Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 46
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR46 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2012. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Davíð Stefánsson formaður og Bragi Ólafsson tilnefndir af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Haraldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlauna- afhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaun- anna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2012. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. skrifstofu menn-ingarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur- borgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík. Sindri Freysson hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2011. Aðeins var opnað umslag með nafni vinningshafa. Aðrir sem áttu handrit í keppninni eru beðnir að vitja þeirra á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar sem fyrst eða fyrir 1. febrúar 2012. Einnig er unnt að fá handrit send í póstkröfu. Gefa þarf upp dulnefni. Menningar- og ferðamálasvið Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2012 Bjarni segir að SVFR hafi verið með samning um Norðurá síðan 1946 og á þeim tíma hafi hún aðeins einu sinni farið í útboð. „Ég veit ekki hvort hún fer í útboð á næsta ári. Ég vona auðvitað að við náum að semja við Norðurárbændur um áframhald- andi samstarf eins og við höfum gert um áratugaskeið,“ segir Bjarni. „Punkturinn er hins vegar þessi að ef við hjá Stangaveiði- félagi Reykjavíkur ætlum að vera með íslenskar laxveiðiár á leigu þá verðum við að borga markaðsverð fyrir alla vöru sem við kaupum, hvert svo sem markaðsverðið er. Ef markaðsverðið fyrir Norðurá er 120 milljónir, eða 100 milljónir eða 90 þá verðum við að reiða það fram ef við ætlum að taka þátt á þessum markaði á annað borð. Ég viðurkenni fúslega að mér finnst þetta háar tölur en við skulum sjá hvað gerist.“ Stangaveiðifélagið framlengdi í vikunni tvo leigusamninga við Veiðifélag Laxdæla. Annars vegar var samið um Laxá í Dölum og hins vegar Fáskrúð í Dölum. Veið- in í báðum þessum ám var frem- ur slök í sumar samanborið við í fyrra. Laxá í Dölum fór til að mynda úr tæplega 1.800 löxum niður í tæplega 600. Heimildir blaðsins herma að leigan á Laxá í Dölum hafi af þessum sökum lækkað miðað við fyrri samning. „Við fundum ásættanlega tölu sem báðir aðilar gátu sætt sig við og það var mjög ánægjulegt,“ segir Bjarni. Hvað gerist næst? Jón Þór Júlíusson, eigandi Hregg- nasa, sem meðal annars er með Grímsá og Laxá í Kjós á leigu, segir hækkun leigunnar í Þverá og Kjarrá þá mestu sem hann hafi séð. „Það sem vekur líka athygli er hversu gríðarlega mikill munur er á tilboðunum.“ Segir Jón Þór. „Síðan er auðvitað spurningin hvað gerist næst. Hættan núna er að aðrir leigusalar fylgi í kjölfar- ið, að við förum að sjá fleiri útboð á laxveiðiám. Á næstu þremur árum losna samningar í flestum stórum ám því oftast gera menn bara tveggja til fimm ára samn- inga.“ Jón Þór tekur undir með Bjarna og segir að mesta áhætta leigu- taka á Íslandi í dag sé gengisá- hættan. „Staðan er mjög fín fyrir útlend- inga í augnablikinu. Það getur samt enginn sagt hvar krónan verður stödd eftir nokkra mánuði, hvað þá nokkur ár.“ Laxá á Ásum Nýir leigutakar tóku við Laxá á Ásum í haust eftir útboð. Félagið Salmon Tails, sem er í eigu Íslend- inga, mun greiða 28 milljónir á ári í leigu fyrir ána sem er fjór- um milljónum meira en félagið Lax-á greiddi fyrir ána. Áin er án efa á meðal þekktustu laxveiðiáa Íslands en í henni er aðeins veitt á tvær stangir. Heimildarmenn Fréttablaðs- ins eru sammála um að leigan sé há. Hins vegar verði að hafa í huga að Laxá á Ásum sé og hafi alltaf verið svolítið sérstök, til að mynda hafi verðlagningin þar ávallt verið töluvert hærri en ann- ars staðar. Einn heimildarmaður sagði að síðustu ár hefði áin verið „bandvitlaust“ verðlögð því veiðin hefði dalað mikið. Síðasta sumar veiddust til að mynda fleiri laxar á hverja stöng í Elliðaánum en Laxá á Ásum og kostar dagurinn í Elliðaánum á besta tíma um 35 þúsund krónur. Þriggja daga túr á 2,8 milljónir Samkvæmt nýjum verðlista fyrir næsta sumar mun stangardagur- inn á tímabilinu 15. júlí til 2. ágúst kosta frá 419 þúsund krónum upp í 469 þúsund. Þriggja daga pakki með tvær stangir frá 21. til 24. ágúst mun því í heildina kosta ríf- lega 2,8 milljónir króna. Ódýrast er að veiða frá 7. til 11 september en þá kostar stangardagurinn 71 þúsund krónur. FRAMHALD AF SÍÐU 44 KJARRÁ Gríðarleg náttúrufegurð er við Kjarrá en áin teygir sig upp á hálendi. Þar eru veiðimenn fyrir utan skarkala þéttbýlisins – einir með veiðistöngina. Í fjarska má sjá veiðihúsið. MYND/ÞIJ Áætlað er að tekjur veiðiréttar -hafa og leigutaka stangaveiði- áa séu á bilinu 1,5 til 1,8 milljarð- ar króna á ári samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar um hagfræði- lega greiningu á nýtingu vatns, sem kom út í vikunni. Samkvæmt skýrslunni er hlutur veiðiréttar- hafanna um 80 prósent af heildar tekjunum. Hlutur leigu- takanna í heildartekjunum er því um 20 prósent. Hafa ber í huga að tekjur leigutakanna eru aðallega tekjur af sölu veiðileyfa umfram greiðslu fyrir veiðiréttinn. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að heildarvelta í stangveiði hafi verið 11,6 til 13,5 milljarðar króna í fyrra þar af eru óbein og afleidd áhrif á bilinu 9 til 10 milljarðar. Stór hluti af atvinnutekjum í land- búnaði Jónas H. Hallgrímsson, verk- efnisstjóri hjá Hagfræðistofn- un, segir að setja verði fyrir- vara við þessar tölur. Þessi kafli skýrslunnar sé unninn upp úr annarri skýrslu sem Hag- fræðistofnun vann fyrir Lands- samband veiðifélaga árið 2004 og tölur framreiknaðar á verð- lag ársins 2010. Þess ber að geta að í skýrslunni frá 2004 var stuðst tölur frá árinu 2003. Þótt erfitt sé að alhæfa mikið út frá gömlu skýrslunni kemur ýmislegt fróðlegt fram í henni. Meðal annars að tekjur veiði- félaga af laxveiði á Vesturlandi að frádregnum kostnaði voru um 45-53 prósent af atvinnu- tekjum í landbúnaði á svæðinu í heild á þessum tíma. Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að mjög margar góðar laxveiðiár eru á Vestur- landi og var þetta hlutfall mun lægra í öðrum landshlutum. Lax-á velti 770 milljónum króna árið 2009 Það er alveg ljóst að vilji menn fá gleggri sýn af veltu stang- veiða er nauðsynlegt að gera nýja úttekt á umfanginu. Ýmis- legt hefur gerst á þeim sjö árum síðan skýrslan sem unnin var fyrir Landssambandið kom út. Í ársskýrslum Lax-á, sem hefur fjölmargar ár á leigu, má til dæmis sjá að velta fyrirtæk- isins var um 770 milljónir króna árið 2009 og ríflega milljarður króna árið 2008. Munurinn skýrist væntanlega af banka- hruninu enda var rekstrarhagn- aðurinn um fimm milljónir árið 2009 samanborið við 185 millj- ónir árið á undan. Nauðsynlegt er að það komi fram að stór hluti af tekjum Lax-á er sala á veiðileyfum erlendis. ■ LAXVEIÐIN VELTIR MILLJÖRÐUM – VÍÐA ERFITT AÐ NÁLGAST VERÐSKRÁ Dæmi er um það að upplýsing-ar um verð á veiðileyfum séu sveipaðar móðu. Þótt flestir veiði- leyfasalar standi sig með prýði eru aðrir sem gera það ekki. Víða getur veiðimönnum reynst erfitt að nálgast verðskrár. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir rétt neyt- enda vera ríkan. Hann telji að veiðileyfasölum beri lagaleg skylda til að veita upplýsingar um verð. Skýrt sé kveðið á um það í reglum um verðupplýs- ingar við sölu á þjónustu. Í þeim segir meðal annars: „Verðskrá yfir alla framboðna þjónustu skal ávallt vera birt með áber- andi hætti þar sem þjónustan er veitt. Skal verðskráin vera skýr, aðgengileg og greinileg þannig að augljóst sé hvaða þjónustu verðmerking- in á við.“ Verðskrár undir borði Réttur neytenda er ríkur TRYGGVI AXELSSON Stangveiðin veltir 11,6 til 13,5 milljörðum á ári Nauðsynlegt að gera nýja úttekt um umfang laxveiðinnar VEIÐI Í LAXÁ Á ÁSUM Laxá á Ásum (2 stangir) Ár Laxar 2011 439 2010 763 2009 1.142 2008 503 2007 537 2006 361 2005 679 2004 462 2003 308 Heimild: Landssamband veiðifélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.