Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 32
2 föstudagur 25. nóvember núna ✽ Njótið aðventunnar augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Á RAUÐA DREGLINUM Breska leikkonan Emma Watson sótti frum- sýningu kvikmyndarinnar My Week With Marilyn í London síðasta sunnudag. NORDICPHOTOS/GETTY N ý fatalína Herrafataverzlun-ar Kormáks & Skjaldar verð- ur frumsýnd í Þjóðleikhúskjall- aranum á miðvikudaginn næsta. Línan er hönnuð af Guðmundi Jörundssyni, yfirhönnuði versl- unarinnar. Línan er óbeint framhald þeirr- ar er frumsýnd var í fyrra en inniheldur þó ný snið og önnur efni. „Efnin eru aðeins dempaðri og sniðin svolítið flippaðri en báðar innihalda línurnar buxur, vesti og jakka,“ útskýrir Guð- mundur. Herrafatasýningin er að sögn Guðmundar með öðru sniði en venjuleg tískusýning því um eigin legt skemmtikvöld er að ræða þar sem skemmtikraft- ar troða upp á milli fatasýning- anna. „Fyrirsæturnar koma inn alls fimm sinnum yfir kvöldið og er tískusýningin brotin upp með ýmsum skemmtiatriðum þess á milli. Í fyrra kom Helgi Björnsson fram bæði sem fyrir- sæta og skemmtikraftur og það sama verður upp á teningnum í ár, nema nafn poppstjörnunn- ar er enn hernaðarleyndarmál. Ég vil líka taka fram að þetta er ekki sérstakt herrakvöld heldur er konum sérstaklega boðið að mæta,“ segir Guðmundur. Um tíu fyrirsætur taka þátt í sýningunni og sýna alls fimmtíu heildarklæðnaði og má því gera ráð fyrir að mikill undirbúning- ur liggi að baki kvöldinu. „Við erum á fullu þessa dagana við að máta fötin á fyrirsæturnar, enda þarf að klæða marga upp á. Við byrjum á því að sýna fatnað úr Herrafataverzluninni og endum svo sýninguna á nýju línunni. Í fyrra var mikið fjör baksviðs hjá strákunum en sem betur fer höfðum við nóg pláss og enginn lenti í því að týna skóm eða öðru lauslegu.“ Frítt er inn og hefst sýningin klukkan 21.00. sara@frettabladid.is HERRAFATAVERZLUN KORMÁKS & SKJALDAR FRUMSÝNIR NÝJA HERRALÍNU: SKEMMTIKVÖLD FYRIR KONUR OG KARLA Fjör í Þjóðleikhúskjallaranum Ný fatalína Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar verður frumsýnd næsta miðviku- dag. Guðmundur Jörundsson hannar lín- una og lofar góðri stemningu með undir- spili hljómsveitarinnar Hringja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Enginn hefur lent í því að týna skóm eða öðru lauslegu. Ilmandi opnun Skartgripa- og gjafaverslun- in Aurum við Bankastræti efnir til fagnaðar í dag þar sem ilmvötn- in frá L‘Artisan verða nú fáanleg í versluninni. L‘Artisan-ilmvötnin eru ein þau frægustu í heiminum og er flaggverslun merkisins í grennd við Louvre-safnið í París. Ásamt því að fagna komu L‘Artisan verða tvær nýjar skart- gripalínur kynnt- ar fyrir jólin. Það verður því sannköll- uð jólastemn- ing í Aurum frá klukkan 16.00 í dag. Aðventugleði Verslunin GK Reykjavík fagnar jól- unum og því að ár sé liðið frá því að nýir eigendur tóku við búðinni og bjóða gestum og gangandi til að taka þátt í gleðinni með sér. Gamanið hefst klukkan 18.00 og verður boðið upp á jólalegar veitingar líkt og jólaöl, kakó og piparkökur. RÓSIR OG KLEMENTÍNUR Tilvalið í jólapakkann eru ilm- vatn og húðmjólk frá L‘occitane með dásamlegum rósa- og fjólu- ilmi sem búið er að sykurhúða fyrir hátíðarnar. Eða sturtusápa og handáburður með ferskum sítrónu- og klementínukeimi. A nnað árið í röð verða listakonur heiðrað- ar á Listakvöldi Baileys í kvöld. Þær listakon- ur sem urðu fyrir valinu í ár voru þær Rakel McMahon myndlistarkona, Saga Sigurðardóttir tískuljósmyndari og Hildur Yeoman fatahönn- uður og tískuteiknari. Listakonurnar fá styrk upp á 100 þúsund krónur sem á að vera hvatning til frekari af- reka en allar þykja þær hafa sett sitt mark á tísku og tíðaranda með heillandi listrænni sýn. Þessu verður fagnað í kvöld í hús- næði gamla veitingahússins La Primavera frá klukkan 20.30, en þar verða í boði veitingar og hljóm- sveitin Pascal Pinon spilar fyrir gesti. Í fyrra hlutu þær Harpa Ein- arsdóttir, Una Hlín Kristjáns- dóttir og Lína Rut viðurkenn- inguna. - áp Rakel, Saga og Hildur heiðraðar Valdar lista- konur Baileys Fær styrk frá Baileys Hildur Yeom- an hefur vakið athygli fyrir fallega hönn- un en hún er ein þriggja listakvenna sem verður heiðruð í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.