Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 34
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR34 Í VINNUNNI Bragi hefur starfað sem sölumaður hjá Bönunum ehf. í tæp fjögur ár. Hér kannar hann lager fyrirtækisins. MERKTUR Bragi er með tvö Liverpool-tengd húðflúr á líkamanum. Fuglinn, merki liðsins, fékk hann sér vorið 2005 þegar Liverpool sigraði í Meistaradeild Evrópu en einkennisorð félagsins lét hann húðflúra á sig fyrir þremur árum. GRÁTLEGT Í lok leiks Liverpool og Manchester United var upplitið heldur lágt á Braga og félögum á Górillunni, enda staðan jöfn og fjöldi dauðafæra farinn í súginn hjá Liverpool. ATT KAPPI VIÐ ERKIFJENDURNA „Þegar vel gengur tökum við stundum lagið,” segir Bragi, sem byrjaði að styðja Liverpool ungur að árum, „þegar spámaðurinn Bjarni Fel lýsti vikugömlum leikjum í svarthvítu“. Smá rígur er bráðnauðsynlegur Yfir fimm þúsund eru í Liverpool-klúbbnum á Íslandi og er Bragi Brynjarsson, stjórnarmaður klúbbsins og sölumaður hjá Bönunum ehf., með þeim dyggustu. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdi Braga eftir í dagsins önn og Kjartan Guðmundsson ræddi við hann. Þ etta tekur sinn tíma, en ég sé ekki eftir einum einasta klukku- tíma sem fer í þetta stúss. Liverpool er nú einu sinni mín helsta ástríða,“ segir Bragi Brynjarsson, sölumaður hjá inn- flutningsfyrirtækinu Bönunum ehf. og ein- arður stuðningsmaður enska knattspyrnu- liðsins Liverpool. Sem meðlimur í stjórn Liverpool-klúbbs- ins á Íslandi, þar sem hann gegnir einnig stöðu viðburðastjóra, lætur Bragi sér ekki nægja að horfa á leikina heldur mætir fyrstur allra á veitingastaðinn Úrillu gór- illuna, nýjan heimavöll Liverpool-klúbbs- ins, og gerir allt klárt á leikdögum. Við skreytum alltaf staðinn fyrir leiki til að skapa stemningu, en þó er lagt mismikið í undirbúning eftir mikilvægi viðureign- anna. Auk þess sé ég meðal annars um að skipuleggja árshátíðir klúbbsins, sem notið hafa mikilla vinsælda,“ segir Bragi, en á téðum árshátíðum hefur í mörg ár verið vaninn að flytja inn sérstaka gesti, oftast nær úr röðum fyrrverandi leikmanna Liverpool, til að miðla af reynslu sinni og skemmta gestum. „Markaskorarinn Ian Rush er líklega mesta goðsögnin sem við höfum fengið í heimsókn. Alan Kennedy kom síðast og hann er frábær ræðumaður, en það var líka mjög gaman og eftirminnilegt að djamma heila helgi með partípésanum Neil Ruddock,“ segir Bragi. Liverpool-klúbburinn fagnar átján ára afmæli sínu í mars næstkomandi. „Stuðningsmannaklúbbur erkifjendanna í Manchester United á Íslandi fagnaði tuttugu ára afmæli sínu á dögunum og fékk tvo fyrr- verandi leikmenn, þá Paddy Crerand og Alex Stepney, til landsins af því tilefni. Þeim Manchester-mönnum þótti það mikið afrek, en við gerum þetta á hverju ári,“ segir Bragi og bætir við að smá rígur milli stuðnings- fólks sé bráðnauðsynlegur. „Það væri ekkert gaman ef allir héldu með sama liðinu.“ FRAMHALD Á SÍÐU 36 Fleiri myndir má sjá á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.