Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 26
26 19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR
Sjóðfélagafundur
23. nóvember 2011
Kynningar- og fræðslufundur verður haldinn fyrir sjóðfélaga
Gildis-lífeyrissjóðs miðvikudaginn 23. nóvember nk. kl. 17.00
á Nordica Hilton Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1. Starfsemi og staða Gildis
- Árni Guðmundsson framkvæmdastjóri Gildis
2. Erlendar eignir lífeyrissjóða. Glatað fé eða gulls ígildi?
- Sigurður B. Stefánsson sjóðstjóri í Eignastýringu Landsbankans
3. Af vöxtum og verðbólgu. Hvaða áhrif hefur breytt
ávöxtunarkrafa og afnám verðtryggingar á lífeyrissjóðina?
- Benedikt Jóhannesson tryggingastærðfræðingur
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Fyrir skömmu birtist frétt í Fréttablaðinu um það þegar
sonur minn, 16 ára gamall, var
fluttur með sjúkrabíl á spítala
eftir að hafa drukkið svokallað-
an „orkudrykk“. Í því tilfelli sem
hér um ræðir var alls ekki um að
ræða orkudrykk heldur örvandi
drykk, drykk sem inniheldur það
mikið magn af örvandi efni, koff-
íni, að hann veldur eitrunum hjá
börnum og jafnvel fullorðnum.
Það er hins vegar mun væn-
legra að selja orkudrykk en örv-
andi drykk og börn þurfa ekki á
örvandi drykkjum að halda. Að
mínu mati fer betur á því að kalla
hlutina réttum nöfnum. Ef við
köllum drykkina örvandi drykki
höfum við betri tilfinningu fyrir
því sem um ræðir.
Einkennin sem sonur minn fékk
eru hefðbundin einkenni koff-
íneitrunar; fyrst aukinn hjart-
sláttur, skjálfti og mikil örvun
eða ofvirkni sem lýsti sér í meðal
annars í ósjálfráðum hlátri, hjart-
slátturinn jókst enn og hjartslátt-
artruflanir komu svo og mikill
svimi og á endanum miklir önd-
unarerfiðleikar, sem urðu til þess
að hann var fluttur á sjúkrahús
með sjúkrabíl.
Varan sem sonur minni keypti
heitir RED ROOSTER og er flutt
inn af Samkaupum og seld í versl-
unum þeirra. Um er að ræða eins
lítra umbúðir. Í þessari eins lítra
flösku eru 300 mg af koffíni en í
kaffibolla er til dæmis 50-100 mg
af koffíni. Í þessari einu flösku
er því koffínmagn sem samsvar-
ar mörgum kaffibollum. Eins og
fram kemur á vef Matvælastofn-
unar (MAST) eru engin takmörk
fyrir því hversu mikið magn má
vera af koffíni í drykkjarvöru á
Íslandi. Fæstum þætti hins vegar
í lagi að barn drykki marga kaffi-
bolla á dag, hvað þá marga í einu.
Neytendavernd eða „hagsmuna-
vernd“
Þegar lög um matvæli eru skoðuð
kemur í ljós að tilgangur þeirra
er að tryggja gæði, öryggi og holl-
ustu matvæla og að tryggja að
merkingar og aðrar upplýsingar
um þau séu réttar og fullnægj-
andi. Einnig að þannig sé staðið
að framleiðslu, innflutningi og
sölu matvæla að þau valdi ekki
heilsutjóni, þ.e. grunnhugmynd
laganna er neytendavernd. Þegar
hlutverk Matvælastofnunar er
skoðað á vefsíðu stofnunarinnar
kemur fram að stofnunin sinnir
þjónustu við neytendur í þeim
tilgangi að stuðla að heilnæmi
og gæðum matvæla. Þar stendur
einnig að verkefni stofnunarinnar
sé meðal annars neytendavernd.
Í reglugerð sem fjallar um merk-
ingu matvæla segir að merking
á matvöru skuli vera á íslensku,
ensku eða Norðurlandamáli, öðru
en finnsku. Ekki er gerður grein-
armunur á því hvort um almenn-
ar upplýsingar um innihald vör-
unnar er að ræða eða sérstök
varnaðarorð vegna neyslu vör-
unnar. Á drykknum sem hér
um ræðir voru allar merkingar
á ensku, einnig varnaðarorðin
aftan á umbúðunum. Velta má
fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að
varúðarmerking á matvöru sé á
móðurmáli þess lands sem hún
er seld í.
Merkingin á RED ROOSTER
er öll á ensku, einnig varnaðar-
orðin. Þar kemur fram að varan
þyki ekki heppileg fyrir börn og
að hún innihaldi mikið magn af
koffíni. Það er túlkun viðkom-
andi yfirvalda að merkingin
aftan á flöskunni sé nægjanleg
þar sem heiti vörunnar kemur
einnig fram þar en er ekki bara
á framhlið hennar. Og þar grein-
ir okkur á, mig og yfirvöld. Mín
túlkun er sú að til að hægt sé að
segja að varúðarmerkinguna beri
við augu um leið og heitið á vör-
unni hljóti hún að þurfa að vera á
framhlið vörunnar, þ.e. þeirri hlið
sem látin er snúa fram í hillum
verslana.
Varúðarmerking á matvöru
Hvað er það sem stýrir því hvaða
matvara skuli fá varúðarmerk-
ingu og hvernig er þeirri merk-
ingu háttað? Samkvæmt reglu-
gerð skal til dæmis merkja
matvöru sem inniheldur meira en
10% af viðbættum sykuralkóhól-
um (t.d. Sorbitol) með setningunni
„Mikil neysla getur haft hægða-
losandi áhrif“. Þegar örvandi efni
er sett í matvæli, efni sem í of
miklu magni valda gríðarlegum
einkennum vegna áhrifa á mið-
taugakerfi, þá þarf ekki að hafa
orð á þeim einkennum á umbúð-
unum. Eru hægðalosandi áhrif
matvæla talin miklu alvarlegri
einkenni af matvælayfirvöldum
en hjartsláttartruflanir, skjálfti,
svimi, hækkaður blóðþrýstingur
og miklir öndunarerfiðleikar (auk
fjölda annarra alvarlegra ein-
kenna)? Hversu margir einstak-
lingar hafa verið fluttir á sjúkra-
hús og þurft að fylgjast með þeim
þar, meðan líkaminn er að losa
sig við efnið, vegna matvæla sem
geta haft hægðalosandi áhrif?
Er þetta eðlileg forgangsröðun á
varúðarmerkingu matvæla?
Ákall um hjálp – stöndum saman
neytendur
Hvað er til ráða þegar löggjaf-
inn og framkvæmdavaldið hafa
ákveðið að gróði fyrirtækja skipti
meira máli en heilsa og jafnvel líf
barnanna okkar? Höfum við ekki
fengið nóg af því að setja gróða-
sjónarmiðin í forgang og afleið-
ingum þess? Stundum er talað um
að greiða atkvæði með fótunum.
Það getum við neytendur og for-
eldrar gert með því að beina við-
skiptum okkar frá verslunum sem
sýna ekki ábyrgð, til dæmis varð-
andi örvandi drykki. Verslum
ekki þar sem þykir í lagi að eitra
fyrir börnunum okkar, hér Sam-
kaup. Við þurfum það ekki. Sömu-
leiðis bið ég ykkur að senda tölvu-
póst á postur@slr.stjr.is, sem
er sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðuneytið, og tjá ykkur um
málið, hvað ykkur finnst um lög-
gjöf sem er túlkuð gegn hagsmun-
um okkar neytenda, einstakling-
anna sem hún á að vernda. Það
mun koma okkur öllum á óvart
hverju við getum áorkað ef við
tökum höndum saman og látum
okkur málið varða. HJÁLPUMST
AÐ VIÐ AÐ VERNDA BÖRNIN
OKKAR.
Neytendavernd eða
„hagsmunavernd“ –
dauðans alvara
Á nýafstöðnu þingi Samtaka iðn-aðarins var fjallað um starfs-
skilyrði tækni- og hugverkafyr-
irtækja á landinu, og hvernig
stjórnvöld og atvinnulífið geta
bætt stöðu þeirra. Mennta- og
atvinnumál tæknigreina voru
ofarlega á baugi í framsöguerind-
um á þinginu. Katrín Júlíusdóttir
iðnaðarráðherra benti á í opnuna-
rerindi þingsins að á sama tíma
og skortur er á háskólamennt-
uðu fólki í tækni- og raungreinum
hefur um fjórðungur atvinnulausra
lokið stúdentsprófi eða er háskóla-
menntaður. Þarna sé því klárlega
ósamræmi sem verði að taka á,
þar sem gott aðgengi að sérhæfðu
og menntuðu starfsfólki í tækni- og
hugverkagreinum væri lykilatriði
fyrir framþróun þessara fyrir-
tækja í landinu. [1]
Orri Hauksson, framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins, tekur í
sama streng og segir að komið hafi
í ljós mikill skortur á starfsfólki í
þessum tæknigreinum. „Við vorum
greinilega að beina starfsfólki hér
fyrir hrun í annað en raunverulega
atvinnulífið þarf í dag. Þannig að
við erum að reyna að opna allar
gáttir í menntakerfinu, til dæmis
tæknigreinar, bæði iðngreinar og
bóklegar greinar.“ [2]
Atvinnulífið kallar eftir tækni-
menntuðu starfsfólki
Í fyrirtækjum landsins eru að
verða til störf sem illa gengur að
manna. Jón Ágúst Þorsteinsson,
forstjóri Marorku, hefur á síðustu
misserum ítrekað bent á þá stað-
reynd að það kunni á næstu árum
að reynast erfitt að mæta eftirpurn
eftir vel menntuðu fólki í tækni-
greinum. Það hindri vöxt fyrir-
tækja hér á landi og stöðvi frekari
sköpun nýrra atvinnutækifæra. [3]
Könnun á þörfum iðnaðarins
fyrir menntað fólk sem var unnin
af Capacent fyrir Samtök iðnaðar-
ins í janúar 2011 staðfestir þess-
ar áhyggjur fyrirtækja í tækni-
greinum. „Það er skortur á fólki
með tæknimenntun og það verð-
ur að bæta við verulegum fjölda
af tæknifræðingum, verkfræð-
ingum og tölvunarfræðingum
á næstu árum til að mæta þörf
atvinnulífsins.“ [4]
Tækifæri í tæknifræði
Aðgangur að vel menntuðu og sér-
hæfðu vinnuafli er hagsmunamál
allra fyrirtækja – enn er þó veru-
legt misvægi milli framboðs og eft-
irspurnar í tæknigreinum. Atvinnu-
auglýsingar, greinaskrif og erindi
frá fyrirtækjum og aðilum vinnu-
markaðarins sýna í hnotskurn
þennan vanda atvinnulífsins. Þrátt
fyrir samdrátt í byggingargreinum
á Íslandi undanfarin ár, eru enn
miklir möguleikar í atvinnulífinu
fyrir tæknimenntað fólk. Tækni-
greinar eru til að mynda í meiri-
hluta þeirra atvinnuauglýsinga
sem eru birtar í blöðunum (helgina
12.–14. nóvember voru t.d. sjö aug-
lýsingar í Fréttablaðinu þar sem
auglýst var sérstaklega eftir tækni-
fræðingum).
Í opnunarerindi iðnaðarráðherra
á Tækni- og hugverkaþingi SI 2011
kom fram að áætlað er að árlega
þurfi um þúsund nýja tæknimennt-
aða starfsmenn inn á vinnumarkað-
inn til að uppfylla þarfir tækni- og
hugverkafyrirtækja. [5]
Samkvæmt Jóni Ágústi er sú tala
varlega áætluð og telur hann að það
verði að útskrifa allt að tvö þúsund
einstaklinga árlega í hönnun, hug-
búnaðargerð, verkfræði, tækni-
fræði, vélfræði, rafeindafræði
og skyldum greinum til að mæta
þörfum atvinnulífsins. Enn frem-
ur bendir hann á að námið þurfi
að vera sniðið að þörfum greinar-
innar og að draga þurfi verulega
úr kennslu í afleiddum greinum
eins og fjármálaverkfræði, iðnað-
arverkfræði og rekstrarverkfræði.
„Ef mannvirkjageirinn vex aftur
töpum við tækifærum í því að end-
urmennta kynslóðir inn í undir-
stöðuatvinnuvegina og gera mann-
virkjageirann sjálfbæran.“ [6]
Háskólanám í tæknifræði
Árni B. Björnsson, framkvæmda-
stjóri Tæknifræðingafélags Íslands,
gerir menntun tæknifræðinga að
umfjöllunarefni sínu í nýjasta tölu-
blaði Verktækni og bendir á að ef
rétt er farið að munu tæknimennt-
aðar stéttir bera uppi velmegun á
Íslandi til framtíðar. „Forsenda
þess að Íslendingar geti viðhaldið
lífsgæðum og haldið áfram að þró-
ast er að það séu tekjur af atvinnu-
starfsemi. Það verður eingöngu
gert ef fyrir hendi er vel menntað
fólk í tæknigreinum sem stundar
rannsóknir og þróunarstarf.“ [7]
Vöxtur hugverka- og tækni-
fyrirtækja á Íslandi, aukin atvinnu-
tækifæri og góð launakjör hljóta að
vera hvatning fyrir fólk til að sækja
háskólanám í tæknigreinum. Hvort
heldur sem það kemur beint úr
framhaldsskóla, öðru háskólanámi
eða úr starfi í iðn- og starfsgrein-
um. Það er lykilatriði að geta boðið
þessu fólki upp á hagnýtt og hnit-
miðað háskólanám sem er sniðið
að þörfum atvinnulífsins og þeirra
nemenda sem námið stunda. Ein-
ungis með samstilltu átaki mennta-
stofnana, atvinnulífs og nemenda
verður framgangur íslenskra
tæknigreina tryggður í framtíðinni.
Keilir býður upp á stutt, hag-
nýtt og nýstárlegt háskólanám í
tæknifræði í samstarfi við Háskóla
Íslands. Námið er sniðið að þörfum
atvinnulífsins, byggir á raunveru-
legum verkefnum og verkviti nem-
enda. Nemendur ljúka BSc-gráðu
í tæknifræði á þremur árum og
komast því fljótt út á vinnumark-
aðinn, þar sem þeir geta tekið þátt
í uppbyggingu og starfsemi áhuga-
verðustu hugverka-, tækni- og
orkufyrirtækja Íslands.
Heimildir
1. Katrín Jakobsdóttir, Tækni- og
hugverkaþing Samtaka iðnaðar-
ins, 7. október 2011.
http://www.idnadarraduneyti.
is/radherra/raedur-greina-KJ/
nr/3299
2. Frétt: „Skortur á menntuðu
starfsfólki“, heimasíða RÚV, 7.
október 2011.
http://www.ruv.is/frett/skortur-a-
menntudu-starfsfolki
3. Jón Ágúst Þorsteinsson, for-
stjóri Marorku á Iðnþingi SI, 10.
mars 2011.
http://www.si.is/media/idnthing/
Jon-Agust----Erindi-10-03-11----
Utgafa-D-(2).pdf
4. Könnun á vegum Samtaka iðn-
aðarins, janúar 2011.
http://www.si.is/media/mennta-
mal-og-fraedsla/Thorf-fyrir-menn-
tad-starfsfolk---Nidurstodur-konn-
unar-des-2010---jan-2011.pdf
5. Katrín Jakobsdóttir, Tækni- og
hugverkaþing Samtaka iðnaðar-
ins, 7. október 2011.
http://www.idnadarraduneyti.
is/radherra/raedur-greina-KJ/
nr/3299
6. Jón Ágúst Þorsteinsson, for-
stjóri Marorku á opnum fundi
ASÍ um atvinnu- og umhverfis-
mál, 25. janúar 2011.
http://www.asi.is/Portaldata/1/
Resources/samfelagid/atvinnu-
mal/J_n__25jan2011.pdf
7. Árni B. Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Tæknifræðinga-
félags Íslands, Verktækni 4. tbl.
2011.
http://www.tfi.is/media/verkta-
ekni-2011/verktaekni_04_2011.pdf
Tækifæri í tæknifræði
Menntamál
Karl Sölvi
Guðmundsson
forstöðumaður
tæknifræðináms Orku-
og tækniskóla Keilis
Neytendamál
Regína
Hallgrímsdóttir
lyfjafræðingur
Hvað er til ráða þegar löggjafinn og
framkvæmdavaldið hafa ákveðið að gróði
fyrirtækja skipti meira máli en heilsa og
jafnvel líf barnanna okkar? Höfum við ekki fengið
nóg af því að setja gróðasjónarmiðin í forgang …