Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 8
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR8 Í undirbúningi er söguleg heimildarmynd um Eimskip. Ef þú átt gamalt efni (kvikmyndir eða ljósmyndir) sem mögulega tengist sögu Eimskipafélagsins höfum við áhuga á að heyra frá þér. Vinsamlegast hafðu samband við Rúnar í síma 822 2516 eða sendu okkur tölvupóst á runar@windowseat.is eða jonthor@windowseat.is Áttu efni um Eimskip? Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is Fí to n / SÍ A Suðurlandsbraut 16 104 Reykjavík Sími 561 1199 INDÓNESÍA, AP Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, fer til Búrma innan skamms að hitta leiðtoga herforingastjórnarinn- ar í von um að tryggja þar frek- ari þróun í lýðræðisátt, nú þegar „vottur af framförum“ hefur gert vart við sig, eins og Barack Obama Bandaríkjaforseti orðar það. Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, ákvað í gær að taka boði herfor- ingjastjórnarinnar um að skrá flokk sinn, Lýðræðishreyfinguna, sem löggildan stjórnmálaflokk á ný og bjóða fram í næstu kosningum. Flokkurinn tók ekki þátt í þing- kosningum á síðasta ári, vegna þess að hann treysti ekki herfor- ingjastjórninni til að tryggja að kosningarnar yrðu sanngjarnar. Lýðræðishreyfingin vann stór- sigur í þingkosningum árið 1990, en herforingjastjórnin tók ekki mark á því og setti Suu Kyi í stofu- fangelsi. Henni var ekki endanlega sleppt úr stofufangelsinu fyrr en að loknum þingkosningunum á síðasta ári, þegar herforingjastjórnin hafði tryggt sér áframhaldandi völd. „Ef Búrma heldur áfram á braut lýðræðisumbóta getur landið end- urnýjað samskipti sín við Banda- ríkin,“ sagði Obama á leiðtogafundi Suðaustur-Asíuríkja, sem haldinn er á Indónesíu. - gb Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, býður sig fram: Bandarísk yfirvöld lofa samstarfi AUNG SAN SUU KYI Ætlar að bjóða fram í næstu kosningum. NORDICPHOTOS/AFP BELGÍA, AP Meira en ellefu stjórnmálamenn hafa reynt að koma saman ríkisstjórn í Belgíu frá því síðast var kosið til þings. Þær tilraun- ir hafa engum árangri skil- að og landið hefur því verið án ríkisstjórnar í meira en fimm hundruð daga. Að vísu er bráðabirgða- stjórn starfandi í landinu, en hún hefur takmarkað umboð og á til dæmis erfitt með að koma í gegn nauðsynlegum efnahagsumbót- um, sem Evrópusambandið krefst að verði orðnar að veruleika fyrir miðjan næsta mánuð. „Við erum enn að reyna,“ sagði Wouter Beke, leiðtogi Flæmska kristilega demókrataflokksins, eftir að leiðtogar sósíal- ista, frjálslyndra og kristi- legra demókrata höfðu varið enn einni nóttinni í fundarhöld sem litlum árangri skiluðu. Samkomulag strandar á ágreiningi flæmskumæl- andi og frönskumælandi stjórnmálamanna, sem deila um það hvernig völdin skuli skiptast milli héraða landsins og miðstjórnar í Brussel. Jafnvel þótt gróft samkomulag hafi tekist í síðasta mánuði um aukin völd heim í héröðin hefur útfærsl- an dregist á langinn. Nokkur bjart- sýni ríkir þó um að brátt fari að sjá fyrir endann á þessum langdregnu stjórnarmyndunarviðræðum. - gb Meira en fimm hundruð dagar frá þingkosningum: Stjórnarmyndun gengur ekkert WOUTER BEKE STJÓRNSÝSLA Skipuð hefur verið hæfisnefnd vegna ráðningar á nýjum forstjóra Bankasýslu ríkisins. Dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru dr. Friðrik Már Baldursson hagfræðingur og Tryggvi Pálsson hagfræð- ingur. Hæfisnefndin mun móta vinnuferli fyrir mat á umsækj- endum í samræmi við þær kröf- ur sem fram koma í auglýsingu um starfið. Þá verður ferlið lagt undir stjórn Bankasýslunnar til samþykktar. Í kjölfarið mun nefndin framkvæma mat á hæfni umsækjenda og leggja fyrir stjórnina. - mþl Bankasýsla ríkisins: Hæfisnefnd skipuð vegna ráðningar SLYS Lögreglan óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Kringlumýrarbraut á áttunda tím- anum í gærmorgun, sunnan við bensínstöð N1 í Fossvogi. Dökkgrárri Toyotu Aygo var ekið suður Kringlumýrarbraut- þegar ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að ökutækið fór yfir tvær akreinar og hafnaði á vegriði. Þeir sem urðu vitni að slysinu geta haft samband við lögreglu í síma 444-1000 eða í gegnum net- fangið abending@lrh.is. - bj Lögregla leitar að vitnum: Bíll lenti á veg- riði í Fossvogi 1. Hvað heitir íslenski skákmaður- inn ungi sem er aðeins einum áfanga frá stórmeistaratitli? 2. Hvað heitir nýráðinn verkefna- stjóri hjá Leikfélagi Akureyrar? 3. Hver er kynþokkafyllsti karlmaður í heimi samkvæmt bandaríska tímaritinu People? SVÖR: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson. 2. Helga Mjöll Oddsdóttir. 3. Bradley Cooper. EVRÓPUMÁL Styrkur íslensks sjávar- útvegs og mikilvægi greinarinnar fyrir efnahag landsins er einn af helstu styrkleikum Íslands í yfir- standandi aðildarviðræðum við ESB. Þetta kom fram í máli Kol- beins Árnasonar, formanns samn- ingahóps Íslands um sjávarútvegs- mál, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands í gær. „Við hljótum að leggja áherslu á þennan styrk í okkar nálgun að viðræðunum að það sé feng- ur í að hafa okkur innan borðs,“ segir Kolbeinn og vísar til þess að sjávarútvegur hér á landi sé sjálf- bær og skili arði. Ef til inngöngu kæmi yrði Ísland stærsta fisk- veiðiríkið í ESB með um þriðjung af heildarafla sambandsins. „Við höfum staðið okkur vel og greinin skilar okkur arði. Það, ásamt öðrum stórum greinum eins og álframleiðslu og ferða- mannaiðnaði, yrði til þess að ef við gengjum í sambandið myndum við í grunninn leggja meira af mörk- um til sambandsins en það sem við fengjum beint þaðan.“ Kolbeinn segir það munu veita Íslandi sterka stöðu varðandi stjórn yfir eigin málum. „Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til.“ Hann bætir því við að mikilvægi sjávarútvegsins fyrir efnahag Íslands sé óumdeilt og það skapi ákveðna sérstöðu sem rétt sé að byggja á í samningaviðræðunum. Sjávarútvegurinn nemur um 12% af landsframleiðslu hér á landi á meðan hann er einungis um 0,1% af heildinni hjá ESB. Efasemdir hafa verið á lofti um að við hugsanlega inngöngu Íslands geti reglum sambands- ins verið breytt þannig að þær sérlausnir sem Ísland fengi yrðu mögulega ógiltar. Kolbeinn segir þær áhyggjur vera óþarfar. „Við leggjum áherslu á að fastsetja reglurnar um okkar hagsmuni inn í fyrirhugaðan aðildarsamning. Það jafngildir grundvallarsáttmálum sambands- ins og verður þess vegna ekki breytt nema með okkar samþykki. Hagsmunirnir yrðu þá tryggðir, ekki bara við inngöngu heldur til framtíðar.“ Staðan í sjávarútvegsmálunum er nú þannig að framkvæmda- stjórn ESB er að vinna að rýni- skýrslu um málaflokkinn, en hún verður vart tilbúin fyrr en undir árslok. Þá hefst vinna að gerð samningsafstöðu, en formlegar viðræður um sjávarútveg gætu byrjað í júní á næsta ári. thorgils@frettabladid.is Sterkur sjávar- útvegur styrkir samningsstöðu Formaður samningahóps Íslands við ESB um sjávarútvegsmál segir samningsstöðu sterka. Ísland yrði stærsta sjávarútvegsríki ESB ef til aðildar kæmi. Formlegar sjávarútvegsumræður gætu hafist í júní. Enda hlýtur það að vera öllum til góða, jafnt Íslendingum og þeim löndum sem fyrir eru í ESB, að greinarnar fái að blómstra áfram sem hingað til. KOLBEINN ÁRNASON FORMAÐUR SAMNINGAHÓPS ÍSLANDS UM SJÁVARÚTVEGSMÁL SAMNINGAMENN Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og Kolbeinn Árnason, formaður samningahóps um sjávarútveg, fóru yfir stöðuna í ESB- viðræðunum á fundi Viðskiptaráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.