Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 20
20 19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR
Evrópumálin snúast um fram-tíðina. Þau snúast um hvort við
Íslendingar ætlum að taka skref-
ið fram á við og treysta samband
okkar við önnur sjálfstæð ríki innan
vébanda Evrópusambandsins, eða
hvort við ætlum að standa í stað og
láta EES-samninginn duga. Sjá til,
vona það besta og gera enn eina til-
raun með sjálfstæða örmynt á sam-
eiginlegum markaði, með eða án
gjaldeyrishafta. Svo eru þeir sem
vilja stíga skrefið tilbaka, segja
upp EES- og Schengen-samningun-
um. Halda á heiðina eins og Bjart-
ur forðum daga. Fram á við, standa
í stað, afturábak. Um þetta snýst
valið.
Ég er staðfastlega þeirrar skoðun-
ar að langbesta leiðin til þess að eiga
vitræna umræðu um þessa valkosti
sé að leiða til lykta aðildarviðræður
Íslands og ESB. Aðeins þannig fáum
við úr því skorið hvort þær hindr-
anir sem hingað til hafa fælt okkur
frá því að sækjast eftir fullri aðild
séu raunverulegur tálmi eða tilbúið
bitbein.
Aðeins með því að semja um aðild
kemur í ljós hvort sá ávinningur
sem aðrar þjóðir hafa notið við aðild
á ekki líka við um Ísland. Aðeins
aðildarsamningur losa okkur við
getgátur um hvað sé gerlegt í samn-
ingum og svarar spurningum okkar
um kosti og galla aðildar. Þá fyrst
getur íslenska þjóðin tekið sjálf-
stæða ákvörðun um eigin framtíð.
Samningaviðræðurnar eru þegar
hafnar. Þær hafa hingað til gengið
mjög vel. Við höfum þegar opnað 6
kafla af 33 sem um þarf að semja,
og lokið viðræðum um fjóra. Það er
nánast einsdæmi. Vonir standa til
þess að um mitt næsta ár verði við-
ræður hafnar um alla málaflokka,
og lokið um meirihluta samnings-
kafla. Þá fer að sjá til lands.
Ávinningurinn af Evrópu
Í umræðunni núna er mikilvægt að
greina milli þess sem við vitum og
vitum ekki, á milli reynslu fortíðar
og væntinga framtíðar. Það sem við
vitum er að Ísland hefur notið ríku-
legs ávinnings af þátttöku í Evrópu-
samvinnunni. Aðild Íslands að Atl-
antshafsbandalaginu tryggði öryggi
okkar á viðsjárverðum tímum kalda
stríðsins. Aðildin að EFTA og síðar
EES skaut traustum þverbitum
undir íslenskt atvinnulíf og útflutn-
ing okkar. Allar þessar ákvarðanir
voru umdeildar á sínum tíma og það
þurfti pólitíska forystu og framsýni
til að ná þeim í gegn. Í dag er óum-
deilt að með þátttöku í Evrópusam-
vinnunni höfum við tryggt öryggi
og bætt lífskjör Íslendinga, aukið
fjölbreytni og samkeppnishæfni í
atvinnulífinu og skapað tækifæri
fyrir íslenskar fjölskyldur og fyr-
irtæki sem annars hefðu lifað við
fábreytni og einangrun.
Spurningin sem við stöndum núna
frammi fyrir er hvort sú ákvörðun
að gerast fullgildur þátt-
takandi í ESB muni með
sama hætti treysta enn
frekar fullveldi okkar
og framtíð. Reynsla ann-
arra ríkja er vísbend-
ing. Öll ríkin sem geng-
ið hafa í ESB telja það
hafa þjónað sínum hags-
munum. Frændur okkar
Írar segja aðildina hafa
gert þeim kleift að stíga
upp úr sárri fátækt. Vinir
okkar í Eistlandi hafa
notið góðs af fjárfest-
ingum og útflutningi. Og
norrænar bræðraþjóðir
okkar í Svíþjóð, Danmörk
og Finnlandi hafa allar
notið ESB-aðildar, hver
með sínum hætti.
Enginn kvartar undan því að hafa
glatað sjálfstæði sínu eða yfirráðum
yfir auðlindum. Og ekkert aðildar-
ríki vill ganga úr sambandinu, ekki
einu sinni mínir góðu vinir í breska
Íhaldsflokknum! Nýverið kolfelldu
David Cameron og hans menn til-
lögu um að fram færi þjóðar-
atkvæðagreiðslu um úrsögn. Bretar
eru evróskeptískir en þeir vita sem
er að aðildin tryggir hag Bretlands.
Þessa vegna sögðu þeir Já við Evr-
ópu og Nei við óvissu og einangrun.
En hvað með krísuna?
Enginn dregur fjöður yfir þá stað-
reynd að Evrópa glímir núna við
erfiðan efnahagsvanda. En sá
vandi er skuldavandi og hann er
ekki bundinn við Evrópu heldur
teygir anga sína um allan heim.
Um það vitnar skýrsla AGS í vik-
unni. Evrópusambandsríkin hafa
nú þegar gripið til margvíslegra
róttækra ráðstafana til að vinna sig
út úr þessu og tryggja að skuldsetn-
ing einstakra ríkja geti ekki endur-
tekið sig. Það er mín bjargföst trú
að evran muni koma sterkari og
stöðugri út úr þessum hreinsun-
areldi. Menn geta verið sammála
eða ósammála því mati. En í Evrópu
eru menn sammála um eitt: Núver-
andi efnahagserfiðleikar kalla á
meiri samvinnu, ekki minni, og það
er enginn að gefast upp. Við þurfum
meiri Evrópu til að vinna okkur út
úr vandanum.
Hvað sem krísunni líður er
ávinningur Evrópusamvinnunnar
óbreyttur. Kostir innri markaðar
Evrópu munu áfram skila sér í
bættri samkeppnishæfni, auknum
útflutningi og atvinnu eins og Sam-
tök atvinnulífsins þekkja svo vel.
Kostir Evrópusamstarfs um nýsköp-
un og vísindi, menningu og mennt-
un, rannsóknir og þróun, skapa
hagvöxt og störf. Það hafa Samtök
iðnaðarins og íslensk nýsköpunar-
fyrirtæki margsinnis bent á. Og
grundvallarkostir evrunnar sem fel-
ast m.a. í stöðugleika,
innra og ytra aðhaldi,
lægri vöxtum og verð-
bólgu, aukinni fjár-
festingu og atvinnu
hafa ekki breyst.
Þ e s s v e g n a
kalla forystumenn
íslenskra fyrirtækja
eftir upptöku hennar.
Íslensk heimili taka
undir það. Skulda-
vandi Grikklands,
Ítalíu og fleiri ríkja
breytir engu um
þessa grundvallar-
kosti Evrópusamvinn-
unnar. Það má leiða að
því líkur að um það
leyti sem við Íslend-
ingar kjósum um
aðild verði Evrópusambandið búið
að treysta innviði sína og umgjörð
efnahagsmála svo um munar. Þá
býðst Íslandi aðild að enn sterkara
ESB.
Framtíðarsýn og stefnufesta
Stóra myndin er þessi. Við vitum að
Evrópusamvinnan á vettvangi EES
og EFTA hefur reynst okkur Íslend-
ingum vel og að Evrópusambands-
aðild hefur reynst aðildarríkjunum
vel. Um það vitnar reynsla ann-
arra Norðurlandaríkja, vina okkar
í Eystrasaltsríkjunum og annarra
aðildarríkja. Með því að ljúka aðild-
arviðræðum og fá aðildarsamning
á borðið vitum við með vissu hverj-
ir kostir og gallar aðildar eru og
getum vegið þá og metið út frá hags-
munum Íslands.
Allt tal um að Evrópa sé komin að
fótum fram, um endalok sjálfstæð-
is og auðlindaafsal stenst ekki skoð-
un. Yfirstandandi skuldavandi ein-
stakra Evrópuríkja er ekki tilefni
til óðagots.
Stjórnmálin snúast um stefnu-
festu og framtíðarsýn. Barátta
æstustu Evrópuandstæðinganna
fyrir því að ganga gegn meirihluta-
vilja Alþingis, hætta við og breyta
umsókninni í bjölluat hefur fengið
lítinn hljómgrunn. Þó að skiptar
skoðanir séu um aðild eins og vera
ber í lýðræðissamfélagi hafa kann-
anir sýnt að 2/3 hluti Íslendinga
vilja ljúka viðræðum og kjósa um
aðildarsamning. Íslendingar vilja fá
að kjósa um framtíðina. Það munu
þeir fá að gera.
Ég skrifaði grein í síðustu viku sem hét „Hvað framleiðir
Ísland?“ og færði fyrir því rök að
framleiðsla Íslands væri ekki jafn
mikið í evrum og tölur Hagstof-
unnar gefa til kynna. Nú hafa sam-
tökin Já Ísland, sem berjast fyrir
aðild Íslands að ESB, vitnað í þess-
ar ófullkomnu tölur Hagstofunnar
til að reyna að sannfæra fólk um að
ekki sé neitt vit í því fyrir Ísland
að notast við aðra mynt en evru.
Ég hefði vonast eftir uppbyggilegri
rökræðu en raun ber vitni.
Í meðfylgjandi skífuriti sést
skipting útflutningstekna Íslands, ef
leiðrétt er fyrir því að ál er hvergi
verðlagt í evrum, heldur dollurum,
en Hagstofan metur það ranglega
í evrum því álið er sent til Rotter-
dam, til umskipunar. Eins eru sjáv-
arafurðir sem seldar eru alþjóð-
lega, það er til landa utan Evrópu,
oftast verðlagðar í dollurum og það
er leiðrétt í þessari mynd. Myndin
ber það glögglega með sér að mikil-
vægasta mynt í útflutningi Íslands
er dollarinn. Og það kemur ekki á
óvart því Ísland framleiðir fyrst og
fremst hrávörur sem alls staðar eru
verðlagðar í dollurum.
Einn virtasti álitsgjafi heims
um peningamál, Martin Wolf, sem
heimsótti landið fyrir 2 vikum,
sagði það fásinnu að blanda saman
peningastefnu og aðild að ríkja-
bandalagi. Hann sagði þetta vera
tvö aðskilin mál, sem þau eru
sannanlega, og að Ísland gæti tekið
upp hvaða mynt sem er á nokkrum
vikum, meira að segja evru.
Hann sagði jafnframt að sér litist
ekki á framtíð evrunnar, hún væri
allt of óviss, og Kanadadollari hent-
aði Íslendingum betur. Kanadadoll-
ara má líkja við dollara fyrir 100
árum þegar auðlindir Bandaríkj-
anna voru að mestu ósnertar og því
er ljóst að Kanadadollari mun halda
verðgildi sínu betur en Bandaríkja-
dollari. Íslendingar hljóta að kjósa
mynt sem heldur verðgildi sínu.
Stóra myndin
ESB-aðild
Össur
Skarphéðinsson
utanríkisráðherra
Skipting útflutningstekna Íslands
Dollar
37%
Evra
27%
Pund
14%
Dönsk króna
7%
Norsk króna
6%
Sænsk króna
4%
Aðrar myntir
5%
Ég var stödd í bókabúð þegar mér datt í hug af rælni að
skoða hvað Hannes Hólmsteinn
Gissurarson segði um Sigfús
Daðason í bók sinni Íslenskir
kommúnistar.
Í síðasta kafla bókarinnar,
„Nokkrar niðurstöður“, segir:
„Eftir uppreisnina í Ungverja-
landi 1956 gekk Petrína Jakobs-
son úr Sósíalistaflokknum, en
Katrín Thoroddsen bifaðist ekki.
Jón úr Vör mótmælti ofbeldis-
verkum Kremlverja í lok sjötta
áratugar, en Sigfús Daðason var
ófáanlegur til þess“ (bls. 531).
Þetta fullyrðir Hannes Hólm-
steinn án nokkurra röksemda.
Hann tilgreinir ekki heimildir
sínar, hver eða hverjir það voru
sem reyndu án árangurs að fá
Sigfús til að mótmæla þessum
ofbeldisverkum. Skemmst er frá
því að segja að þetta eru helber
ósannindi.
Sigfús Daðason var vissu-
lega pólitískur en hann var ekki
flokkspólitískur. Hann var víð-
sýnn og tók ávallt sjálfstæðar
ákvarðanir. Sem dæmi má taka
að Sigfús hélt til náms í Frakk-
landi árið 1951 þó svo að Krist-
inn E. Andrésson, sem var
honum afar góður á æskuárun-
um og Sigfús mat mikils, vildi að
hann færi til Moskvu eða Austur-
Þýskalands þar sem hægt var að
fá ríflega styrki til náms.
Sigfús var í París þegar Sov-
étríkin gerðu innrás í Ungverja-
land 4. nóvember 1956. Að beiðni
ritstjórnar tímaritsins Birtings
skrifaði Sigfús 26. sama mán-
aðar greinina „Fyrirspurn svar-
að“ sem birtist í 4. hefti ritsins
1956. Í greininni fór hann hörð-
um orðum um arðrán stórþjóða á
smáríkjum og fordæmdi afdrátt-
arlaust ofbeldisverk stórvelda
gagnvart smáþjóðum, bæði inn-
rás Sovétmanna í Ungverjaland
og Breta og Frakka í Egyptaland.
Hann minnti jafnframt á „for-
dæðuverkin“ sem framin voru „í
Indókína og Guatemala, Kenya
og Alsír, Egyptalandi og Mada-
gascar.“
Í XIV kvæði í Höndum og
orðum (1959) – „Hvílíkar lygar
hvílík óheilindi hvílík sögu-
leg stórslys“ – tekur Sigfús upp
þráðinn á ný og fjallar með eftir-
minnilegum hætti um pólitískan
veruleika smáríkja og hervelda.
Eftir innrás Varsjárbanda-
lagsins í Tékkóslóvakíu 21. ágúst
1968 skrifaði Sigfús, sem þá var
einn þriggja ritstjóra Tímarits
Máls og menningar, ritstjórn-
argrein „Um Tékkóslóvakíu og
sósíalismann“. Niðurstaða hans
var að ekkert gæti réttlætt inn-
rásina. Greinin fékkst ekki birt.
Handrit Sigfúsar að greininni er
varðveitt á Handritadeild Lands-
bókasafnsins og á það hefur Sig-
fús skrifað „varð ekki birt“. Í
staðinn birti Kristinn E. Andr-
ésson greinina „Stúdentahreyf-
ingin“.
Þessi dæmi sýna að Sigfús var
alla tíð sama sinnis í afstöðu sinni
til stórvelda og smáríkja. Hann
stóð með hinum kúguðu gegn
kúgurunum. Þess vegna ítreka
ég að sú staðhæfing Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar að Sig-
fús Daðason hafi verið ófáanlegur
til að mótmæla ofbeldisverkum
Kremlverja í Ungverjalandi er
staðlausu stafir.
Hafa skal það sem
sannara reynist
Að halla réttu máli
Gjaldmiðlar
Heiðar Már
Guðjónsson
hagfræðingur
Yfirstandandi
skuldavandi
einstakra
Evrópuríkja er
ekki tilefni til
óðagots. Stjórn-
málin snúast
um stefnufestu
og framtíðarsýn.
Menning
Guðný Ýr
Jónsdóttir
ekkja Sigfúsar
Daðasonar
Þess vegna ítreka
ég að sú stað-
hæfing Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar að
Sigfús Daðason hafi verið
ófáan legur til að mót-
mæla ofbeldisverkum
Kremlverja í Ungverja-
landi eru staðlausu stafir.
BÓKIÐ AUGLÝSINGAR
TÍMANLEGA:
ÍVAR ÖRN HANSEN
S: 512 5429, GSM: 615 4349
ivarorn@365.is
Sérblað um hamborgarhrygg kemur
út þann 23. nóvember.
HRYGGUR
HAM
BORGAR