Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 50
KYNNING − AUGLÝSINGjólagjafir LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 20114 Það ætti fátt að vera jafn-skemmtilegt og að fara í almennilega verslunar- leiðangra um jólin og hafa löglega afsökun til þess að spreða dálitlu af peningum í þá sem manni þykir vænt um. Það er engu að kvíða, það er eitthvað til handa öllum og sumar jólagjafir eru sígíldar og gott að grípa til þeirra. Það þarf engar áhyggjur að hafa af blessuðum börnunum. Áhuga- mál þeirra eru svo fjölbreytt að það má alltaf finna gjafir handa þeim, en bók er sígild gjöf og börn ættu alltaf að fá tvær til þrjár bækur um hver jól svo að hver tölvu- kynslóðin á fætur annarri læri einnig hvernig orðin í bókun- um geta gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Flestir þeir sem eru að leita að jólagjöfum fyrir sína nánustu kvarta yfir að þeir eigi allt – en það á líka við um þá sjálfa! Þegar við erum að leita að gjöfum fyrir full- orðna þá er gott að líta til áhuga- m á l a v ið - komandi og kanna hvort hann kunni að vanta eitthvað þar. Nú ef ekki þá er fjöldinn allur af lífsnautnagjöfum sem kitlar nautnasegginn í okkur. Góð bók, hvort sem það er krimmi eða ævisaga, er ævinlega gjöf sem gleður og gott að eiga á jólunum undir góðri sæng. Það sama má segja um geisladisk. Enginn slær hendinni á móti góðri matarkörfu, ostum, heima- lögðuðu sultutaui, paté, kon- fekti, góðu rauðvíni eða sérríi og ef til vill fallegu kerti. Ef gefandinn vill koma nautna- seggnum út úr húsi er gjafa- bréf í leikhús góður kostur og jafnvel gjafabréf í bíó. En þeir sem vilja slá virkilega í gegn ættu að gefa persónulegt gjafabréf sem felur í sér samveru með besta vininum, frænkunni, mömmunni og svo framvegis og gera eitthvað virkilega sérstakt. Gleðileg jól. Ekki kvíða innkaupum Allt of margir njóta þess ekki að kaupa og gefa jólagjafir því þeim finnst erfitt að finna hina einu réttu handa ástvinum sínum. Þessi hugsunarháttur rænir fólk gleðinni yfir að gefa og sumir kvíða jafnvel gjafakaupunum. Verslunarleiðangra um jólin ætti að njóta eftir fremsta megni enda gefandi að finna eitthvað fallegt handa sínum nánustu. NORDICPHOTOS/GETTY Það eru ekki allir auðkýfingar eins og hinn breski Skröggur, ein af aðal-söguhetjunum í jólasögu Charl- es Dickens, frá 1843, sem ekki mátti sjá af einum einsta eyri og þoldi reyndar hvorki jólin né nokkuð það sem gat veitt fólki hamingju. Algjör andstæða hans verður að teljast þokkadísin og þáttastjórn- andinn bandaríski Oprah Winfrey, sem er ein af ríkustu konum heims. Hún heldur úti vikulegum þætti og í hverjum þeirra eiga áhorfendur í salnum von á góðum gjöfum en nú fyrir jólin sló hún sjálfa sig endan- lega út og salurinn ærðist þegar hulunni var svipt af Wolkswagen- bjöllu árgerð 2012. Heppinn gest- ur hreppti svo bílinn í hálfgerða jólagjöf. Það var ekkert skrítið þó að fólkið hoppaði, skoppaði og grét allt í senn af spenningi. Það má með sanni segja að Oprah sé örlátur auðkýfingur. Það sama má segja um William Henry Gates III, eða Bill Gates eins og hann er jafnan nefndur, en hann er stofnandi og stjórnarformaður Microsoft. Hann hefur verið í hópi ríkustu manna undanfarin ár þótt svo virðist sem hann hafi engan sér- legan hug á að vera það lengur, en um tíma komust eignir hans yfir 100 milljarða Bandaríkjadala. Jólin eru allt árið um kring hjá Bill og konu hans Melindu, sem eru þó ekkert að íhuga að kaupa jólagjafir sérstaklega fyrir alla þessa peninga. Þau ætla hins vegar að að gefa 95-99 pró- sent af eigum sínum til góðra mála áður en hann deyr. Í því felst ekki, því miður, að greiða jólakreditkorta- skuldir af handahófi eins og Opruh gæti dottið í hug. Nei, Bill hefur gefið 30 milljarða Bandaríkjadala til Bill&Melindu Gates-stofnunar innar, sem er stærsta góðgerðastofnun í heimi, og hefur m.a. stutt verkefni í þróunarlöndum. Warren Buffet er annar megamilljarðamæringur sem hefur engan áhuga lengur á því að láta svo mikla peninga loða við sig, þó að hann hafi engar yfirlýsingar gefið um stórtækar jólagjafir til al- mennings. Hann tilkynnti hins vegar fyrir nokkrum árum að hann myndi gefa allar eigur sínar til sjóðsins sem Gates-hjónin reka og tvöfalda þar með stærð hans. Er ekki yndislegt að eiga svona góða jólasveina alla daga? Þessir hafa uppgötvað að græðgi er ekkert góð! Örlátir auðkýfingar Warren Buffet Bill Gates Oprah Winfrey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.