Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 24
24 25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Samkoma ráðherra og samn-ingamanna alls staðar að úr heiminum í Suður-Afríku í lok mánaðarins í tilefni af ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar getur skipt sköpum fyrir framgang hinnar alþjóðlegu baráttu gegn loftslagsbreytingum. Sumir kynnu að spyrja: Getum við ekki hinkrað aðeins og tekist á við loftslagsbreytingar þegar við höfum leyst skuldavanda Evrópu og hagvöxtur er hafinn á ný? Svar- ið er nei. Flóð í Taílandi og þurrk- ar í Texas og Norðaustur-Afríku eru nokkrar nýlegar áminning- ar um að loftslagsáskorunin sé brýnni en nokkru sinni fyrr og að loftslagsbreytingarnar fari versn- andi. Nýleg skýrsla Alþjóðaorku- málastofnunarinnar um horfur í jarðefniseldsneytismálum er enn eitt ákallið: Fresturinn er að renna út og reikningurinn margfaldast einfaldlega ef við bregðumst ekki strax við. En hvaða árangri getum við náð í Durban? Ef marka má fjölmiðla mætti ætla að aðeins væri einn mælikvarði á árangur: Hvort tak- ist að fá þróuðu löndin til að skrifa undir nýjan skuldbindingartíma á Kyoto-bókuninni, en fyrra tíma- bilinu lýkur árið 2012. Ég vil taka eitt skýrt fram: Evr- ópusambandið styður Kyoto-bók- unina. Við höfum byggt löggjöf okkar á meginreglum Kyoto og erum það svæði sem er með metn- aðarfyllstu markmiðin samkvæmt bókuninni – og erum að ná þeim. Reyndar stefnir í að við gerum gott betur en það. En Kyoto-bókunin byggir á skarpri aðgreiningu milli þró- unar- og þróaðra ríkja og krefst einungis aðgerða af hálfu hinna þróuðu þjóða. Finnst þér ekki að þróun efnahagsmála undanfarna tvo áratugi hafi að miklu leyti máð þann greinarmun út? Tökum sem dæmi Singapúr og Suður-Kóreu. Þetta eru öflug útflutningslönd með samkeppnis- hæfum iðnaði sem skipa sér ofar- lega á lista SÞ um þróun lífskjara (e. Human Development Index). Þrátt fyrir það teljast þau þróun- arlönd í Kyoto-sáttmálanum. Bras- ilía er annað dæmi um kröftugt hagkerfi á uppleið. Þar blómstrar iðnaður, landið er ríkt af náttúru- auðlindum og laun hærri á hvern íbúa en til dæmis í Búlgaríu eða Rúmeníu. Aðgreiningin milli þróunarríkja og þróaðra ríkja er einnig ógreini- leg þegar mynstur mengunar er skoðað. Samkvæmt Alþjóða orku- málastofnuninni stafar aukin koltvísýringsmengun fyrst og fremst frá hagkerfum í vexti sem reiða sig á kol. Og þessi þróun heldur bara áfram. Fram til 2035 munu 90% af aukningu orkuþarf- ar heimsins koma frá löndum utan OECD. Sem dæmi hefur orkutengd losun í Kína þrefaldast frá 1990, sem gerir það að því landi í heim- inum sem losar mest af mengandi efnum. Að meðaltali losar kín- verskur borgari meira af meng- unarefnum en til dæmis Portú- gali, Svíi eða Ungverji. Heimurinn getur þar af leiðandi ekki bar- ist gegn loftslagsbreytingum á áhrifaríkan hátt án þess að Kína og önnur hagkerfi í örum vexti taki þátt í því. Önnur áskorun er að Bandarík- in hafa ekki skrifað undir Kyoto- sáttmálann – og munu aldrei gera – og að Japan, Rússland og Kanada hafa lýst því yfir að þau ætli sér ekki að skrifa undir nýjan skuld- bindingartíma. Það þýðir að ef ESB vill taka upp nýjan skuldbind- ingartíma á Kyoto ásamt nokkrum öðrum þróuðum hagkerfum næði það ekki til nema 16% af losun heimsins, á meðan fyrra tímabil- ið náði til um þriðjungs. Hvernig getur þetta talist góður árangur í loftslagsmálum? Með öðrum orðun, Kyoto-bókun- in ein og sér dugar engan veginn til að halda aukningu á meðalhita undir 2°C, eins og alþjóðasamfé- lagið hefur viðurkennt að þurfi að vera sameiginlegt takmark okkar. Til þess að eiga möguleika á að ná því markmiði þurfum við alþjóðlegan aðgerðarramma með þátttöku allra stóru hagkerfanna, hvort sem þau eru þróuð eða í þróun. Aðgerðarramma sem end- urspeglar heiminn á 21. öldinni og þar sem skuldbindingar allra vega jafn mikið. Evrópusambandið er tilbúið til að taka þátt í næsta gildistímabili Kyoto svo fremi sem umhverfis- legt réttmæti sáttmálans verði bætt og á ráðstefnunni í Durban verði samþykkt bæði skýr stefna og tímamörk til að ganga frá þess- um aðgerðarramma á allra næstu árum svo hann taki gildi eigi síðar en árið 2020. Ég vona að öll lönd sýni bæði pólitískan vilja og leiðtogahæfni sem þarf til að framfylgja slíkum ákvörðunum í Durban. Í Kaup- mannahöfn skuldbundu leiðtogar sig til að halda sig fyrir neðan 2°C markið. Nú er tíminn kominn að þeir sýni það í verki. Undanfarna daga hafa spunnist miklar umræður í þjóðfélaginu um álagningu kolefnisgjalda á jarð- efnaeldsneyti. Umræðurnar hafa að mestu snúist um álagningu kol- efnisgjalda á föst kolefni, s.s. kol, koks og rafskaut. Þetta má rekja til frumvarps ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Þar er m.a. lagt til að á árinu 2013 verði lagt kolefnisgjald á eldsneyti í föstu formi, það er gjald fyrir notkun á kolum, koksi og rafskautaefni. Eftir þau fjárhagslegu áföll sem dunið hafa yfir þjóðina við hrun bankakerfisins er ljóst að ríkis- sjóður þarf að afla meiri tekna, um það er ekki deilt. Deilt er hins vegar um hvaða leiðir séu vænleg- astar til árangurs. Ekki skal lagt mat á það hér. En hvað eru kolefnagjöld, hvern- ig og hvers vegna eru þau lögð á í nágrannalöndum okkar? Ein mesta umhverfisvá sem blasir við mannkyninu eru afleið- ingar af hlýnun loftslags. Það er vel þekkt að þessa hlýnun má að mestu rekja til stóraukinnar losun- ar gróðurhúsalofttegunda. Það er sameiginleg skylda allra að stuðla að minnkun þessarar losunar. Í Evrópu hefur verið valin sú leið að nota sem mest fjárhagslega hvata til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Hér er stuðst við þá einföldu aðferðafræði að sá sem mengi skuli greiða fyrir það. En hvernig er þá unnt að mæla meng- un hvers og eins? Innan Evrópusambandsins eru notaðar tvær mismunandi aðferðir. Sú fyrri snýr að einstaklingum, heimilum og minni fyrirtækjum. Hér er ógerningur að meta losun hvers og eins. Því er valin sú leið að leggja gjöld á öll þau aðföng sem valda losun gróðurhúsalofttegunda, svo sem á allt eldsneyti. Fjárhags- legur ávinningur hvers og eins felst síðan í því að draga sem mest úr orkunotkun eða auka notkun á end- urnýjanlegri orku. Þarna fer því saman fjárhagslegur ávinningur og minnkun á losun gróðurhúsa- lofttegunda. Seinni aðferðin sem er notuð snýr að stærri notendum jarðefna- eldsneytis. Hér er unnt að mæla beint eða óbeint alla losun gróður- húsalofttegunda. Öll þau fyrirtæki sem falla undir þennan flokk verða að fá losunarleyfi. Síðan þurfa þessi fyrirtæki að fá losunarheimildir fyrir hvert tonn gróðurhúsaloftteg- unda sem þau losa. Ríki sambands- ins ráða síðan yfir tilteknum fjölda losunarheimilda. Þessar heimildir eru settar á uppboðsmarkað, þar sem handhafar losunarleyfa geta boðið í þær. Á þennan hátt er sett- ur upp fjárhagslegur hvati til þess að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Þetta er í grófum dráttum verslunarkerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Noregur og Ísland verða að hluta til aðilar að þessu kerfi þegar það tekur að fullu gildi árið 2013. En hér er nokkuð að varast. Þetta verslunarkerfi er ekki alþjóð- legt heldur einungis svæðisbund- ið. Því er viss hætta á að iðnaður sem þarf að kaupa mikið af heim- ildum færi sig um set þangað þar sem engar takmarkanir eru sett- ar á losun gróðurhúsalofttegunda. Við þetta minnkar vissulega losun innan sambandsins en hún fær- ist einungis til þannig að losun á heimsvísu er jöfn og áður. Þetta er kallaður kolefnisleki (e. Carbon leakage). Í verslunarkerfi sam- bandsins eru því fyrirvarar vegna kolefnisleka. Þessir fyrirvarar fel- ast í því að öll fyrirtæki sem eru í alþjóðlegri samkeppni, þar sem hætta er á kolefnisleka, eiga full- an rétt á úthlutun gjaldfrjálsra los- unarheimilda fyrir allt að 97% af losun gróðurhúsalofttegunda eftir tilteknum reglum. Þær iðngreinar sem eiga rétt á gjaldfrjálsri úthlut- un heimilda innan ETS-kerfisins eru nánar tilgreindar í tilskipun, en þar er meðal annars að finna framleiðslu á kísiljárni, kísilmálmi og á áli. Áætlanir um kolefnisgjald hér á landi til viðbótar við innleiðingu ETS-kerfisins ganga því þvert á þessa meginreglu ETS-kerfisins. Að leggja á bæði kolefnisgjald og innleiða ETS-kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttun- ar. Auk þess skekkir þetta verulega samkeppnisstöðu þeirra íslensku fyrirtækja sem í hlut eiga, þar sem keppinautar þeirra í Evrópu þurfa ekki að borga neitt kolefnisgjald. Bandaríkin og nánasti banda-maður þeirra, ESB, mynda pólitíska og hernaðarlega blokk og stefna ótrauð að heimsyfirráð- um. Pólitísk stefna Blokkarinnar er hnattvæðing auðhringanna: frjálst flæði og aðgengi vest- rænna auðhringa heims um ból. Hernaðararmur Blokkarinnar er hið hraðvaxandi NATO. Blokkin hefur gífurlegt afl og telur heims- yfirráð raunhæfan möguleika. Eitt meginmál er að þjarma að ríkjum sem trufla þá viðleitni og koma þar á stjórnarskiptum (kall- ast að koma á lýðræði!). Ef mútur og undirróður nægja ekki er það gert með þvingunaraðgerð- um hinna voldugu – og stríði ef annað bregst, svo sem í Júgóslavíu, Afganistan (og Pakist- an), Írak, Líbíu … „Arabíska vorið“ birtist okkur sem borg- araleg uppþot og fjölda- aðgerðir sem mæta einhliða valdbeitingu stjórnvalda s.s. í Túnis, Egyptalandi, Jemen, Bahrain … En tvö lönd hafa alveg skorið sig úr: Líbía og Sýrland. Frá upphafi ólgunnar er þar um að ræða vopnuð átök tveggja fylk- inga, með miklu mannfalli á báða bóga. Sem sagt vel vopnuð upp- reisn og borgarastríð. Það sýnir sig að Blokkin hefur átt afar virka aðild að átökunum í þeim löndum. Aðferðirnar eru allt frá flugu- mönnum og nethernaði til eld- flaugaárása. Þannig er „arabíska vorið“ á góðri leið að breytast í vestræna stórsókn gegn araba- þjóðum. Afskipti Blokkarinnar af Líbíu og Sýrlandi eru engin tilviljun. Fyrir nýliðið stríð var Líbía eina ríkið í Norður-Afríku sem ekki átti „samstarfsaðild“ (partners- hip) að NATO. Og af 14 löndum Mið-Austurlanda eru þrjú sem ekki eiga neina aðild að NATO: Íran, Sýrland og Líbanon (Líb- anon býr reyndar við hernám NATO-herskipa). Íran og Sýrland eru nánir bandamenn og eru auk þess helstu stuðningsmenn Kín- verja og Rússa á þessu svæði, þ.e.a.s. helstu andstæðinga og keppinauta Blokkarinnar. Blokkin á mörg vopn, m.a. leynivopn. Eitt þeirra er Alþjóða- kjarnorkustofnunin. Skýrsla hennar fyrir skemmstu gaf vest- rænum fjölmiðlum tækifæri til að útbásúna að nýjar vísbend- ingar væru um kjarnorkuvá frá hendi Írana. Engar nýjar upplýs- ingar komu samt fram í þessari skýrslu en hún hafði hin tilætluðu sálrænu áhrif: Mesta hættan staf- ar frá Íran! Annað leynivopn er Araba- bandalagið sem ákvað 16. nóvem- ber að víkja Sýrlandi úr banda- laginu. Ákvörðunin var tekin að frumkvæði Persaflóaríkjanna sex sem eru ýmist nánir banda- menn Bandaríkjanna eða hreinir leppar þeirra. Nákvæmlega það sama gerðist í febrúar sl. þegar Líbíu var vikið úr bandalag- inu skömmu áður en innrás Vesturveldanna hófst. Ekki boðar það gott fyrir Sýrland. Sú var tíðin að stór- veldaíhlutanir og bein heimsvaldastefna voru feimnismál. Ekki leng- ur. Blokkin kallar sig „alþjóðasamfélagið“ og þykist eiga fullan rétt á íhlutunum um allan heim. Í Morgunútvarpinu 23. nóv. tal- aði Sveinn Helgason frá Wash- ington um forsetaframbjóðend- ur repúblikana. Varnarmál voru efst á baugi. Rick Perry vildi setja flugbann á Sýrland. Sá sig- urstranglegasti þeirra, Mitt Rom- ney, taldi það ekki tímabært: „En ekki aðeins verður að beita við- skiptabanni á Sýrland heldur einnig stuðningi við uppreisnina í landinu með leynilegum aðgerð- um til að koma stjórnarskiptum í kring.“ Slík orðræða þykir góð latína í USA og ekkert tiltökumál í íslenska útvarpinu. Ef ekki tekst að hrekja Assad Sýrlandsforseta frá með hótunum og refsiaðgerðum er sennilegast að ráðist verði á landið. Og upp mun rísa Össur Skarphéðinsson, taka ofan gleraugun og segja að þetta sé sorglegt en nauðsynlegt. Það er alveg fyrirsjáanlegt því íslensk stjórnvöld hafa undan- tekningalaust stutt hina vestrænu hernaðarútrás undanfarinna ára- tuga. Alltaf. Að leggja á bæði kolefnisgjald og inn- leiða ETS-kerfið fyrir sömu fyrirtækin er augljóslega tvöföld gjaldtaka sem er ígildi tvísköttunar. Þannig er „arabíska“ vorið á góðri leið að breyt- ast í vestræna stórsókn gegn araba- þjóðum. Önnur áskorun er að Bandaríkin hafa ekki skrifað undir Kyoto sáttmálann – og munu aldrei gera… Skýr leið að alþjóðlegu loftslagssamkomulagi Kolefnisgjald – hvað er það? Ófriðarlegt Ég er af gamla skólanum eins og sagt er á mannamáli, enda 77 ára gamall. Ég man að ég hefi verið um 8 ára þegar faðir minn fór að leggja mér til lífsreglurnar sem þá voru viðhafðar og eru eitt- hvað á þessa leið. Þú mátt aldrei taka það sem þú átt ekki. Aldrei segja ósatt orð (bara í gríni). Drengskaparloforð og hand- sal er heilagur gjörningur. Eftir þessum reglum mun þér sjálfum líða vel og öllum sem þú átt sam- sskipti við í lífinu. Árum saman lifði ég í þessum heimi sannleikans í öllum sam- skiptum við fólk. Í sjósókn, við rekstur bílaverkstæðis og síðar nýsmíði á bátum. Þetta gekk allt upp með dreng- skaparloforði og handsali ára- tugum saman. En svo kom högg- ið sem lagði mitt sjálfstæða líf í rúst. Skurðgröfumaður hugðist gerast sjómaður. Hann ákvað að eignast einn bát og fá í hendur án þess að greiða, nema lítið fé. Hans fyrsta verk var að fá í lið með sér lögmann sem gerir hvað sem er fyrir peninga en hefir þann kost að halda grettistaki utan um skjól- stæðinga sína. Vegna pólítíkur er þetta mál enn óleyst. Einn prófessor úti í bæ segir beint út og stendur við það að „þetta mál verður að leysa því það er í einu orði áfellisdómur fyrir allt réttarkerfi landsins“. Frændi minn Þorsteinn Jónsson, skrifstofustjóri Hæstaréttar Íslands, er af Núps- ætt eins og ég og hann veit að ég hætti aldrei fyrr en málið er í höfn, það er háttur Núpara. Ég nefni engin nöfn á þessu mis- ferlapakki sem hér um ræðir, það nægir einfaldlega undirskrift mín og þá veit alþjóð hverjir eru hinir seku, því mál þetta er landsfrægt. Ég vona að málið þurfi aldrei að fara fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag, en þar fá svæsin glæpamál flýtimeðferð. Auglýsum ekki landið okkar þar, reynum að halda virðingu okkar fyrir erlendum þjóðum. Hugleiðing um málavafstur Fjármál Garðar H. Björgvinsson fv. útgerðarmaður og bátasmiður Hernaður Þórarinn Hjartarson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Umhverfismál Dr. Þorsteinn Hannesson þróunarstjóri Elkem Ísland ehf. Umhverfismál Connie Hedegaard framkvæmdastjóri loftslagsaðgerða hjá ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.