Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 126

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 126
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR90 Ensímin hjálpa við að brjóta niður og melta fæðuna, eykur næringarupptöku. Lagar uppþembu og vanlíðan eftir máltíðir. Virkar vel við candida sveppasýkingu. Kemur á jafnvægi í maga og ristli. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. Meltingarensím úr grænmeti og ávöxtum Meðmæli: Þægileg inn taka ekkert bragð , fljótvirkt • HUSK trefjar • 5 sérvaldir acidofilus gerlar • Inulin FOS næring fyrir acidofilus gerlanna lifestream™ nature’s richest superfoods www.celsus.is PERSÓNAN Gígja Dögg Einarsdóttir Aldur: 32 ára. Starf: Ég er ljósmyndanemi. Fjölskylda: Ég á tvö börn, son- inn Nökkva Þór Guðmundsson og dótturina Emblu Móeyju Guðmunds- dóttur. Búseta: Reykjavík. Stjörnumerki: Ljón. Gígja Dögg hefur í tvígang selt sænska verslanarisanum Hennes & Mauritz myndir eftir sig sem prentaðar voru á boli. „Ég æfði fótbolta sem barn en hef ekki sparkað í bolta í fimmtán ár. En það er þarna kvennalið í skól- anum og ég ákvað bara að reima á mig takkaskóna og mæta. Þarna ræður leikgleðin ríkjum og þótt ég sé ekki með þeim bestu er ég ekki með þeim verstu. Og það ræður kannski mestu um það að ég mæti alltaf,“ segir söngkonan Birgitta Haukdal, sem æfir fótbolta með skólaliði í Barcelona, en þar hafa hún og eiginmaður hennar, Benedikt Einarsson, komið sér fyrir ásamt syninum Víkingi Brynjari. Birgitta er hins vegar stödd hér á landi um þess- ar mundir til að kynna nýja sólóplötu sína sem er væntanleg í verslanir á næstu dögum. Hún verður gestadómari í sjónvarpsþættinum Dans, dans, dans í kvöld og hyggst þar syngja lag af plötunni sem hún vann í samstarfi með Þorvaldi Bjarna. Á plötunni er að finna lög eftir þau tvö en einnig lög eftir reynslu- bolta á borð við Egil Ólafsson og Þóri Úlfarsson. „Ég lét það svona ganga í tónlistarheiminum að ég væri að gera kraftballöðuplötu og væri að leita að lögum. Og viðbrögðin voru ótrúleg, ég fékk lög frá bæði þekktum og óþekktum tónlistarmönnum, frá fólki í underground-tónlistinni, klassík, þungarokki og allt þar á milli,“ segir Birgitta. Og söngkonan hefur komið sér vel fyrir í kata- lónsku höfuðborginni og sonurinn Víkingur unir sér vel í skóla þar sem hann lærir bæði ensku og spænsku þrátt fyrir ungan aldur. „Hann er í skólanum hálfan daginn,“ segir Birgitta sem er sjálf ekki alveg komin jafnlangt í spænskukunnáttunni og hún hefði viljað, en þar hefur spilað mikið inn í vinnan við nýju plötuna. „Ég hef bara sjálf verið að læra heima en þetta kemur allt saman núna þegar vinnan við plötuna er frá.“ - fgg Birgitta æfir fótbolta í Barcelona ALSÆL Í BARCELONA Birgitta Haukdal er alsæl í Barcelona þar sem hún æfir meðal annars fótbolta með skólaliði í borginni. Hún er að gefa út sólóplötu sem er væntanleg í plötuverslanir á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég elska Noreg. Það er fallegt land, íbúarnir og landslagið gerir það að verkum að mér líður eins og heima hjá mér,“ segir söngkon- an Jóhanna Guðrún Jónsdóttir í samtali við vefmiðil norska ríkis- sjónvarpsins, NRK. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Jóhanna Guðrún að flytja til Noregs og sýna norskir fjölmiðlar komu hennar mikinn áhuga. Er það helst vegna þátt- töku hennar í Eurovision árið 2009 þar sem hún var eini þátt- takandinn sem veitti framlagi Noregs, Alexander Rybak, verð- uga samkeppni og hefur lagið Is it True farið inn á vinsældalista og verið mikið spilað á útvarps- töðum þar í landi. Jóhanna Guðrún flytur út ásamt kærasta sínu, Davíð Sigur- geirssyni, og hundi þeirra en hún segir við NRK að hún sé að leita að hentugri íbúð á Óslóarsvæðinu. Ástæðan fyrir flutningnum er að Jóhanna Guðrún vill láta reyna á tónlistardrauminn í Skandinavíu. „Mér þykir vænt um Ísland en stóri draumurinn er að slá í gegn úti. Noregur varð fyrir valinu þar sem ég hef fengið góðar móttökur þar hingað til.“ Jóhanna Guðrún segist vera byrjuð að læra norskuna og að þau reyni að hafa alltaf norskan texta þegar þau horfa á kvikmyndir. „Það er fyndið. Norskan er ekki svo ólík íslensku. Við tölum gömlu útgáfuna af ykkar tungumáli og mörg orð eru eins.“ Jóhanna Guðrún ætlar að gefa út nýja plötu á næsta ári og segist alveg geta hugsað sér að taka þátt i Eurovision á ný, meira að segja fyrir hönd Noregs. „Já, af hverju ekki? Með rétta laginu og tíma- setningunni getur það vel verið. Það væri mikill heiður fyrir mig ef Norðmenn vildu að ég syngi fyrir þeirra hönd.“ - áp Norska pressan spennt fyrir komu Jóhönnu NOREGSFARAR Flutningar söngkon- unnar Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttir og kærasta hennar, Davíðs Sigurgeirssonar, til Noregs vekur athygli þarlendra miðla og í viðtali við NRK segir Jóhanna að vel komi til greina að keppa fyrir Noregs hönd í Eurovision. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Mikill áhugi er á Eldfjalli, kvikmynd Rúnars Rúnarsson- ar, eftir velgengni hennar á kvikmyndahátíðum undanfarið. Útsendarar á vegum banda- ríska stórleikarans Jack Nic- holson hafa óskað eftir því að fá eintak af myndinni í því augna- miði að sýna honum myndina og jafnvel endurgera. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli starfsliðs stórstjörnunnar og framleiðslufyrirtækis myndar- innar, ZikZak. „Þeir er búnir að setja sig í sam- band og það er eintak á leiðinni. Meira er ekki hægt að segja. En þetta er ekkert fjarstæðukennd hugmynd,“ segir Þórir Snær Sig- urjónsson, framleiðandi Eldfjalls í samtali við Fréttablaðið. Nicholson er í miklu uppáhaldi hjá Þóri, eins og hjá flestum kvik- myndagerðarmönnum, og hann segir nánast bókað að Nicholson muni fá sinn fjórða Óskar ef hann ræðst í endurgerð kvik- myndarinnar. „En þetta er nátt- úrulega allt á viðræðustigi og yrði bara gaman ef af yrði. Hann er auðvitað bara með lið á sínum snærum sem sér um að finna handa honum sniðug verkefni.“ Kvikmyndin Eldfjall hefur verið á mikilli sigurbraut að undanförnu og hreppt aðalverð- launin á hverri hátíðinni á fætur annarri. Nú síðast í Denver þar sem hún hlaut hin eftirsóknar- verðu Krzysztof Kieslowski- verðlaun og lagði meðal annars nýjustu kvikmynd George Cloo- ney, The Descendants eftir Alex- ander Payne. En Clooney hefur verið orðaður við Óskarinn fyrir frammistöðu sína í myndinni. „Okkur hefur gengið vel í Norð- ur-Ameríku, og hægt og bítandi erum við að komast á landakort- ið þar,“ segir Rúnar í samtali við Fréttablaðið og vildi sem minnst tjá sig um málið en staðfesti þó að það væru þreifingar í gangi fyrir vestan, þetta væri bitastætt hlut- verk fyrir mann á sjötugsaldri og af þeim væri ekki nóg. Eldfjall hefur vakið mikla athygli á Rúnari og fjölmargir aðilar hafa sýnt leikstjóranum áhuga. Fram undan er nú kapp- hlaupið um tilnefningu til Ósk- arsverðlauna en Eldfjall er fram- lag Íslands í þá baráttu. „Þetta er dýrt sport og þær eru stjarn- fræðilegar upphæðirnar sem mörg af okkar nágrannalöndum eru að eyða í þetta,“ segir leik- stjórinn. freyrgigja@frettabladid.is RÚNAR RÚNARSSON: HÆGT OG BÍTANDI AÐ KOMAST Á LANDAKORTIÐ Jack Nicholson sýnir Eldfjalli Rúnars áhuga Magdalena Sara Leifsdóttir er sem stendur annar vinsælasti kepp- andi alþjóðlegu Elite-keppninnar en á vefsíðu keppninnar er hægt að kjósa milli allra 60 fyrirsætanna sem taka þátt í úrslitakeppninni. Magdalena heldur út til Sjanghæ í Kína eftir örfáa daga, en frægar fyrirsætur á borð við Cindy Craw- ford og Gisele Bündchen stigu sín fyrstu skref í Elite. Enn er hægt að gefa Magdalenu atkvæðið sitt á slóðinni elitemodellook.com/ themodels/all.2.html en sigur í þessum lið keppninnar hjálpar íslensku fyrirsætunni mikið þegar út er komið. Íslenskir fatahönnuðir styðja við bakið á Magdalenu og hefur hún fengið fatnað frá Ander- sen&Lauth, KronKronm E-Label og evalín til að hafa með í ferðalaginu mikla. Vefsíðan sívinsæla Flickmylife.com lá niðri í gær. Ástæðan var þó ekki árás útsmoginna tölvuþrjóta á vefsíðuna, heldur árás á fyrirtækið Augsýn, sem sér um auglýsing- arnar á Flickmy- life. Þar voru menn fljótir að bregðast við en Google lét bíða eftir sér, sem útskýrir af hverju síðan var niðri í talsverðan tíma. Einhverjir áhyggjufullir notendur vef- síðunnar töldu að Ásgeir Kolbeins væri að hefna fyrir myndbirtingar af sér, en eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu hætti vefsíðan að birta myndir af Ásgeiri eftir að hann lét í ljós óánægju sína. Þær áhyggjur reyndust ekki á rökum reistar. Vinsældir sænsku skáldsögunnar Gamlinginn virðast ætla að halda áfram enn um sinn. Forlagið hefur nú prentað þrettán þúsund eintök af þessari vinsælu sögu sem hefur setið á toppi metsölulista frá því að hún kom út. Og svo virðist sem Forlagið ætli að veðja á bókina í jólapakk- ana því það hefur nú ákveðið að prenta nokkur þúsund eintök af sögunni í innbundnu formi því Íslend- ingum virðist vera það mjög í mun að gefa ekki kiljur í jólagjöf. - áp, afb, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI STÓRLAX Jack Nicholson er sannkölluð stórstjarna, hefur hlotið þrenn Óskarsverðlaun og verið heiðraður fyrir leik sinn ótal sinnum. Hann hefur sýnt Eldfjalli eftir Rúnar Rúnars- son áhuga, með möguleika á að endurgera myndina. Bitastætt hlutverk fyrir sjötugan mann, segir leikstjórinn. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.