Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 19. nóvember 2011 41 Viðbrögðin hafa að sama skapi víða beinst að því að uppræta fíkni- efnasmygl og afbrot því tengd. Þannig megi ráðast beint að rót vandans. Hvergi í þessum heimshluta hafa stjórnvöld gripið til harðari aðgerða en í Mexíkó, þar sem hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hófst fyrir nærri fimm árum. Það var Felipe Calderon, þá nýkjörinn forseti landsins, sem ákvað að senda þúsundir hermanna af stað í desember árið 2006 til að ráða í eitt skipti fyrir öll niðurlög- um fíkniefnabaróna og glæpageng- is þeirra í héraðinu Michoacan. Hernaðurinn í Michoacan reynd- ist þó eins og að stökkva vatni á gæs. Ekkert lát hefur orðið á fíkni- efnasmygli, ofbeldið færðist enn í aukana og þetta stríð hefur nú, fimm árum síðar, kostað meira en 40 þúsund manns lífið, auk þess sem þúsundir manna hafa horfið sporlaust og nokkur hundruð þús- und hafa hrakist að heiman vegna átakanna. Ríkið er óvinur Fyrir fáeinum áratugum ríktu einræðisherrar í flestum ríkj- um Suður-Ameríku. Þótt það hafi breyst virðist almenningur engan veginn hafa tekið stjórnvöld í sátt. Að mati Tani Adams, fræðikonu frá Gvatemala sem hefur sent frá sér ítarlega skýrslu um orsakir og afleiðingar langvarandi ofbeldis, liggur vandinn ekki síst í því að ofbeldið grefur undan stuðningi við lýðræðisleg stjórnvöld. Fólk hefur ekki á tilfinningunni að stjórnvöld geti gert neitt, og því er ekkert traust borið til þeirra. Litið er á þau sem óvin almennings, ekki síður en einræðisherrana sem áður réðu ríkjum í álfunni – þótt ástæðan sé reyndar gerólík. Í skýrslunni, sem gefin er út af Woodrow Wilson stofnuninni í Washington, segir að ein af or- sökum þess hve ofbeldi er útbreitt í álfunni sé einmitt sú að lýðræðis- væðing hefur einkum verið fólgin í því að halda kosningar og byggja upp stofnanir, en hin félagslega undirstaða lýðræðis hefur verið vanrækt. „Þegar ríkisvaldið er veikbyggt eða fjarverandi taka íbúarnir oft af þeirri ástæðu einni að starfa utan laganna,“ segir Adams í skýrslu sinni: Fólk fyllist vonleysi og örvæntingu, verður uppstökkara og árásargjarnara. Fólk grípur til eigin ráða Þegar ríkisvaldið er ekki til staðar grípur fólk til eigin ráða og telur sig fullfært um að leysa málin sjálft. Víða þar sem ástandið er einna verst þekkjast dæmi um að múgur manns hafi ráðist á einstaklinga sem taldir eru glæpamenn og hreinlega tekið þá af lífi. Jafnvel limlest líkið og haft til sýnis. Adams segir að kólumbíski rit- höfundurinn Fernando Vallejo lýsi ástandinu vel í sögu sinni La Virgen de los Sicarios, eða Verndar- mey morðingjanna, þar sem maður nokkur er myrtur fyrir að hafa stol- ið strigaskóm. Ástæða morða af því tagi liggi í réttlætiskenndinni, sem er svo rótföst í fólki: „Það snýst ekk- ert um skóna. Þetta snýst um rétt- lætislögmálin sem við trúum öll á. Sá sem er rændur telur það rang- læti vegna þess að hann hafði greitt fyrir skóna. Hinn sem rænir telur það ranglæti að eiga ekki strigaskó sjálfur.“ Gegnsýrð samfélög Þessu fylgir líka að fólk veit upp á sig skömmina og segir ekkert þótt aðrir grípi til ofbeldis. Þögnin ríkir og samfélagið verður gegnsýrt. Lífið fer að snúast um það eitt að komast af í frumskógi hörkunnar. „Þar sem ólíklegt er að neitt eitt ríki geti upp á eigin spýtur „leyst“ þetta vandamál,“ segir Adams, þá er nauðsynlegt að fleiri ríki sameinist um aðgerðir og alþjóðasamfélagið takist á við þetta erfiða verkefni. Áherslan þurfi að vera á því að efla þau skilyrði, sem geta hjálpað veik- burða hópum að brjótast út úr víta- hring langvarandi ofbeldis. STRÍÐSFENGUR Stjórnvöld í Mexíkó hafa lagt alla áherslu á að ráðast gegn fíkniefnasmygli og sýna gjarnan árangur sinn í fjöl- miðlum. Þessi mynd er tekin 7. október síðastliðinn þegar hópur vopnaðra manna hafði verið handtekinn í héraðinu Veracruz. El Salvador Venesúela Jamaíka Gvatemala Hondúras Kólumbía Brasilía Ekvador Dóminíska lýðveldið Níkaragúa Paragvæ Haítí Panama Mexíkó Kostaríka Perú Argentína Bólivía Úrúgvæ Síle 0 10 20 30 40 50 60 Heimild: Alþjóðabankinn (Tölur frá 2006) FJÖLDI MORÐA á hverja 100 þúsund íbúa Nýr valkostur í íbúðalánum Ingvi Örn Þorsteinsson, 35 ára. „Ég vel blandað íbúðalán.“ Viðskiptavinum Arion banka bjóðast nú blönduð íbúðalán sem jafna sveiflur í greiðslubyrði. Í boði er lán fyrir allt að 80% af virði eignar og er hægt að velja á milli fimm kosta þar sem óverðtryggður hluti lánsins getur verið allt að 100%. Við bjóðum sveigjanleika. Óverðtryggt lán Blandað lán 1 Blandað lán 2 Blandað lán 3 Verðtryggt lán 50% 50% 25% 75% 75% 25% 100% 0% 0% 100% Þú getur reiknað út hvernig íbúðalán hentar þér á arionbanki.is eða komið til okkar í næsta útibú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.