Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 52
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR36 krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins Óliver Tumi er 6 ára rithöfundur. Hann vill fá súpervatnsbyssu og lest sem fer alveg ógeðslega hratt í jólagjöf. 36 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Tannbursti skíðafélagsins og fleiri ljóð Anton Helgi Jónsson Mál og menning 2011 Um klósettpappír frá Gucci og fleira gott Anton Helgi Jónsson kvað sér (h)ljóðs eftir nokkurt hlé í fyrra, þegar ljóðabók hans Sögur af ættarmóti kom út. Annars hafði verið heldur hljótt um skáldið sem vakti svo mikla athygli á áttunda áratug síðustu aldar með bókum á borð við Undir regnboga (1974) og Dropa úr síðustu skúr (1979). Anton Helgi hefur vissulega fengist við texta við störf sín gegnum árin, en það telst til tíðinda að hann sé aftur farinn að senda frá sér nýstárlegar ljóðabækur. Það sem fyrst vekur athygli þegar bókinni er flett er kímnin í ljóðum Antons Helga. Tyrfni í myndmáli er víðs fjarri, ljóðin bera með sér hversdagslegan blæ og eru sannanlega fyndin. Fræg flökkusaga verður skáldinu að yrkisefni í titilljóðinu Tannbursti skíðafélagsins, en sagan greinir frá tilsvari manns að vestan sem í skíðaskála er vændur um þjófnað á tannbursta: „Svarið lét ekki á sér standa innan úr tann- kremsfroðunni: Fyrirgefðu! Ég hélt þetta væri tannbursti skíðafélags- ins.“ (7) Anton Helgi yrkir sig til þeirrar niðurstöðu að það sé ljóðið sem sé tannbursti skíðafélagsins og það er auðvelt að taka undir það. Er ekki beinlínis til þess ætlast að menn deili ljóðum með öðrum og að þau fari munn úr munni, mann fram af manni? Á stöku stað fer skáldið út í hálfgerðan aulahúmor (eins og í ljóðinu um manninn sem ætlaði að stunda göngur en kemst í ógöngur) en þó að ljóðin séu fyndin og galgopaleg á köflum er oft lengi hægt að velta vöngum yfir innihaldinu. Og þó að stíllinn sé leikandi og léttur kemur það ekki í veg fyrir að efnið hafi dýpri undirtón. Þarna eru ljóð um kreppu og klósettpappír frá Gucci, svipmyndir af ferðalögum og úr dýralífi, samræður við fjöll, myndir úr hversdagslífinu. Í raun eru óvenju fá ljóð í þessari bók sem ekki snerta mann á einhvern máta. Nístandi fagurt er til að mynda ljóðið „Leikir barna og fullorðinna“ þar sem stillt er upp feluleik barna sem eru „kölluð upp“ gegn því sem gerist síðar á ævinni, þegar við erum eitt og eitt kölluð burt. Síðasta línan „Og enn slær hjartað í brjósti mér“ minnir rækilega á að víst er okkur öllum skammt- aður tími. Anton Helgi er frábær performer og fór ekki leynt með það á Nýhilhátíð hér í borg á síðasta ári. Sum ljóðin í þessari bók grunar mig að séu sniðin að slíku ljóðauppistandi. Takturinn og hrynjandin í þeim gefa fyrirheit um það. Má nefna „7 x ávarp fjallkonunnar eða I miss Iceland“ og „Einsöng án undir- leiks“ í þessu tilliti. Í bókinni eru prentaðar ljósmyndir útgefandans Jóhanns Páls Valdimars- sonar. Þetta eru náttúrumyndir eða umhverfislýsingar, enda náttúran meðal uppáhaldsyrkisefna Antons Helga. Myndirnar eru frumleg viðbót við ljóðin, JPV er mjög lunkinn ljósmyndari og áferðin á myndasíðunum falleg. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. Niðurstaða: Einhver jafnskemmtilegasta ljóðabók síðari missera. Málverk, skúlptúrar, ljós- myndir og vídeóverk átján listamanna má nú sjá í gömlu Sanitas-verksmiðj- unni á Köllunarklettsvegi 4. Internet-galleríið Muses stendur fyrir sýningunni. Átján listamenn úr ólíkum áttum sýna verk sín á þriðju pop-up sýn- ingu internetgallerísins Muses. Nú skýtur galleríið upp kollinum í Sanitas-verksmiðjunni að Köll- unarklettsvegi 4. Meðal þess sem þar er að sjá eru málverk eftir Þránd Þórar- insson, Bergþór Morthens og Lindu Ólafsdóttur. Þar eru jafn- framt nýjar teikningar eftir Hug- leik Dagsson og teikningar sem unnar voru fyrir plötuumslög hljómsveitanna Bloodgroup og Reykjavík! Listamennirnir Örn Tönsberg og Ólafur Darri Guð- mundsson vinna verk á veggi rýmisins á meðan á sýningunni stendur. Muses er í grunninn inter- netgallerí sem opnar sýningar með verkum listamanna sinna öðru hvoru. Rakel Sævarsdóttir hefur rekið Muses frá því haust- ið 2010. „Grunnhugmyndin á bak við Muses er að safna grasrót íslenskra myndlistarmanna saman á einn stað. Ég fékk þessa hug- mynd þegar ég var í framhalds- námi í hagnýtri menningarmiðlun og sá að það vantaði sameiginlegan vettvang fyrir grasrótina. Mark- miðið hjá mér er að halda áfram að bæta við listamönnum. Þeir þurfa ekki að vera menntaðir frá LHÍ til að komast inn á síðuna. Eina kraf- an sem ég geri til listamanna er metnaður. Að þeir séu með eitt- hvað spennandi og ögrandi.“ Fyrri sýningar Muses áttu sér annars vegar stað í bátaskemmu á Ísafirði, samhliða tónlistarhá- tíðinni Aldrei fór ég suður. Hins vegar var sýning opnuð í Bakka- skemmu úti á Granda á Menning- arnótt. Í báðum tilvikum komu ýmsir listamenn úr öðrum grein- um að sýningunum, með tónlist, dansi og gjörningum. Rakel segir þetta form, að reka gallerí á net- inu og opna sýningar á sérstökum stöðum í skamman tíma, bjóða upp á mikla möguleika. „Þetta staðlaða form, hvíti kassinn með góðri lýs- ingu, er kannski ekki í anda gras- rótarinnar og hentar henni ekki endilega,“ segir hún. Sýningin nú er í svipuðum anda og fyrri sýningar, en á laugardag- inn næstkomandi klukkan 16 verða óvæntar uppákomur á Köllunar- klettsveginum, þar sem dansar- ar, tónlistarmenn og rithöfundar munu koma við sögu. Sýningin er opin frá klukkan 13 til 17 frá fimmtudögum til sunnu- dags fram til 18. desember. holmfridur@frettabladid.is Átján grasrótarlistamenn sýna á Köllunarklettsvegi AF ÓLÍKU TAGI Galleríisti í netheimum Rakel Sævars- dóttir rekur netgalleríið Muses, sem opnaði nýverið sýningu í gömlu Sanitas- verksmiðjunni á Köllunarklettsvegi 4. Þar sýna 18 listamenn verk af ólíku tagi. Myndirnar hér að ofan eru eftir þær Erlu Maríu Árnadóttur og Lindu Ólafsdóttur. Leikritið Jesú litli snýr aftur á Litla svið Borgarleik- hússins á morgun. Sýningin, sem frumsýnd var árið 2009, var valin besta sýning ársins á Grímuverðlaun- unum ári síðar og höfundar hennar leikskáld ársins. Hún hlaut menningarverðlaun DV árið 2009. Jesú litli er nýkomin úr leikferð á Spáni þar sem verkið var flutt við góðar undirtektir í Principal-leik- húsinu í Vitoria á Spáni en þar fór fram samnefnd leiklistarhátíð. Leikhúsið tekur þúsund manns í sæti og var uppselt á sýninguna. Sýningin tókst einstaklega vel og var leikhópnum fagnað ákaft í sýningarlok. Margir stjórnendur leikhúsa og leiklistarhátíða voru á sýningunni og lýstu nokkrir áhuga á að fá sýn- inguna til sýninga og eru þegar hafnar viðræður um sýningar í Madrid og í Bilbao. Í verkinu segja trúðar söguna á bak við jólaguð- spjallið með augum nútímans og með tilliti til tvö þúsund ára sögutúlkunar. „Verkið er fyndið en um leið mikil harmsaga móður sem er þvinguð til að ala barn í stríðshrjáðu landi,“ eins og segir í fréttatilkynningu. Höfundar sýningarinnar eru Benedikt Erlings- son, Bergur Þór Ingólfsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Snorri Freyr Hilmarsson. Bergur, Halldóra og Kristjana leika trúðana og er tón- listin einnig í höndum Kristjönu, Benedikt leikstýrir og Snorri Freyr sér um leikmynd. Spánverjar hrifust af leikritinu Jesú litla JESÚ LITLI Bergur Þór Ingólfsson, Kristjana Stefánsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttr í hlutverkum sínum í leikritinu Jesú litli. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ ANNA GUNNARSDÓTTIR opnar sýninguna Breytingar í Mjólkurbúðinni í Listagili á Akureyri á morgun klukkan tvö. Þar sýnir hún veggskúlptúra úr silki og ull, unna með japanskri sibori-tækni. Í verkum sínum fjallar Anna um breytingar með tilvísun í bæði náttúruna og lífið sjálft.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.