Fréttablaðið - 11.11.2011, Page 70

Fréttablaðið - 11.11.2011, Page 70
11. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR50 GÓÐUR FÉLAGI Jens Pétur ásamt Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. Til stóð að lóga honum en Jens ákvað að fresta því þar sem Randver mun leika í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLIþýsk gæðavara sem fæst í BYKO Blár fyrir fagmenn Grænn fyrir heimilið FRÉTTIR AF FÓLKI FÖSTUDAGSLAGIÐ „Someone Great með LCD Soundsystem. Eitt af þessum lögum sem ég hafði oft heyrt en aldrei pælt í. Svo eitthvert kvöldið heyri ég það og það sat fast í mér í margar vikur, þar til ég fann loksins út hvaða lag þetta var. “ Ragnar Hansson leikstjóri. „Þetta er lítið framleiðslufyrir- tæki sem frétti af bókinni í gegn- um sameiginlega vinkonu, Rut Hermannsdóttur sjónvarpsfram- leiðanda. En það er ekkert fast í hendi,“ segir Óttar Martin Norð- fjörð rithöfundur. Bandarískt framleiðslufyrir- tæki hefur sýnt bók hans, Lygar- anum, áhuga en hún gerist árið 1972 þegar hið heimsfræga ein- vígi Spasskís og Bobby Fischer fór fram í Laugardalshöll. Fyrirtækið frétti af bókinni í gegnum Rut sem fékk að sjá upp- kastið að bókinni. „Rut hefur mjög góð tengsl í þessum bransa og hefur vitað af þessari bók mjög lengi. Hún spurði hvort hún mætti gauka henni að vinum sínum og mér fannst það sjálfsagt mál,“ segir Óttar og bætir því við að hann hafi nú báðar fæturna á jörð- inni, það sé ekkert niðurneglt. „Hins vegar er mikill áhugi á norrænum bókmenntum og kvik- myndum í Bandaríkjunum og bóka-umboðsmaður minn hefur sagt mér að fólk sé mjög áhuga- samt um Norðurlöndin. Fischer/ Spasskí-tengingin skemmir auð- vitað heldur ekkert fyrir því það er mun stærra í hugum Banda- ríkjamanna en fólk hérna heima gerir sér grein fyrir.“ - fgg Ameríka sýnir Óttari áhuga „Þetta er bara algjör snilld og við erum í skýj- unum,“ segir Kristinn Árni Hróbjartsson sem ásamt þeim Brynjari Guðnasyni og Júlíusi Valdimarssyni hafa náð settu takmarki í söfn- un fyrir útgáfu Litla herramennskukversins. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir stuttu síðan fundu þeir félagarnir skemmtilega fjár- mögnunarleið á netinu til að safna fyrir útgáfu bókarinnar, eins konar hópfjármögnun þar sem fólk kaupir eintak í forsölu og styrkir um leið útgáfu bókarinnar. Félagarnir þurftu að safna rúmlega 460 þúsund íslenskum krónum og náðu settu markmiðið á miðvikudaginn, 10 dögum áður en söfnuninni lýkur formlega. Litla herramennskukverið er uppflettirit þar hægt er að finna ýmsan fróðleik fyrir herramenn. „Við höfðum alltaf trú á þessu verkefni en það kom okkur vissuleg á óvart hversu stutt- an tíma þetta tók og hvað það eru margir á styrktarlistanum sem við þekkjum ekki. Það er greinilegt að þetta framtak féll í góðan jarð- veg,“ segir Kristinn sem skilar kæru þakklæti til allra sem hafa keypt sér bók í forsölu og um leið hjálpað til að við að koma bókinni út. „Það hjálpaði okkur heilmikið að verslunin Herragarðurinn var svo hrifin af þessu fram- taki okkar að þeir keyptu stærsta pakkann,“ segir Kristinn en stærsti pakkinn kostaði um 170 þúsund krónur. „Við erum bara að fara að demba okkur í jólabókaflóðið, sem er frekar óraunverulegt.“ Ennþá hægt að tryggja sér eintak í forsölu á síðunni herramennska.pozible.com en bókin kemur út í byrjun desember og verður til sölu í Herragarðinum, Iðu og Máli & menningu fyrir jólin. - áp Litla herramennskukverið kemur út Í SKÝJUNUM Kristinn Árni Hróbjartsson einn höfunda Litla Herramennskukversins er mjög ánægður að þeim hafi tekist að safna fyrir útgáfu bókarinnar með nýstár- legri söfnunaraðferð. Bókin kemur því út fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÁÐIR FÆTUR Á JÖRÐINNI Óttar Martin hefur fundið fyrir áhuga hjá bandarísku framleiðslufyrirtæki vegna nýrrar bókar sinnar, Lygarinn. „Ég var hættur þessu og ætlaði ekk- ert að gera meira af svona hlutum. En þegar starfsmenn Pegasus sáu reiðhestana mína gengu þeir mjög hart að mér og ég lét til leiðast,“ segir Jens Pétur Högnason hesta- bóndi. Fimmtán hestar frá Jens Pétri verða notaðir við tökur á sjónvarps- þáttunum Game of Thrones en eins og Fréttablaðið hefur greint frá er sextíu manna tökuliðið frá þáttun- um væntanlegt hingað til lands í lok þessa mánaðar. Tökurnar fara að mestu leyti fram við Höfðabrekkuheiði sem var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í tuttugu ár eða þar til Jónsmessu- hlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana. Ekki verður byggð nein risa- stór leikmynd vegna þáttanna þar sem slíkt er aðallega unnið í tölv- um. Byrjað er að ráða „statista“ í þættina en eins og Fréttablaðið sagði frá sóttu hátt í þúsund karl- menn um að komast að. Jens Pétur og hestarnir hans eru vanir í sjónvarps- og kvikmynda- bransanum. Jens hefur verið með hrossin sín fyrir framan töku vélar í tuttugu ár, var meðal annars með hesta í Myrkrahöfðingjanum, Agnesi og stórmyndinni Bjólfskviðu eftir Sturlu Gunnarsson. Tökul- ið bandarísku sjónvarpsþáttanna bjargaði meira að segja lífi tveggja hrossa því Jens hugðist lóga þeim áður en verkefnið kom inn á borð til hans. Þar á meðal hinum aldna höfðingja Randver sem er orðinn 28 vetra gamall. „En nú er ég bara að fara að járna hann og hann fær að draga vagn í þáttunum. Hann er öllu vanur, hefur verið í Borgarleik- húsinu og á Hótel Íslandi.“ Að sögn Jens Péturs er það mikið þolinmæðisverk að vera með hesta í kvikmyndum og það krefst þess að hestarnir séu með gott geðslag. „Hver mínúta er dýr hjá svona töku- liði, það skiptir miklu máli að hest- arnir hreyfi sig ekki þegar þeir eiga ekki að hreyfa sig,“ segir Jens. Og að sögn bóndans er ágætis peningur í boði fyrir svona starf. „En maður reynir auðvitað að vera sanngjarn á báða bóga.“ freyrgigja@frettabladid.is JENS PÉTUR HÖGNASON: VERÐUR MEÐ HROSSIN Í GAME OF THRONES Hætti við að lóga Randver Tónlistarmennirnir og félag- arnir Ragnar Bjarnason og Erpur Eyvindarson auglýsa saman kaffi á skjáum landsmanna þessa dagana. Í auglýsingunum kafa þeir ofan í mannlegt eðli og í einni skýtur upp kollinum vísun í kunnuglegan sjónvarpsþátt. Erpur segir Ragnari að um 90 prósent þjóðarinnar sé óstefnumótahæf og Ragnar virðist hissa á því. Er þetta samtal nánast afritað úr frægum Seinfeld-þætti þar sem Seinfeld sjálfur lýsti þessu yfir með miklum tilþrifum. Blaðamaður danska blaðs- ins Politiken fer fögrum orðum um heimildar- myndina Gnarr, sem fjallar um kosningabaráttu Besta flokksins og verður sýnd á kvikmyndahátíð í Kaupmannahöfn á laugardaginn. Talar hann mikið um hreinskilni Jóns Gnarr og segir ótrúlegt að fylgjast með stjórn- málamanni fara á fund og nota múmínálfanna í röksemdafærslu um innflytjendamál. Gaukur Úlfars- son verður viðstaddur sýninguna í Köben, en hann hefur flakkað víða um heim með myndina sem vekur hvarvetna mikla athygli. Enda pólitísk saga Jóns Gnarr einstök. - afb

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.