Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 19. nóvember 2011 19 Hinn 20. nóvember 1989 var samningur Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins sam- þykktur á allsherjarþingi SÞ. Barnasáttmálinn, eins og hann er kallaður í daglegu tali, er því 22 ára og við hæfi að skrifa nokkur orð um afmælisbarnið. Barnasáttmálinn er afar merki- legur samningur og hefur haft víðtæk áhrif á líf barna um allan heim. Hann kveður á um borg- araleg, félagsleg, efnahagsleg og menningarleg réttindi barna og er þannig alþjóðleg viðurkenning á að börn séu engu minni mann- eskjur en fullorðnir og með full- gild mannréttindi. Umræður um sérstök réttindi barna hófust mörgum áratug- um fyrr. Hin breska Eglantyne Jebb, sem stofnaði Barnaheill – Save the Children 1919, gerði drög að „Yfirlýsingu um rétt- indi barna“ árið 1923 sem sam- þykkt var af Þjóðabandalaginu ári síðar. Barnaheill – Save the Children eiga mikinn þátt í tilurð barnasáttmálans og sem alþjóð- leg mannréttindasamtök barna er hann leiðarljós í öllu þeirra starfi. Á árinu 2010 náðu sam- tökin að bæta aðstæður ríflega 100 milljóna barna í 120 löndum en betur má ef duga skal. Barnasáttmálinn kveður á um skyldur þeirra ríkja sem hann hafa staðfest til að tryggja án mismununar rétt sérhvers barns til mannsæmandi lífs, afkomu og þroska og til að láta skoðan- ir sínar í ljós. Það er gleðilegt að nær öll ríki heims, fyrir utan Bandaríkin og Sómalíu, hafa staðfest sáttmálann. Það er hins vegar dapurlegt að mörg ríki uppfylla alls ekki skuldbindingar sínar og enn þann dag í dag er stórlega brot- ið á mannréttindum barna um heim allan. Sem dæmi má nefna að aðeins 25 lönd hafa bannað með lögum líkamlegar refsing- ar á börnum þó að barnasáttmál- inn kveði skýrt á um vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi og þó að öll börn heimsins vilji alast upp án þess að foreldrar þeirra eða forráðamenn leggi hendur á þau. Milljónir barna lifa í örbirgð og árlega deyja átta milljónir barna fyrir fimm ára aldur vegna sjúk- dóma sem er auðvelt að lækna. Menntun er undirstaða þess að börn geti þroskað hæfileika sína, en nær 70 milljónir barna eru án skólagöngu. Til að þetta breytist þurfa stjórnmálamenn um allan heim að setja fjölskyldur og börn ofar á forgangslistann. Fjármagnið er til en fer í annað. Til að mynda var kostnaður heimsins vegna fjármálakreppunnar 11.900 millj- arðar Bandaríkjadala árið 2009. Það þyrfti hins vegar ekki nema 54 milljarða Bandaríkjadala til að fæða öll börn heimsins á ári (Fréttablaðið 30. október 2010). Ísland fullgilti barnasáttmál- ann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barnaheillar – Save the Children á Íslandi myndi lög- festing styrkja stöðu barna hér. Aðstæður barna á Íslandi eru vissulega að mörgu leyti góðar og flest börn hafa það efnahags- lega mun betra en fyrir nokkrum áratugum. Eigi að síður búa mörg börn hér á landi við erfið- ar aðstæður. Þau og fjölskyldur þeirra þurfa viðeigandi aðstoð og stuðning. Á tímum efnahags- legra þrenginga má ekki skerða menntun og heilsuvernd barna. Barnaheill – Save the Child- ren á Íslandi vinna að því að efla mannréttindi barna hér á landi og erlendis og markmiðið er að öll börn fái að alast upp við góðar og mannsæmandi aðstæður. Með því að halda í heiðri þau réttindi sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir börnum sýnum við þessu mikilvæga afmælis- barni tilhlýðilega virðingu. Ísland fullgilti barnasáttmálann árið 1992 en hann hefur ekki verið lögfestur hér á landi. Að mati Barna- heillar – Save the Children á Íslandi myndi lögfesting styrkja stöðu barna hér. 22 ára afmælisbarn Barnasáttmáli SÞ Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheillar AF NETINU Óhugnanleg setning landsfundar Nú höfum við fengið stað- festingu á því að forystumenn Sjálf- stæðisflokksins ætla ekki að axla neina ábyrgð á þeim óförum sem íslenskt efnahagslíf lenti í undir þeirra stjórn. Þeir ætla að ríghalda í þær skýr- ingar sem þeir hafa tönglast á að það hafi verið heimskreppa, ekki íslensk kreppa sem olli efnahags- legum hamförum hér á landi. Forysta Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að horfast í augu við þá staðreynd að hér varð meira hrun en annarsstaðar. Það varð full- komið kerfishrun á Íslandi. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ekki burði í að takast á við og horfast í augu við að það var efnahagsstjórn þeirra sem lagði 25 þús. heimili í rúst. Það var íslenskt kerfishrun sem varð til þess að kaupmáttur hrapaði og kjör færð- ust 4 ára aftur í tímann. Skuldir einstaklinga og fyrirtækja tóku stökkbreytingum og Seðlabankinn varð gjaldþrota allt undir stjórn „farsælasta forystumanns“ Íslands. Sú efnahagsstefna sem Davíð Oddsson og meðreiðarsveinar mótuðu lagði nánast allt í rúst. http://gudmundur.eyjan.is/ Guðmundur Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.