Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 6
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR6
JAFNRÉTTISMÁL 603 milljónir kvenna
búa í löndum þar sem heimilis-
ofbeldi er ekki skilgreint sem
glæpur samkvæmt lögum. Þetta
kemur fram í skýrslu UN Women,
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
sem vinnur í þágu kvenna og
jafnréttis. Skýrslan nefnist Staða
kvenna í heiminum: Leitin að rétt-
læti. Fjallað verður um skýrsluna
á morgunverðarfundi íslensku
landsnefndar UN Women í dag.
Miklar breytingar hafa orðið á
löggjöf í þessum málum á undan-
förnum árum. Í apríl á þessu ári
var svo komið að 125 ríki höfðu
samþykkt lög sem banna heimilis-
ofbeldi, en aðeins 52 ríki hafa gert
nauðgun innan hjónabands refsi-
verða. Í að minnsta kosti 127 ríkj-
um er nauðgun innan hjónabands
því ekki talin glæpur.
Í þeim ríkjum sem hafa gert
heimilisofbeldi að glæp er tíðni
þess lægri og færra fólki þykir of-
beldi gegn konum réttlætanlegt.
Engin kona eða stúlka er algjör-
lega laus við þá hættu að verða
fyrir kynbundnu ofbeldi. „Ofbeldi
gegn konum og stúlkum er ljótur
blettur á hverri heimsálfu, landi
og menningu,“ er haft eftir aðal-
ritaða Sameinuðu þjóðanna, Ban
Ki-moon, í skýrslunni.
Skýrslan fjallar um margvís-
legt misrétti og ofbeldi gagnvart
konum sem viðgengst um allan
heim.
Í skýrslunni kemur fram að á
síðustu öld hafi orðið gríðarlegar
breytingar á réttindum kvenna
en þrátt fyrir það upplifi milljón-
ir kvenna lögin aðeins sem orð á
blaði sem ekki leiði til jafnréttis og
réttlætis. Lög sem mismuna og göt
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Sparaðu með Miele
kr.: 24.900
Verðlistaverð kr.: 33.530
Tango Plus er vinsælasta ryksugan frá Miele
Miele ryksugurnar eru traustar
og kraftmiklar, með stillanlegu
röri og úrvali fylgihluta. Þær
hafa hlotið hæstu einkunn hjá
neytendasamtökum í Þýskalandi.
AFSLÁTTUR
Care Collection ryksugupokar
og ofnæmissíur eru sérstaklega
framleidd fyrir Miele ryksugur
Farðu alla leið með Miele
NOREGUR Framhaldsskóli í Ósló
í Noregi hefur raðað nemend-
um í bekki eftir uppruna þeirra.
Skólayfirvöld höfðu áhyggjur af
því hversu margir nemendur af
norskum uppruna fluttu sig í aðra
skóla og ákváðu þess vegna að
setja fjórtán nemendur af norsk-
um uppruna í tvo bekkjanna en
engan í þann þriðja. Það hefur
leitt til þess að færri norskir
nemendur hafa hætt í skólanum,
að sögn skólastjórnarmanns sem
telur að ekki sé um mismunun að
ræða.
Skólayfirvöld Óslóar eru hins
vegar á öðru máli og segja þetta
óásættanlegt. Rektor skólans
hefur nú beðist afsökunar og
segir að endurraðað verði í bekki.
- ibs
Framhaldsskóli í Ósló:
Raðað í bekki
eftir uppruna
Hefur þú skoðað flug til út-
landa með nýju flugfélögunum
sem í boði eru?
JÁ 26,9%
NEI 73,1%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að borga leikskólakennurum
Reykjavíkur fyrir matartíma?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
Ofbeldið ekki refsi-
vert í þriðjungi ríkja
Tvö af hverjum þremur ríkjum hafa sett lög sem gera heimilisofbeldi refsivert,
en aðeins fimmtíu ríki banna nauðgun innan hjónabands. Minna er um
ofbeldi þar sem það er bannað. Þetta kemur fram í skýrslu UN Women.
■ 139 ríki tryggja jafnrétti kynjanna í stjórnarskrá.
■ 125 ríki hafa lög sem segja heimilisofbeldi refsivert.
■ 117 ríki segja kynferðislega áreitni refsiverða samkvæmt lögum.
■ 117 ríki hafa lög sem kveða á um sömu laun fyrir sömu vinnu.
■ 115 ríki tryggja jafnan eignarétt kynjanna.
■ 50 ríki hafa lægri giftingaraldur fyrir stúlkur en drengi.
■ 61 ríki takmarka rétt kvenna til fóstureyðinga mjög mikið.
Ýmsar tölur um jafnrétti
GEGN OFBELDI Þessi veggspjöld voru sett upp í borginni Tel Avív í Ísrael til að
minna á það ofbeldi sem konur búa við í heiminum í dag. NORDICPHOTOS/AFP
í löggjöf eru enn vandamál í öllum
heimsálfum. Skýrslan sýni að þar
sem lög og réttarkerfi virka vel
geta þau verið mikilvæg tól fyrir
konur. Konur sjálfar gegna lykil-
hlutverki í breytingunum eftir
því sem fleiri konur eru löggjaf-
ar, dómarar, lögmenn og baráttu-
menn.
Meðal úrbóta sem lagðar eru til
í skýrslunni er að nota kynjakvóta
til að fjölga konum á þingi, ráða
fleiri konur í lögreglusveitir, auka
aðgengi kvenna að dómstólum og
sannleiksnefndum og setja kynja-
jafnrétti í forgang við þúsaldar-
markmið Sameinuðu þjóðanna.
thorunn@frettabladid.is
DÓMSMÁL Hæstiréttur sýknaði í
gær tvo stofnfjáreigendur í Spari-
sjóði Norðlendinga og einn stofn-
fjáreiganda í Byr af innheimtukröf-
um Íslandsbanka. Höfðu stefndu
fengið lán hjá Glitni til að taka þátt
í stofnfjáraukningu sparisjóðanna
árið 2007.
Urðu stofnfjárhlutirnir verð-
lausir þegar Fjármálaeftirlitið
tók yfir starfsemi Byrs í fyrra en
áður hafði Sparisjóður Norðlend-
inga sameinast Byr. Við fall Glitnis
færðust lánin yfir til Íslandsbanka
sem krafðist endurgreiðslu.
Taldi Hæstiréttur að stofnfjár-
eigendunum hefði verið veitt vill-
andi ráðgjöf við lánveitinguna. Hún
hefði orðið þess valdandi að þeir
samþykktu hana á þeirri röngu for-
sendu að áhætta þeirra takmarkað-
ist við hin veðsettu stofnfjárbréf.
Staðfestir Hæstiréttur þar með nið-
urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.
Arnar Þór Stefánsson hæsta-
réttarlögmaður fór með mál stofn-
fjáreigendanna í Sparisjóði Norð-
lendinga. Hann segir dómana í gær
vera fordæmisgefandi fyrir stöðu
annarra stofnfjáreigenda í spari-
sjóðunum tveimur. Hvort þeir séu
fordæmisgefandi fyrir stofnfjár-
eigendur í öðrum sparisjóðum fari
hins vegar eftir því hvort staðið
hafi verið að kynningu stofnfjár-
aukningar í viðkomandi sjóðum
með sambærilegum hætti.
Guðný Helga Herbertsdóttir,
upplýsingafulltrúi Íslandsbanka,
segir að alls hafi um 400 einstak-
lingar auk um 20 fyrirtækja keypt
stofnfé í Sparisjóði Norðlendinga
og Byr með lánsfé frá Glitni. Eins
og áður sagði færðust lánin yfir
til Íslandsbanka við fall Glitnis en
kröfurnar voru metnar á um 12
milljarða króna í síðasta ársupp-
gjöri. - mþl
Hæstiréttur staðfesti dóm í máli Íslandsbanka gegn stofnfjáreigendum í Byr og Sparisjóði Norðlendinga:
Stofnfjáreigendur sleppa við endurgreiðslu
BYR Alls tóku um 400 einstaklingur auk
20 fyrirtækja þátt í stofnfjáraukningu
Byrs og Sparisjóðs Norðlendinga með
lánsfé frá Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SVÍÞJÓÐ Sænsk stjórnvöld hafa beð-
ist afsökunar á slæmri meðferð og
misnotkun sem börn á framfæri
hins opinbera, meðal annars á fóst-
urheimilum og stofnunum, þurftu
að þola á árunum 1920 til 1980.
Hver þolandi mun fá bótagreiðslu
frá ríkinu að upphæð 250.000
sænskar krónur, sem jafngildir
um 4,3 milljónum íslenskra króna.
Við fjölmenna athöfn fyrr í vik-
unni sagði Per Westerberg, tals-
maður sænska þingsins, að allt
samfélagið þyrfti að taka málið
til sín.
„Vanvirðingin sem þið þurftuð
að þola er skömm fyrir Svíþjóð.
Hin siðferðislega ábyrgð er á herð-
um allrar þjóðarinnar.“
Taina Adolfsson, sem er í
þessum hópi, segir í samtali við
Dagens nyheter að þótt örin grói
aldrei um heilt sé ákveðinn áfangi
að fá þessa viðurkenningu á þján-
ingu. - þj
Sænsk stjórnvöld miður sín:
Málið skömm
fyrir Svíþjóð
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært mann fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur fyrir tvær líkams-
árásir.
Manninum er gefið að sök
að hafa fimmtudaginn 7. janú-
ar 2010, í söluturninum Bónus-
vídeó Reykjavík, kastað tveimur
fullum hálfs lítra plastflöskum í
afgreiðslustúlku. Stúlkan hlaut
mar og eymsli.
Þá er maðurinn ákærður fyrir
hættulega líkamsárás, með því að
hafa síðar á sama ári tekið mann
hálstaki í íbúð í Reykjavík og
sparkað af afli í andlit hans með
þeim afleiðingum að hann hlaut
tvö kjálkabrot hægra megin.
Stúlkan krefur manninn um
tæpar 60 þúsund krónur. - jss
Sakaður um líkamsárásir:
Henti flöskum í
afgreiðslukonu
UMHVERFISMÁL Samtök iðnaðarins
(SI) gagnrýna harðlega áform
stjórnvalda um að leggja á kol-
efnisskatt. Kolefnisskattur af
þessu tagi, eigi sér enga hlið-
stæðu í nágrannalöndum okkar,
og skerði verulega samkeppnis-
hæfni íslensks iðnaðar. Þetta
kemur fram í ályktun frá stjórn
samtakanna í gær.
Þar segir meðal annars að
kolefnisskattur brjóti gróflega
í bága við fjárfestingasamninga
margra fyrirtækja og verði af
áformunum eru miklar líkur
á að stjórnvöld séu bótaskyld.
Komi til slíkra málaferla grefur
það enn frekar undan trúverð-
ugleika íslenskra stjórnvalda.
Samtök iðnaðarins hvetja
stjórnvöld því til að draga
áformin til baka hið fyrsta. - sv
Gagnrýnir áform ráðherra:
Kolefnagjaldið
skýrt samnings-
brot að mati SI
KJÖRKASSINN