uppheng-
ingar.
Fyrir jólin býður Myndval
einnig upp á myndajólakort með
umslagi. Þau fást einhliða í þrem-
ur stærðum, þar sem ljósmynd og
jólakveðja er áprentuð, en einn-
ig fást opnanleg jólakort þar sem
unnt er að handskrifa jólakveðju.
„Eftir að dagatöl og mynda-
bækur viðskiptavina er komið í
okkar hendur tekur um þrjá daga
að fullvinna verkið. Þá er alltaf
hægt að koma til okkar í búðina
og ganga frá málum á staðnum.
Verslunin er þekkt fyrir mikið og
gott úrval myndaramma og sjón
sögu ríkari að skoða allt í með
eigin augum,“ segir Egill bros-
mildur í jólaskapi á nýjum stað.
Heimasíða Myndvals er www.
myndval.is. Nýja verslunin er á
Smáratorgi 1, inni í verslunar-
rými A4.
Dýrmætasta gjöfin
Því fylgir notaleg jólastemning að dunda við persónulega sköpun jólagjafa í formi
myndabóka og myndadagatala að hætti Myndvals, að ógleymdum jólakortunum.
Egill Ingi Jónsson eigandi Myndavals með myndabók í fanginu, umkringdur fallegum
vörum til jólagjafa. MYND/STEFÁN
BÖRNIN GETA HJÁLPAÐ TIL
Jólakortin þarf ekki að kaupa úti í búð ef listfeng börn er að finna
á heimilinu. Börnum þykir flestum skemmtilegt að föndra og um að
gera að virkja sköpunarkraft þeirra í
jólakortagerðina. Karton, litir og ýmsar
föndurvörur fást í mörgum verslunum
og geta umbreyst í fjölbreytt og falleg
jólakort.
Það getur verið uppskrift að
skemmtilegri samverustund fjöl-
skyldunnar ef foreldrar setjast niður
með börnum sínum og föndra jólakort.
Um að gera að leyfa hugmyndaflugi
barnanna að ráða. Notalegt getur verið
að bjóða upp á heitt kakó, jólablöndu og piparkökur til að stundin verði
sem hátíðlegust.
Fá jólakort eru jafn persónuleg og þau heimagerðu en þeir sem vilja
geta síðan stungið fallegri fjölskyldumynd inn í jólakortið.
BÚÐU TIL ÞÍN
JÓLAKORT
Gleðileg jól!
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is