Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 60
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR44
Jóns úr Vör
Menningar- og þróunarráð Kópavogsbæjar efnir í ellefta sinn til árlegrar
ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Veitt verða vegleg verðlaun og fær verðlaunaskáldið auk þess til varðveislu,
í eitt ár, göngustaf áletraðan með nafni sínu. Handhafi hans nú er Steinunn
Helgadóttir, myndlistarmaður og ljóðskáld. Dómnefnd velur úr þeim ljóðum
sem berast.
Öllum skáldum er velkomið að senda ljóð í keppnina en skilafrestur rennur út
3. desember. Ljóðum skal skilað með dulnefni og nafn, heimilisfang og sími
skáldsins látið fylgja með í lokuðu umslagi auðkennt með sama dulnefni.
Ljóðin mega ekki hafa birst áður.
Utanáskrift er:
Ljóðstafur Jóns úr Vör
Menningar- og þróunardeild Kópavogs
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Greint verður frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun veitt
á afmælisdegi Jóns úr Vör 21. janúar 2012. Jón úr Vör bjó nánast allan
sinn starfsaldur í Kópavogi en tilgangur keppninnar er að efla og vekja
áhuga á íslenskri ljóðlist.
PI
PA
R\R\
PI
PA
R
APA
TB
W
A
W
A
BW
AA
TB
W
A
••••
SÍ
A
SÍ
AÍAS
•
11
29
1
11
29
1
2929221
44
Söngkonunni Lady Gaga er margt til lista lagt, en hún opnaði á dögunum
búð í Barneys-verslunarmiðstöðinni í New York. Frægir flykktust á opn-
unina og mátti þar sjá mörg stærstu nöfnin í tísku-og skemmtanabrans-
anum. Búðin er opin yfir jólin og á að vera eins konar útgáfa Lady Gaga á
verkstæði jólasveinsins, en þar er meðal annars að finna fatnað, bækur,
nammi og hluti í anda söngkonunnar, sem er þekkt fyrir frumlegan stíl.
Lady Gaga opnar búð
HRESSANDI INNRÉTTINGAR Það
er óhætt að segja að búð Lady
Gaga sé litrík og hressileg.
STÍLISTINN Brad
Gorenski varð
frægur sem
aðstoðarmaður
stílistans Rachel
Zoe í raunvera-
leikaþáttum um
stjörnustílistann.
AÐAL-
STJARNAN
Lady Gaga
opnaði búð-
ina klædd
íburðar-
miklum
brúðarkjól
frá Chanel.
GOSSIP GIRL
Leikkonan Blake
Lively klæddist
blárri buxnadragt,
hér með sam-
leikara sínum
úr sjónvarps-
þáttunum Gossip
Girl, Matthew
Settle.
BLOGGARINN
Bryan Boy mætti í
skærgulum pels.
HÖNNUÐURINN
Alexander Wang
var að sjálfsögðu
mættur til að
berja búðina
augum.
RITSTJÓRINN
Giovanna Battaglia
ritstýrir L´Uomo
Vogue og starfar
þess á milli sem
stílisti.
LEIKARINN Neil
Patrick Harris
mætti ásamt
unnusta sínum,
leikaranum og
kokkinum David
Burtka.
BLÚNDUR Lady
Gaga mætti í
Barneys klædd í
svartan blúndukjól
sem vakti athygli,
NORDICPHOTOS/AFP
Mikil óvissa ríkir nú um framtíð
rokksveitarinnar Sonic Youth eftir
að eitt langlífasta par rokksins,
Thurston Moore söngvari og Kim
Gordon bassaleikari, tilkynntu
um skilnað sinn eftir nærri 30 ára
hjónaband. Tilkynningin kom í
október þegar hljómsveitin var á
tónleikaferðalagi í Suður-Amer-
íku. Moore og Gordon giftu sig
árið 1984 þegar hljómsveitin hafði
starfað í þrjú ár. Aðdáendur sveit-
arinnar voru því flestir jafnframt
aðdáendur hjónabandsins, og haft
var eftir eyðilögðum ungum manni
að skilnaðurinn hefði orðið til þess
að hann tryði ekki lengur á sanna
ást.
Nú hefur Sonic Youth spilað síð-
ustu tónleikana sem bókaðir voru
áður en skilnaðurinn var ákveð-
inn, og þar með er mögulegt að
sveitin hafi komið fram á sínum
allra síðustu tónleikum. Aðdáend-
ur sveitarinnar bíða nú í örvænt-
ingu eftir fregnum um hvort þeir
megi búast við áframhaldi á blóm-
legum þriggja áratuga ferli, en
ekkert hefur heyrst úr herbúðum
hljómsveitarinnar.
Sonic Youth að hætta?
LANGLÍF Sonic Youth á 30 ára starfsafmæli á þessu ári.