Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 24
24 19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Pfaff • Grensásvegi 13 • Sími 414 0400 • www.pfaff.is facebook.com/pfaff.is Kíktu á ljósadýrðina í Pfaff fyrir jólin Hjalti Andrason líffræðingur birtir grein í Fréttablaðinu 17. nóvember þar sem fullyrt er að blöndun vistvæns metanóls í bens- ín hér á landi geti valdið almenn- ingi miklum skaða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hjalti heldur þess- ari skoðun á lofti. Hér verður gerð enn ein tilraun til þess að leiðrétta þessar rangfærslur. Öruggt og reynt eldsneyti Eins og Hjalti nefnir í greininni hefur metanól fylgt mannkyninu frá örófi alda og hafa ítarlegar rann- sóknir átt sér stað á notkun þess sem eldsneytis. Hjalti gefur í skyn að til- raunum með metanól sem eldsneyti hafi verið hætt vegna eitrunaráhrifa þess. Þetta er fjarri sanni. Skýrist þróunin að mestu af efna- hagsástæðum þar sem olíuverð var mjög lágt á 9. og 10. áratugnum. Með hækkandi olíuverði hefur áhugi á notkun þess því ekki aðeins vaxið hér á landi heldur einnig víða erlendis. Þannig hefur breska olíufyrirtækið Greenergy náð 25% hlut- deild af breska eldsneyt- ismarkaðnum með bensín sem er blandað metanóli. Engin vandkvæði hafa komið upp vegna notk- unar þess. Mikill vöxt- ur er á notkun metanóls sem eldsneytis í Kína, á síðasta ári er talið að 7% af bensín- notkun Kínverja hafi verið skipt út fyrir metanól. Úðað sem rúðuvökvi Í skýrslu sem unnin var af sérfræð- ingum við MIT-háskólann í Boston fyrir bandaríska orkumálaráðu- neytið fyrir ári segir m.a. að meint áhrif metanólblöndunar á heilsu almennings hafi verið stórlega ýkt: „… eituráhrif metanóls eru engu meiri en annars eldsneytis sem ætlað er að koma í stað bensíns og dísilolíu. Þar að auki er og hefur metanól verið notað í miklum mæli sem rúðuvökvi, án þess að það valdi nokkrum skaða, en í þessu tilviki er efninu bókstaflega úðað yfir vegina. Í prófunum í Kaliforníu þar sem eknir voru yfir 350 milljónir kíló- metra á metanóli kom ekki fram eitt einasta tilvik metanóleitrunar.“ Ekki hættulegra en annað eldsneyti Grunnatriði í málflutningi Hjalta er að blöndun metanóls við bensín auki stórkostlega hættuna sem almenn- ingi sé búin af því að umgangast bensín. Svar við þeirri fullyrðingu er í sjálfu sér einfalt. Bensín og dísilolía eru efnablöndur sem inni- halda stóran hóp efna sem eru óhæf til neyslu, jafnvel í litlu magni, og geta verið heilsuspillandi. Þessar olíuafurðir hafa engu að síður verið notaðar í hálfa aðra öld um allan heim, iðnaðurinn og almenningur þekkir hætturnar og við umgöng- umst eldsneyti daglega án þess að bera skaða af. Vistvænt metanól verður framleitt hér á landi ein- vörðungu sem eldsneyti og í fyrstu blandað við bensín í litlu magni. Ef metanól, dísilolía og bensín eru borin saman kemur í ljós að notkun metanóls fylgir minnst áhætta fyrir heilsu almennings. Ólíkt dísil og bensíni er metanól náttúrulegt efni sem er ávallt til staðar í mannslík- amanum í nokkru magni. Hjá með- almanni (70 kg) er bakgrunnsmagn af metanóli í líkamanum á hverjum tíma um 35 mg. Við það að drekka 0,5 L af gosdrykk með gervisætu eykst magnið sem nemur um 25 mg. Mannslíkamanum stafar engin hætta af litlu magni af metanóli líkt og kynni að vera til staðar í bensíngufum á bensínstöð. Þarf marg- falt minna magn af gufum frá bensíni eða dísil til að valda heilsu- spjöllum en af metanóli. Enn fremur er metanól umhverfisvænna en bensín og dísilolía, þar sem metanól brotnar hratt niður í umhverf- inu, það inniheldur engin þrávirk efni og örverur vinna auðveldlega á því. Engin rök eru fyrir því að íblöndun metanóls auki eit- uráhrif eldsneytis fyrir starfsfólk bensínstöðva, ökumenn eða far- þega enda hefur Hjalti ekki bent á vísindalegar rannsóknir sem styðja þær fullyrðingar. Margir kostir vistvæns metanóls Vistvænt metanól verður framleitt hér á landi sem eldsneyti og með- höndlað með þeirri varúð sem hefð er fyrir í eldsneytisdreifingu og -sölu. Blöndun á 3% af metanóli í bensín eykur í engu hættu af dreif- ingu eða notkun bensíns enda er slíkt í fullu samræmi við lög og regl- ur um fljótandi eldsneyti. Á þetta bendir Hjalti raunar á í grein sinni: „Í Evrópu er hámark leyfilegs met- anóls í bensíni takmarkað við 3%.“ Kostir íblöndunar vistvæns met- anóls eru margir, það gefur hreinni bruna, dregur úr sóti, eykur oktana- gildi og framleiðsla úr endurunnum koltvísýringi dregur markvisst úr útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Áhrifin á heilsu, umhverfi og efna- hag verða því tvímælalaust jákvæð. Í Fréttablaðinu hinn 27.10.2011 mátti lesa að forstjóri Lands- virkjunar lýsti því yfir að nýtan- leg orka yrði virkjuð næstu 15-20 árin. Landsvirkjun hefði hafið sitt síðasta virkjunartímabil. Það má ímynda sér að einhverjum lesend- um hafi verið brugðið enda meira verið að láta í það skína um þessar mundir að hér sé næg græn orka og engu að kvíða í þeim efnum a.m.k. í bili, afstaða sem hefur dugað frónbúanum hingað til, þ.e. að pissa í skóinn. Stuttu seinna, 3.11.2011, var svo fyrsta „heildstæða“ orkustefna íslenskra yfirvalda lögð fram og kynnt, hvar aðaláhersla var lögð á þá virkjunarkosti sem eru fyrirsjá- anlega að tæmast. Loks er að nefna grein iðnaðarráðherra í Frétta- blaðinu hinn 7.11.2011 þar sem „heildstæðri“ stefnu er fagnað. Af þessu má ætla að við séum þess ekki umkomin að skipuleggja lengra fram í tímann en sem nemur um fjórðungi af manns- aldri. Það hlýtur að vekja ein- hverja til umhugsunar um örlög komandi kynslóða og áhrif okkar þar á. Mikilvægum málaflokkum verður að beina inn á brautir sem unnt er að fylgja eftir svo langt sem eygja má á hverjum tíma eða eins og Jens Otto Krag, þá for- sætisráðherra Dana, sagði í við- tali 1977: „Man har et standpunkt, til man tager et nyt.“ Það hlýtur að vera óásættanlegt að lýsa sam- tímis yfir því að stefna á eitthvað sem ekki verður til eftir 15-20 ár og kalla það langtímaáætlun með stolti. Þessi árafjöldi er svo tæpur til róttækra stefnubreytinga að yfirlýsingin jafngildir uppgjöf. Þó svo að „Orkustefna fyrir Ísland“ minnist á aðra orkugjafa en vatnsafl og jarðvarma fer fjarri að hugarfar fylgi. Það má greina á því að framtíðarsýnin á þróunina fær heilar tvær línur í niðurlagi greinar 6.7 sem verður að teljast loðið. Því er mjög haldið á lofti í umræðu eingöngu, síður í verki, að framtíðarlausnir hvers konar á formi nýjunga komi aðeins með því að „hugsa út fyrir boxið“ en þó með því skilyrði að halda sig innan viðtekinna viðhorfa, þann- ig að enn og aftur er fólki þröngv- að inn í umtalað box. Þetta ástand skapar fælni frá óhefðbundinni hugsun og vekur upp sannleiksótt- ann sem þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer (1788-1860) hélt á lofti og gengur út á að allur sannleikur fer í gegnum þrjú stig : 1. Hæðni (e. ridicule) 2. Ofsafengið mótlæti (e. violently opposed) 3. Sjálfgefna staðreynd (e. accep- ted as self-evident) Það er einkum annað stigið sem er erfiðast að yfirstíga því oftar en ekki kemur mótlætið úr þeirri átt sem er hvað öflugust, þ.e. frá menntafólki. Máltækið segir „mennt er máttur“ en sagan sýnir að það er stutt yfir í andhverfuna „mennt er myrkvun“. Nægir að benda á Galíleó og Wright-bræð- urna, þau dæmi ættu allir að kann- ast við og viðurkenna sem mistök. Færri kannast við eða vilja viðurkenna að Tesla varaði við afleiðingum notkunar afstæðis- kenningar Einsteins og gerð kjarn- orkutólanna. Hann vildi fara aðrar hættulausar leiðir en á hann var ekki hlustað. Nú situr mannkynið uppi með afleiðingarnar. Fyrir dauða sinn 1943 tjáði hann sig hvað þetta varðar eitthvað á þá leið að mannkyninu og samtíma- mönnum hans hefðu orðið á mis- tök að fara þá leið sem valin var og mælti eitthvað á þessa leið: „The present is theirs but the future is mine.“ Þrátt fyrir gríðarlegt fram- lag hans til vísindanna og tækni- heimsins í dag hefur akademían aldrei viðurkennt Tesla að verð- leikum. Þvert á móti. Allir sem hafa reynt að feta í fótspor hans hafa endað í skrefi tvö, mótlæt- inu, og koðnað niður og fallið í gleymskunnar dá. Hringavilla (Catch-22) ríkir í tæknistoðkerfinu. Hugsaðu út fyrir boxið fyrir alla muni en ekk- ert mark mun vera tekið á þér ef þú gerir það. Hvað orkuna varðar þá eru Íslendingar ofdekraðir og lifa og hegða sér eftir því. Vakn- ingar er þörf sem tekur á þeim vanda. Nýtanlegt vatnsafl og jarð- varmi landsins eru það takmark- að afl að fullnýtt gæti það annað helmingi orkunotkunar Dana í dag. Það er góður mælikvarði á raunsæja framtíðarsýn. Það er aðeins ein leið út úr vand- anum. Opnum dyrnar fyrir fram- sækinni hugsun og hættum að hnýta í það fólk sem þó þorir það að gera. Umfram allt að leggja niður þann ósið að leggja steina í götu þess. Þeirra er framtíðin eins og Tesla sagði. En eins og alkunn- ugt er þá er mannkynið óseðjandi hvað orku varðar og því glap- ræði að hindra lausnir sem þykja kannski ógerlegar í dag en verða sjálfsagðar á morgun. Vandann ber að leysa. Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu“ nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstirétt- ur dæmdi gengistryggð lán ólög- leg, tóku aðeins á hluta óvissunn- ar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuld- bindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakand- inn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag.“ Í 5.gr. Neytenda- verndartilskipunar Evrópusam- bandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlk- un sem kemur neytandanum best.“ Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytand- inn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dóms- mál til að vernda heildarhagsmuni neytenda“ nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lög- banns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda“. Ráðherra getur jafn- framt útnefnt íslensk félagasam- tök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmuna- samtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráð- herra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadótt- ur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðu- neytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainn- heimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir pers- ónulega til ábyrgðar fyrir van- rækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru pers- ónulega ábyrgir fyrir því að van- rækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhags- munum íslenskra neytenda“, þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainn- heimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endur- útreikna gengistryggð lán án sam- þykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lán- takendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstím- anum. En þangað til eiga lántak- endur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasam- tökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhags- legum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneyt- isstjóra til skaðabóta vegna van- rækslu í starfi og það er bara byrj- unin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstak- linga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni. Það er aðeins ein leið út úr vandanum. Opnum dyrnar fyrir framsækinni hugsun og hættum að hnýta í það fólk sem þó þorir það að gera. Mannslíkam- anum stafar engin hætta af litlu magni af metanóli líkt og kynni að vera til staðar í bensíngufum á bensínstöð. Metanól í bensíni – leiðréttar rangfærslur Orkuvandi undir óseðjandi orkukröfum Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt Umhverfismál Ómar Sigurbjörnsson efnafræðingur CRI Fjármál Sturla Jónsson vörubílstjóri Arngrímur Pálmason fyrrv. sölumaður Orkumál Hafsteinn Hafsteinsson verkfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.