Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 12
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR12 Landsbankinn ármagnar byggingu hótels við Mýrargötu Við óskum Slippnum fasteignafélagi til hamingju með byggingu hótels á Mýrargötu-slippasvæðinu í Reykjavík. Frá og með næsta sumri mun Icelandair hótel hefja þar rekstur. Landsbankinn er hreyfiafl í atvinnulífinu og öflugur samstarfsaðili íslenskra fyrirtækja. VIÐSKIPTI Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, sem fengu nýverið 0,8% hlut í félaginu án endurgjalds, seldu hluti sem þeir áttu í því á árunum 2008 og 2009 fyrir hundruð milljóna króna. Kaupandinn að bréfunum sem þeir áttu áður voru Hagar sjálfir. Þetta kemur fram í árs- og árshlutareikn- ingum Haga. Selt fyrir milljarð Hagar keyptu 3,74% hlut í sjálfum sér í þremur atrennum á árunum 2008 og 2009. Seljendurnir voru þrír lykilstarfsmenn: Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss og Jóhanna Waag- fjörð, þáverandi fjármálastjóri Haga. Fyrst voru keypt bréf af starfsmönn- unum þremur 6. júlí og 6. sept- ember 2008. Samtals greiddu Hagar starfs- mönnunum þremur 712,7 milljónir króna fyrir hlutina. Miðað við það var viðskiptagengið 25,01 króna á hlut. Í október 2009 keyptu Hagar síðan 1,4% hlut af starfsmönnunum þremur. Fyrir hann greiddi félagið 315 milljónir króna. Viðskipta- gengið var 18,53 krónur á hlut. Alls greiddu Hagar því 1.027,7 milljónir króna fyrir samanlagt 3,74% hlut í sjálfu sér. Hinn 19. október 2009, í sama mánuði og seinni kaupin áttu sér stað, leysti Arion banki til sín 95,7% hlut í Högum vegna skulda fyrri eigenda hans. Önnur útistandandi bréf voru annars vegar þau sem Hagar áttu sjálfir eftir að hafa keypt af eigendunum og 0,5% hlut- ir sem enn eru í eigu Finns, Jóhönnu og Guðmundar, samkvæmt upplýs- ingum frá Arion banka. Vert er að taka fram að sam- komulag lá fyrir milli Haga og starfsmannanna þriggja um kaup á umræddum hlutabréfum áður en Arion banki leysti félagið til sín. Arion gefur hlutafé og peninga Í febrúar 2010 var gert samkomu- lag við Jóhannes Jónsson, þáver- andi stjórnarformann Haga, og helstu stjórnendur félagsins um forkaupsrétt á 15% hlut í því til að tryggja áframhaldandi starfskrafta þeirra á næstu árum. Í ágúst sama ár var síðan gert annað samkomu- lag við Jóhannes um að hann hyrfi frá félaginu. Eftir stóð samkomulag sem tryggði fimm lykilstjórnendum Haga forkaupsrétt að 5% hlut með afslætti. Auk þess var skaðleysis- ákvæði í samkomulaginu sem tiltók að Arion banki myndi greiða skatta þeirra vegna kaupanna. Í tengslum við ákvörðun um sölu á 20-30% hlut í Högum í gegn- um Kauphöll í nóvember 2011 var samið upp á nýtt við lykilstjórnend- urna fimm. Nú var ákveðið að tveir þeirra, Finnur Árnason og Guð- mundur Marteinsson, myndu fá 0,4% hlut hvor án endurgjalds og þeir Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðriksson, framkvæmda- stjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmdastjóri Aðfanga, 0,2% hlut hver. Samtals fengu stjórnend- urnir fimm því 1,4% hlut í Högum frá Arion banka, miðað við gengið 10. Virði þessa hlutar, miðað við það gengi, er 170 milljónir króna. Hefur þegar hækkað Útboðsgengi á hlutum í Högum þegar þeir verða seldir fagfjárfest- um og almenningi í byrjun desemb- er er 11-13,5. Samkvæmt því verð- bili er virði hlutar stjórnendanna fimm strax orðið 187-229,5 milljónir króna. Auk þess fengu þeir peninga- greiðslu upp á 170 milljónir króna til að standa skil af skattgreiðslum vegna samkomulagsins. Alls samdi því Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, við stjórnendurna fimm um 340 milljónir króna. Samkvæmt síðasta birta árshlutareikningi Haga, bindur samkomulagið þá til að starfa áfram hjá Högum fram til 31. júlí 2012. Jóhanna Waagfjörð hætti sem fjármálastjóri Haga í mars 2010. Seldu dýrt og fengu ný bréf síðar Tveir stjórnendur Haga sem nýverið fengu 0,8% hlut í félaginu frá Arion banka seldu hluti í því skömmu áður en bankinn tók Haga yfir. Þeir, ásamt fyrrverandi fjármálastjóra, seldu bréf fyrir rúman milljarð 2008-2009. Skuldbundnir að starfa hjá Högum út júlí 2012. GUÐMUNDUR MARTEINSSON FINNUR ÁRNASON HAGAR Félagið verður skráð í Kauphöll Íslands í desember. Um er að ræða fyrstu nýskráningu félags eftir bankahrun. Hagar eru stærsta smásölufyrir- tækjasamsteypa á Íslandi. Félagið á og rekur Bónus, Hagkaup, Útilíf, Zara, Debenhams, Topshop, Evans, Dorothy Perkins, Oasis, Karen Millen, Saints, Day og Warehouse. Auk þess eiga Hagar innkaupafyrir- tækin Aðföng, Banana, Hýsingu og Ferskar kjötvörur. Arion banki tók yfir 95,7% hlut í Högum í október 2009 og vistaði síðar inni í dótturfélagi sínu Eigna- bjargi. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að 34% hlutur hefði verið seldur til Búvalla, hóps undir forystu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karls- sonar, fyrir 10 krónur á hlut. Þeir greiddu 4,1 milljarð króna fyrir hlut- inn. Til viðbótar fengu þeir kauprétt, sem þeir síðar nýttu, á 10% hlut til viðbótar á genginu 11. Í byrjun desember ætlar Eignabjarg síðan að selja 20-30% hlut í félaginu í gegnum Kauphöll. Þar verða hlutir seldir á bilinu 11-13,5 krónur á hlut. Miðað við gengið 10, sem stjórnendurnir fengu að kaupa á, er virði hlutafjár í Högum rúmlega 12 milljarðar króna. Arion endurfjár- magnaði allar skuldir Haga í október síðastliðnum. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins var lánum félags- ins breytt úr um 6% verðtryggðum lánum í lán sem ber um þessar mundir um 6,5% breytilega en óverðtryggða vexti. Endurfjármögn- unin lækkaði því vaxtakostnað Haga verulega og jók virði félagsins um leið. Hagar veltu 33,7 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum yfir- standandi rekstrarárs og högnuðust um 1,7 milljarða króna. Gríðarlega verðmætur smásölurisi FRÉTTASKÝRING: Kaup og sala stjórnenda Haga á bréfum í fyrirtækinu Gengi Tegund viðskipta Júlí og september 2008 25,01 sala Október 2009 18,53 sala Nóvember 2011 10,00 kaup Viðskipti stjórnenda með bréf í Högum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.