Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 36
6 föstudagur 25. nóvember
Margrét Einarsdóttir
búningahönnuður hefur
unnið við fjöldann allan
af auglýsingum, leiksýn-
ingum, sjónvarpsþáttum
og kvikmyndum. Hún sér
meðal annars um bún-
ingana í áramótaskaupinu
og væntanlegum sjón-
varpsþáttum gamanhóps-
ins Mið-Íslands.
Viðtal: Sara McMahon
Mynd: Valgarður Gíslason
M
argrét viðurkenn-
ir að hún hafi lengi
haft áhuga á hvers
kyns hönnun, bún-
ingasögu og list-
um og að það hafi ætíð verið draum-
ur hennar að leggja búningahönnun
fyrir sig.
„Ég hef alltaf spáð og spekúlerað
mikið í fatnaði, búningum og list-
um. Mamma og pabbi voru dugleg að
fara með mig á alls kyns uppákom-
ur, þá bæði kvikmynda- og leiksýn-
ingar, tónleika og listasöfn, þegar ég
var barn og ætli það hafi ekki verið
kveikjan að þessum áhuga mínum.
Mamma er að auki menntuð í textíl,
sem hafði sitt að segja.“
Í 9. bekk í grunnskóla sótti Margrét
um að fara í starfskynningu til fata-
hönnuðar og Leikfélags Reykjavíkur
til að kynnast starfinu betur. Að stúd-
entsprófi loknu skráði Margrét sig í
bókmenntafræði við Háskóla Íslands
en leiddist fljótlega út í starf stílista
og endaði í verslunarrekstri með vin-
konu sinni, Dýrleifu Ýri Örlygsdóttur.
„Ég fór í bókmenntafræðina því mér
þótti hún góður grunnur í áframhald-
andi nám í leikmynda- og búninga-
hönnun en áður en ég vissi af var ég
komin á fullt í að stílisera. Ég hannaði
líka mikið fyrir tískuverslunina Frikka
og dýrið sem Dýrleif rak í samstarfi
við Friðrik Weisshappel. Ég endaði á
því að kaupa hlut Frikka í versluninni
og rak búðina með Dýrleifu í mörg ár.“
SJÓVEIK Í VINNUNNI
Margrét hefur starfað við ófáar kvik-
myndir, leiksýningar, sjónvarpsþætti
og auglýsingar og sá meðal ann-
ars um búningana í kvikmyndunum
Brim, Á annan veg, Órói, Blóðbönd,
Sumarlandið og nú síðast Svartur á
leik. Hún segir mikinn mun á því að
hanna búninga fyrir kvikmynd eða
fyrir leikhús.
„Þetta er tvennt ólíkt. Í leikhúsinu
hefur maður meiri tíma í undirbún-
ing og til að prófa sig áfram. Maður
skapar persónurnar í samstarfi við
leikstjóra, leikmyndahönnuði og
leikarana sjálfa. Það er meiri hraði í
kvikmyndunum og maður hefur því
skemmri tíma til að ákveða persón-
urnar með leikstjóranum og leikur-
unum. Minnstan tíma hefur maður
við gerð auglýsinga og þar þarf jafn-
vel að klæða fólk sem maður hefur
aldrei séð áður.“
Eitt af erfiðari verkefnum sem Mar-
grét hefur tekið að sér var búninga-
hönnun við kvikmyndina Brim, sem
segir frá því er ung kona ræður sig á
fiskveiðibát þar sem fyrir er samheld-
inn hópur karlmanna. Margrét segir
þá tökudaga sem eytt var á sjó hafa
verið mjög erfiða bæði líkamlega og
andlega.
„Ég varð hræðilega sjóveik dag-
ana sem við vorum á sjó og eins og
fólk getur ímyndað sér var mjög erf-
itt að fúnkera í því ástandi. Ég átti erf-
itt með að fylgjast með á mónitorn-
um og ætli ég hafi ekki líkst stúlkunni
sem starir á hafið mestallan tímann.“
Starfið hefur þó að sama skapi
marga kosti og nefnir Margrét í því
samhengi þann samhug sem ríkir
meðal vinnufélaganna.
„Maður fær að ferðast vítt og
breitt um landið og kynnist mörgu
skemmtilegu fólki. Ég finn oft fyrir
söknuði þegar ég klára stór verkefni
því samstarfsfélagarnir eru þá orðnir
eins og fjölskylda manns.“
Á GÓÐA AÐ
Vinnudagar búningahönnuðar eru
langir og strangir og kveðst Margrét
oft vinna í allt að fjórtán klukkutíma
á dag.
„Oftast eru þetta tólf tíma vakt-
ir en ég mæti gjarnan svolítið fyrr til
að undirbúa mig og er síðan lengur til
að lagfæra hitt og þetta, þvo þvott og
ganga frá. Þetta eru langir dagar og
maður er í raun að vinna megnið af
sólarhringnum. Stundum eru dagarn-
ir styttri, við gerð Mið-Íslands unnum
við aðeins í tíu tíma á dag og það var
mikill munur, þá náði ég stundum
heim í kvöldmat.“
Margrét er gift og á þrjú börn sem
eru á aldrinum 11 til 15 ára. Hinir
löngu vinnudagar geta ekki verið
sérstaklega fjölskylduvænir og við-
urkennir Margrét að svo sé ekki.
„Nei, þetta er ekki fjölskylduvænsta
starfið en sem betur fer á ég dásam-
legan mann sem er þolinmóðari en
góðu hófi gegnir og góða foreldra
og tengdaforeldra. Við fjölskyldan
náðum þó góðu fríi saman í sumar en
til þess að það gerist þarf maður helst
að fara eitthvert burt eða slökkva á
símanum. Þegar maður er í sjálf-
stæðum rekstri er erfitt að afþakka
atvinnutilboð þegar maður hefur ekk-
ert annað í hendi og þess vegna verða
sum fríin ekki jafn löng og maður
lagði upp með.“
GALLHARÐUR VALSARI
Innt eftir því hvort hún hafi tíma
til að sinna áhugamálum samhliða
vinnunni svarar Margrét játandi.
„Ég fæ yfirleitt góð frí á milli verk-
efna og á þá meiri tíma með fjöl-
skyldunni og get sinnt áhugamálum
mínum. Mér finnst til dæmis mjög
gaman að prjóna, svo er ég mikil
íþróttabulla og Valsari og hef starfa
svolítið í félagsmálunum þar. Börn
eru öll í Val og við hjónin höfum tek
að okkur ýmis störf innan félagsin
í gegnum tíðina. Mér finnst ofsaleg
gaman að sækja leiki með krökku
um og reyni að haga mér á hliða
línunni svo ég verði þeim ekki
skammar,“ segir hún glettnislega.
DREYMIR STÓRT
Margrét rekur einnig búningaleig
fyrir fagfólk ásamt Dýrleifu Ýri o
þær dreymir um að stækka við s
einhvern tímann í framtíðinni o
koma á laggirnar fyrstu almennileg
búningaleigu landsins.
„Það er draumurinn að geta opna
vel skipulagða búningaleigu se
býður upp á gott safn fata frá ólí
um tímabilum. Við hlutum nýve
ið styrk ásamt búningahönnuðinu
Helgu Stefánsdóttur, settum í kjölfa
ið saman viðskipta- og fjárhagsáæt
un og dreymir nú um að geta kom
hugmyndinni í framkvæmd í nánus
framtíð. Svona búningaleiga mun
BÚNINGAHÖNNUÐUR SEM RE
AÐ HAGA SÉR Á HLIÐAR LÍNUN
Áhugasöm um hönnun og list Margrét Einarsdóttir búningahönnuður hefur unnið við gerð margra vinsælla kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hún rak lengi vel tískuverslunina Frikka og dý
Oftast eru þetta tólf tíma vaktir en ég mæti
gjarnan svolítið fyrr til að undirbúa mig og
er svo lengur til að lagfæra hitt og þetta, þvo
þvott og ganga frá.