Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 18
18 19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Það er kunnara en frá þurfi að segja að Össur hf. er áhrifamikið fyrirtæki á alþjóðamarkaði á sínu
sviði. Hitt vita menn líka að það
hefur mikla þýðingu fyrir íslensk-
an þjóðarbúskap. Það sýnir hversu
mikið getur sprottið af íslensku
hugviti og alþjóðavæðingu. Ef eitt-
hvað er til sem kalla má dæmi um
íslenska drauminn er það hvernig
þetta fyrirtæki breyttist úr vísi í
við.
Fyrir réttri viku birtist viðtal við
Jón Sigurðsson, forstjóra Össurar
hf., í sérstöku blaði sem helgað
var sjötíu ára afmæli stjórnmála-
tengsla Íslands og Bandaríkjanna.
Þar sagði forstjórinn:
„Össur hf. fær
reyndar víðtæk-
ar undanþágur
frá höftunum
sem gerir okkur
mögulegt að
vera á Íslandi,
en ekkert fyrir-
tæki sem starf-
ar á alþjóðleg-
um markaði
getur unnið á
undanþágum til lengri tíma. Það
einfaldlega gengur ekki upp. Þessi
staða sem við búum við er afleið-
ing af gjaldmiðli sem nýtur ekki
trausts og hefur ekki gert um ára-
tugaskeið. Það er því grundvallar-
spurning, sem brýnt er að svara,
hvernig gjaldmiðlamálum þjóð-
arinnar á að vera háttað til fram-
búðar. Ef við ætlum að reka þróað
þjóðfélag á Íslandi, skapa vöxt og
atvinnu, þá verðum við að horfa í
kringum okkur. Það þarf að búa
íslenskum fyrirtækjum samkeppn-
ishæfa aðstöðu. Hún er ekki fyrir
hendi í dag.“
Þetta fyrirtæki lifir nú á undan-
þágu frá meginreglu. Hún fæst
vegna stærðar þess og mikil-
vægis. En fengist undanþágan ef
fyrir tækið væri í dag aðeins vísir
að þeim viði sem síðar óx? Víst
er að sú framtíðarsýn sem blasir
við leyfir landsmönnum ekki að
segja með sannfæringu: Við eigum
okkur draum um annan Össur.
Draumurinn um annan Össur
ÞORSTEINN
PÁLSSON
Undanþágur eru aldrei sjálfgefnar. Það er þess vegna góður vitnisburð-ur um stjórnvöld að þau
skuli skilja að fyrirtæki eins og
þetta þarf hjáleið um haftaregl-
urnar. Hin hliðin á þeim peningi
er sú niðurlæging fyrir frjálsa og
fullvalda þjóð að fyrirtækin sem
eiga að skapa vöxt framtíðarinnar,
bæta lífskjörin og tryggja velferð-
ina, skuli þrífast á undanþágum.
Meginregla haftanna segir
að fyrirtæki af þessu tagi eigi
að flytjast úr landi. Hún sendir
líka þau skilaboð að hugmyndir
sem séu á teikniborðinu eigi að
lúta þessu lögmáli. Viljum við þá
framtíð að slíkir draumar ræt-
ist í útlöndum en ekki hér heima?
Viðskiptafrelsið er óaðskiljanleg-
ur hluti af raunverulegu fullveldi
þjóðanna. Athafnafrelsi einstak-
linganna í nútímanum er nafnið
tómt í gjaldeyrishaftasamfélagi.
Sjávarauðlindin er fullnýtt.
Orkuauðlindirnar eru takmark-
aðar. Vaxtarmöguleikar Íslands
felast í hugviti og þekkingu sem
hefur það olnbogarými sem gat
gert drauminn um Össur að veru-
leika. Það sem nú skortir er skýr
framtíðarsýn sem varðar leið að
því marki að þessi fyrirtæki njóti
á Íslandi samkeppnisskilyrða og
stöðugleika sem jafnast á við það
sem keppinautarnir búa við.
Sjávarútvegurinn færði þjóð-
ina úr fátækt til bjargálna. Hann
verður um langan tíma mikilvæg
undirstaða í þjóðarbúskapnum. En
velferð framtíðarinnar byggist á
nýjum fyrirtækjum eins og Öss-
uri hf. Hin nýja fullveldisbarátta
miðar að því að tryggja að landið
verði fullgildur þátttakandi í þeirri
alþjóðavæðingu sem er forsenda
fyrir því að sá draumur rætist.
Niðurlæging
Það er sannarlega vanda-samt viðfangsefni að tryggja Íslandi þessa stöðu. Þær gífurlegu
hremmingar sem erlendir fjár-
málamarkaðir eru nú í gera þetta
til muna snúnara viðfangs.
Þeir sem forystu hafa fyrir
landsmálum mega hins vegar
ekki láta slíka erfiðleika lama
athafnaþrekið þannig að menn
víki sér undan að takast á við
vandann. Engum getur dulist að
þeir erfiðleikar sem nú steðja
að vegna skuldavanda margra
Evrópuríkja kalla á nýja nálgun í
aðildarviðræðunum við Evrópu-
sambandið en ekki að þeim verði
hætt.
Evrópusambandsaðild leysir
ekki sjálfkrafa nein af þeim
vandamálum sem við glímum
við. Hún getur hins vegar auð-
veldað okkur að búa atvinnulíf-
inu þau samkeppnisskilyrði sem
það þarf á að halda ef vel tekst til.
Öll fyrri skref á þeirri braut hafa
reynst happadrjúg. Nýtt skref er
í raun rökrétt framhald í þróun
utanríkisstefnu sem mótuð var
eftir seinna stríð. Ólgan á fjár-
málamörkuðum Evrópu þýðir að
við þurfum að gefa okkur lengri
tíma til að ná niðurstöðu.
Evrópa þarf að hugsa marga
hluti upp á nýtt, en hún má ekki
hætta að hugsa. Það megum við
ekki heldur. Það er gott að hafa
trú á rótgrónum atvinnugrein-
um en að loka Ísland af með þeim
þýðir stöðnun. Við verðum því að
takast á við það stóra verkefni
að tryggja athafnafrelsinu þann
jarðveg sem gefur af sér nýjan
ávöxt.
Snúið viðfangsefni
N
okkrir þingmenn og áberandi álitsgjafar hafa farið
mikinn í gagnrýni á að hluti af auknum innheimtum
Arion og Íslandsbanka renni til þrotabúa Kaupþings og
Glitnis. Undirtónninn er sá að ríkið hafi glutrað niður
tækifæri til að færa niður skuldir heimila og þess í stað
gert vogunarsjóði sem keypt hafi 60% allra krafna á slikk stjarn-
fræðilega ríka. Þetta eru rangfærslur. Annaðhvort eru þær settar
fram meðvitað eða af fullkominni vanþekkingu.
Samkvæmt gjaldþrotalögum
„eiga“ kröfuhafar allar eignir
fyrirtækja sem fara á hausinn.
Við fall íslensku bankanna voru
hins vegar sett neyðarlög sem
í fólst eignaupptaka. Ríkið tók
stóran hluta af innlendum eignum
og færði með handafli inn í nýja
banka. Erlendar, og vondar inn-
lendar, eignir voru skildar eftir í þrotabúunum. Þetta var frábært
fyrir Ísland. Kröfuhafar voru á hinn bóginn, eðlilega, ekkert sérlega
kátir með þessa fordæmalausu aðgerð. Enda áætla þeir að tap þeirra
vegna íslenska hrunsins sé um 7.500 milljarðar króna.
Til viðbótar ætlaði ríkið að leggja Arion og Íslandsbanka til 185
milljarða króna af skattpeningum okkar í nýtt eigið fé. Þeir áttu
síðan að gefa út skuldabréf upp á 595 milljarða króna til þrotabúanna
vegna eignanna sem þeir tóku. Síðla árs 2009 var samið um að þrota-
búin myndu eignast bankana tvo. Í staðinn myndu þeir sleppa við að
borga ofangreind skuldabréf.
Samhliða var samið um að hluti af aukinni innheimtu ákveðinna
lána rynni beint aftur til þrotabúanna. Hjá Arion var um 40 stærstu
lán bankans að ræða. Hjá Íslandsbanka var samið um lágt grunn-
virði ákveðinna eigna og að kröfuhafarnir fengju hlut í allri við-
bótarinnheimtu. Endurmat á þessum eignum hefur hækkað virði
þeirra um rúmlega 100 milljarða króna. Um 80% þeirrar upphæðar
hafa síðan runnið til þrotabúanna. Um aukið virði lána til fyrirtækja
er að ræða, oft eftir fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. Engin
þeirra lána sem þarna voru undir eru húsnæðislán.
Þessar aðgerðir hafa sparað íslenskum skattgreiðendum vel á
annað hundrað milljarða króna í lægra eiginfjárframlagi auk þess
sem þær hafa komið í veg fyrir málsóknir kröfuhafa á hendur
ríkinu vegna eignaupptökunnar. Gott gengi bankanna skilar sér
líka í virðisaukningu á hlut ríkisins í þeim, sem skilar sér í meiri
peningum í ríkiskassann, sem skilar sér í aukinni velferð á Íslandi.
„Gróði“ þrotabúanna er því ekki andhverfa þess að hægt sé að
nýta svokallað svigrúm til leiðréttinga á skuldum heimila, eins og
iðulega er haldið fram. Annað tengist hinu ekki á nokkurn hátt. Um
65% af íbúðalánum heimilanna enda hjá Íbúðalánasjóði. Það eru
ekki vondir vogunarsjóðir sem eiga hann, heldur íslenskir skatt-
greiðendur. Helstu kröfuhafar sjóðsins eru síðan íslenskir lífeyris-
sjóðir, sem eru í eigu almennings. Annar hvor þessara aðila, sem
eru að mestu sami hópurinn, þarf að borga fyrir allar almennar
leiðréttingar á húsnæðislánum.
Það er ábyrgðarhluti að vaða út á vígvöll opinberrar umræðu án
þess að hafa kynnt sér staðreyndir mála. Það er sjálfsögð krafa
almennings til þingmanna að þeir haldi ekki á lofti staðleysum í
málflutningi sínum. Að endurtaka vitleysu nógu oft gerir hana
nefnilega ekki að sannleika. Skiptir þar engu þótt hún henti vel til
atkvæðaveiða.
Gróði kröfuhafa tengist ekki afskriftum heimila.
Rangfærslur
Þórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
SKOÐUN