Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 119

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 119
LAUGARDAGUR 19. nóvember 2011 83 KRINGLAN OG LAUGAVEGUR 44 · 591 5300 · WWW.SKIFAN.IS í Skífunni Kringlunni Dikta áritar og tekur lagið kl. 15 í dag 1.999 Fullt verð 2.799,- Tilboðsve rð Biðin er loks á enda. Fjórða breiðskífa Diktu er komin út. Platan sem nefnist Trust Me inniheldur 11 stórskemmtileg lög sem taka hlustandann með sér í rússibanareið um allan tilfinningaskalann. Trust Me fylgir eftir hinni geysivinsælu Get It Together sem til er á öðru hverju heimili landsins enda náði hún platínusölu og vel það. Á Trust Me er m.a. að finna lagið What Are You Waiting For? sem nú þegar hefur notið mikilla vinsælda í íslensku útvarpi. Líkt og á fyrri plötum Diktu eru lögin á Trust Me mjög fjölbreytileg, hressandi rokk, ljúfar og fallegar ballöður og allt þar á milli. 1.299 eintakið Tilboðsv erð Eldri plötur Diktu á tilboði FÓTBOLTI Harðjaxlinn Lee Clark hefur náð frábærum árangri með Huddersfield, en liðið hefur undir stjórn hans ekki enn tapað deildarleik á árinu 2011. Ef liðið tapar ekki fyrir Notts County í ensku C-deildinni um helgina slær það 33 ára gamalt met Nottingham Forest, sem lék 42 leiki í röð án taps undir stjórn hins goðsagna- kennda Brians Clough. Metið stendur í ensku deilda- keppninni, The Football League, og á því ekki við ensku úrvals- deildina sem var stofnuð árið 1992. Þar á Arsenal metið, en liðið lék 49 leiki í röð án taps frá 2003 til 2004. Huddersfield jafnaði met Nott- ingham Forest í síðustu umferð, en þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Walsall á heimavelli. Það hefur þó verið helsta vanda- mál Hudderfield að af þessum 42 taplausu leikjum eru átján jafnt- efli. Liðið er ekki á toppi C-deild- arinnar í Englandi, heldur í öðru sæti og fimm stigum á eftir topp- liði Charlton. Huddersfield tapaði síðast fyrir Southampton, 4-1, hinn 28. des- ember í fyrra en síðarnefnda liðið komst upp í B-deildina og trónir nú á toppi hennar. Clark hefur vakið athygli stærri liða vegna þessa góða gengis og var síðast sterklega orðaður við B- deildarlið Leicester sem rak Sven- Göran Eriksson á dögunum. Clark steig fram á sjónarsviðið og sagð- ist ekki hafa í hyggju að fara frá Huddersfield. „Það eina sem ég hef áhuga á er að halda áfram að sinna því verk- efni sem hafið er hjá Hudders- field,“ sagði Clark. „Ég tek því sem hrósi ef önnur félög hafa áhuga á mér en ekkert meira en það.“ Clark lék sem atvinnumaður í sextán ár í Englandi, með New- castle, Sunderland og Fulham. Hann hefur starfað sem þjálf- ari frá 2006 en tók við Hudders- field í desember 2008. Hann fékk Jóhannes Karl Guðjónsson til félagsins sumarið 2010 en gaf það út fyrir tímabilið í ár að Jóhannes væri ekki lengur í hans plönum. Jóhannes Karl er enn samnings- bundinn Huddersfield en ætlar að spila með ÍA næsta sumar. - esá Huddersfield í Englandi bætir um helgina 33 ára gamalt met Nottingham Forest ef liðið tapar ekki: Hefur spilað 42 leiki í röð án þess að tapa LEE CLARK Þessi fyrrverandi leikmaður Newcastle er einn efnilegasti knatt- spyrnustjóri Englands í dag. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Forráðamenn norska félagsins Stabæk hafa tilkynnt að félagið hafi komist að sam- komulagi við Nancy í Frakklandi um að greiða því 1,6 milljónir norskra króna, um 33 milljónir íslenskra, vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga. Þetta gætu reynst góð tíðindi fyrir Stjörnuna og KR. Mikið hefur verið fjallað um söluna í norskum fjölmiðlum síð- ustu daga og vikur og málið talið eitt mesta hneykslismál norskrar knattspyrnu á síðari árum. Nancy átti rétt á helmingi kaupverðs Veigars Páls en upp- gefið kaupverð var mun minna en hann kostaði Vålerenga í raun. Var félögunum refsað fyrir svikamylluna og nú hefur Stabæk komist að sáttum við Nancy. Lögreglan í Ósló hefur engu að síður hafið rannsókn á málinu og hefur sáttin engin áhrif á hana. Stjarnan og KR eiga rétt á upp- eldisbótum fyrir Veigar Pál, en sú upphæð er hlutfall af kaupverði hans. Eiga þau félög því heimt- ingu á leiðréttingu, rétt eins og Nancy hefur nú fengið. - esá Mál Veigars Páls í Noregi: Stabæk greiðir Nancy meira VEIGAR PÁLL Hefur staðið sig vel með Vålerenga eftir félagaskiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Roberto Mancini hefur ítrekað þá skoðun sína að Carlos Tevez muni ekki spila aftur í bún- ingi Manchester City. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í gær. Tevez kom sér í vandræði með því að neita að koma inn á sem varamaður þegar City mætti Bayern München í Meistaradeild Evrópu fyrr í haust. Nú er hann staddur í Argentínu, en þangað fór hann í leyfisleysi frá Englandi. „Ég held að hann muni ekki spila aftur með Manchester City,“ sagði Mancini í morgun. „Ég veit að hann er í Argentínu en ég veit ekki hvað hann er að gera þar.“ City mætir Newcastle í mikil- vægum leik í ensku úrvals- deildinni í dag. - esá Roberto Mancini: Tevez spilar lík- lega ekki meir TEVEZ Fagnar hér marki í leik með City síðastliðið vor. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.