Fréttablaðið - 11.11.2011, Page 37
KYNNING − AUGLÝSING
Íslendingar halda í þær hefðir að senda vinum og ættingjum sínum jólakort og við leggjum upp úr því að geta boðið við-
skiptavinum okkar falleg kort með myndum
sem þeir koma sjálfir með eða senda okkur
inn rafrænt. Auk þess stækkum við mynd-
ir á hágæðapappír, plaköt, striga og álplöt-
ur og nú er komin ný tækni sem gerir okkur
kleift að bakprenta ljósmyndir á plexigler.
Útkoman er glæsileg,“ segir Ólafur Steinars-
son, framkvæmdastjóri í Hans Petersen.
Ólafur segir úrval af forhönnuðum kort-
um í 15,2x15,2 og 10,2x20 og bendir á sýnis-
horn á vefnum www.kort.is „Fólk er líka
farið að bjarga sér í auknum mæli heima
með umbrotsforritum og sendir okkur þá
jafnvel inn sín eigin kort í tölvupósti eða
mætir með eigin hönnun í verslunina.
Þá þarf bara að hafa í huga að kortin séu í
þessum stærðum (15,2x15,2, 10,2x20 eða
10,2x15,2) og að upplausnin á myndunum
sé 300 punktar. Okkar framleiðsla byggist
sem sagt ekki einvörðungu á því að okkar
kort séu valin heldur er fólki að sjálfsögðu
frjálst að koma með sínar eigin hugmyndir.
Það getur sent okkur fyrirspurnir á mynd@
hanspetersen.is
Þótt nýtt útlit sé á kortunum frá Hans
Peter sen frá ári til árs hefur verðið ekkert
breyst frá því í fyrra, að sögn Ólafs, og öll eru
kortin seld með umslögum. „Svo ætlum við
líka að bjóða frímerki í ár svo fólk geti klár-
að málið hjá okkur,“ segir hann.
Ljósmyndabækur og dagatöl gerir fólk að
nokkru leyti sjálft heima hjá sér í tölvunni,
að sögn Ólafs. „Það nær sér í forrit á síðunni
okkar, býr til bókina eða dagatalið og send-
ir það inn,“ útskýrir hann. „Best er að huga
að slíku sem fyrst því mikið álag er á fram-
leiðslunni fyrir jólin.“
Meðal þess sem unnið er í Hans Peter-
sen eru listaverk úr fallegum myndum
viðskiptavina. „Hér er mikið gert af því að
prenta ljósmyndir á striga, enda er slíkt til-
valin jólagjöf og sömuleiðis myndir á ál-
plötur, foam og plexigler,“ segir Ólafur.
Þótt stafræna tæknin hafi rutt sér til rúms
segir Ólafur framköllun á filmum heldur í
sókn aftur. „Fólk er talsvert að taka mynd-
ir á filmur og við framköllum bæði lit- og
svarthvítar filmur. Eins er dálítið um að fólk
komi með gamlar skuggamyndir (slides) og
láti setja á rafrænt form og pappír. Í þeim
liggja minningar sem fólk hefur ekki hugað
að en er nú að vakna til vitundar um.“
Ólafur telur vera 10 ára gat í myndrænni
fjölskyldusögu Íslendinga því flestar mynd-
ir séu bara vistaðar í tölvum og fáum til
gagns. „Fólk þarf að vera duglegt að koma
myndunum á pappír,“ segir hann. „Til að
varðveita þessar minningar á aðgengileg-
an hátt. Eftir sem áður er ljósmyndin fyrir-
bæri sem mótar hvernig við munum, skilj-
um, sjáum og finnum til.
Hvernig við skynjum
okkur sjálf og alla
hina, heiminn,
söguna og sam-
tímann, hörm-
ungar og ham-
farir, sigra og sorg-
ir og að sjálfsögðu
fegurðina. Þessi 170
ára tækni er heims-
bylting hvernig sem
á hana er litið.“
Jólakort11. NÓVEMBER 2011 FÖSTUDAGUR 3
Myndlist og minningar
Fyrirtækið Hans Petersen hefur verið leiðandi í að meðhöndla ljósmyndir íslensku þjóðarinnar í áratugi, hvort sem það eru persónuleg jólakort,
dagatöl og myndabækur eða stækkaðar ljósmyndir á hágæðapappír og striga. Það nýjasta er prentun mynda á plexigler. Fyrirtækið er til húsa í
Ármúla 38 og þar er Ólafur Steinarsson framkvæmdastjóri.
Ljósmyndin er fyrirbæri
sem mótar hvernig við
munum, skiljum, sjáum og
finnum til,“ segir Ólafur.
Ólafur í einu horni fyrirtækisins Hans Petersen þar sem nokkrum myndavélum úr fortíðinni hefur verið stillt upp. MYND/VALLI