Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 16
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR16 Aðalfundur SVFR verður haldinn laugardaginn 26. nóvember næstkomandi klukkan 13.30 á Grand hótel, Sigtúni 28, í Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Utankjörstaðarkosning fer fram á skrifstofu félagsins 21. - 25. nóvember klukkan 11 til 15. Hjálpargögnum frá Rauða krossi Íslands var dreift í Sómalilandi til um 2.500 flóttamanna, sem búa við hrikalegar aðstæður, sumir án húsaskjóls. Dreifingin er liður í neyðaraðstoð Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans í Sómalíu, en Rauði kross Íslands hefur nú varið um 50 milljónum króna til hjálparstarfsins. Hjálparstarf Rauða kross Íslands í Sómalíu er tvíþætt. Framlög almennings voru notuð til að kaupa bætiefna- ríkt hnetusmjör, sem er gefið alvarlega vannærðum börnum í sunnanverðri Sómalíu. Vestrænir hjálparstarfs- menn sem hafa hætt sér inn á verstu hungursvæðin hafa verið drepnir eða þeim rænt. Alls er búið að dreifa matvælum til einnar milljónar manna í sunnanverðri Sómalíu. Þeirra á meðal eru 20.000 börn sem njóta góðs af vítamínríka hnetusmjörinu sem keypt var fyrir framlög almennings á Íslandi. Hjálpargögnin sem verið er að dreifa til flóttamanna í norðanverðu landinu – meðal annars í Sómalilandi – voru keypt fyrir framlag Fatasöfnunar Rauða krossins. Hægt er að styðja áframhaldandi hjálparstarf með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins 904-1500 og leggja þannig 1.500 krónur fram til aðstoðarinnar. Föt verða hjálpargögn Rauði krossinn dreifir hjálpargögnum Hjálpargögnum frá Rauða krossi Íslands var dreift í Sómalilandi í vikunni. Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs, fylgdist með dreifingunni, sem hann segir hafa gengið afar vel fyrir sig. „Tilgangurinn með ferðinni var að við vildum fullvissa okkur um að það fé sem almenningur hefði látið okkur í té með framlögum og fötum væri vel nýtt á vettvangi. Og eftir að hafa fylgst með dreif- ingunni get ég staðfest að mjög vel og fagmannlega var að þessu staðið,“ segir Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparsviðs Rauða krossins á Íslandi, sem er nýkom- inn að utan eftir að hafa sótt Sóm- alíu heim. „Ég vildi meðal annars sannfæra mig um að skjólstæðing- ar væru valdir með tilliti til þess hversu berskjaldaðir þeir væru og hversu mikla þörf þeir hefðu fyrir þau hjálpargögn sem við vorum að dreifa.“ Það voru sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans, systursamtaka Rauða krossins, sem dreifðu hjálpar- gögnunum, plastdúkum, eldunar- áhöldum, teppum, hreinlætispökk- um, brúsum og fötum. Afhending varanna fór fram í hæðum fyrir utan Hargeysa, höfuðborg Somalilands. „Við fórum talsvert út fyrir höfuð borgina, upp í hlíðar þar sem fólk hefst við á skraufþurri mölinni þar sem eini gróðurinn er kaktus og þyrnirunnar. Fólk reis- ir sér kofa úr sprekum og þekur loft og veggi með því sem tiltækt er. Plastdúkar á borð við þá sem við komum með geta verið hrein lífsbjörg,“ segir Þórir, sem meðal annars hitti fólk sem hafði sofið úti í sjö nætur og var afar fegið því að geta reist sér betri skýli. Þórir segir það hafa verið ánægjulegt að fylgjast með hve skipulega og fagmannlega var staðið að dreifingu hjálpar- gagnanna. „Fólkið sem sá um dreifinguna vissi alveg hvað það var að gera og því myndað- ist ekkert öngþveiti eins og vill gerast ef gögnum er dreift með óskipulagðari hætti.“ Þórir hélt sig í norðurhluta Sóm- alíu, sem kallast Somaliland og hefur raunar lýst yfir sjálfstæði frá Sómalíu en ekki hlotið alþjóð- lega viðurkenningu. Í Suður- og Mið-Sómalíu er ástand svo slæmt og stjórnleysi svo mikið eftir ára- tuga borgarastríð að vestræn- ir hjálparstarfsmenn hætta sér ekki þangað. Rauða hálfmánan- um hefur þó verið leyft að sinna hjálparstörfum þar og sómalskir sjálfboðaliðar séð um dreifingu hjálpargagna, nú nýverið 700 þús- und skammta af bætiefnaríku hnetusmjöri sem keypt var fyrir íslenskt söfnunarfé. „Þó að það sé viðvarandi vannæring í norður- hluta Sómalíu er ekki sama hung- ursneyðin þar og fyrir sunnan. Hnetusmjörskammtarnir sem við dreifum í suðurhlutanum eru hugsaðir fyrir börn og þrátt fyrir óöldina hefur Rauða krossinum verið leyft að dreifa hjálpargögn- um þar, sem betur fer,“ segir Þórir að lokum. Lífsbjörg Rauða krossins í Sómalíu DREIFINGIN GEKK VEL Gögnum var dreift í Sheikh Omar-flóttamannabúðunum fyrir utan Hargeysa í Sómalilandi við mikla ánægju þeirra sem fengu úthlutað. Myndir/Rauði krossinn Á VETTVANGI Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri hjálparstarfssviðs Rauða kross Íslands, heldur ræðu við upphaf dreifingar hjálpargagna í Sómalilandi. Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.