Fréttablaðið - 19.11.2011, Page 86

Fréttablaðið - 19.11.2011, Page 86
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR50 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið! M innið er hús. Stundum er það fullt af dúfum, þær fljúga út og inn eins og í dúfnahúsinu sem var í Laugardal. Þannig eru hugsanirnar, maður ræður ekki við þær. Þarna eru kristalsstofur þar sem boli gengur laus, hurðir með brotn- um glerjum því að þeim var skellt of fast, læstar hirslur, ófrágengið dót … maður reyn- ir að taka til og þrífa húsið svo manni líði vel. Þess vegna er svona minnis-bók eins konar þerapía … Mér finnst ég hafa átt mörg skemmtileg líf og tel mig lánsaman mann. Þakka Birnu Rún konu minni hvað ég náði góðri lendingu í lífinu. Stundum hvarflar að mér að mér fylgi ein- hver undir-, yfir- eða hliðarvitund sem segir mér til vegar. Stundum tekur hún stjórnina án þess ég viti af því. Þegar ég stekk á hluti og einhendi mér í þá er þessi ósjálfráða hvat- vísi eða ratvísi oftlega að verki[…] Pían flotta og píanistinn Bakraddasöngkonan Sharon Robinson bjó ásamt unnusta sínum í gömlu glæsihýsi í Hollywood-hæðunum, sannkölluðu hippa- bæli. Húsið hafði séð tímana tvenna. Laur- ence Olivier byggði það yfir tengdamóður sína, Gertrude Yackjee, móður hinnar ómót- stæðilegu Vivien Leigh sem lék á móti Clark Gable í Gone With the Wind. En hús eldast og sjúskast eins og fólk og nú var hún Snorrabúð pöddubæli. Samt hafði húsið enn sinn gamla Hollywood-sjarma og stóð á besta stað, við Beechwood Drive, Beykitröð. Gullmaurar skriðu yfir okkur Önnu á gólfsænginni sem við kúrðum á fyrstu næturnar okkur. Afkom- endur mauranna sem forðum skriðu í garð- inum á tám stjarnanna. Þetta er rétt neðan við Hollywood-stafina frægu á hæðinni ofan við stórborgina flötu. Í fyrndinni var svæðið vaxið skógi er kenndur var við runnann kristþyrni (holly) eða jólavið. Enda stanslaus jól að vera þar staddur. Anna skildi nú hvers vegna Hvítárbakkatríóið ílent- ist hér í LA einu og hálfu ári áður. Það er dásamlegt fyrir hrakinn Íslending að vakna hvern morgun í Paradís. Ég gat leitt Önnu um svæðið heimavanur, því að tríóið hafði verið með æfingapláss hérna uppi í hæðun- um. Okkur hafði þá verið boðið í partý í eitt af nærliggjandi húsum, til reykjandi hippa og háskólamanna sem voru að hlusta á eina af möst plötum þessara tíma, „Kölnarkonsert“ (1975) Keiths Jarrett. Við Anna erum bæði uppnumin, hún yfir því að vera hér fyrsta sinni og ég að hafa náð að koma hingað aftur. Skítt með íslenskan veruleika, enskudeild og stjórnmálafræði, við höfðum þegar snúið baki við honum og stigið inn í drauminn. Við horfðum nú yfir Hollywood, sjálfa drauma- maskínu mannkyns. Vorum eins uppnumin og fuglaskoðari við Nakuru-vatn rauðu flam- ingóanna í Kenía. Ginnkeypt fyrir glamúr og afþreyingu. Af hverju ekki? Út úr kú í hnausþykkum jakkafötum Við vorum Sharon þakklát fyrir húsaskjólið. Maður hennar, Tony Cahill, var bassaleikari og einfari sem dundaði við að semja lög og spekúlera, ágætismaður en hafði látið á sjá í átökum við djöful heróíns. Hann var Ástr- ali, langt að kominn, spilaði heimsslagarann „Friday on My Mind“ með áströlsku sveitinni The Easybeats 1966 og mátti því muna fífil sinn fegurri. Sharon samdi líka lög og söng bakraddir hér og þar. Hún var góð, samdi lög fyrir heimsfræga listamenn, það var gaman að fylgjast með henni þar sem hún sat við píanóið inni í stofu. Hún spilaði línurnar aftur og aftur, pússaði smíðina og slípaði til, komst smám saman nær hinum rétta kjarna – og skömmu síðar heyrði maður Diönu Ross syngja lagið. Sharon hafði fallega rödd og átti eftir að túra með Leonard Cohen. Þau sömdu lög saman eins og „Everybody Knows“ og gerðu seinna heila plötu með lögum hennar og text- um hans. Um hríð voru þau elskendur. Þar með var Tony greyið Cahill bara kvaddur Við Anna skundum kát af stað í atvinnuleit. Hnausþykku jakkafötin mín eru hugsuð fyrir norðlægar breiddargráður, Kanada í mars, næsta bæ við Alaska. Þau eru flott og klæði- leg en alveg út úr kú hér í hásumar hitanum. Eins og ég hafi fallið niður af kvikmynda- tjaldi vetrarríkisins, úr setti, segir maður hér. Anna tiplar við hlið mér í blá rósóttum antikkjól sem klæðir hana svo vel. Við erum auralaus og bíllaus í þessari miklu bíla- borg. Engar almenningssamgöngur eru hér né strætóleiðir, í borg draumanna eru allir ríkir. Vinnudýrin og húshjálpin líka. Allir eru á hjólum nema við. Fyrst er að finna banka og senda fyrirmæli um að fá féð sem við eigum á enskum reikn- ingum sent til okkar. Síðan er farið til veð- lánara að veðsetja það eigulegasta, myndavél og armbandsúr. Við svífum léttfættari þaðan, lifandi ekki á loftinu einu saman. Leigubíla blæðum við ekki í, ekki að ræða það. Bara þrömmum með það sem við „erum“ undir hendinni, fyrir eyru og augu. Ég með Horft í roðann og Anna með möppuna sína. Á þessum sama og fyrsta degi römbum við inn gullna hliðið bæði tvö, hún hjá næstu umboðsstofu, Nina Blanchard Modeling Agency og ég hjá hljómplötufyrirtækinu Chrysalis Records […] Uppismi og hippadómur Ég þurfti að gera kynningarpakka sem tryggði mér góðan samning, blankur og venslalaus. Fyrsta mikilvæga sambandið sem ég náði var við Paul Brown sem Alan Murphy þekkti og hvatti mig til að hafa samband við. Svo að ég bara hringdi: Hæ, Jakob Magnússon heiti ég, Alan Murphy gaf mér númerið, Alan, sem þú túr- aðir með á síðasta Kanadatúr með Long John Baldry ... ég var að ljúka túr með þeim þar ... Þannig finnur maður bróður. Paul Brown var á þessum tíma trommu- leikari í sveitinni Clean. Nafnið reyndist viðeigandi því Paul Brown og félagar voru squeeky clean, tandurhreinir, ómengað- ir, kornungir og frísklegir piltar af góðum Hollywood-ættum. Flinkir hljóðfæraleikarar. Ekkert sukk eða rugl á þeim og þeir voru eins ólíkir kollegum sínum í Bretlandi og hugs- ast gat. Þetta hafði Hollywood fram yfir Eng- land á þessum tíma, sukkið þótti þar ekki par fínt enda margir farið yfir strikið gegnum tíðina. Í Englandi var á þessum tíma enn í gangi nítjándu aldar rómantík hins útsukkaða listamanns, í anda Rimbauds, Dylans Thomas og þeirra allra. Kalifornía hefur verið í fararbroddi heilsuferðalags mannkyns síðustu hálfa öld- ina, haft forystu um að stöðva reykingar og annan ósóma. Bindindishreyfingin hin nýja hefur risið hæst þar og smitast um heim, með útskotum yfir í heilsuát í nýaldarstíl og heilbrigðan lifnað með mismiklum slettum af trúarhugmyndum ólíkra heimshluta. Þar mætast uppismi og hippadómur, upparnir meira í tækjunum en hippar í jóga. Kærleikur í Kaliforníu Paul Brown tekur mér höndum tveim, nýlentum í LA, súkkulaðisætur, hávaxinn og myndar legur. Hann býður okkur Önnu strax heim í hús foreldra sinna þar sem hann býr. Bill og Sue Brown búa í höll í Tarzana, við hliðina á Encino-hverfinu í San Fern- ando-dalnum, þar sem höfundur Tarsans, Edgar Rice Burroughs, átti búgarð forð- um. Þau hjónin eru söngvarar eins og dótt- ir þeirra Cathy. Bill hafði verið fremstur í flokki radd útsetjara í Hollywood, hafði unnið mikið fyrir hina þekktu djasssöngsveit Hi- Lo´s sem Beach Boys höfðu sem fyrirmynd í sínum fjölradda söng. Öll fjölskyldan var stúdíósöngvarar af Guðs náð og átti eftir að radda fyrir mig í laginu „Passion Fruit“ á Jack Magnet-plötunni minni. Paul Brown reyndist mér alveg frábær- lega. Í gegnum þennan væna pilt komst ég í heilmikil sambönd. Paul varð vinur minn, velunnari og hjálparhella, opnaði mér allar gáttir sem hann þekkti og sá í sjónmáli. Brown-fjölskyldan átti æfingaaðstöðu í húsi sínu og þar hjálpaði Paul mér að gera fyrstu prufutökurnar. Við Anna vorum svo innilega velkomin á þessu heimili, öll fjölskyldan tók okkur ákaflega vel. Anna átti ekki lítinn þátt í því. Hún var heillastjarnan mín. Töfradís sem heillaði alla upp úr skónum. Fegurðin er alls staðar velkomin, kallar fram samræmi og vellíðan, en Anna var svo miklu meira en falleg því að gleðin sem geislaði af henni var smitandi, frá henni streymdi ást og fegurð. Allir opnuðu hjartað við þá blessun að sjá feg- urð hennar og þá streymdi meiri kærleikur úr henni uns hann fyllti rýmið eins og reyk- elsi og ljós. Allar dyr ruku upp. Þetta er lífið, sólríka Kalifornía. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Blankur og venslalaus í Hollywood Jakob Frímann Magnússon, skemmtikraftur og djassari, stjórnmálamaður, diplómat, athafnaskáld og embættismaður: Hann á sér mörg andlit og mörg gervi og kringum hann er alltaf líf og fjör. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir hefur skráð ævi Jakobs og Fréttablaðið grípur hér niður í frásögn af ævintýrum Jakobs í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Í bókinni Með sumt á hreinu rekur Jakob Frímann Magnússon ævi sína. „Það vantar ekki góðar sögur. Ljúfar stundir hjá afa og ömmu á Akureyri kvikna og upp- vöxturinn hjá „músíkölsku pari“ í Hlíðunum meðan allt lék í lyndi, mennta- skólaárin í MH þar sem til varð skrýtin skólahljóm- sveit – Stuðmenn – sól- skinsstundir í LA, sveiflan í London,“ eins og segir á baksíðu bókarinnar sem Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir skráir og JPV-útgáfa gefur út. MEÐ SUMT Á HREINU JAKOB FRÍMANN Jakob hafði að lokum betur eftir áralangt hárstríð við móður sína eins og sjá má á myndinni til vinstri. Á hinni má sjá Stuðmenn á níunda áratugnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.