Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 120

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 120
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR84 Við fjölskyldan sjáum alls ekki eftir því að hafa farið í þetta ævintýri. ÞÓRIR ÓLAFSSON LEIKMAÐUR KIELCE FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarfélag- ið Manchester City gaf það út í gær að tap félagsins á rekstrarárinu 2010-2011 hefði alls numið 194,9 milljónum punda, eða tæplega 36,3 milljörðum króna. Þetta er vitaskuld mesta tap sem enskt knattspyrnufélag hefur til- kynnt fyrir aðeins eitt ár og sýnir hversu stórtækir eigendur félags- ins hafa verið síðan þeir keyptu það í ágúst árið 2008. Á þessum tíma hafa þeir breytt liðinu úr miðlungsúrvalsdeildar- liði í eitt öflugasta félagslið Eng- lands, og þótt víðar væri leitað, en það trónir nú á toppi ensku úrvals- deildarinnar. Forráðamenn félagsins segja að tapið hafi ekki komið á óvart og sé í samræmi við áætlanir félagsins sem tóku mið af því að leggja háar upphæðir í félagið fyrstu þrjú árin. Enda hefur liðið verið styrkt með gríðarsterkum leikmönnum sem margir eru meðal þeirra allra launahæstu í knattspyrnuheiminum. Forráðamennirnir segja hins vegar líka að markmiðið sé að félagið verði sjálfbært með árun- um. Tekjur þess hafi aukist mikið síðustu ár og ef það standi sig jafn vel og stefni í sé mögulegt að þær muni hækka enn meira á kom- andi árum. Velta Manchester City á þessu sama tímabili nam 153,2 milljónum punda, sem er met hjá félaginu. Samkvæmt nýjum reglum Knatt- spyrnusambands Evrópu, UEFA, um rekstur knattspyrnufélaga má ekkert félag skila meira tapi en 40 milljónum punda ár hvert, frá og með núverandi rekstrarári. For- ráðamenn City eru vongóðir um að geta staðist þær kröfur enda sé liðið það vel mannað í dag að ekki þurfi að eyða jafn miklu í leik- mannakaup og á síðustu árum. - esá Ótrúlegar upphæðir sem Manchester City tapaði á rekstrarárinu 2010-2011: Tap Man. City nam 36,3 milljörðum SJEIK MANSOUR Eigandi Manchester City stefnir á að félagið geti staðið undir eigin rekstri í framtíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY HANDBOLTI Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýska- landi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslend- inga. Fleiri Íslendingar hafa feng- ið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn. Þórir skrifaði þá undir tveggja ára samning við pólska stórlið- ið Kielce. Það er frá samnefndri borg, en í henni búa um 200 þús- und manns. „Lífið í Póllandi er ágætt. Þetta er í rauninni svipað og annars staðar. Ég bjóst ekki við neinu sér- stöku en lífið er fínt þarna. Borg- in er fín og þetta er alls ekki eins og margur heldur,“ segir Þórir, en hann segir margt hafa samt komið sér á óvart. Eins og hver önnur evrópsk borg „Bæjarlífið kom mér á óvart og gæðin á mörgu. Bílaflotinn er flottur og alls ekki bara Lödur og Skódar. Íbúðirnar eru líka fínar og greinilega ótrúlegur uppgang- ur í Póllandi. Þetta er bara eins og hver önnur evrópsk borg.“ Evrópumótið í knattspyrnu fer fram í Póllandi næsta sumar og Þórir segir augljóst að búið sé að eyða miklum peningum svo heima- menn komi vel fyrir á öllum svið- um. Á því græði þjóðin þó svo að þjóðvegirnir séu ekki allir upp á marga fiska. „Það er mun meira líf þarna en þar sem við vorum í Þýskalandi. Þá bjuggum við aðeins í 25 þúsund manna bæ. Við höfum komið okkur fyrir í fínni íbúð við miðbæinn. Það er ekki yfir neinu að kvarta og reynslan ekkert nema ánægju- leg hingað til.“ Deildin í Póllandi er ekki sú sterkasta. Tvö lið – Kielce og Wisla Plock – eru áberandi sterk- ust enda hafa þau eytt talsverðu fé í leikmenn. „Við höfum oft átt mjög lélega leiki en samt unnið með svona tíu mörkum. Það segir sitt. Þetta gæti verið betra, en deildin er samt að styrkjast,“ segir Þórir en hvaða markmið hefur félagið hans? „Félagið vill vinna deildina og vildi líka komast í Meistaradeild- ina,“ segir Þórir, en Kielce lagði lið Guðmundur Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, í hreinum úrslitaleik um sæti í Meistara- deildinni. „Við lentum svo í mjög erfiðum riðli og þar er ekkert gef- ins. Það verður erfitt að ná þriðja sæti en við förum samt áfram í fjórða sæti. Stefnan er að vinna heimaleikina og sjá svo til hverju það skilar.“ Selfyssingurinn neitar því ekki að reynslan sé jákvæðari en hann gerði ráð fyrir. „Ég hafði komið þarna áður og séð aðstæður hjá félaginu. Gott lið með góða aðstöðu. Það skemmdi svo ekki fyrir að liðið var á leið í Meistaradeildina. Ég vildi líka vera í liði sem vinnur eitthvað.“ Félagið á ekki sína eigin rútu Þó svo að félagið virðist eiga nóg af peningum er ekki allur aðbún- aður í kringum liðið alveg eins og best verður á kosið. „Félagið á ekki sína eigin rútu og því vitum við aldrei við hverju er að búast þegar þarf að ferðast. Oft er þetta ekkert merkilegt og vegirnir margir hverjir frek- ar slæmir. Ég tek því með tón- list, bækur og DVD-myndir til að drepa tímann. Vandamálið er samt oftast að það er ekkert rafmagn í rútun- um og þegar rafhlaðan er dáin er maður í vondum málum. Það kom mér aðeins á óvart að það væri ekki staðið betur að þessum málum. Í heildina er þetta samt mjög gott og við fjölskyldan sjáum alls ekki eftir því að hafa farið í þetta ævintýri.“ Þórir segist vera ýmsu vanur en þó komi ýmislegt honum spánskt fyrir sjónir. „Það er aðeins þyngra yfir þessu og stundum er öskrað svolítið á mann á æfingum. Það er eðlilegt fyrir þeim að öskra svo- lítið en það er ekkert illa meint,“ segir Þórir, en skilur hann eitthvað hvað er verið að segja við hann? „Handboltamálið gengur ágæt- lega en stundum er ég alveg týnd- ur. Ég get samt pantað mér á veit- ingahúsi og svona. Þetta er allt að koma og sumir skilja þýsku og ensku. Þetta bjargast allt saman,“ segir Þórir léttur. Hornamaðurinn ætlar að klára seinna árið í Póllandi og svo er framtíðin alveg óráðin. „Ég verð að sjá hvort ég nenni þessu þá áfram og er í formi. Það er allt opið og hver veit nema ég komi heim og fari að spila á Selfossi. Maður veit aldrei.“ henry@frettabladid.is Ekki bara Lödur á götunni hérna Hornamaðurinn Þórir Ólafsson kann vel við sig í Póllandi og sér alls ekki eftir því að hafa farið þangað frá Þýskalandi, þar sem hann lék í bestu deild heims. Hann spilar með sterku liði sem ætlar sér stóra hluti. SÁTTUR VIÐ LÍFIÐ Þórir Ólafsson er búinn að koma sér vel fyrir í Póllandi og ætlar að leika þar áfram á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI Billy Hunter, fram- kvæmdastjóri NBA-leikmanna- samtakanna sem voru leyst upp í byrjun síðustu viku, hefur talað um þann möguleika að NBA- leikmennirnir taki sig saman og stofni bara nýja deild. Kjarn- orkuveturinn er hafinn í NBA- deildinni eftir að leikmennirn- ir ákváðu að fara með deiluna í réttarsalinn og samninga- viðræður við eigendur NBA- liðanna fóru í algjört frost. „Kannski getum við bara búið til nýja deild. Við verðum ekki í Madison Square Garden en getum ef til vill spilað á heima- velli St John’s-skólans,“ sagði Billy Hunter. Amare Stoudemire, leikmaður New York Knicks, talaði á sömu nótum fyrir nokkru. „Við skulum sjá til hvernig þetta verkbann þróast. Ef það tekur eitt til tvö ár verðum við bara að stofna nýja deild,“ sagði Stoudemire. Ekkert kom úr fundi Davids Stern með eigendunum í fyrra- dag, en það þarf mikið til að stofna nýja deild og ekki er bara nóg að redda lausum íþróttahús- um. Orð Hunters og Stoudemires verða því ekki tekin alvarlega eins og er en það gæti breyst dragist verkbannið á langinn. - óój Kjarnorkuvetur í NBA: Við búum bara til nýja deild DEREK FISHER OG BILLY HUNTER Gefa ekkert eftir í NBA-deilunni. MYND/AP KÖRFUBOLTI Það verður söguleg stund fyrir íslenskan körfubolta í hádeginu á morgun þegar Assignia Manresa tekur á móti CAI Zara- goza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Með þessum liðum spila nefnilega íslenskir landsliðs- menn og verður þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar mætast í bestu körfuboltadeild í Evrópu. Jón Arnór Stefánsson er á sínu fjórða tímabili í spænsku deild- inni, en hann leikur nú með CAI Zaragoza eftir að hafa verið hjá CB Granada síðustu tvö tímabil þar á undan. Jón Arnór hefur verið eini íslenski leikmaðurinn í bestu deildum Evrópu undanfarin ár en hann var líka sér á báti þegar hann lék á Ítalíu og í Rússlandi. Haukur Helgi Pálsson hætti í Maryland-háskólanum eftir síð- asta vetur og gekk til liðs við Assignia Manresa. Hann byrj- aði tímabilið í byrjunarliðinu en hefur fengið minna að spreyta sig að undanförnu. Það er vonandi að Haukur Helgi, sem er aðeins 19 ára gamall, fái að reyna sig á móti Jóni Arnóri og félögum á morgun. Leikurinn fer fram á heimavelli Assignia Manresa og má búast við góðri mætingu enda eru þetta nágrannalið á Norður-Spáni. CAI Zaragoza getur náð Assignia Manresa að stigum með sigri. Það yrði þá þriðji sigur Zaragoza-liðsins í röð, en það hefur verið að braggast eftir erf- iða byrjun. Það er hægt að segja öfuga sögu af Manresa, sem byrj- aði mjög vel en hefur verið að gefa eftir. Leikurinn hefst klukkan 11.15 að íslenskum tíma. - óój Fyrsti Íslendingaslagurinn frá upphafi í bestu körfuboltadeild í Evrópu fer fram í hádeginu á morgun: Jón Arnór og Haukur Helgi mætast á morgun JÓN ARNÓR OG HAUKUR HELGI FRJÁLSAR Mikið verður um að vera í Laugardalshöllinni í dag þegar Silfurleikar ÍR fara fram í sextánda sinn, en leikarnir eru haldnir til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni, sem vann til silfur- verðlauna í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Melbourne 1956. Alls er skráður 541 keppandi á mótið frá 23 félögum um land allt. Silfurleikarnir hafa unnið sér sess sem eitt fjölmennasta frjálsíþróttamót sem haldið er á hverju ári hér á landi. Mótið stendur frá kl. 9 til 18.20 í dag og er frítt inn. Keppt verður á 20 stöðum samtímis í Laugardals- höllinni þegar mest verður um að vera. - óój Sextándu Silfurleikar ÍR í dag: Fjör í Höllinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.