Fréttablaðið - 11.11.2011, Qupperneq 54
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR
Isabella ætlar að giftast Edward
og í staðinn ætlar hann
að breyta henni í vampíru
… hvað gæti farið úrskeiðis?
MARGFÖLD
METSÖLUBÓK UM
ALLAN HEIM
Síðasta bókin í Ljósaskiptaseríunni
eftir Stephenie Meyer er komin út
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld
Gyllta drekann eftir þýska leik-
skáldið Roland Schimmelpfennig
á Nýja sviðinu í kvöld.
Gyllta drekanum er lýst sem „til-
finningaþrunginni tragi komedíu
um grimmd okkar alþjóðavædda
tíma“. Verkið gerist á og í næsta
nágrenni austurlensks skyndibita-
staðar, Gyllta drekans, einhvers
staðar í Evrópu. Þar segir frá
skrítnu fólki af ólíkum uppruna,
sem veit ekki að líf þess tengist
með margslungnum hætti. Fimm
Asíuættaðir starfsmenn í þröngu
eldhúsi, einn er án landvistar leyfis
og þjáist af heiftarlegri tannpínu.
Fyrir ofan veitingastaðinn býr
gamall maður með heita ósk sem
enginn getur uppfyllt. Eigandi
matvöruverslunar í sama húsi upp-
götvar af tilviljun ábatasama en
hryllilega hliðarstarfsemi. Ungir
elskendur í þakíbúðinni verða
fyrir afrifaríkum skakkaföllum
og í nágrenninu reynir húðlöt engi-
spretta að þóknast maur svo hún
frjósi ekki í hel.
Fimm leikarar koma fram í sýn-
ingunni, Jörundur Ragnarsson,
Dóra Jóhannsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Halldór Gylfason og
Sigurður Skúlason leika samtals
25 hlutverk.
Schimmelpfennig er fæddur
1967 og er eitt vinsælasta leik-
skáld Þjóðverja um þessar mund-
ir. Gyllti drekinn var valinn besta
leikritið þar í landi árið 2010.
Hafliði Arngrímsson þýðir
verkið og Kristín Eysteins dóttir
leikstýrir en leikmynd og bún-
ingar eru í höndum Snorra Freys
Hilmarssonar.
Gyllti drekinn í kvöld
GYLLTI DREKINN Fimm leikarar fara alls með 25 hlutverk í þessari „tilfinningaþrungnu
tragikómedíu“.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 11. nóvember 2011
➜ Leiklist
20.00 Leiksýningin Alvöru menn er
sýnd í Austurbæ. Miðaverð er kr. 3.500.
20.00 Bændur í Hörgárdal fækka fötum
í leikritinu Með fullri reisn. Tvær sýningar
fara fram í kvöld í Iðnó. Fyrri hefst kl.
20 og hin síðari kl. 23.
Miðaverð er kr. 2.900.
21.00 Hinn drep-
fyndni einleikur
Dagbók Önnu Knúts -
Helförin verður sýndur
í Gaflaraleikhúsinu.
Miðaverð
er kr.
2.500.
22.30
Leik-
ritið
Steini, Pési og Gaur á
Trommu er sýnt í Gamla
bíói. Miðaverð er kr.
3.500.
➜ Tónleikar
12.15 Hrífandi hádegistónleikar fara
fram á Kjarvalsstöðum með Tríói Reykja-
víkur. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari
og Gunnar Kvaran sellóleikari flytja dúett
eftir Hoffmeister og nokkur einleiksverk.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Þórarinn Hjartarsson segir og
syngur lífsdagbók ástarskáldsins
Páls Ólafssonar í Landnáms-
setrinu í Borgarnesi. Miðaverð er
kr. 2.500.
20.30 Jón Ólafsson tekur á
móti Páli Óskari á aukatón-
leikum í Salnum í Kópavogi.
Spjalltónleikarnir eru hluti af
tónleikaröðinni Af fingrum
fram. Miðaverð er kr.
3.300.
21.00 Lára Sóley
Jóhannsdóttir og
Hjalti Jónsson
flytja sín uppá-
halds kántrýlög
í glæsilegu
tónleika-
hlöðunni í
Litla-Garði
við Drottn-
ingarbraut
á Akureyri.
Aðgangseyrir
er kr. 1.000.
21.00 Trúbadorarnir síkátu
þeir Trausti Laufdal, Hjalti Þor-
kelsson, gímaldin og Skúli
mennski halda tónleika á Ránni í
Keflavík. Aðgangseyrir er kr. 500.
21.00 Eldhressa hljómsveitin Sykur
heldur tónleika ásamt Nolo á Gauki á
Stöng. Miðaverð er kr. 1.000.
21.00 Hljómsveitin Árstíðir fagnar
útgáfu plötu sinnar Svefns og vöku
skil með tónleikum í Hofi á Akureyri.
Miðaverð er kr. 2.500.
22.00 Gréta Salóme fiðluleikari heldur
stórtónleika á Café Rosenberg. Ásamt
henni kemur fram einvalalið tónlistar-
manna sem bæði spilar og syngur með
Gretu. Aðgangseyrir er kr. 1.500.
22.00 Kiriyama Family heldur bráð-
skemmtilega tónleika á Faktorý.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 og mun einn
heppinn gestur hirða allan aðgangseyr-
inn. Á neðri hæð staðarins verður stans-
laust og ókeypis stuð með Dj Pabba.
22.00 Hljómsveitin Homo & the Sapi-
ens heldur tónleika á Obladí Oblada,
Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Rokkið lifir á Græna hatt-
inum á bæði rafmögnuðum og
órafmögnuðum Nirvana-
heiðurstónleikum.
Einar Vilberg, Franz
Gunnars son, Þór-
hallur Stefánsson
og Jón Svanur
Sveinsson skipa
hljómsveitina.
Miðaverð er kr.
2.000.
➜ Opnanir
20.30
Listafólk
Sláturhússins
á Egilsstöðum
bíður til opn-
unnar á sýningu
um myndlist, tón-
list, fatahönnun,
kvikmyndalist og
ljósmyndun. Lifandi tónlist
verður leikin af Slowsteps.
Aðgangur ókeypis.
➜ Fundir
12.00 Dr. Kirby, prófessor
í alþjóðastjórnmálum og
opinberri stjórnsýslu og for-
stöðumaður Institute for the
Study of Knowledge in Society
við Limerick-háskóla á Írlandi,
heldur erindi um hvaða áhrif efnahags-
hrunið á Írlandi hefur haft á stjórn-
málin. Fundurinn fer fram í Odda 201 í
Háskóla Íslands.
➜ Sýningar
12.30 Hádegisleiðsögn fer fram í
Safnahúsi Borgarfjarðar. Guðrún Jóns-
dóttir, forstöðumaður Safnahúss, leiðir
gesti um örsýninguna um Gunnu á
Húsafelli og Kristleif Þorsteinsson á
Stórakroppi. Sýningin stendur til 16.
nóvember. Allir velkomnir.
➜ Hátíðir
20.00 Viðburðurinn Unglistar Sveim
í svart/hvítu fer fram í Tjarnarbíói.
Hann var fyrst haldinn árið 1995 á
aldarafmæli kvikmyndasýninga. Þá voru
fengnar framsæknar rafhljómsveitir til
að spila undir þöglar kvikmyndir. Nú
verður atburðurinn endurvakinn og
munu hljómsveitirnar Múm og Samaris
spila yfir The Cabinet of Dr. Caligari. Hin
stórskemmtilega Dj. Flugvél og geim-
skip spilar undir myndinni Un Chien
Andalou. Loks skipta Úlfur og Pyrodulia
með sér kvikmyndinni Faust. Aðgangur
er ókeypis.
➜ Heimildarmyndir
20.00 Heimildarmyndin Budrus er
sýnd á kvikmyndadögum í Bíói Paradís.
Myndin fylgir palestínumanninum Ayed
Morrar sem leiðir saman félaga í Fatah-
samtökunum, Hamas-hreyfingunni og
ísraelska borgara í friðsamlegri baráttu
gegn ísraelska aðskilnaðarmúrnum.
Miðaverð er kr. 750.
➜ Kvikmyndir
21.30 Ein dýrasta og flottasta snjó-
brettamynd allra tíma, The Art of Flight,
mun verða sýnd í eitt skipti í Bíói
Paradís. Veitingar í boði Red Bull, Nikita
kynnir vörur sínar og Atli Kanilsnúður
þeytir skífum. Miðaverð er kr. 1.200.
Hægt að tryggja sér miða í forsölu á
kindin.is.