Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 38
8 föstudagur 25. nóvember DOVE INTENSE REPAIR ER SÉRFRÆÐIMEÐFERÐ FYRIR MEÐHÖNDLAÐ HÁR. STUNDUM ER HÁRIÐ ÓSTÝRLÁTT OG ERFITT. ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ ER YFIRLEITT SÚ AÐ HÁRIÐ HEFUR SKADDAST Á EINHVERN HÁTT. NÝTT DOVE INTENSE REPAIR SJAMPÓ OG HÁRNÆRING MEÐ FIBER ACTIVE TECHNOLOGY SMÝGUR DJÚPT Í HÁRIN OG BYGGIR ÞAU UPP INNAN FRÁ ÞANNIG AÐ HÁRIÐ LIFNAR VIÐ AÐ NÝJU. repair therapy Fullnæging skapar nánd ?Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. Er þetta kynbrenglun í líkingu við það að vilja láta niðurlægja sig eða eitthvað allt annað? Hafa kynfræðingar eitthvað rannsakað hegðun sem þessa? Svar: Hér er um að ræða tvö mjög ólík mál; dýraníð og svo kynferðisbrot gegn barni. Það er því ekki hægt að tala um þetta sem einsleitan hóp af gerendum. Ég get ekki gert þessu ítarleg skil hér en kynfræðingar hafa einbeitt sér frekar að rannsóknum á seinna brotinu. Það má útskýra m.a. með því að réttindi dýra eru mismikil eftir löndum og því áhersl- an á rannsóknir á dýraníði því oft ekki talin þörf. Dýraníð hefur þó ögn verið kannað og er hvatinn við dýraníð annar en hjá barnaníðingum. Þá skiptast dýraníðingar í tvo hópa, þá sem segjast hneigjast til dýra og eiga í sambandi við þau, og þá sem telja sig einungis stunda kynlíf með dýrum. Að mér vitandi hafa fræðin ekki tengt þessi mál við niðurlægingu enda er það annar angi af kynlífi sem byggir ekki á lögbroti heldur samþykki þess sem „nið- urlægir“ og þess sem er niðurlægður og er þetta ekki talin sem kynbrenglun. Þetta eru því töluvert flóknari mál en ég vona ég hafi svarað þér að einhverju leyti. ?Ég var að horfa á Oprah Winfrey og þar voru hjón á barmi skilnaðar en ráðgjafi þáttarins fékk þau til að prófa að stunda kynlíf einu sinni á dag í heila viku og tala svo við sig aftur. Þau gerðu það og viti menn, þau hættu við að skilja og voru hamingjusamari en nokkru sinni fyrr. Því spyr ég, er til einhver mælikvarði fyrir það hversu oft pör/hjón eiga að sofa saman í viku, hvað sé ráðlegt eða telst „eðlilegt“? Svar: Hin sígilda spurning um meðaltal. Það er ekki til nein ein töfratala þar sem skilgreining á kynlífi er einstaklingsbundin og ekki bara bundin við samfarir. Svo er kynlöngun einstaklinga breytileg. Hvert og eitt par verður því að finna sína tölu sem báðir eru sáttir við. Þetta er ekki bara spurning um að láta fólk stunda kynlíf daglega og að þar með leysist þeirra vandamál, frekar hvað gerist milli pars þegar það stundar kynlíf reglu- lega. Þetta er spurning um að fá oftar fullnægingu, saman og í sitthvoru lagi, og það skapar aukna nánd. Þegar báðir aðil- ar eru fullnægðir þá eru þeir hamingjusamari og sambandið gengur betur. Rifrildi verða færri og skilningur meiri. Þetta gæti verið ágætis æfing fyrir pör sem eru pirruð. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Þegar báðir að- ilar eru full- nægðir þá eru þeir hamingju- samari og af- slappaðri og sambandið gengur betur. Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hann- aði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunn- ar Maxime de la Falaise og fransks hefðar- manns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laur- ent, settist í helgan stein kom Falaise á lagg- irnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla at- hygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women‘s Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Frétt- ir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu. Loulou de la Falaise minnst: Fyrirsæta af aðalsættum Bestu vinir Falaise og fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent voru vinir alla ævi. Hér sjást þau saman árið 1990. NORDICPHOTOS/GETTY Hin þrjú fræknu Yves Saint Laurent ásamt vinkonum sínum og músum, Falaise og Betty Catroux, fyrir framan fyrstu verslun sína í London. Þríeykið klæðist safari-fatnaði sem Laurent gerði vinsælan á sjöunda áratugnum. Smekkleg Falaise gekk gjarnan í buxum og þótti ávallt smekkleg. Hér er hún á tískuvikunni í París árið 2006. Endurfundir Loulou de la Falaise og Betty Catroux sjást hér saman á frumsýn- ingu heimildarmyndarinnar L’Amour Fou í Torontó árið 2010. Myndin segir frá sambandi Laurents og sambýlismanns hans, Pierre Berge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.