Fréttablaðið - 19.11.2011, Blaðsíða 118
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR82
Hvar verður þú þegar Torres fær fyrrum
samherja sína í heimsókn á Stamford
Bridge? Mundu að það er ódýrast að
horfa á leikinn heima.
Tryggðu þér áskrift strax!
CHELSEA
LIVERPOOL
SUNNUDAG KL.15:30
MUTV, Liverp
ool TV og Che
lsea TV
fylgja frítt me
ð áskrift að St
öð 2 Sport 2
Þú færð me
ira
fyrir peninga
na
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT 2 INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
FÓTBOLTI Sepp Blatter, forseti
FIFA, er miður sín vegna þeirra
ummæla sem hann lét falla um
kynþáttafordóma og hefur beðist
afsökunar á þeim. En hann ætlar
ekki að segja af sér embætti þó
svo að enn og aftur kalli margir
eftir því að hann stígi niður úr
valdastól sínum.
Blatter sagði við CNN í vikunni
að kynþáttafordómar væru ekki
vandamál í knattspyrnunni. Ef
eitthvað óviðeigandi væri látið
falla í hita leiksins væri hægt að
leysa málin með handsali, eða
fimmu, í lok leiks.
Ummælunum var mætt af
gríðarlegri reiði víða um heim,
þá sérstaklega í Bretlandi þar
sem mörg mál tengd kynþáttaníði
í knattspyrnuheiminum hafa
komið upp síðustu vikur og
mánuði.
„Það eina sem ég get gert er að
biðja alla þá sem tóku ummælin
nærri sér afsökunar. En ég get
ekki hætt – af hverju ætti ég að
hætta?“ sagði Blatter.
Forsetinn ætti að vera orðinn
ansi vanur því að biðjast afsök-
unar, en hann má vart opna
munninn án þess að allt verði
brjálað. Hann hefur áður vakið
reiði kvenna og samkynhneigðra
vegna ummæla sinna. - esá
Sepp Blatter, forseti FIFA:
Baðst afsökun-
ar á ummælum
SEPP BLATTER Sér eftir því sem hann
sagði en ætlar ekki að segja af sér.
NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI „Það verður ekkert af því
að ég fari í atvinnumennsku að
þessu sinni. Þá er bara að skella
sér til Harvard og mér finnst það
alls ekkert verra,“ sagði Guðmund-
ur Reynir Gunnarsson kátur, en
hann fer í skiptinám í hinn heims-
fræga Harvard-háskóla eftir ára-
mótin.
Það eina sem hefði getað komið
í veg fyrir þau plön var að hann
fengi freistandi tilboð um að koma
í atvinnumennsku.
Guðmundur var í viðræðum við
félag í Skandinavíu en það félag
varð að bregðast hratt við eftir að
Harvard-málið kom upp. Það gerði
félagið ekki.
Guðmundur mun því missa af
síðari hluta undirbúningstímabils-
ins með KR og kemur heim á svip-
uðum tíma og Íslandsmótið hefst.
Hann mun þó gera sitt besta til
þess að halda sér í formi á meðan
hann er úti.
„Við erum meðal annars að
skoða hvort ég geti æft með MLS-
liðinu í Boston,“ sagði Guðmundur,
en það heitir New England Revolu-
tion og lenti í neðsta sæti Austur-
deildar á síðustu leiktíð.
„Við finnum eitthvað gott út úr
þessu og Teitur Þórðarson mun
hugsanlega hjálpa okkur enda er
hann vel tengdur í bandaríska
boltann.“
Námshesturinn Guðmundur
segist vera afar spenntur fyrir
Bandaríkjaförinni og syrgir það
ekki að hafa ekki komist í atvinnu-
mennsku að þessu sinni.
„Ég er bara 22 ára og Harvard-
tækifærið er frábært. Ef ég æfi
síðan með Revolution er aldrei að
vita nema ég komist að þar síðar,“
sagði bakvörðurinn, tónlistarmað-
urinn og fyrrverandi landsliðs-
maðurinn í stærðfræði léttur. - hbg
Ekkert varð af því að Guðmundur Reynir Gunnarsson færi í atvinnumennsku og hann fer því til Harvard:
Æfir mögulega með MLS-liðinu New England
BOSTON BÍÐUR Guðmundur Reynir fer
til Bandaríkjanna um jólin.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
hefur staðfest að miðjumaðurinn
Tom Cleverley verði frá vegna
meiðsla fram að jólum.
Cleverley er með skaddað lið-
band í ökkla, en hann meiddist í
leik gegn Everton í síðasta mán-
uði. Þá var hann nýbyrjaður aftur
eftir önnur meiðsli.
„Meiðslin eru verri en við
töldum,“ sagði Ferguson á blaða-
mannafundi. „Hann verður
frá fram að jólum. Það er afar
óheppilegt. Þegar hann fór út af
í leiknum gegn Everton kvartaði
hann undan óþægindum og sagð-
ist bara vera stirður en rannsókn-
ir sýna að meiðslin eru alvarleg
og að hann þarf á hvíld að halda.“
Michael Owen verður einnig
frá fram að jólum og þá mun
annar sóknarmaður, Danny Wel-
beck, missa af leik United gegn
Swansea á morgun.
Chris Smalling er enn meiddur
en þeir Darron Gibson, Rafael da
Silva og Ashley Young verða allir
klárir í slaginn á morgun. - esá
Meiðsli hjá Man.Utd.:
Cleverley frá
fram að jólum
TOM CLEVERLEY Hefur slegið í gegn í
vetur. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES