Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 10
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR10
Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s
J
ó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía
Góðir posar á hagstæðum kjörum
Þjónusta allan sólarhringinn
Viðskiptavinir á landsbyggðinni fá senda posa
sér að kostnaðarlausu
Mundu að panta posa fyrir jólaverslunina
á www.borgun.is eða í síma 560 1600.
Alltaf nóg að
gera fyrir jólin!
Christine AssAnge Berst fyrir son sinn.
nordicphotos/AFp
ÁstRALíA Christine Assange,
móðir Wikileaks-stofnandans
Julians Assange, tók sér stöðu
fyrir utan þinghúsið í Ástralíu á
miðvikudag þegar Barack Obama
Bandaríkjaforseti var í heim-
sókn.
Hún krafðist þess að Obama
beitti sér fyrir því að komið yrði
í veg fyrir framsal Assange frá
Bretlandi til Svíþjóðar, þar sem
hans er óskað til yfirheyrslna
vegna ásakana um kynferðisbrot
gegn tveimur konum.
Hún hefur einnig skrifað til
Kevins Rudd, utanríkisráðherra
Ástralíu, og farið fram á að
Ástralar grípi inn í málið.
- gb
Móðir Julians Assange:
Vill að Obama
stöðvi framsal
svíþjóð Eftir nokkur ár munu
Svíar halda aftur þjóðaratkvæða-
greiðslu um hvort taka eigi upp
evruna. Þetta er mat Carls Bildt,
utanríkisráðherra Svíþjóðar. Bildt
segir í viðtali við Dagens Industri
að Svíar hefðu átt að gerast aðilar
að myntbandalaginu um leið og það
var stofnað.
Í viðtalinu viðurkennir Bildt
þó að það hafi komið sér vel
fyrir Svía að taka ekki þátt í
evrusamstarfinu vegna ástands-
ins nú. Samtímis hafi þó Svíar haft
gagn af tilvist evrunnar. - ibs
Utanríkisráðherra Svíþjóðar:
Kosið um evru
eftir nokkur ár
hrAðskreiðAstA fjórhjólið Breski
uppfinningamaðurinn colin Furze
brunar á fjórhjólinu sínu, sem getur
komist upp í 115 kílómetra hraða á
klukkustund, mun hraðar en önnur
slík farartæki. FréttABlAðið/AFp
viðskipti Lán sem Seðlabanki Íslands veitti
þegar hann seldi hinn danska FIH-banka
fyrir rúmu ári, svokallað seljendalán, er sem
stendur tugmilljarða lægra virði en upphaf-
legur höfuðstóll þess. Lars Rohde, forstjóri
ATP-lífeyrissjóðsins sem var á meðal kaup-
enda bankans, fullyrti í danska viðskipta-
blaðinu Börsen í gær að Seðlabankinn myndi
tapa tugum milljarða á sölunni. Rohde situr
einnig í stjórn FIH. Bankinn tapaði um 19
milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum
ársins 2011.
FIH-bankinn var að fullu í eigu Kaupþings
fyrir hrun. Öll hlutabréf hans voru sett
sem veð fyrir 500 milljónum evra, 79,5
milljörðum króna á gengi dagsins í dag, láni
til bankans hinn 6. október 2008. Lánið átti að
vera til fjögurra daga. Áður en það var endur-
greitt féll Kaupþing. Seðlabankinn gekk í
kjölfarið að veðinu.
Í september 2010 var tilkynnt að Seðla-
bankinn hefði selt FIH til fjárfestingarhóps
sem samanstóð af dönsku lífeyrissjóðunum
ATP og PFA, sænska tryggingafélaginu
Folksam og fjárfestinum Christian Dyvig.
Kaupverðið var 5 milljarðar danskra króna,
um 107 milljarðar króna. Um 62 milljarðar
króna fengust greiddir í tveimur hlutum fram
til janúar 2011 en 66,3 milljarðar króna voru
í formi seljendaláns sem Seðlabankinn veitti
og er á gjalddaga 31. desember 2014.
Þrátt fyrir að höfuðstóll seljendalánsins
væri hár var lánið bundið við gengi FIH
með ýmsum hætti. Í fyrsta lagi verður hann
lækkaður með tilliti til þess taps sem FIH
verður fyrir vegna eigna á efnahagsreikn-
ingum sínum frá miðju ári 2010 og fram
að gjalddaga lánsins. Á fyrstu níu mán-
uðum ársins 2011 hefur FIH afskrifað 11,9
milljarða króna. Á seinni helmingi ársins
2010 afskrifaði hann 33,7 milljarða króna.
Heildarafskriftir FIH frá því að Seðlabank-
inn seldi hann hafa því numið um 45,6 millj-
örðum króna. Fréttablaðið hefur vitneskju
um að spár stjórnenda FIH geri ráð fyrir að
afskrifa þurfi milljarðatugi til viðbótar fram
að gjalddaga seljendalánsins.
Í öðru lagi átti mögulegur hagnaður FIH
af fjárfestingarsjóðnum Axcel III, sem er að
fullu í eigu bankans, að koma til hækkunar á
höfuðstól seljendalánsins. Helsta eign Axcel
III er 57,4% hlutur í skartgripaframleiðand-
anum Pandoru og hagnaður sjóðsins er nán-
ast einvörðungu bundinn við gengi bréfa í
fyrirtækinu.
Pandora var skráð á markað 5. október í
fyrra og skráningargengið var 210 danskar
krónur. Axcel-sjóðurinn skuldbatt sig til að
eiga sinn hluta í eitt ár eftir skráningu til
að tryggja að ekki yrði offramboð á bréf-
um. Hlutabréfin hækkuðu upphaflega mikið
og fóru upp í 367,5 danskar krónur í janúar.
Síðan þá hefur gengi þeirra hríðfallið, for-
stjóri Pandoru verið rekinn og afkomuspám
verið breytt verulega til hins verra. Gengi
bréfanna í lok dags í gær var 49 dansk-
ar krónur, eða 13,3% af því sem það var í
janúar. Sem stendur er Axcel-sjóðurinn því
ekki að fara að skila miklum hækkunum á
seljendaláninu.
Seðlabankinn vill ekki gefa upp hvert bók-
fært virði seljendalánsins er í dag og ítrekar
að lánið sé ekki á gjalddaga fyrr en í lok árs
2014. thordur@frettabladid.is
Kaupþingslánið verður dýrt
Stjórnarmaður í FIH fullyrðir að Seðlabanki Íslands muni tapa tugum milljarða á sölunni á FIH, sem hann
tók að veði fyrir risaláni til Kaupþings. 66,3 milljarða seljendalán mun lækka mikið eins og staðan er í dag.
tAp yfirvofAndi seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500
milljónir evra 6. október 2008 og tók Fih sem veð.
Þremur dögum síðar var bankinn fallinn.
ORkUmÁL Forsvarsmenn Orku-
veitu Reykjavíkur og fyrirtækis-
ins Geogreenhouse ehf. skrifuðu í
gær undir samning um kaup á orku
ásamt heitu og köldu vatni sem nota
á til ylræktar á Hellisheiði.
Stefnt er að því að framleiða
tómata til útflutnings í gróðurhús-
um vestan Hellisheiðarvirkjunar.
Áætlanir gera ráð fyrir að hægt
verði að framleiða nokkur þúsund
tonn af tómötum á ári sem selja á
til Bretlands.
Samningurinn nær til fyrsta
áfanga ylræktarinnar, sem áform-
að er að taka í notkun haustið 2012.
Samkvæmt upplýsingum frá Orku-
veitunni má búast við að um 50 störf
verði til vegna fyrsta áfangans, sem
þó er aðeins fjórðungur af endan-
legri stærð versins. Byggð verða 50
þúsund fermetra gróðurhús, sem
þurfa um níu megavött af orku.
Annar áfangi, sem verður jafn
stór hinum fyrsta, á samkvæmt
áætlunum að verða tilbúinn
haustið 2014. Síðasti áfanginn er
ótímasettur. Stærsti eigandi Geo-
greenhouse ehf. er Sölufélag garð-
yrkjumanna, en auk þess eiga í
félaginu Investum Holding og
Nýsköpunarsjóður. - bj
Áforma byggingu 50 þúsund fermetra gróðurhúss við virkjun OR á Hellisheiði:
Framleiða tómata til útflutnings
UndirritUn sigurður Kiernan, stjórnar-
formaður Geogreenhouse, og Bjarni
Bjarnason, forstjóri or, undirrituðu
samning um orkusölu í gær.
Matsfyrirtækið Moody´s lækkaði lánshæfiseinkunn
Fih úr Ba2 í B1 með neikvæðum horfum. Með
niðurfærslunni færðist bankinn enn neðar í hinum
svokallaða ruslflokki. Bankinn er auk þess á
athugunarlista Moody´s. helstu ástæður áhyggna
matsfyrirtækisins eru þær að Fih fékk um 1.100
milljarða króna lán og ábyrgðir á skuldabréfum frá
danska ríkinu sem hluta af björgunarpakka þess
fyrir þarlent fjármálakerfi. lánin og skuldabréfin
eru á gjalddaga frá ágúst 2012 til júní 2013. Fih
þarf að endurfjármagna þessi lán, enda er hand-
bært fé bankans sem stendur einungis tæp 10% af
þeim. heildareignir bankans voru metnar á 1.840
milljarða króna í lok september síðastliðins. skuldin
við danska ríkið er því um 60% af öllum eignum
bankans sem stendur.
fih neðar í ruslflokknum