Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 56
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR40 folk@frettabladid.is „Ég er búinn að vera á kafi í þessu verkefni síðan í ágúst og er því jólaundirbúningurinn ansi langur hjá mér í ár,“ segir Hafsteinn Júlí- usson vöruhönnuður en hann ætlar að sjá til þess að miðborgin fái á sig nýjan blæ í desember. Hafsteinn hefur veg og vanda af verkefninu Jólavættir í mið- borginni í samvinnu við Höfuð- borgarstofu. Verkefnið gengur út á að kynna jólavættirnar, Grýlu, Leppalúða og gömlu jólasvein- ana, fyrir borgarbúum með því að varpa þeim á húsveggi víðs vegar um bæinn. Þegar Fréttablaðið náði tali af Hafsteini var hönnuðurinn á fullu að setja upp myndvarpa fyrir frumsýninguna á sunnu- daginn. „Hugmyndin er að upphefja sagnahefðina og búa til skreytingar sem eru skemmtilegar fyrir börn jafnt sem fullorðna. Það var kominn tími til að breyta til í jólaskreytingum miðborgar- innar en það er einfaldleikinn sem skiptir máli. Hver man til dæmis ekki eftir jólasvein- unum í Rammagerðinni sem ávallt hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvænt- ingu? Mig langaði að búa til þannig stemningu.“ Gunnar K arlsson teiknari gerði fígúr- urnar en hann teiknaði til dæmis fyrir íslensku teiknimyndina Þ ór. „Allar persónurnar eru í þrívídd svo þær hreyf- ast líka. Til dæmis trónir Grýla yfir Bankastrætinu og minnir fólk á að ganga hægt um gleðinnar dyr yfir hátíðirnar.“ Verkefnið er liður í átaki Höfuð borgarstofu til að laða ferðamenn til landsins yfir hátíðirnar. „Markmiðið er að búa til samtöl milli borgarbúa og ferðamanna um vættirnar og okkar jólahefðir.“ Nánari upplýs- ingar um verkefnið er að finna á vef Höfuðborgarstofu. - áp Tvennir tónleikar til heið- urs Freddies Mercury, hinum sálaða söngvara Queen, voru haldnir í Hörpu á miðvikudagskvöld. Stemningin í salnum var góð enda sá hópur góðra söngvara og tónlistarmanna um að lög Mercury kæm- ust vel til skila. Í hópnum voru þau Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Matt- hías Matthíasson, Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Hulda Björk Garðarsdóttir, sem stóðu sig með prýði. HLÝDDU Á LÖG FREDDIE MERCURY Í SILFURBERGI INGA OG PATREK Inga Skúladóttir og Patrek Birnir Guðmunds- son létu sig ekki vanta. FEÐGIN Feðginin Ásbjörn Guðmundsson og Anna Margrét Ásbjörnsdóttir mættu í Hörpuna. Á MERCURY-TÓNLEIKUM Sigríður Einarsdóttir, Sindri Sveinsson, Guðrún Magnúsdótt- ir og Árni Sverrisson voru á meðal gesta. KRISTJÁN OG JÓNA Kristján og Jóna hlustuðu á Friðrik Ómar og félaga syngja lög Freddie Mercury. VIGNIR OG GUÐNÝ Vignir Sveinbjörnsson og Guðný Helga Kristjánsdóttir voru á tónleikunum. Bresku samtökin Advertising Standards Autho- rity hafa bannað auglýsingar frá tískumerkjunum Marc Jacobs og Miu Miu. Ástæðan er að þær þykja ekki börnum sæmandi, en leikkonurnar Dakota Fanning og Hailee Steinfeld eru í aðalhlutverkum á myndunum. Auglýsing Marc Jacobs sýnir leikkonuna ungu Dakota Fanning í bleikum kjól haldandi á risa- vöxnu ilmvatnsglasi milli fótanna. ASA-samtökin vilja meina að Fanning líti út fyrir að vera yngri en hún er á myndinni, en Fanning verður 18 ára í byrjun næsta árs, og að stellingin sé kynferðisleg. Myndin hefur því verið fjarlægð úr öllum miðlum í Bretlandi. Það er greinilega vinsælt hjá tískuhúsunum að nota ungar leikkonur í auglýsingar, en fatamerk- ið Miu Miu notar ungstirnið Hailee Steinfeld í nýjustu herferð sinni. Ein myndin sýnir Stein- feld sitjandi á lestarteinum klædda í kjól og háa hæla frá Miu Miu. ASA-samtökin komust að þeirri niðurstöðu að á auglýsingunni væri verið að stofna barni í hættu en leikkonan verður 15 ára gömul í næsta mánuði. Tískuhúsið Prada, eigandi Miu Miu, hefur svarað fyrir sig og segir leikkonuna ekki vera í hættu þar sem hún sé ekki hlekkjuð við brautarteinana. Dæmi hver fyrir sig en myndirnar hafa báðar verið teknar úr umferð að sinni. Banna auglýs- ingar tískurisa MARC JACOBS Þessi stelling Dakota Fanning þykir ekki barni sæmandi, en leik- konan er 17 ára gömul. MIU MIU Bresku samtökin Advertis- ing Standards Authority vilja meina að Stein- feld sé stofnað í hættu á þessari mynd. 18.000.000 ÍSLENSKRA KRÓNA fékk Sienna Miller í skaðabætur frá News of the World en blaðið viðurkenndi að hafa hlerað síma leikkonunnar, lesið tölvupóst hennar og hlustað á símsvarann. Miller greindi frá þessu er hún tók sæti í vitnastúku í máli gegn dagblaðinu sem hætti starfsemi í sumar. Skreytir bæinn með jólavættum Á FULLU Í JÓLASKREYTINGUM Hafsteinn Júlíusson ætlar að sjá til þess að jólaupplifun borgarbúa verði með öðrum hætti í ár er hann varpar jólavættunum á húsveggi borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Rocky hefur verið kjörin besta íþróttamynd allra tíma í skoðanakönnun á vegum síðunnar Lovefilm. Í mynd- inni, sem er frá árinu 1976, leikur Sylvester Stallone hnefaleikakappann Rocky Balboa. Rocky er ein af fimm boxmyndum sem komust á topp tíu í könnun- inni. Í öðru sæti lenti bobbsleðamyndin Cool Runn- ings, í því þriðja varð Million Dollar Baby og saman í fjórða sæti voru Raging Bull og The Wrestler. „Hvort sem um er að ræða ruðningshetjur, bobb- sleðagaura eða Balboa þá elskum við að horfa á íþróttahetjur komast yfir endalínuna á dramatískan hátt,“ sagði ritstjóri Lovefilm. ADRIAN! Rocky hefur verið kjörin besta íþróttamynd allra tíma. Rocky kjörin best
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.